Morgunblaðið - 17.04.1983, Page 12

Morgunblaðið - 17.04.1983, Page 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 Veröld Arlega sígur borgin Bang- kok um fjóra þumlunga, og ef svo heldur fram sem horfir gæti hún sokkid í sæ innan tveggja áratuga. VandamáliA stafar af geysi- legri aukningu á fbúafjölda, en borgarbúum hefur fjölgað um helming á síðustu 10 ár- um og eru þeir nú rösklega fimm milljónir talsins. Astæðan er sú, að fólk streymir úr sveitum til borg- arinnar í atvinnuleit. Ríkisstjórninni hefur ekki tekizt að láta leiða nægilega mikið af vatni eftir leiðslum til borgarinnar til að mæta þessari öru fjölgun, svo að borað hefur verið eftir vatni víðs vegar í LANDSIG Það bólar ekki á Bankok eftir 20 ár nágrenni borgarinnar. Þessar boranir eftir grunnvatni valda því, að mýrlendið sem borgin stendur á, þornar smám saman upp, og þegar vatninu er dælt út, sígur jarðvegurinn. Dr. Prinya Nutalaya jarð- fræðingur stjórnaði síðustu rannsókn á þessari þróun og er hann ómyrkur í máli um vænt- anlegar afleiðingar: Ástandið gæti orðið svo alvarlegt, að borgarbúar þurfa ef til vill að reisa varnargarða umhverfis húsin sín eftir örfá ár, vatnið verður ónothæft sökum meng- unar og húsin verða ef til vill farin að hallast. I Bangkok er meira um há- vaða, mengun og glæpi en í flestum öðrum höfuðborgum í heiminum. íbúarnir þar hafa mætt viðvörunum vísinda- manna með sínu alkunna skeyt- ingarleysi. Þegar monsúnvindar eru í nánd og nýjar holskeflur, þá verja húseigendur eignir sínar með sandpokum og reisa eins- konar virki til að draga úr vindhraðanum. Veggir eru reist- ir umhverfis inngöngudyr að verzlunum og veitingahúsum, svo að vatnið streymi síður inn. Fólk lætur sér lynda að vaða upp að hnjám á leið til vinnu. Jarðvegshræringar valda því að opnar sprungur koma í hús og önnur mannvirki niðri við jörðu og á nokkurra mánaða fresti er reynt að múra upp í stærstu glufurnar. Fyrir skömmu mynd- aðist stærðar sprunga í miðja akbrautina á Rama Four, sem er mikil umferðaræð. Olli þetta mörgum bíl- og bifhjólaslysum. Á sjötta áratugnum seig Bangkok aðeins um nokkra millimetra á ári, af því að þá bjuggu þar aðeins tvær milljón- ir og enginn notaði grunnvatn — segir Dr. Prinya. — Nú stækkar borgin svo ört að vatnsveitart getur aðeins séð helmingi íbúanna fyrir nægu vatni. Hann segir að þetta slæma ástand sé vegna mistaka í stjórnsýslu og tækni, en telur að ríkisstjórnin muni tæpast hefjast handa um úrbætur alveg á næstunni, því að kosningar í Thailandi eru fyrirhugaðar í júní næstkomandi. - DELLA DENMAN SIÐFRÆÐI OG SJÚKDÓMAR stað, sem á meira skylt við hagnað- arvonina en vonina um betri og bjartari tíð fyrir fársjúkt fólk. Fjöl- skylda Clarks heitins er nú að semja við tímarit, bókaútgefendur og sjónvarp um einkarétt á sögunni um síðustu ævidaga fjölskylduföð- urins, sem nú þykja jafn „sniðugir" og þegar dr. Christian Barnard skipti fyrst um hjarta í manni í Suður-Afríku. Dr. Robert Veatch við George- town-háskólann hefur hins vegar varað við því að verið sé að blekkja bæði lækna og almenning með „tæknilegum nýjungum" um leið og sú grundvallarspurning gleymist hvernig takmörkuðu fjármagninu verði best varið. „Sjálfur hef ég látið blekkjast að sumu leyti og vissulega hef ég ekk- ert á móti plasthjörtum. Við skul- um þó ekki gleyma því, að það er