Tíminn - 07.08.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.08.1965, Blaðsíða 3
3 LAUGARDAGUR 7. ágúst 1965 TIMINN MINNING William Thomas Möller William Th. Möller, kennari við héraðsgagnfræðaskólann að Skóg- um, andaðist hinn 19. júlí síðast liðinn. Með honum er genginn vit ur og samvizkusamur starfsmað ur, góður félagi og samferðamað- ur. William réðst kennari að Skóga skóla haustið 1950 á öðru starfs ári skólans. Var það tvímælalaust hið mesta lán hinnar ungu mennta stofnunar að fá svo snjallan, fær an og fróðan kennara í þeim vanda sömu undirstöðugreinum, sem •tœrðfræði og eðlisfræði eru. líennslu sína rækti William líka íetíð svo að af bar og sparaði sig fcvergi. Árangurinn var eftir því <*g bar jafnan góðum kennara jflæsilegt vitni. Hann unni ungu fólki og naut þess í ríkum mæli *ð hjálpa því áfram á vandröt íaðum stígum til menntunar og þroska. Kennsla er ætíð vanda samt starf og þá ekki hvað sízt 1 námsgreinum talna og tákna. En góður skilningur Williams á fetu nemenda sinna ásamt mikl- om kennarahæfileikum, lipurð, kímnigáfu og persónutöfrum stuðl átS. allt saman að því að auðvelda hinum ungu nemendum leiðina til kyndardóma lærdómsins, svo að faún varð þegar svo bar undir, Bæetum sem skemmtiferð. En það oru aðeins fáir útvaldir meðal kennara, þótt margir séu góðir. William Möller naut þeirrar gæfu og fyrir það og aðra mannkosti sína mun . hann lengi í minnum hafður meðal samstarfsmanna sinna og pemenda. William Th. Möller var fæddur á Akureyri hinn 12. marz 1914. Foreldrar hans voru sæmdarhjón in Christian L. Möl'ler lögreglu þjónn og Jóna Sigurbjörg Rögn valdsdóttir. Hann ólst upp á Siglu firði í stórum og glaðværum systk inahópi. Að lokinni barnafræðslu hóf William nám í unglingaskóla Siglufjarðar og þaðan lá leiðin í Menntaskólann á Akureyri, þar sem hann lauk stúdentsprófi vor ið 1934. Kennaraprófi frá Kenn araskóla íslands lauk hann 1937 og heimspekiprófi frá Háskóla fs- lands sama ár. Haustið 1937 réðst William kenn ari við barnaskólann á Siglufirði og kenndi þar óslitið til 1949. Hann fór námsför til Norðurlanda 1947 og veturinn 1949—50 dvald ist hann við nám í Kennarahá- skólanum í Kaupmannahöfn og lagði einkum stund á stærðfræði og eðlisfræði. Haustið 1950 kom hann sem kennari að Skógaskóla og starfaði hér æ síðan að frá teknu skólaárinu 1955—56, er hann dvaldist í orlofi sínu á Norð urlöndum og í Þýzkalandi og kynnti sér þar skólamál og kennsluhætti. Utan kennslu vann William að fjölmörgum störfum. Hann fékkst við verkstjórn og birgðavörzlu á Siglufirði um ára bil, hafði með höndum bókhald mötuneytis Skógaskóla flest ár in frá því að hann kom hingað, rak gistihús í Skógum á vegum Ferðaskrifstofu rikisinns sumarið 1963, sat í stjórn lestrarfélags og sjúkrasamlags Austur-Eyfellinga auk margs annars. Árið 1957 gekk William að eiga eftirlifandi konu sína Guð- rúnu Sigurðardóttur frá Ytri- Sólheimum í Mýrdal. Heimili þeirra var annálað fyrir myndar skap, gestrisni og glaðværð. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið og var hið yngsta aðeins nokkurra vikna, er heimilisfaðirinn féll frá. William Möller var staðarhald ari í Skógum sumarið 1954 og er mér í fersku minni, hversu vin samlega hann tók mér öllum ókunnum, er ég réðst þangað skólastjóri þá um haustið. Lagði hann sig fram um að leiðbeina mér og hjálpa, svo að allt varð miklu auðveldara með góðri að- stoð hans. Fyrir þetta og allt okk ar samstarf um ellefu ára skeið þakka ég af alhug nú að leiðarlok um. Ég veit að honum vegnar vel í þeirri ferð, sem nú er hafin. Ég trúi að hann hafi verið burt kall aður til að taka að sér einhver mik ilvæg verkefni á æðri slóðum en við jarðarbörn vitum deili á. Sökn uður okkar, sem dveljumst eftir, er sár. Okkur finnst að miklu lengur hefði William átt að fá að lifa hér og starfa. En Hann, sem öllu er ofar, veit betur. Við getum aðeins lotið höfði fyrir vilja Hans og ákvörðunum. Eftirlifandi konu Williams, frú Guðrúnu Möller og litlu börnunum þeirra fjórum sendi ég dýpstu sam úðarkveðjur og bið Drottinn að leggja þeim líkn með þraut. Aldr aðri móður, systkinum og öðru vandafólki votta ég einnig alla samúð. Að síðustu, kæri William, þakka ég þér samfylgd og góðvild. Megi algóður Guð vísa þér leiðina, hjálpa þér og styrkja. Blessuð sé minning góðs drengs og mikils kennara. Jón R. Hjálmarsson. „Skjótt hefur' sól brugðið sumri*. Þéssi ljóðlína listaskáldsins góða hefur ómað í huga mér síð ustu dagana. Vinur minn og sam starfsmaður, William Möller, er horfinn sjónum okkar, — farinn á undan okkur förina hinztu, þang að sem leið okkar allra liggur fyrr eða síðar. Við stöndum eftir, þögul og harmi þrungin og skilj um ekki miskunnarleysi þeirra máttarvalda, sem kölluðc hann brott svona skyndilega, þegar framtíðin brosti við. Hjartkæra eiginkonan hans var nýlega komin heim með sólargeislann litla, ný- fædda dóttur þeirra, og fyrir dyr- um stóðu flutningar í nýja og glæsilega íbúð. En skyndilega klippir hönd dauðans á strenginn. Skyndilega er hann horfinn okk ur öllum. Við syrgjum tryggan vin og félaga, eiginkonan og litlu börnin ástríkan og umhyggju saman heimilisföður, og skólinn okkar hefur orðið að sjá á bak hinum traustasta og ágætasta kenn ara. Þeir einir, sem verið hafa starfsmenn heimavistarskóla i sveit, skilja til fullnustu hvað skeð ur, þegar dauðinn heggur skarð í hópinn, sem þar lifir og starfar. í þeim þrönga hring verða kynn in nánari, vináttan traustari og þá um leið sorgin sárari og dýpri, þegar einhver er kallaður brott. Svo mun okkur öllum hafa verið innanbrjósts, þegar við kvödd um William heitinn, er útför hans var gerð frá Sólheimakapellu hinn 24. júlí s. 1. Ég minnist þess ekki að hafa verið viðstaddur kirkjulega athöfn, sem orkað hafi sterkar á mig með einfaldleika sínum. Það var allt svo satt og rétt, sem þar var sagt og grafar þögnin var svo djúp, hljómur kirkjuklukknanna svo hreinn og bjartur. Og sorgin markaði svip allra, ekki sízt hinna fjölmörgu ungmenna, sem fylgdu honum gönguna síðustu og vildu með þvi votta honum virðingu og þökk fyrir samverustundirnar í Skóga- skóla. Mér hlýnaði sannarlega um hjartaræturnar við að sjá pað. Betri eftirmæli getur enginn kenn ari hlotið. William heitinn var fjölhæfur gáfumaður, víðlesinn og vel mennt aður. Hann var mikill stærðfræð ingur og það var hans uppáhalds íþrótt að glíma við torleystar þrautir þeirrar greinar. Samt mun fáum hafa reynzt auðveldara að leiða nemendur gegnum völund arhús stærðfræðinnar. Þvi mun sæti hans hér vandskipað. Hann var að eðlisfari glaðlynd ur og gamansamur, en undir bjó djúp alvara. Hann var greiðvik inn og hjálpfús og ótaldar muau þær stundir, sem hann varði til aðstoðar þeim nemendum, sem áttu í