Morgunblaðið - 17.04.1983, Síða 13
61
UDAGUR 17. APRÍL 1983
Þessar konur berjast stöðugt fyrir því að fá að hitta ástvini sína, fyrir
bréfi frá þeim eða öðrum upplýsingum um að þeir séu á lífi — Þolgæöi
BÆKURi
Ritþjófarnir raka
saman peningum
Arlega veldur ritstuldur rithöfundum, útgefendum og bóksölum milljaröa
króna tjóni, að því er fram kom á ráðstefnu, er eigendur hugverka efndu til
í Genf í marz sl.
í grófum dráttum er um tvenns konar ritstuld að ræða. Annars vegar stela
menn af ágirnd einni saman, en í annan stað er mikið um ritstuld á sviði tækni,
vísinda o.fl. vegna þess að fátækar þjóðir hafa einfaldlega ekki efni á að borga
dýru verði fyrir þá þekkingu, sem nauðsynleg er fyrir eðlilega framþróun.
Þær þjóðir, sem eru afkastamest-
ar við ritstuld, eru Perúmenn, íbúar
Dóminíkanska lýðveldisins, Sýr-
lendingar, Líbanir, Pakistanir og
Taiwan-búar, en fast á eftir fylgja
Indverjar, Malaysíumenn, Kóreu-
menn og íbúar Singapore.
í sumum þessara landa reyna
stjórnvöld að stemma stigu við, að
menn stundi ritstuld í eigin ábata-
skyni. Öðru máli gegnir um
kennslubækur og ýmis tækni- og
vísindarit. Á Vesturlöndum eru
kennslubækur orðnar svo dýrar, að
námsmenn þar hafa varla ráð á að
kaupa þær, hvað þá námsmenn í
þróunarríkjum. Fyrir skömmu var
þess farið á leit við menntamála-
ráðuneyti Malaysíu, að það bannaði
notkun stolinna hugverka í skólum
landsins. Af hálfu ráðuneytisins var
þessari beiðni synjað, en ekki nóg
með það, heldur kallaði einn emb-
ættismaðurinn ritþjófana velgerð-
armenn mannkynsins.
Þjóðverjar og Hollendingar finna
enn fyrir afleiðingum súdetaóeirð-
anna í Evrópu, þegar ýmsir.sem
höfðu samúð með málstað stúdenta
neituðu að greiða „kapítalískum út-
gefendum" fyrir þekkingu, er væri í
raun réttri eign allrar alþýðu
manna.
Þýskir útgefendur telja að þessir
umhyggjusömu ritþjófar hafi hagn-
ast um nokkrar milíjónir bara á því
að fjölfalda rit um hagfræði.
Ritstuldur við háskólann í Sýr-
landi er að vísu ekki beinlínis undir
vernd rikisstjórnarinnar, en erfitt
er þó að draga ákveðnar markalínur
milli stúdentasamtaka og 3tjórn-
valda þar í landi. Sýrlendingar eru
mjög framkvæmdasamir á þessu
sviði og láta ekki við það sitja að
fullnægja innanlandsþörfum, held-
ur flytja ránsfenginn út til annarra
landa.
Hætt er við, að ekkert lát verði á
ritstuldi, á meðan fólk gerir sér ekki
grein fyrir því, að hann getur haft
háskalegar afleiðingar. Ef menn fá
ekki greitt fyrir útgáfurétt, má bú-
ast við því, að samdráttur verði í
sköpun hugverka.
— LIESL GRAZ
Um það bil 40% af dag-
legum tekjum Akbars
renna til þess, sem á vagn-
inn, er hann dregur. Eftir-
stöðvarnar eru um 50
krónur. Þeim skiptir Akb-
ar jafnt á milli sjálfs sín
og fjölskyldu sinnar. Hann
sefur í sérstökum svefn-
skála fyrir dráttarmenn,
en ýmsir af vinum hans
sofa bara á gangstéttum
við hlið farartækja sinna.
— „Ég er ekkert yfir mig
hrifinn af þessari vinnu, en
ég hef enga menntun, svo
að ég fæ ekkert annað að
gera,“ segir Akbar, sem er
38 ára, en lítur út fyrir að
vera sextugur.
Lífið í Kalkútta er ekk-
ert sældarbrauð. Þar sofa
um 200.000 manns á stræt-
um úti hverja nótt og um
það bil fimm sinnum fleiri
búa í kofum og hreysum í
fátækrahverfum og hafa
litla sem enga atvinnu. Við
þessar aðstæður prísa Bih-
ari-menn sig sæla fyrir að
geta fengið vinnu við að
draga vagna. Annars
myndu þeir ekki hafa að
öðru að hverfa en bón-
björgum og sulti.
