Tíminn - 07.08.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.08.1965, Blaðsíða 12
12 TÍMINN LAUGARDAGUR 7. ágflst 1865 Æskulýðshöllin — Fríklrkjuvegur 11. Vandamál æskunnar Æskulýssamband íslands hefur skorið upp herör gegn hungri í heiminum. Þar fer það sem betur fer að dæmi ýmissa æskulýðs- bandalaga, sem hafa alþjóðamál á stefnuskrá sinni. Eitt slíkra bandalaga er Alheimssamband ungtemplara, International Good- Templar Youth Federation oft aðeins nefnt IGTYF, til styttingar, en það var stofnað í Belgíu fyrir tveim árum síðan og vinnur ötul lega að málefnum friðar og bind indis meðal æskulýðs í heiminum. — Það eru ekki einungis áfeng isvandamálin, sem það lætur til sín taka heldur allt, sem til heilla eða óheilla horfir framtíð mann kyns og þá um leið æskunnar. Og þar eru flestir á einu máli um það, að engin kynslóð hafi skilað afkvæmum sínum út í meira öryggisleysi og hræðilegri heim en sú, sem rní er að ala upp börn. Og eru þar til nefndar hættur þær, sem stafa af síaukn um eiturnautnum, sem brjóta nið ur manndóm og viðnámsþrótt, heilsu og siðferðisþrek hinna auð ugustu velferðarríkja og menning arþjóða, en þá ekki síður þær hættur, sem deilur um kynþátta misrétti og vopnaframleiðslu leiða af sér. Og ekki mætti gleyma kjarnorkuframleiðslu og kjarn- orkutilraunum, hungri mikils hluta mannkyns meðan hinn hlut inn lifir í allsnægtum og óhófi og síðast en ekki sízt ólæsi, þekk ingarieysi og fordómum milljóna þjóða, offjölgun fólks í órsektuð um löndum, þar sem hungurdauð inn einn bíður hundruð þúsunda eða milljóna. — Æskan er frjálshuga og þarf ekki að ínnlifast heimsku og þröngsýni hins liðna tíma og geng inna kynslóða. Hún á og verður að skilja hlutverk sitt í starfi til endurbóta og uppbyggingar nýjum og réttlátari heimi, þar sem hið kalda stríð nútímakyn slóða sé hlægíleg heimska og all ar gaddavírsgirðingar og sundr- ungartæki fyrirlitelegur fortíðar- arfur og martröð frá tíma grimmd ar og haturs. Og sama mætti segja um allar ætlanir og hugmyndir um kjarnorkustyrjöld, þegar fram tíðin byggir lífsþægíndi sín og menningu á kjamorku og vetnis- öflum, svo að hungur og harð rétti verður aðeins til i annálum, en eyðimerkur verða aldingarðar fyrir aflvélum kjarnorkuknúðuiri. -i Sá hugsunarháttur, sem ríkir í hinum svonefndu velferðárríkj um er fyrirbrigði út af íyrir sig. Og einhver spekingurinn ritaði um það nýlega á þessa leið: „Við lifum á tímum, þar sem góðvild er talin barnaskapur, ráðvendni heimska, meðaumkun veíklun og kærleiki til náungans aulaskapur. Það er aðeins opinberlega, sem dyggðir hafa enn gildi. En í um- svifum hversdagsleikans tökum víð þær ekki lengur alvarlega." Því miður er þetta of mikill sann leikur. En það er jafn heimsku legt fyrir því að hugsa svona. Við ættum að minnsta kosti að skilja að heimurinn er orðinn lítill. Það sem gerist í öðrum heimsálfum snertir okkur, sem nú lifum, ekki minna en það, sem gerðist á næsta bæ í sveitinni á dögum afa og ömmu. — Við mannlegar verur höfum ákaflega lítt þróaðan skilning á jafnvægi og réttum hlutföllum til- verunnar. Það er því hægt að upp- hefja Ramakvein yfir nokkrum vansköpuðum börnum, sem orðið hafa fórnarlömb lyfjafíknar og lífsflótta mæðra sem á með- göngutímanum. Og svo er gengið fram í offorsi og öllu slíku mót- mælt, og er það vel. Talidomid- hneykslið er auðvitað nógu voða- legt, það skiljum við. En á sama tíma eru gerðar af vísindunum og hertækninni kjarnorkutilraunir, sem hafa þau áhrif, að fæðast SIGLUFJ ARDARFLUG FLUGSÝNAR h.f. HÖFUM STADSETT 4 SÆTA FLUGVEL Á SIGLUFIRD! FARÞEGAFLUG VARAH LUTAFLUG SJÚKRAFLUG Gestur Fanndal, kaupmaður SIGLUFIRÐI munu að sögn vísindamanna 16 milljónir andvana og vanskapaðra barna á meðal næstu kynslóða. Það er of stórt til að gripið verði almennri hugsun. Og þá er held- ur ekkert gert. Aðeins þagað við ósómanum. Um þetta hefur Nobels verðlaunamaðurinn Pauling upp- lýst veröldinni. Og hann hefur líka gefið þær upplýsingar, að kjarnorkuvopnabirgðir