Morgunblaðið - 17.04.1983, Blaðsíða 1
Sunnudagur 17. apríl - Bls. 49-96
„Ef verkið fer að dragast á langinn er eins og hughrifin glatist.“
Það er tímasóun að
vinna fyrir peningum
Rœtt við Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur myndlistarkonu
Vng myndlistarkona, Jóhanna
Kristín Yngvadóttir, var með
einkasýningu í Nýlistasafninu ný-
verið. Þessi sýning vakti athygli
meðal sýningargesta og gagnrýn-
endur hafa lofað hana óspart. Vm
þessa sýningu segir Valtýr Péturs-
son t.d. í Morgunblaðinu hinn 13.
aprfl m.a.: „Þarna kemur fram
málari af þeirri stærðargráðu, að
furðu sætir, og ef maður fær að
vita, að tæplega þrítug manneskja
er þarna að verki, verður dæmið
enn skemmtilegra. Þarna eru
ástríðufull verk, sem gerð eru af
mikilli innlifun og tækni. Það
verður að segjast eins og sannast
er, að þessi verk Jóhönnu Kristín-
ar vöktu mér traustvekjandi vonir
um framhald íslenzkrar myndlist-
ar. Það hefur verið svo mikil
demba af vafasömum hlutum á
ferð að undanförnu, að það er
eins og að koma úr reykhúsi út
undir bert loft að sjá sýningu sem
þessa...“
Eg held bara áfram
eir hafa engin áhrif á mig,
hvorki til né frá. — Ég er
ekkert að spekúlera í dóm-
um yfirleitt og hef aldrei
gert það, segir Jóhanna
Kristín, þegar blm. Mbl. ýjar að
því að það hljóti að vera hagstætt
fyrir ungan myndlistarmann að fá
svo góða dóma þegar í upphafi fer-
ils síns. — Ég held bara áfram
rétt eins og ég hefði gert hvernig
sem dómarnir hefðu verið, bætir
hún við.
Hvenær er næsta sýning fyrir-
huguð hjá þér?
— Knútur Bruun kom á sýning-
una hjá mér í Nýlistasafninu og
þá bauð hann mér að sýna hjá sér
í Listmunahúsinu næsta vor, það
er 1984. Ég hef hugsað mér að
þekkjast það boð. Hann bauð mér
einnig að taka þátt í samsýningu
nokkurra íslenzkra málara í
Kaupmannahöfn haustið 1984. Þá
hefur mér einnig verið boðið að
taka þátt í samsýningu með
nokkrum öðrum íslendingum í
Svíþjóð sumarið 1984. Annað er
ekki framundan hjá mér sem
stendur.
Hvaða stefnu aðhyllist þú helst
í myndlist?
— Ég er mjög hrifin af express-
ionisma og mála sjálfsagt ósjálf-
rátt í þeim anda. Annars hef ég
líka mjög gaman af abstract — og
það er svo margt til í myndlist. Ef
til vill er ekki rétt að vera að
nefna svona einstakar stefnur. Ég
mála einfaldlega eins og andinn
blæs mér í brjóst og þannig ræðst
það hvaða stefnu verkið tilheyrir
fullgert.
Hvað ertu yfirleitt lengi að
mála mynd?
— Ég er yfirleitt fljót. Undir-
búningsvinnan tekur alltaf sinn
tíma og í sumum tilfellum er hún
mikil. Én eftir að ég er komin af
stað gengur mér bezt með myndir
ef ég er fíjót.
Mér gengur illa að
vera lengi með verk
— Ef verkið fer að dragast á
langinn er eins og þau hughrif
tlatist sem að því stóðu í upphafi.
!g er stundum ekki nema tvo
klukkutíma að mála mynd, en
stundum er ég líka tvo daga eða
tvo mánuði. En mér gengur mjög
illa að vera lengi með málverk og
þá er alltaf hætta á að verkið fari
út um þúfur hjá mér.
Nú átt þú nokkuð langt mynd-
listarnám að baki, er það ekki?
— Ég var í skóla í átta ár. Fyrst
var ég í Myndlistarskólanum
hérna í fjögur ár. Ég ætlaði að
læra málun en útskrifaðist í graf-
ík, þó ég hefði aldrei ætlað mér að
læra hana. Þetta stafaði af því að
það gleymdist að ráða kennara að
málaradeildinni árið sem ég átti
að ljúka, þannig að ég varð að
ganga á milli deilda til að læra
málun og útskrifast svo í grafík.
Ég var ekkert ánægð með þetta en
svona varð það að vera.
f Myndlistarskólanum kynntist
ég manninum mínum, ívari Val-
garðssyni. Við fórum saman til
Hollands að loknu námi hér og þar
lærði ég við Ríkisakademíuna í
Amsterdam í fjögur ár.
Er ekki dýrt að stunda svona
langt myndlistarnám?
— Jú, þetta var mjög erfitt hjá
okkur með köflum. Fyrsta árið
tókst mér að fá hlutastarf sem
fyrirsæta við Konunglegu Aka-
demíuna og það var hægt að fleyta
sér á þeim launum. Við vorum á
eilífum hrakhólum með húsnæði
og stundum áttum við varla fyrir
mat. Einu sinni lifðum við á
hrísgrjónum einum saman um
nokkurt skeið — þá var fjárhagur-
inn bágborinn.
Og hvernig var að lifa á hrís-
grjónum einum saman?
— Það er nú heldur fábreytt
SJÁ NÆSTU SÍÐU