Tíminn - 07.08.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.08.1965, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 7. ágúst 1965 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 aay . IpæppIP 'i\ ■ í -■=. '■ -■ '■ . '■ 'ú !■' - , v,,t ■: V'!* pitS;Psa WtSk Ellert Schram afsalar sér stöðu fyrirliða Líklegt, að Ríkharður taki við fyrirliðastöðunni í landsliðinu Alf—Reykjavík, föstudag. — Ellert Schram mun ekki gegna fyrirliðastöðu í íslenzka landsliðinu, er mætir írum n.k. mánudagskvöld. Landsliðsnefnd hafði falið Ellert fyrirliðahlutverkið, en í viðtali, sem ég átti við Ellert í dag, sagði hann: „Eg hef ákveðið að afsala mér fyrirliðastöðunni, og mun síðar í dag tilkynna formanni landsliðsnefndar, Sæ mundi Gíslasyni, um þá ákvörðun mína'. Ellert kvað ástæðuna fyrir þessari ákvörðun sinni vera legt, að hann gegndi fyrirliða þá, að hann teldi ekki heppi- stöðu, meðan annar leikmað ur væri skipaður þjálfari liðs ins og ætti að gefa því leið- beiningar fyrir leik. Hér mun vera átt við Ríkharð Jónsson, sem landsliðsnefnd hefur s'kipað landsliðsþjálfara, eins og skýrt var frá hér á síðunni í gær. „Eg vona að menn misskilji ekki þessa ákvörðun mína. Hún stafar ekki af óánægju Myndin hér aS ofan er frá því, þegar Gísli Halidórsson, forseti (SÍ, afhendir Geir Hallgrímssyni borgarstjóra, guilmerki ÍSÍ. Viðstaddir eru Þorvarður Árnason, Sveinn Björnsson, Hermann Guðmunds son og Guðjón Einarsson. (Ljósmst. Þóris) Sæmdir gulflmerki ÍSf Ellert — afsalar sér fyrirliða- stöðunni. eða öðrum annarlegum ástæð um. Eg tel einfaldlega, að ef leikmaður er beðinn um að annast undirbúning leiks, þá eigi hann að fá að stjórna, bæði innan sem utan vallar“. Að öðru leyti sagði Ellert, að leikurinn legðist vel í sig og hann væri staðráðinn 1 að gera sitt bezta. Óvenjulegt mál- Hér er um óvenjulegt mál að ræða, enda heíur það ekki Ivíkharður stöðunni? tekur hann við skeð áður, að leikmaður af- sali sér fyrirliðastöðu í lands- liði. E.t.v. á þessi ákvörðun Ellerts eftir að vekja ein- hvern úlfaþyt, en þegar á allt er litið, er ekki hægt að áfell- ast hann fyrir að taka þetta skref. Þvert á móti er þessi á- kvörðun skynsamleg, því að bezt fer á því, að þeim leik- manni, sem falið er að leið- beina liðinu fyrir leik og Framhald á bls. 14 5. landsleikur- inn gegn frum írar hafa þrívegis farið meö sigur af hólmi. Síðasti leikur varS jafnMli. Hinn 22. júlí sl. var Gu3- laugur Gíslason, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sæmdur gull merki ÍSÍ, sem framkvæmda- stjórnin hafði samþykkt að veita honum fyrir mikinn og góðan stuðning við íþróttasam tökin í Vestmannaeyjum. Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ afhenti Guðlaugi gullmerkið í hófi, sem íþróttabandalaig Vest mantnaeyja hélt í tilefni af heiðursviðurkenningunni í Hót el HB í Vestmannaeyjum. Þá var Geir Hallgrímsson, borgarstjóri í Reykjavík, sæmd ur gullmerki ÍSÍ, sem fram- kvæmdastjórn ÍSf hafði sam- þykkt að veita honum fyrir mikinn og góðan stuðning við íþróttasamtökin í Reykjavík. Alf—Reykjavík, föstudag. Landsleikurinn í knatt- sPyrnu gegn írum n.k. mánu- dagskvöld verður 41. lands- leikur íslands og fimmti leik- urinn gegn írum. í þau fjögur skipti, sem við höfum mætt írum, höfum við oftast farið halloka, því þrisvar sinnum hafa írar unnið, en einum leik lyktaði með jafntefli- Þessi mynd er frá leik Islands og írlands í Dublin 1962. írarnir sæk ja að ísienzka markinu, en Helgi Dan., lengst til hægri og Sveinn Jónsson er fyrir miðju. hefur varið. Árni Njálsson sést Fyrsti landsleikur íslands og írlands fór fram á Laugardals vellinum í Reykjavík 1958. frska liðið var eingöngu skipað áhuga mönnum og sigraði 3:2. Næsti leik ur fór fram í Dublin tveimur árum síðar og þá vann írska áhuga mannaliðið með 2:1. í þriðja sinn mætti fsland fr- Iandi 1962 í svokallaðri Evrópu- keppni landsliða og tefldu írar þá fram atvinnumannaliði. Leik urinn fór fram í Dublin og unnu írar með 4:2. Síðar sama ár mætt ust löndin aftur í síðari umferð þessarar sömu keppni og skildu liðin þá jöfn, 1 mark gegn 1. Eins og fyrr segir, hefur ísland leikið 40 landsleiki í knattspyrnu. Ekki hefur gengið of vel í þess um leikjum, því „tap-leikirnir“ eru í miklum meirihluta. Aðeins 7 leikir hafa unnizt, 2 orðið jafn tefli, en 31 leikur tapazt. Engu skal spáð um úrslit leiks ins á mánudagskvöld. frarnir tefla fram sterku liði. íslenzku leik- mennirnir eru flestir leikreynd ir og munu áreiðanlega veita þeim þarða keppni. Aldursforseti ísl. liðsins er Ríkharður Jónsson, sem mun leika sinn 33. landsleik, en yngsti leikmaður Þess er Ey- leifur Hafsteinsson, 18 ára gam- all. Eyleifur leikur sinn 5. lands leik á mánudagskvöld. Fólki skal bent á, að leikurinn hefst kl. 20, og er því ráðlagt að tryggja sér miða í tíma. - „r sala aðgöngumiða er við Útvegs bankann og þar er jafnframt hægt að kaupa leikskrá, sem samtök íþróttafréttamanna gefa út í sam- bandi við leikinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.