Morgunblaðið - 17.04.1983, Page 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983
75 ára:
Indriði Indriða-
son ættfræðingur
í dag verður sjötíu og fimm ára
Indriði Indriðason, Stórholti 17 í
Reykjavik. Hann er fæddur á
Ytra-Fjalli 17. apríl 1908. Foreldr-
ar hans voru Indriði Þórkelsson,
bóndi og skáld þar og kona hans,
Kristín Sigurlaug Friðlaugsdóttir.
Indriði hleypti ungur heimdrag-
anum, eftir að hafa notið hald-
góðrar undirstöðu á góðu menn-
ingarheimili foreldra sinna og
lært vinnu við venjuleg bústörf í
íslenzkri sveit. Hann stundaði
nám í Ameríku (San Francisco) í
ensku og enskum bókmenntum og
vann síðar ýmis störf þar í borg.
Heim til íslands kom Indriði aftur
árið 1930 og hefur síðan unnið við
fjölþætt störf í þjóðfélaginu, en
lengst eða frá árinu 1944 vann
hann á Skattstofu Reykjavíkur og
var þar fulltrúi frá 1955 unz hann
lét af störfum fyrir aldurssakir.
Þetta er í stórum dráttum starfs-
ferill úti í atvinnulífinu, en utan
við þau störf sem allir þurfa að
hafa til að framfleyta sér og sinni
fjölskyldu hefur Indriði haft víðan
vettvang á félagsmálasviðinu enda
er hann maður vel menntaður og
áhugamál hans eru margvísleg.
Hann er mjög snjall ræðumaður
og flytur jafnan mál sitt stutt
sterkum rökum og á gott með að
ná eyrum áheyrenda sinna. Á fé-
lagsmálasviðinu hafa leiðir okkar
legið saman og þar þekki ég bezt
manninn Indriða Indriðason. í
Góðtemplarareglunni höfum við
starfað saman um áratuga skeið,
en þar hefur hann verið einn af
aðalbaráttumönnum Reglunnar
og þar hefur hann lagt fram af
mikilli fórnfýsi krafta sína og bar-
áttueldmóð til stuðnings hugsjón-
um Góðtemplarareglunnar fyrir
betra mannlífi og auknu bindind-
isstarfi. Indriði hefur verið stjórn-
armaður í mörgum menningarfé-
lögum og formaður í sumum.
Hann hefur verið í stjórn Reglu
musterisriddara um áratuga
skeið, einnig f framkvæmdanefnd
Stórstúku íslands um áratugi.
Hann var stórtemplar 1976 og
1978. Hann var einn af stofnend-
um stúkunnar Andvari 1948 og oft
verið æðstiemplar.
Indriði hefur fengist allmikið
við ritstörf, er þar um að ræða
bæði frumsamdar og þýddar bæk-
ur, auk fjölda blaða og tímarits-
greina, en umfangsmest mun þó
vera verk hans Ættir Þingeyinga,
og eru nú þegar útkomin fjögur
bindi.
Indriði kvæntist 17. júlí 1931,
kona hans er Sólveig Jónsdóttir
Jónatanssonar alþm., Árnesinga
frá Ásgautsstöðum.
Þau hjón eiga þrjú mannvænleg
börn, sem öll hafa stofnað sitt
heimili og eiga öll afkomendur.
Við þessi tímamót í lífi þínu
Indriði, sendum við hjónin þér og
konu þinni beztu árnaðaróskir í
tilefni af afmælinu og þökkum
ykkur fyrir tryggð og vináttu í
samstarfi liðinna ára.
Kjartan Olafsson
frá Strandaseli
Fæddur 17. aprfl 1908
Hann er því sjötíu og fimm ára
í dag. Ekki sér það á manninum, ef
hann er á gangi. Ekki heyrist það
á honum, enn er hann ekki farinn
að tapa sér. Nei, þetta er samt
staðreynd.
Hann er fæddur á Ytra-Fjalli í
Aðaldal, sonur Indriða Þorkels-
sonar bónda og fræðimanns og
konu hans, Kristínar Friðlaugs-
dóttur. Hann hefur brugðið mörgu
fyrir sig, verið trésmiður í Amer-
fku, bóndi I Aðaldal, blaðamaður,
bókhaldari, fulltrúi á Skattstof-
unni og alls staðar staðið sig vel.
Starfað i góðtemplarareglunni I
áratugi. Vitandi að eina bindind-
isstarfið sem hefur gildi er það
sem miðar að algjöru bindindi,
hitt er kák. Hann hefur starfað
sem rithöfundur og að lokum það
sem hæst ber, hann er ættfræð-
ingur og hefur þegar unnið mikið
starf við þingeyskar ættir, byggt
ofaná og aukið við þann grunn
sem faðir hans lagði.
Hvernig maður er svo Indriði,
virðist ef til vill vera þurr á mann-
inn við fyrstu sýn, en það er aðeins
skel. Aratuga kynni mín af honum
segja mér að hlýja hjartans og
hugsjónaeldur æskunnar sé enn
til, að betri mann til að vinna með
geti ekki. Hvort sem um er að
ræða leit að einhverjum Jóni
Jónssyni, en eins og kunnugt er
hefur verið nóg af þeim til
skamms tíma, eða vinna í sam-
bandi við bindindismál, þá er
hann í essinu sínu, þá er ekki að
sjá neinn þyrrking, þá er málefnið
sem vinna skal að allt.