heimsins í dag séu ca 50 tonn TNT á hverja lifandi manneskju jarðar. Eða til frekarí skýringar: Þótt-allt sprengi efni sem notað var í síðustu styrjöld væri notað eða sprengt, daglega, þá munu birgðir endast í 146 ár. En þótt þetta verði aldr- ei sprengt, nema þá í tilrauna- skyni, þá er mannkyni samt mik- ill voði búinn um ófyrirsjáanlega framtíð. Uppvaxandi kynslóð í Ev- rópu hefur 10 sinnum meira af geislavirku strontium 90 í merg sinna beina en foreldrakynslóðin. En strontium 90 eykur líkur bæði á blóðkrabba og beinkrabba. Dá- fallegur arfur það til ykkar unga fólk. Um leið og Kína sprengdi sína atomsprengju hafa 5 ríki ver- aldar ráð á kjarnorkuvopnum, með sama áframhaldi yrðu þau 2f5 ór- ið 1970 ríkin, sem ættu slík eyð- ingarvopn. — — Meðaltekjur yfir allar vinnu- stéttir hérlendis munu vera eitt- hvað nálægt 6—7 þúsund krónum á mánuði, en í sumum löndum eru þær innan við 1500 krónur á man- uði. Og í Indlandi t. d. eru með- altekjur vinnandi manns ekki meira en 300 krónur á mánuði. Meðalaldur hér á fslandi er rúmlega 70 ár, en meðal svert •ingja í Suður-Afríku eru meðal- ævin aðeins 30—40 ár. Þetta hungurvandamál skapar ekki einungis sorg, áhyggjur, þján ingar og örvæntingu, það skapar einnig æsíngar og uppnám, og getur orðið orsök heimsstyrjaldar hvenær sem hungruðu þjóðirnar átta sig á aðstæðunum og bera saman örbirgð sína og óhóf okkar. Átökin milli austurs og vesturs yrðu líkt og smákærur í saman- burði við það ástand, sem orðið gæti ef hungurvofa Asíu eða Af- ríku legði leið sína til Vesturlanda. — Því er það rétt, sem pró- fessor Bergström i Michigan-há- skóla segir: „Ef við hefjum ekki nú þegar heillavænlega upplýs- ingastarfsemi um hungrið í heim- inum og alla þá sjúkdóma, sem af því leiða, þá hrynja bráðlega máttarsúlur mannlegrar tiiveru." — Til viðbótar við það hungur, sem þjakar tvo þriðju mannkyns bætist svo offjölgunarvandamálið, sem gefur hundrað nýja munna til að metta á hverri mínútu við hina soltnu sem fyrir eru. Framtíð mannkyns er í hættu vegna þessa hrollvekjandi og hryllilega kapphlaups milli hung- urs og offjölgunar, sem leggjast að síðustu á eitt. " Hvað gjörum við? Hvað getum við gjört? Hvað gera vísindin? Hvað gerir kirkjan? Hvað gerir æskan? — — Aðalritari Sameinuðu þjóð- anna U Thant hefur oft sagt áherzlu á styrkleika almennings- álits í öllum stórmálum, og það sem nefna mætti sameiginlega skoðun mannkynsins fyrir hans eigið starf. Og þar er skoðun og aðstaða smáþjóða kannske jafn- gild hinni stærri þar er ræða full- trúans frá smáþjóð kannske áhrifa mest. Hann hefur óskað eftir að við mynduðum okkur ákveðna skoðun í stórmálum og að við birtum þá skoðun á vettvangi al- þjóða. Höfum við gjört það? Hið siðferðilega valdboð hefur alltaf komið frá hinum einstaka, frá sálarþroska einstaklings, en ekki frá „toppfundum pólitíkus- anna. Þar standa því skilin næst, hjá smáþjóðum. Það hafa alltaf verið smáhópar, sem þokuðu sannri siðmenningu í listum og vísindum, trú og siðgæði lengst áfram, t. d. Hellenar, forn-Egypt- ar, Rómverjar, Gyðingar, Armen- ar, íslendingar. Smáþjóð hefur þannig ekki afsökun. Sérfræðingar og stjórnmála- menn verða jafnan að vita sig undir dómi og mælistiku alheims- skoðunar, eða alþjóðaálits. Það er eini hemillinn, sem þeir hafa. — — í starfi okkar, fyrir friði, bræðralagi og siðmenningu eru verkefnin óþrjótandi fyrir hvert einstakt okkar. í bindindismálum getum við aldrei gert nógu mik- ið. Ekkert sljóvgar hugsun og til- finningu einstaklinga og þjóða meira fyrir böli og þjáningum en einmitt áfengisnautnin. Þetta bölv aða bardrykkjuþamb og sælkera. Það er vegna hennar sem fjöldi fólks flýtur sofandi að feigðarósi og eyðir þeim fjármunum í eldi og áfengistizku, sem orðið gætu til að skapa jöfnuð og bræðralag meðal þjóðanna og útrýmt hungri og fordómum, ólæsi, og ómenn- ingu vanþróaðra þjóða. , Meðal hinna svokölluðu félags- legu vandamála, sem móta mest okkar þjóðfélag og annarra, sem teljast til velferðaríkja