Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 28

Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 76 Pottarím ' Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Eitt og annað smálegt er á dagskrá í dag, réttir sem ættu að geta svipt burt gráma hvunndags- ins, þó vonandi sé sá dagur grár fyrir sem fæstum. En vort daglega brauð er vissulega vel til þess fall- ið til að Ijá lífinu lit og loftinu ilm. Minnug þess fylgja hér uppskriftir sem ættu að geta hentað vel við hin ýmsu hátíðlegu tækifæri hvunndagsins, sem sagt uppskriftir að hvunndagsmat. I>að vex víst ýmsum í augum að fara að fitja upp á nýjungum í miðri viku, eftir þetta daglega dont. En það þarf ekki alítaf að vera seinlegra að spreyta sig á nýj- um réttum. Réttirnir hér á eftir eiga að vera gott dæmi um það, því þeir eru hvorki flóknir, seinlegir, né krefjast langs undirbúnings. Er þá nokkuð til fyrirstöðu að renna augunum yfir uppskriftirnar, velja þá fyrstu og prófa ... Góða skemmtun! Lambalifur í sósu (Handa fjórum) Lifur í brúnni sósu telst varla til megin nýjunga í matargerð- inni lengur. En brún sósa getur verið annað en uppbökuð sósa með matarlit, samanber hér á eftir. Vonandi vita flestir að inn- matur ætti að vera á borðum okkar sem oftast, helzt einu sinni í viku eða aðra hverja viku. Lifur og nýru eru járnríkur mat- ur, t.d. lifur og nýru, auk þess sem hann er magur af kjöti að vera. Og ekki spillir fyrir að hann er ekki alltof dýr, kannski ekki ódýr, en svona í ódýrara lagi. Miðað við hollustu líkama og pyngju er þetta því hin ákjós- anlegasta fæða. Þar við bætist að t.d. lifur býður upp á afar marga möguleika í matargerð. Sama er með nýrun, en höldum okkur við eitt í einu. Lifur á leik í þessari lotu. Þó lambalifur sé tilnefnd í fyrirsögninni, getið þið notað aðra lifur ef ykkur sýnist svo. Kálfalifur er annáluð fyrir gæði, þykir bæði hafa skemmtilega áferð og milt bragð. Hún er því miður afar sjaldséð hér eins og reyndar kálfakjöt. Það væri ánægjulegt að sjá þetta hvort tveggja oftar. Nautalifur er nokkuð gróf, en ef ykkur líkar hún, þá er ekkert því til fyrir- stöðu að nota hana í uppskrift- ina hér á eftir. Svínalifur er mjög bragðmikil og ekki að allra smekk. Grísalifur er mun bragðmildari og ef ykkur fellur hún, getið þið reynt hana í rétt- inn hér á eftir. Kjúklingalifur þykir góður matur, er t.d. frá- bær í hvers kyns kæfur. Hún er því miður afar sjaldséð í búðum. Hvað skyldi eiginlega verða um lifrina úr öllum kúklingunum, sem eru hlutaðir í sundir og seldir þannig? Það er bæði synd og skömm að ekki skuli vera hægt að ná og nýta þessa önd- vegis lifur. Nú, en þið notið þá lifur sem ykkur líkar bezt ... 