Morgunblaðið - 27.02.1983, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
93
•3?
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
þess, að þær sárafáu kvikmyndir,
sem gerðar eru vestanhafs og sem
fjalla um vandamál af þessu tagi,
og þær eru yfirleitt ekki boðnar
almenningi sem afþreyingarefni
þar vestra, — og alls ekki á
dagskrártíma, sem fjölskyldur
nýta til sjónvarpsgláps — eru
miklu betur gerðar en þær er
koma frá Evrópu.
Vandamálamyndir evrópskar
eru fyrir það fyrsta illa gerðar
tæknilega (eins og þær flestar), en
auk þess éru áhersluatriðin í
myndum þeirra mun grófari. Þar
flýtur blóð í þess orðs fyllstu
merkingu, ef um „blóðmyndir" er
að ræða. Morð eru framin, einkum
með kyrkingum, hnífstungum,
limlestingum og mikið lagt upp úr
slíkum senum. Evrópubúar hafa
líka miklu lengri reynslu í þessu
öilu en þeir í vesturheimi.
Einstæðramæðramyndir
evrópskar, og þarf ekki einstæð-
ingsskap til, bara venjulegar
vandamálamyndir eins og þær
gerast frá Skandinavíu, eru fullar
af sora, salernum, hor og hörm-
ungum. Það er því ekki nema eðli-
legt, að íslendingar, sem fáu kvíða
meir en löngum vetri, atvinnuleysi
og einangrun, biðjist undan því að
þurfa líka að horfa á tilbúin
vandamál við að komast á salerni
í Skandinavíu, eða grátandi konu,
sem ekki vil eignast barn eftir
náttúruleg samskipti við einhvern
mann úti í bæ. — Nei, afsakið, það
heitir víst „manneskju af hinu
kyninu“ á skandinavísku!
Sannleikurinn er sá, að lang-
stærstur hluti íslendinga vill lítið
vita af evrópsku sjónvarpsefni, og
enn minna af því skandinavíska.
Bandaríska sjónvarpsefnið fellur
vel að smekk íslendinga, og sanna
dæmin það ótæpilega, bæði að því
er varðar sjónvarp og ekki síður
kvikmyndahús hérlendis.
Þær tilraunir, sem ráðamenn
hér og aðrir gera til þess að koma
því inn hjá fólki, að gervihnettir
séu á næsta leiti til að uppfylla
óskir landsmanna um sjónvarps-
efni, eru ekki trúverðugar. Þar er
langt í land.
Við höfum hins vegar mjög góða
sjónvarpsstöð í landinu, Keflavík-
ursjónvarpið, og til viðbótar þrjár
stöðvar frá Rússlandi, og sjást
þær mjög vel.
Það væri stórt spor í framfara-
átt að færa þjóðina nær umheim-
inum með því að virkja báða þessa
möguleika fyrir landsmenn. Þetta
gæti orðið fyrsta skrefið í áttina
til þess að gera landið að nokkurs
konar „Svisslandi", mitt á milli
austurs og vesturs, þar sem frelsi
ríkti til alþjóðlegra samskipta í
vipskipta- og efnahagsmálum.
Keflavíkursjónvarpinu var lok-
að á sínum tíma. Þar réði
60-manna hópur ferðinni. Nú hef-
ur meinlausu kapalsjónvarpskerfi
Vísa vikunnar
Bráðabirgðalögin:
Hörkudeil-
ur Alþýðu-
fyrir um 50 þúsund íbúa verið lok-
að, líka fyrir tilstilli fámenns hóps
manna.
Hverju verður lokað næst?
Kannski samgöngum í frjálsu
formi! Eða innflutningi, nema út á
spjöld, sem gefin eru út af ríkis-
valdinu? Sumt af þessu var boðað
í sjónvarpinu íslenska af formanni
Alþýðubandalagsins nýlega. — Og
við öllu þessu er tekið þegjandi,
þjóðin drúpir höfði, líkt og undir
Noregskonungum forðum. Þetta
erfist.
