Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
89
NEMENDA
LEIKHUSIÐ
LEIKUSTARSKÓU tSLANDS
UNDARBÆ sm zm
Sjúk æska
11. sýning sunnudag kl. 20.30,
12. sýning þriöjudag kl. 20.30.
13. sýning fimmtudag kl. 20.30.
Miöasalan opin alla daga frá kl.
5—7. Sýningardaga til kl.
20.30.
Leikbrúðu-
land
Þrjár þjóösögur
sýning í dag kl. 15.00
aö Fríkirkjuvegi 11.
Næst síöasta sýning.
'Wiöasalan er opin frá kl. 13.00
i dag sími 15937.
HOUINWOO
áhátindi
í kvöld byrjum viö aö kynna
Stjörnuferöirnar vinsælu.
Margir hafa undanfarin ár farið
í Stjörnuferö og skemmt sér al-
veg konunglega.
í sumar veröa að sjálfsögðu
farnar Stjörnuferðir á vegum
Hollywood og Úrvali.
I kvöld verða í videoinu myndir
sem teknar hafa verið í feröun-
um.
Nýr bæklingur liggur frammi í
Hollywood.
Mótel 79 — tízkusýning.
Sérhannaöur samkvæmis-
klæönaöur
frá Tízkuhúsi Stellu, Hafnar-
stræti 16.
Allir í
H9LLUW80D
í kvöld.
esio
reglulega
öllum
fjöldanum!
Fáar eða engar myndir hafa valdið jafn miklum umræðum og deilum.
Endursýningar hef jast í dag í Regnboganum í Reykjavík, á Akureyri og á ísafirði.
Árni Bergmann ritstjóri Þjóðviljans
í Sunnudagspistli:
Mannhatur
mestan part
Um daginn var ég að rífast við
kunningja minn út af Óðali feðr-
anna, nýrri íslenskri kvikmynd.
Hann var, eins og fram hefur
komið hjá fleirum, óánægður
með kvenfólkið í myndinni, það
var annaðhvort heimskt eða
hugsunarlaust sagði hann og
fannst þetta bera nokkurn vott
um kvenfyrirlitningu (svipuð
viðhorf hafa komið fram í gagn-
rýni hér í blaðinu). Ég spurði si
sona: af hverju kvenfyrirlitn-
ingu? Eru karlmenn í þessari
mynd eitthvað skárri? Hvað um
þá hugsunarlausu stráka sem
hlaupa frá móður sinni í hennar
raunum á útfarardegi föður
þeirra til að súpa, klípa stelpur
og reykja gras? Hvað um þing-
manninn, kaupfélagsstjórann og
bisnessmanninn, sem hver með
sínum hætti nota sér fátækt og
hrekkleysi „atkvæðanna"?
Má vera, sagði kunningi minn,
að við ættum þá heldur að tala
um mannfyrirlitningu í mynd-
inni. Þar er allt svo neikvætt og
ömurlegt. Upp úr slíkum hlutum
vill höfundur myndarinnar velta
sér.
Ömurleikinn
Ég vissi að þessi óánægði
áhorfandi kvikmyndar var hrif-
inn af bókum Guðbergs Bergs-
sonar og sagði þvf: Hvað eiga
menn þá að segja um bækur
Guðbergs? Neikvæði á neikvæði
ofan. Þar skín ekki sól. Ætla
menn að saka höfundinn um
mannfyrirlitningu?
Nei, Guðbergur, það er allt
annað, sagði hann.
Athugum þetta svolítið nánar.
Guðbergur Bergsson og Hrafn
Gunnlaugsson eru auðvitað mjög
ólíkir höfundar og kannski út í
hött að reyna við einskonar sam-
anburðargæðamat á þeim. En ég
held að í tilsvari margnefnds
kunningja megi taka eftir öðrum
hlut, sem ekki kemur beinlínis
við sérkennum einstakra höf-
unda. Með öðrum orðum: ég held,
að hér sé á ferðinni enn eitt
dæmi um það, að íslendingar
hafa ekki vanist kvikmyndinni,
allra síst geta þeir nálgast ís-
lenska kvikmynd með sama hug-
arfari og þeir lesa bækur — eða
þá horfa á kvikmyndir sem utan
að berast.