heims, er áfengisvandamálið eitt hinna al- varlegustu og veldur mestu böli og stendur því að vissu leyti næst. Það er talað inn áfengisböl ár- gæzkunnar, áfengisböl örbirgðar- innar, og áfengisböl æskunnar, og hefur hvert sínar sérstöku orsak- ir og afleiðingar, hver sinn sér- staka blæ. Og er hvert um sig sérstakt vandamál. Á vegum æskunnar er öll áfeng- isnotkun hrein misnotkun, hreint brjálæði. Ungt fólk þarf allra sízt á áfengi að halda. Það eyðileggur þroska og hæfileika og bera alltaf meira eða minna af braut frama og hamingju, jafnvel þá, sem eru gáfaðastir og dáðríkastir.— — Þegar við í dag komum fram undir þessu kjörorði: EKKI ORð, HELDUR ATHAFNIR, þá gerum við það í samræmi við minningu eins af beztu og fyrstu brautryj- endum fyrir hugsjónum bindindis- manna — John B. Finch, sem var ákaflega líkur John F. Kennedy. Hann umskóp hugsanir og orð í athafnir með svo óþreytandi elju, og áhuga að segja mætti að hann hefði fórnað lífi sínu á bezta aldri fyrir þessar hugsjónir. Trú hans á æskuna og hennar hlutverk, kraftur hans og snilli veitti hon- um öndvegi á þessum vettvangi Frambald á bls. 14. UPPSALABRÉF Framhald af bls. 9 og hafnarvandamálin. Aðspurður virtist Myrdal gera lítið úr möguleikum hafs- ins, sem matvælauppsprettu. Svör hans voru þó óljós í því efni. Hann lagði alla áherzlu á landbúnaðinn, en viður- kenndi þó, að mikil vandamál, aðallega stjómmálalegs eðlis, væru á vegi slíkrar þróunar. Samtímis því, sem þessi bráða- birgðahjálp er veitt, þarf að rífa þessar þjóðir upp úr því volæðis-uppgjafa.r-ástandi apati sem þær eru í dag. Hann vaki athygli á hinum þýðingamiklu sinnaskiptum varðandi takmarkanir barneign sem hafa átt sér stað í bæði USA og ekki sízt í Vatikaninu. Eins og kunnugt er hafa Banda ríkjamenn ekki viljað blanda sér í siðferðismál annarra þjóða með því að beita sér fyrir kennslu í getnaðarvörn- um, og Páfastóllinn hefur tal- ið synd að nota slíkt. Ekkert óviðkomandi skyldi hindra guðs vilja. Nú er það mál und- ir endurskoðun í Páfagarði og efalaust stefnubreytingar von. Enn eitt þýðingarmikið at- riði, sem verður að breytast, er viðskiptapólitík ríku land- anna gagnvart vanþróuðu lön<j- unum. Þessi lönd flytja aðal- lega út hráefni, sem oft eru hátt tolluð. Það er að vonum að sumir áheyrenda Myrdals vom hon- um ósammála um sumt. T. d. vildi einn helzti hagfræðingur sænsku ' búnaðarsamtakanna, Sven Holmström, forstöðumað- ur rannsóknarstofnunar land- búnaðarins, halda því fram að Bandaríkjamenn hefðu þegar tekið tæknina í sína þjónustu í svo ríkum mæli að framfar- ir þar myndu hægja á sér á næstunni, og Evrópa (Frakk- land, ftalía, Þýzkaland o. fl.) því hafa vissa möguleika á að keppa við stórveldin. Myrdal vildi ekki Ijá þessu eyra og sagði m. a. að t. d. Danir stefndu fremur að því að framleiða þrautunnar gæða- vörur fyrir ríka neytendur, því mótmælti vissulega enginn. MINNING Framhald af bls. 3 var hlédrægur og hógvær, og hefði vafalaust leyst af hendi með sóma stærri verkefni en kennsla við héraðsskóla gerir kröfur til. William heitinn var gjörfilegur maður að vallarsýn, kvikur og snar í hreyfingum og karlmenni hið mesta. Hann var manna trygg lyndastur og sannur vinur vina sinna, orðvar og grandvar. Sár er söknuður okkar. Öldruð móðir syrgir ástríkan son og stór systkinahópur hugulsaman bróð- ur. Sárastur er þó söknuður eigin konunnar, blessaðra litlu barn- anna þeirra og stjúpdóttur hans. — En mitt í sorginni skín þó ijós í myrkrinu. Hennar bíður það veg lega en vandasama hlutverk &ð leiða litlu börnin þeirra til vegs og þroska. Hún veit, að það hlut verk er eitt samboðið minningunni um hinn látna sæmdarmann og það var hans helgasta og háleit asta markmið. Megi Guð styrkja hana á þeirri braut og þerra trega tárin. William, vinur minn! Lýsi þér sólin til ljósheima. Fylgi þér fararheill til friðarsala. Algóður Guð geislum strái á leiðir lifenda. Lifðu vel! Albert Jóhannsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.