Og fyrir alla muni, farið nú ekki
að taka undir þetta, þið frelsis-
unnendur. Eða eins og sagt var
eftir sjónvarpsþáttinn „Á hrað-
bergi" með formanni Alþýðu-
bandalagsins: „Hann kom asskoti
vel út úr þessu ...“ — Já, var það
ekki.“
Athugasemd við
grein um upphit-
unarkostnað
Gísli Jónsson prófessor hringdi
og hafði eftirfarandi að segja: —
Ég hringi út af bréfi Pálma Stef-
ánssonar í þættinum í morgun
(föstudag), Um upphitunar-
kostnað á íbúðarhúsnæði. Grein-
in er athyglisverð og alveg rétt
hjá Pálma, að það á að bera
þennan kostnað saman í ein-
hvers konar meðaltals-orkuein-
ingum. Hins vegar voru meinleg-
ar villur í forsendunum sem
hann gaf fólki til að nota við
samanburðinn. í fyrsta lagi eru
95 kílóvattstundir af rafmagni á
móti 13 lítrum af olíu og 2
rúmmetrum af heitu vatni alltof
hátt. Þar væru 70—75 kílóvatt-
stundir nær lagi. Eins talar
hann um að nýtni rafmagns(þil)-
ofna sé 95%. Það er rangt. Nýtni
þeirra er 100%, því að orkan sem
þeir nota kemst ekkert annað en
út í loftið. Hins vegar er rafm-
agnsnotkunin svolítið breytileg
eftir því hvort notaðir eru svona
þilofnar eða hvort notað er
vatnshitunarkerfi, þar sem vatn-
ið er hitað upp með rafmagni. f
síðara dæminu er orkunotkunin
heldur meiri. Að lokum er það
misskilningur hjá Pálma, að
taka þurfi tillit til verðjöfnun-
argjalds og söluskatts sem komi
ofan á rafmagnskostnaðinn.
Þetta er rangt: Hvorki verðjöfn-
unargjald né söluskattur koma á
raforku til húshitunar.
Öhugsandi gagn-
vart karlmanni í
sömu aðstöðu
Elín Vigfúsdóitir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Eftir lestur greinar um fram-
boðsmál Sjálfstæðisflokksins í
Vestfjarðakjördæmi, eftir Eng-
ilbert Ingvarsson, formann kjör-
dæmisráðs, fæ ég ekki orða
bundist. Mér finnst minn flokk-
ur, Sjálfstæðisflokkurinn, hafa
komið þannig fram gagnvart
Sigurlaugu Bjarnadóttur og
kjósendum hennar, að lengi megi
leita eftir hliðstæðu dæmi. Af-
sökun formanns kjördæmisráðs
er sú, að 1974, er Sigurlaug
Bjarnadóttir var valin í þriðja
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins
í Vestfjarðakjördæmi, hafi ein-
hverjir haft áhuga á að fá ungan
karlmann í það sæti. Nú sér kjör-
dæmisráð sér leik á borði að
ganga framhjá Sigurlaugu
Bjarnadóttur, því að hún er
kona. Framkoma sem þessi væri
óhugsandi gagnvart karlmanni i
sömu aðstöðu. Til viðbótar er
ætlast til, að hún og kjósendur
hennar taki þessu sem sjálfsögð-
um hlut, nánast sem frá æðri
forsjón, og kyssi á vöndinn.
Engu er líkara en þeir sem þessu
valda hafi ekki heyrt minnst á
mannréttindi, hvað þá lýðræði.
Morgunorðin
falleg og
uPPbyggjandi
M.A. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mig iangaði til
að vekja athygli á Morgunorðun-
um sem flutt voru í morgun og
vildi jafnframt mælast til þess
að þau yrðu birt á prenti, t.d. hjá
þér, Velvakandi. Þau voru svo
óvenjulega falleg og uppbyggj-
andi. Hafi flytjandinn, Vilborg
Schram, kærar þakkir fyrir.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þar voru mættir fulltrúar tveggja
samtaka.
Rétt væri: Þar voru komnir fulltrúar tvennra
samtaka.
Betur færi þó: ... fulltrúar frá tvennum sam-
tökum.
(Ath.: samtök er ekki til í eintölu.)
Helgarhomið
Nýr staöur og nýr fjölbreyttur matseðill.
Að sjálfsögðu fylgir salat og brauðbar öllum réttum f
Relgarhorninu og við þjónum til borðs.
Við skerum einnig steikina í „horninu" hjá þér.
Föstudagskv. 25/2: Hreindýrasteikm/Waldorfsalati.
