Morgunblaðið - 17.04.1983, Síða 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983
Þættir úr grískum harmleik
Það er sitt hvað
auður og auðna
Þær hafa verið víðs fjarri
heilladísirnar daginn sem hún
Athina Livanos fæddist í London
árið 1929. Þær hafa sjálfsagt talið
að þörf þeirra væri meiri annars
staðar, þar sem ekki var svo mikill
auður í garði.
Foreídrar litlu stúlkunnar voru
hjónin Arietta og Stavros Livanos,
bæði grísk að þjóðerni. Faðirinn
hafði byrjað að vinna fyrir sér
sem sjómaður aðeins 12 ára gam-
all og 21 árs hafði hann eignast
sitt fyrsta skip. Þegar hann var 35
ára gamall átti hann orðið heilan
flota kaupskipa og það var fyrst
þá, að hann gaf sér tíma til að líta
í kringum sig eftir kvonfangi.
Hann komst í kynni við Ariettu
Zafikaris, hún var þá aðeins 15 ára
gömul. Þau felldu hugi saman,
gengu í hjónaband og settust að í
London. Auk Tinu, eins og Athina
var alltaf kölluð, áttu þau eldri
dóttur, Eugenie, og soninn George.
Börnin voru alin upp við allsnægt-
ir og telpurnar voru eins og dæmi-
gerðar litlar (enskar) hefðar-
meyjar.
Þegar heimsstyrjöldin braust
út, árið 1939, flutti Livanos með
fjölskyldu sína til New York, það-
an sem auðveldara var að stjórna
kaupskipaflotanum.
Fjölskyldan settist að í „lux-
us“-íbúð í Plaza Hotei og telpurn-
ar 'gátu notið alls þess besta, sem
hægt var í New York.
Þær voru mikið fyrir hesta og
fóru í útreiðartúra á hverjum
sunnudegi. Þegar Tina var 14 ára
gömul datt hún af baki og fót-
brotnaði. Það var vordagur í apríl-
mánuði, hún var þá enn höktandi
á hækjum, að hún gekk í gegnum
stofurnar heima hjá sér þegar
nokkrir grískir vinir föður hennar
voru þar staddir. Meðal gestanna
voru tveir ungir menn talsvert
yngri en hinir. Hún tók eftir að
þeir gáfu henni nánar gætur.
Seinna vissi hún að þetta voru
grísku skipakóngarnir Aristotle
Onassis og Stavros Niarchos.
Hún komst líka að því seinna,
að þeir höfðu báðir orðið hrifnir af
henni þarna við fyrstu sýn.
Niarchos hafði þar engar vöflur
á, heldur bað föður hennar um, að
fá að ganga að eiga stúlkuna. Fað-
irinn taldi það af og frá, hún væri
alltof ung, aðeins 14 ára gömul.
Onassis hafði annan háttinn á,
hann beið þolinmóður, gekk á eftir
ungu stúlkunni og sýndi henni ást
sína á marga vegu.
Onassis átti hús, skammt frá
sumardvalarstað Livanos-fjöl-
skyldunnar, í Oyster Bay á Long
Island. Onassis brunaði meðfram
ströndinni á bát sínum og fram
hjá Tinu, þar sem hún lá og sólaði
sig. Á blaktandi flaggi bátsins
stóðu upphafsstafirnir: T. I. L. Y.,
sem merktu „Tina, I Love You“
eða Tina, ég elska þig.
Það fór ekki hjá því að unga
stúlkan hrifist af þessum verald-
arvana manni, henni fannst mikið
til um ævintýralegt líf hans og
kynni hans af frægu fólki um all-
an heim. Onassis var þá þegar orð-
inn hálfgerð þjóðsagnapersóna,
hann fór unglingur til Argentínu
með aleiguna, eitt hundrað dollara
í peningum, og ávaxtaði þá svo að
hann var orðinn milljónamæring-
ur rétt um tvítugt.
Þegar Tina var á sautjánda ári
bað Onassis föður hennar leyfis að
fá að ganga að eiga hana. Livanos
taldi Tinu of unga til að ganga í
hjónaband, en bauð Onassis að fá
eldri dótturina, Eugenie, sem
einnig var bráðfalleg stúlka.
En það var Tina, sem Onassis
var ástfanginn af, og þegar Livan-
os varð ljóst að hún endurgalt þær
tilfinningar gaf hann samþykki
sitt. Þau voru gefin saman í
hjónaband, Tina og Onassis, 28.
desember 1946, daginn sem Tina
varð 17 ára. Onassis stóð þá á fer-
tugu.
Stofnun heimilis
í New York
Ungu hjónin settust að í New
York, í ibúð við Sutton Place með
útsýni yfir East River.
Stuttu eftir að þau komu sér
fyrir í íbúðinni keypti Stavros Ni-
archos húsnæði á þrem hæðum,
rétt hinum megin við hornið. Þó
Onassis hefði borið hærri hlut og
fengið Tinu og að þeir væru keppi-
nautar í viðskiptum, var ágætur
kunningsskapur með þeim hjónum
og Niarchos. Og áður en árið var
liðið var Eugenie, systir Tinu, orð-
in eiginkona Stavros Niarchos.