Satt að segja eru það miklar
ýkjur að tala um að margnefnd
mynd, Óðal feðranna, sé sér-
staklega neikvæð. Ólánið eltir
um hríð tiltölulega saklausa fjöl-
skyldu og er það gæfuleysi alls
ekki dularfull geðþóttastarfsemi
örlaganna heldur á það sér ofur
skiljanlegar rætur í samfélagi
síðari áratuga. Þessi rás atburða
verður til þess, að ungur dreng-
ur, enn óskrifað blað að mestu,
lokast inni í þröngum hring og
gefur upp á bátinn tilraunir til
að rjúfa hann. Er þetta ekki ofur
einföld og kunnugleg saga?
Úr blaða-
dómum
Kvikmyndin Óðal feðranna er áhrifa-
mesta íslenska kvikmyndin sem gerð
hefur verið til þessa.
Vilmundur Gylfason, alþingismaður,
Alþýðublaðinu 16. júlí 1980
Óðal feðranna er jafnbesta íslenska
myndin sem gerð hefur verið til
þessa. Kvikmyndataka Snorra Þór-
issonar er snilldarhandbragö sem
gefur ekki eftir því besta sem við sjá-
um í erlendum myndum. Sama hvort
hann fæst við menn eða dýr, fegurð
Borgarfjarðarins, næturstemmningu
borgarinnar, nótt eða dag. Leikstjðm
Hrafns er á köflum það besta sem
áður hefur sést til hans og annarra
íslenskra kvikmyndaleikstjóra. Mörg
atriðin eftirminnileg sökum fágunar.
Þá vitum við einnig að við erum þess
megnugir að gera mynd með óaðfinn-
anlegri hljóðstjórn, hljóðupptöku og
hljómgæðum. Sá sem er ábyrgur
fyrir þessum þáttum er Jón Þór
Hannesson ...
Sæbjörn Valdimarsson,
Morgunblaöið 24. júní 1980
„Óðal feðranna" er tæknilega vel
unnin mynd, spennandi og vís til
að hljóta metaðsókn ... Einkum
finnst mér athyglisvert hve leikar-
arnir standa sig vel upp til hópa,
þótt enginn þeirra sé leikari að at-
vinnu.
... Flest af því sem gerðist t mynd-
inni gæti vissulega gerst í raun-
veruleikanum ... „óðal feðranna
er atburðarík mynd og spennan
byggist á atburðum fremur en á
sálrænum eða heimspekilegum
pælingum.
Ingibjörg Haraldsdóttir,
Þjóðviljinn 24. júní 1980
... Tæknilega er myndin mjög góð og
myndmálið er oft notað á áhrifamik-
inn hátt ... Allar persónur virka
mjög sannfærandi. Jakob Þór Ein-
arsson gerir hlutverki Stefáns mjög
góö skil þegar á heildina er litið og
Hólmfríður Þórhallsdóttir er góð í
móðurhlutverkinu. Borgnesingurinn
Sveinn M. Eiðsson er þó óneitanlega
senuþjófurinn því hann er óborgan-
legur í hlutverki kaupamannsins.
Friðrik Þ. Friðriksson,
Dagblaðið 24. júní 1980
... mér þótti myndin vel gerð.
Olafur Jóhannesson, utanríkisráðherra,
Vísir 25. júní
Mér fannst myndin mjög góð.
Ólafur Kagnar Grímsson, alþmaður,
Vísir 25. júní
Ég var mjög ánægður með myndina
og mér fannst hún trúverðug.
Jón Sigurðsson, ritstjóri Tímans
„Óðal feðranna" er kraftmikil kvik-
mynd ... raunar er leikurinn einhver
sterkasti þáttur „Óðals feðranna“ ...
„Óðal feðranna“ er oft fögur í Ijót-
leikanum og eymdinni og áhrifamikil
í vonleysinu.
Sólveig Jónsdóttir,
Vísir 23. júní 1980
M.vndin er feikna vel gerð í alla staði.
Bæjarins beztu í Dagblaðinu,
Friðrik Þ. Friðriksson,
Ingólfur Hjartarson
Mér þótti þetta góð mynd. Hrafn hef-
ur viðað að sér miklum fróðleik, kem-
ur honum til skila — mér þótti þessi
mynd vekjandi. — Þetta voru drama-
tískir hlutir, í myndinni er leiklist-
arlegt drama.
llalldór I.axness,
Visir 25. júní