Sjö hundruð þúsund
sinnum á dag er kallað í
drát.armenn og þeir beðn-
ir um að aka börnum 1
skóla, mönnum til vinnu,
fjölskyldum á markað eða
flytja þangað allt að 500
pundum af grænmeti og
öðrum varningi. Yfirleitt
er um stuttar ferðir að
ræða um eða innan við
einn kílómetra. Hins vegar
segir Akbar, að hann flytji
stundum farþega frá mið-
borg Kalkútta að Howra-
járnbrautarstöðinni, en
það er um fimm kílómetra
vegalengd.
— BEN BARBER
BAKKUSi
Imörgum fvlkjum Bandaríkjanna
hefur verið hækkaður lágmarks-
aldur fólks, sem samkvæmt lögum
má neyta áfengis. Jafnframt hafa
ýmsir háskólar hafið skipulagðar að-
gerðir til að draga úr áfengisneyslu
nemendanna og til að sjá þeim fyrir
aðstoð, sem eiga við erfiðleika að
stríða vegna áfengis.
Stúdentar við Kent-háskóla geta
nú tekið námskeið um „ávanaefnið
áfengi“ og veitir það þeim ákveðinn
fjölda punkta. Námskeið þetta er að
auki skyldugrein fyrir ýmsa stúdenta,
er hafa brotið af sér undir áhrifum
áfengis.
Colombia-háskóli hefur gefið út
tölvuútskrift með nöfnum þeirra
nemenda, sem hafa ekki náð lögaldri
til áfengiskaupa í New York-ríki.
Lágmarksaldur í New Jersey var
hækkaður um tvö ár fyrir skömmu.
Hann var áður 19 ár en nú 21. Við
Rutgers-háskóla hafa verið teknar
upp nýjar reglur, sem kveða á um að
aðeins matur og óáfengir drykkir
„Þau snúast í skrýtinn hring,
þessi skeyti," segir hún. „Fanga-
búðastjórinn segir, að hann hafi
„notað allan nóvemberkvótann
sinn“ en ég hef þó ekkert bréf
fengið. Þá spyr ég hvert hann hafi
skrifað og svarið er: „Við getum
ekki gefið slíkar upplýsingar." Ég
sendi héraðsstjórninni í Perm
skeyti og fæ þetta til baka: „Bréfi
yðar hefur verið komið til stjórnar
fangabúðanna. Hún mun veita yð-
ur umbeðnar upplýsingar". Næst
berst mér bréf frá búðunum: „Við
getum ekki gefið slíkar upplýs-
ingar“.“
Irina Orlov er viss um að maður
hennar sé látinn sæta sérstaklega
slæmri meðferð. „Þeir ætla að ná
sér niðri á honum fyrir að hafa
stofnað Helsinki-nefndina," segir
hún. Irina hefur misst vinnu sína
sem fóstra og segir að það sé gert
til að neyða hana til að hætta bar-
áttunni. „Þeir eru að drepa mann
og vilja að ég þegi á meðan."
Irina ætlaði sér einu sinni að
verða listfræðingur með gömlu,
hollensku meistarana að sérgrein
en gaf það upp á bátinn. Hún féll í
skyldugreininni, vísindalegum
kommúnisma. „Ég gat ekki lagt
mig niður við hann, ég bara gat
það ekki,“ segir hún. Hún fékk sér
vinnu sem safnvörður til að geta
verið í námunda við málverkin og
þar hitti hún Yuri Orlov.
Nina Nekipelov þylur upp dag-
setningar tilbreytingarlausri
röddu. Fyrsta september var mað-
ur hennar settur í refsiklefa I
vinnubúðunum. 25. október var
hann dæmdur til þriggja ára fang-
elsisvistar í Chistopol og sendur
þangað 31. sama mánaðar eftir að
hafa verið fimm daga í viðbót í
refsiklefanum fyrir að hafa hagað
sér illa við réttarhöldin. Þegar
hún reyndi að heimsækja hann 21.
janúar var henni sagt, að hann
mætti engar heimsóknir fá í tvo
mánuði vegna brota á fangelsis-
reglunum.
„Ég veit ekki hvað ég á að gera,“
segir hún. „Ég veit ekki hvernig
honum líður. Ég hef reynt að
spyrjast fyrir um líðan hans en
ekki fengið nein svör. Ég hef skrif-
að Andropov og ríkissaksóknaran-
um og mér hefur verið svarað
þannig, að best sómdi sér í Kroko-
dil.“ (Gamanrit í Sovétríkjunum).