miklu meiri þörf fyrir fleiri hjarta- gæslustöðvar, og minnumst þess líka um leið, að hér í landi er ekki einu sinni almennilegt trygginga- kerfi,“ segir dr. Veatch. — CHRISTINE DOYLE —ÞRÓUN^—^ Víóast hvar hefur sá siður verið aflagður, að menn dragi vagna og kerrur, en síðustu far- artækin þessarar tegundar eru í Kalkútta á Indlandi. Til skamms tfma hafa um 100 þúsund borg- arbúar haft atvinnu af því að draga samborgara sína í vögnum, en nú hefur þeim flestum verið sagt upp störfum. Samkvæmt tilskipun ríkis- stjórnarinnar á síðasta ári er aðeins leyfilegt að hafa 6.000 slíka vagna í umferð, en um 20.000 hafa verið gerðir upp- tækir og lögreglan hefur látið brenna þá. Enn eru þó í gangi um 30.000 vagnar til viðbótar í leyfisleysi og gera má ráð fyrir að þeir verði þá og þegar gerðir upptækir. Menn eru ekki á einu máli um, hvað vakir fyrir stjórn- völdum með þessum aðferðum. Sumir segja að tilgangurinn sé að auka umferðarhraðann, aðr- ir segja að hann sé sá að útvega vinnu fyrir Bengali, en þeir sem dregið hafa vagnana eru eink- um úr hópi Bihari-manna, sem eru í minnihluta á þessum slóð- um. A.m.k. er stjórnin staðráð- in í því að láta dráttarvagnana víkja fyrir vélknúnum vögnum, svipuðum þeim, sem oft sjást á götum Bangkok. Þar með lýkur kafla í sögu flutninga, er hófst er trúboði í Japan fann upp tveggja hjóla dráttarkerru árið 1880. Bretar fluttu þetta samgöngutæki til Indlands um síðustu aldamót. Tveir eða þrír menn draga vagnana í Kalkútta á 8 klukku- stunda vöktum á hverjum degi. Þegar vagnarnir hverfa munu því um 100.000 dráttarmenn missa atvinnuna. Öryggisleysi blasir einnig við um 100.000 tré- og málmsmiðum, sem hafa haft atvinnu sína af smíðum og viðgerðum á vögnumum. Sam- anlagt er hér um að ræða rösk- lega 8% af vinnuafli í borginni. Erfiðis- menn á síðasta snúning San Akbar kom til Kalkútta fyrir 17 árum frá hinu fátæka ríki Bihar, sem er 250 mílur vestur af borginni. Hann er heldur óánægður með þessar ráðstafanir stjórnvalda og seg- ir: „Ef stjórnin heldur áfram að gera vagnana upptæka, fæ ég enga peninga til að lifa af og senda fjölskyldu minni.“ Mikil umræða fer nú fram meðal bandarískra lækna um siðfræði- leg efni og sá, sem hratt henni af stað, heitir Barney B. Clark, tannlæknir frá Seattle, sem lifði í 112 daga með gervihjarta í brjósti sér. Margir læknar telja, að plast- hjartað, sem tengt var með sex feta löngum slöngum við 185 kílóa loft- dælu, hafi verið notað allt of snemma, jafnvel þótt Clark hafi verið fús til að gerast tilraunadýr og þrátt fyrir þann skerf, sem hann lagði með því til læknavísindanna. Dr. Denton Cooley, hjartaskurð- læknir í Texas, segir t.d., að fyrir nú utan, að tækjabúnaðurinn hafi haldið sjúklingnum sem í herkví, þá sé gervihjartað sjálft alls ekki nógu fullkomið til að nota í lifandi manni. Læknarnir í Salt Lake City í Utah, sem komu gervihjartanu fyrir í Clark, eru samt sem áður staðráðnir í að nota það a.m.k. enn einu sinni á væntanlegum sjálf- boðaliða. Ein þeirra spurninga, sem um er spurt í þessari umræðu, er að hve miklu leyti „tæknilegar" tilraunir í Gervi- hjartað fer mis- jafnlega í læknana læknavísindunum stangist á við þær fjárhagslegu skuldbindingar, sem iðnfyrirtæki og stjórnvöld hafa tekist á hendur gagnvart hjarta- lækningunum, en til þeirra fer nú sjötti hluti allra