800 gr lifur 1 'k msk rauðvínsedik 3 dl vatn 2 V2 msk sojasósa 'k dós sýrður rjómi 1 dl rjómi (eða afgangurinn úr dósinni af sýrða rjómanum) 1. Skerið lifrina í þunnar sneiðar, jarlægið himnuna af lifrinni og skerið æðar burt, eftir því sem þarf. 2. Hitið olíu og/eða smjör á pönnu, rétt nægilegt til að steikja lifrina í. Steikið sneið- arnar í heitri feitinni, þannig að kjötið lokist að utan og brúnist Kjötbollur á maísbrauði (Handa fjórum) Ykkur virðist kannski við fyrstu sýn að þessi uppskrift sómi sér illa innan um upp- skriftir einfaldleikans, en svo er þó ekki. Uppskriftin er einföld í framkvæmd, þó hún sé e.t.v. nokkuð viðamikil við fyrstu sýn. Þið búið til brauðdeig úr maís- mjöli og fleira góðgæti. Meðan það er að bakast, útbúið þið kjötbollur. Og meðan þær eru svo að bakast getið þið sinnt öðr- um starfa eða lagzt fram á eld- húsborðið og leyft ykkur þann munað að slaka á eftir önn eða ró dagsins. EITT OG ANNAÐ SMÁLEGT en brenni ekki. Gætið þess eftir föngum að feitin brenni ekki. Bragð af brenndu bætir sjaldn- ast ... 3. Hellið edikinu yfir og látið það gufa upp, hellið síðan vatn- inu yfir og sojasósunni. Látið lifrina sjóða þar til hún er hæfi- lega soðin. Þetta er kannski ekki mjög nákvæmt orðalag, en suðu- tíminn fer eftir þykkt sneiðanna og hitanum. Og svc er misjafnt hvað hver vill sjóða lifrina lengi. Ég mæli með sem stytztum suð- utíma, því ofsoðin og þurr lifur er annar og lakari matur en hæfilega soðin og mjúk og safa- rík lifur. 4. Þegar ykkur lízt lifrin hæfi- lega soðin, setjið þá rjómann í skál, hellið soðinu yfir og þeytið þetta vel saman. Ef þið eigið rafmagnskvörn, þeytið þá í henni. Hellið öllu á pönnuna aft- ur, hitið og berið fram. Sósan á sumsé ekki að sjóða eftir að hún kemur á pönnuna aftur. Geri hún það, er þó ekki vá fyrir dyr- um, hún missir kannski eitthvað af útlitsfegurð sinni, en bragðið góða glatast ei ... Með þessum rétti fer vel að bera fram pressaðar kartöflur, kartöflustöppu eða einfaldlega soðnar kartöflur. Ég býst við að einhverjir þiggi sultu með. Ekki spillir að sultan sé löguð úr upp- skeru síðasta hausts, t.d. úr rifsberjum eða öðrum jarðar- blóma íslenzkrar náttúru ... þeir sem eiga rifsber í frysti eru ekki lengi að hrista sultu fram úr erminni. Setjið ber í pott ásamt sykri eftir smekk. Hitið svo berin þiðni og sykur- inn ley"ist upp. Þar með er sult- an tilbúin á borðið. Maísbrauð tilheyrir vart dag- legri fæðu okkar, enda erum við utan maísbeltisins. Hugmyndin að brauðinu er ættuð frá Banda- ríkjunum, eða öllu heldur þeim hluta þeirra þar sem maís tíðk- ast. Það þarf víst vart að taka fram, að í Bandaríkjunum eru mörg matarmenningarsvæði, þó úr fjarlægð virðist þau stundum vera aðeins eitt, hamborgara- og steikarabúð. í brauðið á að nota gróft maísmjöl, ekki maízena sem er afar fíngert. Það er þó hægt að nota maízena, en áferð- in verður ekki eins skemmtileg. Gróft maísmjöl, jafnvel stein- malað, má fá í búðum þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kornvöru. Súrmjólk er gjarnan notuð í bandarískan bakstur, og þið skuluð ekki halda að hann verði súr af því. Matarsódi þarf eitthvað súrt til að komast í gang, en þið getið notað súr- mjólk og mjólk til helminga ef ykkur sýnist svo. Og ostur gefur brauðinu óviðjafnanlegt bragð. Ögn af sykri, pipar og múskati bætir enn við bragðkviðuna. Þegar brauðið er hálfbakað, er kjötbollum raðað ofan á og bak- aðar þar á. Safinn úr kjötinu rennur niður í brauðið. Þar með er brauðið hafið upp í æðra veldi. Bollurnar eru bragðbættar með sellerírót. Ef þið náið