erfiðleikum með nám sitt. Engum manni hef ég kynnzt, sem stundað hefur bóklestur í svo stór um stíl sem hann, enda var hann óvenju fljótur að lesa og tileinka sér þann fróðleik, sem þær buðu. Þó var hann ekki bókasafnari. Bæk ur voru í hans augum annað og meira en fallegt veggskraut. Er- lend fréttablöð og tímarit keypti hann og las, enda menntun hans og þekking mjög víðtæk. Hann Framþald á bls. 12 BRÉF TIL BLAÐSINS Útsvör á ísafírði og í Reykjavík í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins 1. þ. m. er gerður saman burður á útsvarsálagníngu í Reykjavík og þremur kaupstöð um úti á landi, — Akureyri, Húsa vík og ísafirði —, og því haldið fram, að útsvörin, sem lögð eru á einstaklinga, séu mun hærri í fyrrgreindum kaupstöðum en í höfuðborginni. Ekki er nú reisn ín mikil á málsvörum íhaldsins í Reykjavík, að þeir skuli ekki skammast sín fyrir að leggja að- stöðu höfuðborgarinnar varðandi tekjuöflun til jafns við byggðar lög úti á landi, en það er nú önnur saga. En þrátt fyrir þennan samjöfnuð Morgunblaðsins er mjög hallað réttu máli og mikil vægum staðreyndum stungið und- ir stól, a. m. k. hvað útsvarsálagn inguna á ísafirði varðar. Satt er það, að á ísafirði var lagt á samkvæmt útsvarsstiga út- svarslaganna, og náðist á þann hátt nokkur upphæð — tæp 7% — fram yfir áætlaða útsvarsupp hæð, og er það fyrir vanhöldum. En hér er aðeins hálfsögð saga, Því einnig þarf að skýra frá því, hvað frávik voru gerð frá heimiluð um álagningargrundvelli áður en útsvarsálagningin fór fram. Á fsa- firði voru allar bætur almanna- trygginga, ellilaun, fjölskyldubæt ur, mæðralaun o. fl. undanþegnar álgningu, en svo var ekki i Reykja vík. Á ísafirði greiða gjaldendur á aldrinum 67—70 ára % út- svars, og menn yfir 70 ára % út- svar, en slíkar eftirgjafir þykja ó- þarfar i höfuðborginni. og Morg- blaðsmálsvarinn telur ekki ástæðu til að segja frá þessu mikilvægu atriðum, enda löngum við brunn íð, að íhaldinu væri annað betur gefið en að bera umhyggju fyrir þeim, sem þarna eiga hagsmuna að gæta. Rétt er að geta þess, að þau frávik, sem heimiluð voru í Reykjavík, voru einnig heimiluð á ísafirði, auk þeirra mikilsverðu atriða, sem ekki voru heimiluð þar. Þá má einnig minna á Það, að á ísafirði eru svo til öU gjöld almennings tíl bæjarfélagsins, önnur en fasteignaskattur, vatns skattur og lóðaleiga, innifalin í útsvarsupphæðinni, en ekki lögð á sérstaklega, t. d. sem sorphreins unargjald, gangstéttagjald, skipu lagsgjald o. fl. eins og framkvæmt er í Reykjavík. Þar verða t. d. hús byggjendur að greiða til borgar sjóðs verulega upphæð fyrir að fá byggingarlóð undir hús sín, og er það alls ekki léttbær auka- skattur á allan almenning. Slík skattheimta er óþekkt á ísafirði, útsvörin eru látin nægja til að standa undir þeim kostnaði sem leiðir af gatnagerð, vatns- og skólplögnum o. s. frv. Aftur á móti hafa Ísfirðíngar, með framlögum úr oæjarsjóði, sem aflað var og er með útsvör- um, myndað sérstakan sjóð, Bygg — ingalánasjóð ísafjarðar, sem hefir það hlutverk að lána þeim, sem íbúðarhús byggja í kaupstaðnum, allt að 75 þúsund króna lán með hagstæðum kjörum, (afborgunar- laus tvö fyrstu árin, vextir lágir, lánað út á 3. eða 4. veðrétt). Þetta er mikilvægur stuðningur við húsbyggjendur, og mætti m.a. verða öðrum til eftirbreytni, þar á meðal höfuSborginni. , Af framangreindu má