Morgunblaðið - 17.04.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.04.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 55 Storfsfólkid ber enn þann dag í dag svip hinnar gömlu rótgrónu Evrópumenningar, enda storf þeirra allt hand- verk, eins og áður. í safninu er þessi kerra, sem ekið var í um París í lok 19. aldar. Hermés er fjölskyldufyrir- tæki í 5 ættliði. Núverandi framkvæmdastjóri, Jean Louis Dumas-Hermés, hall- ar sér fram á málverk af stofnandanum, Thyerry, sem var aktygjasmiður og stofnaði fyrirtækið 1837, Silkiklútar með nýju mynstri, gerðu úr því sem viðkemur hestum eða hund- um, kemur út með reglu- legu millibili. Konur safna Hermésklútum eins og krakkar frímerkjum eða konur postulínsplöttum. 1 a i i G 1 ■ samsettum teini til að steikja á brauð yfir eldi, o.s.frv. t slíkri kistu mátti sjá postulínsdiska, hnífapör og fínustu glös. Og þarna er skurðlæknataska úr Krímstríð- inu. Annað sérkennilegt og enskt, sem þarna er að sjá, eru hesta- skór. Nei, ekki skeifur, heldur skór úr mjúku leðri. Til hvers? Varla til hlífðar í snjó. Til að hlífa því að hófarnir skemmdu gólfið? Nú er ég komin nálægt því. Hestarnir voru nefnilega látnir vera á þess- um mjúku hlífðarskóm svo að þeir eyðilegðu ekki fínu grasflötina. Mikið úrval er þarna af ístöðum og sporum. Sá elsti frá 15. öld, að- eins einn annar til slíkur í British Museum. ístöðin eru safn út af fyrir sig, mörg mjög sjaldgæf og Mikill fjöldi muna varðandi ferða- lög, veiðar og hesto frá ýmsum tím- um eru þarna, og eiga að vera hug- myndabanki fyrir storfsfólk Her- més, enda í miðjum vinnustaðnum. Úr safninu. Fremst má t.d. sjá litlu handferðatöskuna, sem hefðardaraa hefur haft með sér á ferðalög í vagni. Þar er fyrirkomið af ótrúlegri hugkvæmni öllu sem nota þurfti í næturstað, silfurþvottaskálum, silf- urkertastjaka, tekönnu og bollum, fílabeins-snyrtitækjum o.fl. í skápn- um til hægri má greina ístöð og spora frá ýmsum tímum og úr ýms- um málmum, jafnvel silfri. fín. Til dæmis ístöð með lukt á og sérkennilega íbúðarmiklir og skreyttir gripir af því tagi úr silfri frá Mexíkó. Dýrmæt púðurhorn og svo framvegis, sem ekki er hægt að lýsa, enda dugar skammt slík upptalning. Hnakkur eftir máli Við höldum upp mjóa stiga milli hæða. Leðurlyktin berst á móti manni, þegar komið er inn í vinnu- stofu söðlasmiðanna. Þar eru í rauninni rætur fyrirtækisins og þær eru ræktaðar, þótt hnakkarn- ir séu nú kannski í raun ekki nema lítill hluti af allri starfseminni. Þar á bæ telja þeir þá hlutverk tengiliða milli manns og hests en lykilinn að Hermés. Það tekur 20—35 klst. að vinna hvern hnakk. Hann er algerlega handunninn, áletraður höfundi sínum, númer- aður og færður í bækur. Söðlasmiðirnir voru að fá sér kaffisopa, þegar mig bar að, en þótti sjálfsagt að leggja frá sér bollann og sýna mér iðn sína. Hnakkarnir eru þarna unnir af alúð og þá er hægt að fá eftir máli. Yfirsöðlasmiðurinn sýnir mér eyðublað til að útfylla, þegar tekið er mál af kaupanda. Og svo segir hann að sumir vilji sitja aftarlega i hnakknum, aðrir framarlega sem skipti máli. Það fari líka eftir því hvernig hesturinn er og til hvers eigi helst að nota hnakkinn. Mér dettur strax í hug að gott gæti verið fyrir íslenska reiðmenn að hafa svo sérsmiðaða hnakka, t.d. þegar riðið er vökrum fákum og menn vilja kannski fá þyndina aftarlega. — Það er mjög mikilvægt þegar hnakkur er smíðaður að byrja rétt, útskýrir þessi aldni söðla- smiður, því það skiptir svo miklu máli að reiðmaðurinn sitji rétt. Hann sýnir mér virki úr járni, sem hægt er að stilla í mismun- andi form. Síðan eru virkin smíð- uð eftir þeim, stoppuð með fínni ull — engu öðru en ull og það verð- ur að gera vel og svo er leðrið strengt yfir. En ekki eru allir hnakkarnir sérsmíðaðir. Þeir eru með 10—12 tegundir á boðstólum og þótt hnakkarnir séu svona handgerðir, segja þeir einum rómi að þeir séu ekkert dýrir. Verð frá 8000—9000 frönkum. Sá sem verið var að smíða þarna vóg 5 kg. Það eru viðbrigði að koma aftur út í umferðargnýinn ofan af hæð- unum í Hermés. Þar fer fram hæg þróun, ekki bylting, segir starfs- fólkið. Jean Louis Dumas Hermés, forstjóri fyrirtækisins, segir: „Á 20. öldinni höfum við þróað auga og eyra, en hvað varð um ilminn og snertinguna? Það er enn til og það kemur aftur í tísku. Ég vil reyna að vera íhaldssamur — reyna að hjálpa ungu fólki til að læra hvernig sauma á leður, eða kenna því að þekkja þetta sér- staka skrjáf sem hwrist þegar gott silki er snert. Ég reyni að hafa hér besta silfur, besta leður og besta hæfileikafólk. Brátt gengur 21. öldin í garð. Við lítum á okkur sem verndara vissra gæða til handa nýjum hönnuðum. Við verðum að halda í okkar kröfur og vinnubrögð, svo að það sem við kunnum megi mæta kröfum fólks sem vill gæðavöru í framtíðinni. Við erum ekki stórir hér, en erum samt mikilvægur hluti af menn- ingu Vesturlanda." - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.