ekki í harta (hún er tvímælalaust alltof sjaldséð) þá notið sellerístöngla. Einnig getið þið kryddað boll- urnar á annan hátt, eftir því sem ykkur lízt bezt. Utan um boll- urnar getið þið vafið fleskbitum, sem gefur réttinum mikið og gott bragð eins og við er að bú- ast. Fleskinu getið þið sleppt, eða e.t.v. notað skinkubita. í staðinn fyrir maísbrauð get- ið þið bakað bollurnar á kart- öflustöppu, sem er breidd á fat, á soðnum hrísgrjónum eða á brauðdeigi úr gerdeigi. Ef þið notið venjulegt brauðdeig, þá eru bollurnar settar á útflatt, óbakað brauðdeigið, sem er haft um 2—4 cm þykkt, og allt bakað saman. Aðalhugmyndin er að eitthvað sé undir bollunum, sem sjúgi í sig safann úr þeim. 250 gr gróft maísmjöl, gjarn- an steinmalað 2 stór egg 1 tsk sykur nýmalaður pipar, ögn af ný- rifnu múskati 100 gr fínrifinn ostur, t.d. jarlinn 3'k dl. sjúrmjólk 1 tsk matarsódi, sléttfull 1. Setjið ofninn á 225° 2. Blandið saman mjöli, eggj- um, sykri, pipar, múskati og osti. Blandið saman súrmjólk og mat- arsóda, hrærið vel í svo sódinn leysist upp og freyði, og hellið í eggjablönduna. Hellið þessu í smurt fat, gjarnan leirfat. Það þarf að vera nógu stórt til þess að deiglagið verði aðeins 2—3 cm á þykkt. Setjið inn í heitan ofninn og bakið í 30 mín. neðar- lega í ofninum. Þá eru það kjötbollurnar: 400 gr lambahakk (eða annað kjöthakk) Vs hluti af stórri sellerírót, eða 2—3 sellerístönglar. 2 hvítlauksrif, 1 fyrir hikandi hvílauksunnendur (eða slepp- ið) grænar kryddjurtir, þurrkað- ar, og salt eftir smekk 3 vænar, magrar sneiðar af reyktu svínafleski 3. Rífið rótina á fínu rifjárni, og sellerístöngla ef þið notið þá. Fínsaxið hvítlaukinn. Blandið öllu, nema flesksneiðunum, sam- an og hnoðið hakkið vel svo allt samlagist. Mótið 15 aflangar bollur eða smápylsur. Skerið hverja flesksneið í 5 bita og vefj- ið einum bita utan um hverja pylsu. 4. Þegar brauðið hefur bakast i um 30 mín. og hefur fengið á sig fallegan gylltan lit, raðið þá pylsunum á brauðið og setjið aftur inn í ofn. Bakið nú í miðj- um ofninum í 10—15 mín. eða þar til pylsurnar eru stökkar og fallega bakaðar á að líta. Þá eru þær teknar út og bornar á borð fyrir fagnandi matargestina ... Islenzkur heimilisiðnaður Viö erum aö endurskipuleggja verzlun okkar og verö- um eftir 12. marz með alla okkar verzlunarstarfsemi í Hafnarstræti 3. Vegna þessara breytinga bjóöum viö okkar góöu viöskiptavinum næstu tvær vikur 30% afslátt af öllum vörum í verzluninni að Laufásvegi 2. Prjónafatnaður — lopi — band — keramik — teppi — útsaumsgarn — minjagripir. Vöndud vara — gott verd. íslenzkur heimílisiðnaður —■ ■ Prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26.—27. febrúar Bragi Michaelsson er fulltrúi ungs fólks í Reykjaneskjördæmi. 1 / Bragi hefur þekkingu og reynslu í sveitar- stjórnarmálum. Bragi er talsmaöur hins frjálsa framtaks og einkarekstrar. Bragi er baráttumaöur jafns atkvæöisréttar öllum þegnum til handa. Minnum á utankjörstaöarkosningu fram aö kjördegi. Kosningasímar Braga eru: 46533 — 46544. X J VV",; ■, Stuðningsmenn Braga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.