fjárframlaga til heilbrigðismála í Bandaríkjunum. Þegar fitjað er upp á einhverju nýju, eins og t.d. gervihjartanu hans Clarks, fer ýmislegt annað af ÞOLGÆÐI—i^^—1^—■— Eiginkonur útlaganna að voru aðeins tveir dagar þang- að til eiginmaður hennar yrði látinn laus svo að Katya Abramkin setti nýju fötin, sem hún hafði keypt handa honum, niður í töskuna, gáði hvort strákurinn þeirra litli væri vel til hafður og athugaði með lestar- miðana. Þetta var upphafið að ferð- inni, sem aldrei var farin. „Tveimur stundum fyrir brottför- ina komu þeir og leituðu í allri íbúð- inni,“ sagði hún. „Þeir settu allt á annan endann, tóku bréfin hans og allt annað, scm þeir fundu — skjöl og bækur. Ég þykist vita að það eigi að nota það gegn honum.“ Þetta var 2. desember sl. og sama dag fékk hún að vita, að maðurinn hennar, Valery, hefði verið fluttur í fangelsi í Barnaul í Suður-Síberíu þar sem hann yrði látinn svara til nýrra saka fyrir að hafa „munnlega dreift óhróðri um sovéska ríkið." Þessar fréttir komu eins og þruma úr heiðskíru lofti enda hafði ekkert borið til tíðinda þau þrjú ár, sem hann hafði verið í fangabúðum fyrir að ritstýra neðanjarðarriti. „Nú verð ég að fara til Barnaul til að vera við réttarhöldin og síð- an verð ég líklega að fá mér ein- hverja vinnu," sagði Katya. „Ann- ars situr það víst síst á mér að kvarta. Ég reyni að lifa fyrir litla drenginn okkar en ég er ekki vön því að vera ein.“ Katya Abramkin, sem er rúm- lega þrítug, var stödd í íbúð Andr- ei Sakharovs þegar hún sagði sögu sína. Það var á sextugsafmæli eig- inkonu hans, Yelenu Bonner, fyrir skömmu en af því tilefni höfðu safnast þar saman nokkrar konur, sem áttu eiginmenn eða syni í vinnubúðum, fangelsi eða í útlegð. Þessar konur berjast stöðugt fyrir því að fá að hitta ástvini sína, fyrir bréfi frá þeim eða öðr- um upplýsingum um að þeir séu á lífi. Þær senda ráðamönnunum skeyti og leita uppi erlenda frétta- menn til að menn þeirra og synir verði ekki gleymskunni að bráð. Sögur þeirra eru jafn ólíkar og þær sjálfar en sumt er þeim öllum sameiginlegt. Bréfin, skeytin, pakkarnir, óvissan og sálarlaus skriffinnskan, hin alltumlykjandi öryygislögregla, versnandi heilsa manna þeirra og minnkandi áhugi á örlögum þeirra erlendis. Irina Brailovsky er falleg kona og ungleg þótt hana vanti aðeins þrjú ár í fimmtugt, en gráu hárun- um hefur að vísu fjölgað nokkuð síðan maður hennar, Viktor, var sendur í útlegð til Kazakhstan fyrir tveimur árum. Nú er lífi hennar þannig háttað, að í sex vik- ur er hún með manni sínum og sex vikur í Moskvu þar sem hún reynir að komast yfir niðursuðuvörur og bækur til að hafa aftur með sér, annast móður sína hálfáttræða, son þeirra hjóna, 22ja ára gamlan, og dóttur, níu ára. Ferðin hvora leið tekur tæpa tvo sólarhringa. Við annan endann bíður maður hennar í einmanaleik sínum, há- menntaður stærðfræðingur, sem er neyddur til að lappa upp á reiknivélar alla daga, og við hinn endann er fjölskyldan. Fyrir Irinu Orlov, eiginkonu Yuri Orlov, er vandinn sá að frétta eitthvað af manni sínum, að fá að hafa samband við hann. Hún býr í Ylena Bonner: stöðug spenna. fjölbýlishúsi á fyrstu hæð, um- kringd bókum, stóru píanói, íkon- um og myndum af manninum sín- um. Á borðinu er skeytabunki, tveggja þumlunga þykkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.