Þetta á ekki að vera langt mál.
Það er óralangt í að farið sé að
skrifa eftirmæli eftir manninn,
hann sem er rúmlega hálfnaður
með ævina og langt frá því að vera
hálfnaður með ævistarfið. Þetta
er kveðja með þökk fyrir órofa
tryggð og vináttu, og um leið ósk
um velgengni í starfi og að fá að
sjá hugsjónir sínar rætast.
Ari Gíslason
Á merkum tímamótum er hollt
að staldra við, líta yfir farinn veg
og minnast þess sem liðið er, og
byggja sig upp til meiri og stærri
átaka. Þegar lundin er létt og
heilsan góð, eru mönnum allir
vegir færir. Vinur minn, Indriði
Indriðason rithöfundur, er sjötíu
og fimm ára í dag.
Indriði Indriðason er fæddur á
Ytra-Fjalli í Aðaldal 17. apríl
1908, sonur hjónanna Indriða
Þórkelssonar, bónda, fræðimanns
og skálds að Ytra-Fjalli og Krist-
ínar S. Friðlaugsdóttur. Indriði
ólst upp á hinu mikla menning-
arheimili foreldra sinna að Ytra-
Fjalli, og stundaði nám við ungl-
ingaskólann á Breiðumýri. Á ár-
inu 1926 fór hann utan til Banda-
ríkjanna, vann þar ýmis störf og
stundaði um skeið nám í ensku og
enskum bókmenntum við Mark
Hopkins Polytechnic Highschool í
San Francisco. Árið 1930 kom
hann heim og gerðist bóndi á
Grenjaðarstað í heimabyggð sinni,
Aðaldal. Hinn 17. júlí 1931 kvænt-
ist Indriði hinni ástkæru konu,
Sólveigu Jónsdóttur, Jónatansson-
ar, ritstjóra og alþingismanns á
Ásgautsstöðum. Þau settu upp bú
á Aðalbóli, nýbýli úr landi Grenj-
aðarstaðar og bjuggu þar til árs-
ins 1935, er þau fluttust til
Reykjavíkur og hafa búið þar síð-
an.
Indriði gerðist blaðamaður við
Nýja dagblaðið sumarið 1934 og
gegndi upp frá því ýmsum störf-
um, en hans aðalstarf var á
Skattstofu Reykjavíkur, þar sem
hann vann frá árinu 1944 og var
þar fulltrúi frá 1955 þar til hann
lét af þeim störfum til að sinna
ritstörfum.
Alla tíð hefur Indriði verið eld-
heitur félagsmálamaður. Hann
hefur starfað mikið að bindind-
ismálum, var einn af stofnendum
stúkunnar Andvara og hefur
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum I
stúku sinni, svo og í heildarsam-
tökum templara. Hann var kansl-
ari í Stórstúku íslands 1964—74
og stórtemplar frá 1976.
Indriði hefur setið í stjórnum og
nefndum ýmissa félaga, í stjórn
Félags ungra framsóknarmanna, í
stjórn Félags Þingeyinga í
Reykjavík, í stjórn Félags Vest-
ur-íslendinga, í stjórn Félags ís-
lenskra rithöfunda, í stjórn Rit-
höfundasambands íslands, í stjórn
Þjóðræknisfélags Islendinga, og í
fyrstu stjórn Ættfræðifélagsins
eftir að það var endurvakið.
Rithöfundarferill Indriða Indr-
iðasonar byrjaði snemma, aðeins
tuttugu og tveggja ára sendi hann
frá sér sína fyrstu bók, smásagna-
bókina Örlög. Mikið liggur eftir
hann í rituðu máli, frumsamið og
þýtt, smátt og stórt, en ekki er
rými hér til að gera þeirri miklu
ritaskrá frekari skil.
Frá skáldsagnaritun beindist
áhugi Indriða snemma fremur að
fræðistörfum í þjóðfræði og ætt-
fræði. I ættfræði liggja stórvirki
eftir Indriða, prentuð og óprentuð.
Þar birtast best kostir hins vand-
aða fræðimanns, heiðarleiki,
nákvæmni, elja og bjartsýni. Rit-
safn hans, Ættir Þingeyinga, er
meðal stærstu verka I ættfræði og
persónufræðum sem ráðist hefur
verið í. Hafa þegar komið út fjög-
KOSNINGA
FUNDUR
»i mánudaginn 18. apríl kl.
LÚÐRASVEIT REYKJAVlKUR LEIKUR FRÁ KL. 20
TALSMENN FRAMBOÐSLISTANNA ERU
A B C D G V
Dagskrá:
FUNDARSTJORI
Magnús Bjarnfreðsson
1. Talsmenn framboðslistanna halda 10
mínútna framsöguræður.
2. Fundarstjóri ber upp skriflegar fyrir-
spurnir frá fundarmönnum.
3. Stutt ávarp hvers framsögumanns í
fundarlok.
Á FUNDINUM VERÐUR TEKIÐ VIÐ
SKRIFLEGUM SPURNINGUM
TIL RÆÐUMANNA.
Eini sameiginlegi framboðsfundurinn á höfuðborgarsvæðinu.