Yelena Bonner, eiginkona Sakh-
arovs, er kona, sem ekki lætur
hugfallast. Hún er hörð af sér.
Faðir hennar var Armeni og móð-
ir hennar Gyðingur. Þau voru
kommúnistar alla sína ævi en
lentu samt bæði í hreinsunum
Stalíns og faðir hennar var drep-
inn. Yelena var hjúkrunarkona í
striðinu og þá munaði minnstu, að
hún væri rekin úr æskulýðssam-
tökum kommúnista af því að hún
gaf þýskum stríðsföngum sigar-
ettur og sápu. Hún hitti Sakharov
við réttarhöld yfir andófsmönnum
og þau voru gefin saman árið 1972.
„Síðan höfum við aldrei fengið
frið," segir hún. „Ekkert nema
þessi stöðuga spenna, réttarhöld,
erfiðleikar og líf í molum."
Allt frá því að Sakharov var
rekinn í útlegð árið 1979 hefur hún
farið milli Gorky og Moskvu einu
sinni í mánuði, safnað matvælum,
komið yfirlýsingum á framfæri og
reynt að afla manni sinum stuðn-
ings.
Yelena minnist sumra atburða
með nokkurri ánægju, eins og t.d.
þegar hún sló niður lögreglumann,
sem ætlaði að meina henni aðgang
að réttarhöldunum yfir Yuri
Orlov. Þau tök lærði hún í stríðinu
en það kostaði hana líka 15 daga
fangelsi.
„Það skelfilega við líf okkar er,
að það virðist engin vonarglæta
framundan," segir Yelena Bonner.
— SERGE SCHMEMANN
Skólafólkið á
að skála minna
verði veittir í veizlum. 1 Connecticut
var lágmarksaldur til áfengiskaupa
nýlega hækkaður úr 18 árum í 19, og
í háskólanum þar hefur öll áfengis-
neyzla á stúdentagörðum verið
bönnuð.
Háskólayfirvöld segja að þessar
nýju reglur séu umfram allt settar í
því augnamiði að samræma áfeng-
ismálastefnu þeirra gildandi lögum í
viðkomandi fylkjum. Margir bæta þó
við að afleiðingar ofneyzlu áfengis
séu vaxandi áhyggjuefni i háskóla-
bæjum um gervöll Bandaríkin.
„Áfengi veldur dauða fleiri barna
en nokkuð annað," segir Jean May-
er.forseti Tufts-háskóla.
Fimm fylki í Bandaríkjunum,
Connecticut, Maryland, New Jersey,
New York og Ohio, hækkuðu í fyrra
lögaldur til áfengiskaupa. Nítján
ríki önnur gripu til þessara sömu
ráðstafana á árabilinu 1976— 82. Til
dæmis var fólki innan tvítugs bönn-
uð áfengisneysla á opinberum stöð-
um í ríkjunum Massachussetts og
New Hampshire árið 1979, en lág-
marksaldur hafði fram að því verið
19 ár. Á Rhode Island var lágmarks-
aldurinn hækkaður upp í 20 ár árið
1981.
Sú hreyfing, sem orðið hefur i
Bandaríkjunum um að hækka lág-
marksaldur þeirra, sem kaupa mega
og neyta áfengis, ber vott um vax-
andi áhyggjur almennings af þeim
persónulegu, efnahagslegu og þjóð-
félagslegu afleiðingum, sem ofneyzla
áfengis hefur haft. Einnig hefur
komið til skjalanna barátta ýmissa
þrýstihópa og grasrótahreyfinga,
svo sem samtaka mæðra, sem berj-
ast gegn ölvun við akstur. Hafa
stjórnmálamenn ugglaust tekið tillit
til baráttu slíkra samtaka.
Kannanir á drykkjusiðum há-
skólastúdenta, sem ná til allra há-
skóla í Bandaríkjunum, leiða I ljos,
að á milli 75—95% stúdenta neyti
áfengis. Yfirvöld við Tufts-háskóla
komust að raun um að 95% stúdenta
neyti áfengra drykkja, a.m.k. stund-
um, og að 4% kvenna og 9% karla
drekki óhóflega einu sinni til tvisvar
í viku. Ætlað er að áfengisneyzla við
aðra skóla á Nýja Englandi sé svip-
uð.
- EDWARD B. FISKE