Morgunblaðið - 17.04.1983, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983
65
Pollack hefur sérstakt lag á
leikurum. Jane Fonda var álitin
ein af glamúrgellunum í Holly-
wood áður en Pollack fékk hana til
að leika í myndinni „They Shoot
Horses Don’t They, og var hún
álitin eftir það heilsteyptur lista-
maður á sviði kvikmyndanna.
Fyrir þá mynd hlaut hún eina af
fimm útnefningum til Óskarsverð-
launa, sem hún hefur fengið.
Barbara Streisand þótti ekki
burðug leikkona fyrr en eftir að
hún lék í mynd Pollacks The Way
We Were. En hann hefur ekki að-
eins lag á leikkonum. Gig heitinn
Young fékk óskarinn 1969 fyrir
leik sinn í aukahlutverki í They
Shoot Horses Don’t They. Þá hef-
ur hann leikstýrt með góðum
árangri stórstjörnum eins og Burt
Lancaster í Castle Keep, Robert
Mitchum í The Yakuza, Paul
Newman í Absence of Malice og
Robert Redford í Jeremiah John-
son, The Way We Were og The
Electric Horseman.
Tootsie er 13. mynd Pollacks og
fyrsta gamanmynd frá því hann
gerði The Scalphunters, 1968. Listi
yfir afrek hans á kvikmyndasvið-
inu gerir setningu, sem hann segir
við Hoffman í myndinni, heldur
kaldhæðna. Umboðsmaðurinn seg-
ir nefnilega við hugsjónamanninn,
Hoffman. „Ég veit að þetta mun
koma illa við þig, en flestir eru í
þessum bisness til að græða pen-
inga.“
— Lange —
Þegar framleiðandinn Dino de
Laurentiis vann að endurgerð
sinni á myndinni King Kong frá
Erfitt að halda gervi sínu leyndu.
1933, leitaði hann eftir nýju and-
liti í hlutverkið sem gerði Fay
Wray fræga, stúlkuna sem apinn
stóri verður svo ástfanginn af.
Laurentiis hafði samband við
módelfyrirtæki Wilhelmíu í New
York, sem þegar sendi honum
stúlku eina í upptökupróf. Stúlkan
hét Jessica Lange og Laurentiis
ákvað að nota hana í mynd sinni.
Þar með var framabraut hennar
gulltryggð. Næst var það leik-
stjórinn Bob Fosse, sem fékk hana
til að leika Angelíu, engil dauðans,
í mynd sinni, All That Jazz. Þá lék
hún í How To Beat the High Cost
of Living, sem var gamanmynd, en
snéri aftur yfir í dramað í mynd-
inni The Postman Always Ring’s
Twice. Það var vendipunktur á
leikferli hennar.
Gagnrýnendur féllu í stafi yfir
leik hennar í myndinni og keppt-
ust um að hrósa henni. Það varð
til þess að henni var boðið aðal-
hlutverkið í myndini Frances og
að leika á móti Hoffman í Tootsie.
Hún þekktist þessi góðu boð og er
nú orðin einhver eftirsóttasta
leikkona Bandaríkjanna.
Lange leikur Julie nokkra Nich-
ols í Tootsie, sem fer með aðal-
hlutverkið í sápuóperunni „Sout-
west General". Hún drekkur of
mikið, er of mikið ein og á í vafa-
sömu sambandi við leikstjóra
þáttanna, sem leikinn er af Dabn-
ey Coleman (9 to 5 og On Golden
Pond). Julie eignast nýjan vin í
Dorothy Michaels þegar hún fer
að leika í þáttunum. Hún veit ekki
að leikkonan er karlkyns. Því
meira sem Michael eða Dorothy
umgengst Julie, því ástfangnari
verður hann af henni og halda
sumir að hann sé lesbía fyrir
bragðið.
Ónefndur er leikari, sem ekki
hefur borið mikið á í Bandaríkjun-
um, Charles Durning. Hann fékk
Óskarinn nú síðast fyrir leik í
aukahlutverki í myndinni The
Best Little Whorehouse in Texas. í
Tootsie leikur hann föður Julie
Nichols, ekkjumann og bónda, sem
gerir hosur sínar grænar fyrir
Dorothy Michaels og vill helst
giftast henni. Er þá söguþráður-
inn orðinn heldur snúinn en ef-
laust greiðist úr honum á farsæl-
an hátt. Og þó. Dorothy Michaels
er orðin svo vinsæl sjónvarps-
stjarna að Michael Dorsey kvíðir
því að verða að leika konu það sem
eftir er ævinnar.
(Samantekid og þýtt — ai)
Takið þátt
í landssöfii uninni
Ágæti sjálfstæðismaður
Akveöiö hefur veriö aö gera sérstakt átak til þess aö styrkja
stööu Sjálfstæöisflokksins fjárhagslega í þeim mikilvægu þjóö-
félagsátökum, sem framundan eru. Sveitarstjórnarkosningar
eru nýafstaönar og þar færöi samtakamátturinn okkur víöa
sigur. Nú blasa viö alþingiskosningar í apríl og líklega aörar
alþingiskosningar siöar á árinu.
Þú ert einn af fjölmörgum velunnurum Sjálfstæöisflokksins sem
nú er leitaö til um stuöning viö flokkinn. Vel kann aö henda aö
fleiri en einn á þínu heimili fái sams konar bón og biöjum viö
velviröingar á því. Vonum viö aö viöbrögðin viö því ónæöi veröi
ekki önnur en þau aö heimilismenn sameinist um t.d. eina
sendingu til baka.
Viö leitum til fólks um landiö allt og vonum aö undirtektir muni
endurspegla þann samtakamátt sem býr meö því fólki á íslandi,
sem vill setja frelsiö í öndvegi, jafnt hjá atvinnulífi sem einstakl-
ingum. Ef viö sameinumst ekki veröa skoöanir okkar undir meö
ófyrirsjáanlegum afleiöingum fyrir land og þjóö.
Stjórn Landssöfnunar
Sjálfstæðisflokksins 1983.
MITSUBISHI
FJOLSKYLDUBILL MORGUNDAGSINS
til sölu á íslandi í dag
Sýningarbíll á stadnum.
Komið, skodid og reynsluakiö.