Laugardagskv. 26/2: Fylltargrísalundir
m/rauðvínssósu.
Sunnudagur 27/2:
hádegi: Marinerað lambalæri m/sinnepi.
kvöld: Roast beef m/bearnaisesósu.
Einnig bjóðum við upp á fjölbreytta rétti á Esju-
bergi, að ógleymdu bragðaukaborðinu.
Haukur Morthens og félagar skemmta á Esjubergi
föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld.
« KAUPÞING HF
VERÐBRÉFASALA
Gengi pr. 27/2 ’83
(daglegur gengisútreikningur)
Gengi m.v. 3,7 3,7% ávöxt- Gengi m.v.
ávöxtunar- unarkrafa Happdrættis- 3,7% ávöxt-
kröfu gildir lán ríkis- unarkröfu
pr. kr. 100.- fram til: sjóös pr. kr. 100.-
11.287 5.02. 1984 1973 — B 4.115
9.896 15.09. 1985 1973 — C 3.521
9.250 25.01. 1986 1974 _ D 3.050
7.475 15.09. 1986 1974 — E 2.161
5.772 . 15.09. 1987 1974 — F 2.161
5.681 25.01. 1988 1975 - G 1.456
3.680 15.09. 1988 1976 — H 1 349
2.826 10.01. 1993 1976 — I 1.073
2.100 25.01. 1994 1977 — J 970
1.885 10.03. 1994 1981 1.fl. 199
1.501 25.01. 1997
1.287 25.03. 1997 Verðtryggð veðskulda-
1.096 10.09. 1997 bréf m.v. 7—8%
Spari-
skírteini
ríkissjóös
1970 2. flokkur
1971 1. flokkur
1972 1. flokkur
1972 2. flokkur
1973 1. flokkur
1973 2. flokkur
1974 1. flokkur
1975 1. flokkur
1975 2. flokkur
1976 1. flokkur
1976 2. flokkur
1977 1. flokkur
1977 2. flokkur
1978 1. flokkur
1978 2. flokkur 700 10.09
1979 1. flokkur 602 25.02
1979 2. flokkur
1980 1. flokkur
1980 2. flokkur
1981 1. flokkur
1981 2. flokkur
1982 1. flokkur
1982 2. flokkur
* Eftir þessa dagsetningu gilda nafn-
vextir bréfanna sem eru lægri en 3,7%.
Óverðtryggð veöskuldabréf
1998
1999
15.09. 1999
15.04. 2000
25.10. 2000
25.01. 1986*
15.10. 1986'
1.04. 1985'
1.10. 1985'
Sölugengi m.v.
Nafn- Avöxtun
vextir umfram
18% 20% 47%
1 ár 66 67 81
2 ár 56 58 75
3 ár 48 50 72
4 ár 43 45 69
5 ár 38 40 67
2% afb./ári (HLV) verötr.
1 ár 96,49 2% 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ár 92,96 2V,% 7%
4 ár 91,14 2V?% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ár 88,50 3% 7V«%
7 ár 87,01 3% 7V«%
8 ár 84,85 3% 7V,%
9 ár 83.43 3% 7V,%
10 ár 80,40 3% 7%
15 ár 74,05 3% 7%
KAUPÞING HF.
Húsi verzlunarinnar, 3. hæö. sími 86988.
castmgna- og varðbrefasaia. leigumidlun atvmnuhusnaaðis. f|arvarz1a þtoöhag-
fr0ði-, rekstrar- og tölvuráögiöt
bandalags
og Fram-
sóknarflokks
Ólafur Ka^nar Grínuson,
formtóur þingflokks Alþýðu
bmid«l«gHÍnB, har baer sakir i
Stjornarliðið stundar deilur,
stöðugt höggvast þar
allar helstu kjaftakeilur
komma og framsóknar.
Hákur
B2P SIGEA V/öGÁ £ iiLVtmi
É6 ER RElWBÚIN
LEóóJfl W DRENG5KRP MINN
RÐ ÉG HRFI EKKI LRTIP HRU5INN
VH9H i HRU5INN H MHNNINUM EF
Y9RR NRÐ VlÐURKENNIf? FYRIR
SITT LEYTI m DRENGUR 06
STRRKUR SÉ EITT06 SRMH,
HU6TRKI9Í