Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 73 til náðist, var háttsettur þýzkur dómari, þá setztur í helgan stein. I eiðsvörnum vitnisburði skýrði hann frá leyniréttarhöldum gegn brúnstökkum úr SA fyrir sérstök- um „heiðursdómstóli" nokkrum mánuðum eftir þinghúsbrunann. Nokkrir brúnstakkar viður- kenndu í þessum réttarhöldum að þeir hefðu lagt eld að ríkisþing- húsinu samkvæmt skipun Görings marskálks og annarra leiðtoga nazista, og Hollendingurinn van der Lubbe, sem hefði verið gripinn glóðvolgur, hefði aðeins verið notaður til að villa mönnum sýn. Vitnisburður þeirra fyrir leyni- dómstólnum var til kominn vegna þess, að rannsókn hafði verið fyrirskipuð á ákaerum gegn þeim um meint drottinssvik. Þessar upplýsingar sýna að til ríkisþinghúsbrunans má rekja að nokkru aðdraganda „nætur hinna löngu hnífa" í júní 1934, hreinsun- arinnar miklu, þegar aftökusveitir nazista myrtu 170 manns, þeirra á meðal marga leiðtoga brúnstakka. Talið var nauðsynlegt að útrýma öllum þeim brúnstakkaleiðtogum, sem voru viðriðnir þinghúsbrun- ann. Óafvitandi áttu þeir sjálfir þátt í því. Þeir voru teknir af lífi vegna þeirrar óvarkárni að reyna að smygla skýrslu um ábyrgð naz- ista á þinghúsbrunanum úr landi. Annað vitni, fyrrverandi þýzkur liðsforingi, skýrði frá því að hús- gögnum, sem var bjargað úr brunarústunum, hefði seinna ver- ið komið fyrir í yfirmannamessa í nágrenni Berlínar, þar sem f ljós kom að sætin og fóðrið voru gegn- sýrð eldfimu efni og púðri. RÉTTARHÖLD Eitt af því sem var mönnum alltaf ráðgáta var, að þótt van der Lubbe væri sagður hafa lagt eld að geysistórri, rammbyggðri stein- byggingu einn síns liðs, kom eldur upp á rúmlega tuttugu stöðum samtímis, og útbreiðsla eldsins var svo hröð, að gólfin hrundu á tæpum hálftíma. Astæða þess að margir van- treystu staðhæfingum þeirra sem sögðu að van der Lubbe væri sak- laus var gífurleg ónákvæmni í svokallaðri „brúnni bók“, sem kommúnistar gáfu út um brun- ann. Réttarhöld fóru fram í mál- inu undir forystu Dr. Búnger í Leipzig, þar sem búlgarski komm- únistinn Georgi Dimitrov, síðar yfirmaður Komintern og forsæt- isráðherra Búlgaríu, stóð upp í hárinu á Göring og var í forsvari fyrir hinum sakborningunum, tveimur öðrum Búlgörum og þýzka kommúnistanum Torgler. Seinna reyndist Dimitrov engu mildari valdhafi en Göring og sér- fræðingur í sýniréttarhöldum. Önnur „réttarhöld" fóru fram mörgum mánuðum áður í Lundún- um undir forystu D.N. Pritt að undirlagi Komintern, og þau áttu að sýna fram á sekt nazista. Föls- uð skjöl voru notuð í báðum rétt- arhöldunum. Fölsuðu skjölin í London komu frá áróðurssnillingi Komintern á vinstribakkanum í París, Willi Múnzenberg. Hann var svo snjall að nazistar, sem vildu hreinsa sig eftir fall Hitlers, bættu nýjum atriðum við frásögn hans. Staðreyndum var hagrætt í æviminningum svo að þær kæmu heim og saman við kenningar Múnzingers. Virtustu sagnfræð- ingar viðurkenndu niðurstöður hans án nokkurra efasemda. LEYNIGÖNG Árangur hinna nýju rannsókna, sem hafa farið fram á síðari árum, felst í því að þá fékkst í fyrsta skipti heilleg mynd af brunanum, þannig að hægt var að setja sam- an ítarlega frásögn studda fram- burði vitna af því hvernig sund- urleitur hópur brúnstakka og svartstakka lagði eld að ríkis- þinghúsinu. Samanburður á framburði vitna hefur leitt í ljós að brennuvarg- arnir komu saman tveimur sól- Marinus van der Lubbe: gripinn glóðvolgur. Tíu menn undir stjórn SA-foringjans Karls Ernst fóru um þessi neðanjarðargöng frá húsi Görings til ríkisþinghússins. Húsvörður Görings, Scranowitz, heyrði fótatak í göngunum. Handtökur hófust strax um nóttina eftir ríkisþinghúsbrunann. arhringum áður en atburðurinn gerðist, í húsi Görings marskálks gegnt þinghúsinu, og komust inn í þinghúsið kvöldið sem það brann eftir leynigöngum, sem tengdu hitakerfi þessara tveggja bygg- inga. Þetta hafði menn alltaf grunað, en þetta hafði aldrei verið sannað ótvírætt. Ritari nefndar- innar, sem rannsakaði brunann fyrir fjórtán árum, sagði í viðtali: „Einnig liggja fyrir órækar sannanir fyrir því hvernig nazist- um tókst að gera Hollendinginn van der Lubbe að leiksoppi sínum og telja honum trú um að hann stæði fyrir íkveikjunni einn síns liðs. Hann var ginntur til Berlínar með auglýsingum og fréttum, sem Þjóðverjum tókst að lauma í hol- lenzk kommúnistablöð, þar sem sagði, að sjálfboðaliðar óskuðust til hættulegra starfa. í raun og veru stóð flokksvél nazista fyrir öllu þessu verki með vitund Gesta- po og glæpalögreglunnar, sem seinna sá til þess að lögð voru fram sönnunargögn svo að hægt yrði að taka van der Lubbe af lífi. Til þess að komast hjá erfiðleikum gagnvart vestrænum ríkjum og Rússum gerðu nazistar það ekki að ófrávíkjanlegri kröfu að Búlg- aranum Dimitrov og hinum kommúnistunum, sem voru ákærðir ásamt honum, yrði refs- að.“ PÍSLARVOTTUR Van der Lubbe var brennuvarg- ur og þráði píslarvætti fyrir málstað verkamanna segir Tobias. Hann var hálfblindur og leit út fyrir að vera fáráðlingur, en Tobi- as segir að það hafi hann ekki ver- ið, þott bæði nazistar og kommún- istar héldu því fram. Nazistar kölluðu hann kommúnista, and- stæðingar nazista kölluðu hann útsendara nazista. Tobias segir að hann hafi ekki verið kommúnisti, en róttækur og óháður, nokkurs konar stjórnleys- ingi, og fyrirlitið þýzka vinstri- sinna fyrir veikleika þeirra. Hann virðist hafa ákveðið að sýna að hann gæti storkað nazistum einn, úr því Þjóðverjar þyrðu það ekki. Hann var einn og vinalaus, stimplaður hálfviti og hækja og enginn syrgði hann. 111 meðferð kunni sumpart að hafa verið skýr- ingin á fáránlegri framkomu hans. Hann hélt því alltaf ákveðið fram að hann hefði verið einn að verki. Að lokum varð dómstóllinn í Leipzig að sýkna alla sakborn- SJÁ NÆSTU SÍÐU 50 árum og kenningar dr. Tobiasar í - f /V A..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.