sjá, að það er næsta villandi þegar höf- undur Reykjavíkurbréfsins og aðr ir málsvarar Reykjavíkuríhaldsins eru að reyna að telja almenningi trú um að útsvörin séu lægri þar en annars staðar, enda sést bezt hve fátt er til fanga, sem af er að státa hjá þessum herrum þeg ar þeir seílast svo langt í sjálfs hólinu og blekkingariðjunni, að geta þess sérstaklega sem mikill ar tillitssemi við þá snauðu, að þeir hafi fellt niður öll útsvör 1500 kr. og lægri, þar sem almenn ingur veit það vel, að í kaupstöð unum er skylda, samkv útsvars lögunum, að fella umrædd útsvör niður. Og þetta atriði, að fara í þessu efni eftir landslögum, er aðalskrautfjöðrin i útsvarsáiagn- ingu höfuðborgaríhaldsins. ísfirðingur. Á VÍÐAVANGI Gagnrýni Alþýðublaðið gerir hinn stöðuga skort á verkafólki við fiskiðjuver að umtalsefni í ritstjórnargrein sinní í gær, en mannafli ráði fyrst og fremst því, „hve mikið af fiski sé unnt að verka á verðmætan hátt, og hve mikið verði að fara til bræðslu". Orðrétt seg ir Alþýðublaðið: „Af þessu er augljóst, að nauðsynlegt er að beina meira vinnuafli til fiskiðnaðarins og er hæpið, að framleiðni þess geti á annan hátt orðið meíri. Nú fjölgar þjóðinni um 2—4 þús. manns á ári, og virðist mikill meirihluti þessa fólks leggja fyrir sig önnur störf en fiskveiðar og fiskiðnað. Er hætt við, að hið nýja vinnu afl beinist um of í ýmiss konar þjónustustörf, sem auka ekki heildarframleiðslu þjóðarinnar nema að litlu leyti og útflutn inginn lítíð eða ekkert. Kjarni málsins: kaup- gjaldið Enfremur segir AlÞýðublað ið: „Kjarni málsins hlýtur að vera launin. Fiskiðnaðurinn verður að vera samkeppnis- fær víð aðrar vinnugreinar, svo að vinnandi fólk sækist eftir störfum í honum. í þessu sam bandi verður að gæta þess, að aðrar atvinnugreinar hafi ekki aðstöðu til að yfirbjóða vegna óeðlilegs kaupmáttar . . , . Það er ekki hægt að taka horn steina hússíns og nota þá til að gera skrautkamínu í stofu“. Dómur um stefnuna Þessi ritstjórnargrein Al- þýðublaðsins er hinn harðasti dómur um þá efnahagsstefnu, sem fylgt hefur verið síðustu ár undir stjórn Gylfa Þ. Gísla og fylgt er enn og greinilega á að fylgja áfram, eftir orðum ráðherranna að dæma. Verðbólgufjárfestingin hefur haft forgang í efnahagskerfi „viðreisnarinnar". Fjárfestiing atvinnuveganna til uppbygging ar og framleiðniaukningar hef ur verið takmörkuð með margs konar lánsfjárhömlum, vaxta okri og fl. Verðbólgufjárfest- ingin hefur sett vinnuaflíð á uppboð og dregur það til sín frá framleiðslunni. Ríkisstjórn in hefur ekkert gert til þess að auðvelda mikilvægustu at- vinnuvegunum til að greiða það kaupgjald, sem samkeppn isfært er víð verðbólgufjárfest inguna og braskið. Næturvinnu deilan í Vestmannaeyjum var spegilmynd af þessu ástandi. þar beitti ríkisstjórnin Vinnu veitendasambandinu til að hindra það beinlínis eins og AlÞýðublaðið bendir á, að nægt vinnuafl fáist í fiskiðju verin, fyrir sanngjarnt kaup gjald miðað við þann langa og stranga vinnudag, sem þar verður að vinna þegar mikfU afli berst á land og á rlðuf fyrir allt þjóðarbúið að verði sem verðmætastur. Stefna stjórnarinnar Þótt Alþýðublaðið þykist hafa áhuga á að bæta aðstöðu fiskiðnaðarins og útgerðarinn ar, þá hafa ráðherrar Alþýðu- flokksins það ekki í verki — og ekki einu sinni í orði. í Framhald á 8. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.