Þær bjuggu því þarna nær hlið við
hlið systurnar og með þeim voru
alla tíð miklir "kærleikar. En upp
frá þessum húsnæðiskaupum í
New York var eins og þeir svilarn-
ir væru í eilífri samkeppni, hvort
heldur var um skip, fasteignir eða
annað að ræða. Hvor um sig vildi
gera betur en hinn.
Onassis-hjónunum fæddist son-
urinn Alexander í New York. Þau
bárust mikið á, héldu veislur og
tóku þátt í samkvæmislífinu. Þau
komu sér upp íbúð í París, á efstu
hæð hússins nr. 88 við Avenue
Foch, einbýlishúsi í Aþenu, íbúð í
Montevideo og þau höfðu stand-
andi íbúð á hóteli í Buenos Aires í
Argentínu. Þetta nægði þó ekki,
að dómi Onassis, hann tók á leigu
glæsilegt stórhýsi uppi á „Cap
d’Antibes" í Suður-Frakklandi,
nálægt Monte Carlo. Húsinu fylgir
einkaströnd, sundlaug, gríðarmik-
ið land og margir tennisvellir. Til
að reka heimilið þurfti því þjón-
ustulið: tveir kokkar, uppvaskari,
tveir útlærðir þjónar, þrjár þjón-
ustustúlkur, þvottakona, tveir bíl-
stjórar, einn herbergisþjónn, ein
herbergisþerna og tvær barnfóstr-
ur. Þegar hér var komið sögu var
Tina rétt orðin tvítug að aldri.
Hún var vinsæl sem gestgjafi,
átti fagra skartgripi og 150 kjóla
og klæddist því sjaldan þeim sama
tvisvar. Helstu tískufrömuðir Par-
ísarborgar komu með „model“ sín
og héldu einkatískusýningu fyrir
hana.
Tina kynntist mörgu áhuga-
verðu fólki, þar á meðal frægu
fólki, sem maður hennar hafði áð-
ur haft kynni af. Til þeirra komu
til dvalar t.d. Greta Garbo, Cary
Grant og kom hann með vinkonu
sína, Grace Kelly, með sér.
Tina fór til New York til að
fæða dótturina Christina, en tók
upp fyrri hætti um leið og hún
kom aftur til Cap d’Antibes, þ.e.
að taka á móti gestum með glæsi-
brag.
Það var Tina sjálf, sem kom
með gest inn á heimilið, sem átti
eftir að valda erfiðleikum. Hún
hitti konu, sem hún var kunnug
frá New York, og bauð henni
heim. Það varð henni mikið áfall
þegar henni varð ljóst að eigin-
maður hennar sýndi konu þessari
Frá vinstri: Tina og Onassis.
hann félagsskapar annarra
kvenna um stundarsakir.
Hann hélt áfram að ausa af auð-
æfum sínum yfir eiginkonu sína
og virtist dá hana mjög. Onassis
hafði mikið aðdráttarafl fyrir
konur og Tina þjáðist oft af af-
brýðisemi. Hún varð líka stundum
yfir sig þreytt á öllu samkvæmis-
lífinu og leitaði þá hvíldar við
skíðaiðkanir í St. Moritz. { einni
ferðinni fótbrotnaði hún og í ann-
arri, árið 1954, lenti hún í alvar-
legu bílslysi ásamt vinkonu sinni.
Bíllinn, sem þær voru í, rann til á
hálku og rakst á annan, Tina kast-
aðist á framrúðuna og skarst illa í
andliti.
Frægustu lýtalæknar í London
gerðu svo vel að sárum hennar, að
tveim mánuðum eftir slysið, var
vart hægt að merkja að nokkuð
hefði komið fyrir hana.
Hjónin meó börn sín,
Alexander og Christina.
mikinn áhuga og meiri en góðu
hófi gegndi.
Onassis reyndi að telja konu
sinni trú um, að konan væri sér
einskis virði en Tina var óróleg
enda mótlæti henni framandi, líf
hennar hafði verið nær stanslaus
dans á rósum.
Þá var það að systir Tinu og
mágur buðu henni með sér á skíði
til St. Moritz, til að lyfta henni
upp-
í þessari skíðaferð varð Tina
fyrir því óhappi að ökklabrjóta sig
og hélt því heim í íbúðina í París.
Þangað hringdi Onassis til að
segja henni að húsið, sem þau
höfðu leigt í Cap d’Antibes, væri
nú til sölu og hann langaði til að
kaupa það. Hún kvað honum
frjálst að gera það, en sjálf myndi
hún aldrei stíga þar inn fæti. Svili
Onassis, Niarchos, keypti þá húsið
og hefur það verið í hans eign síð-
an.
Hjónaband þeirra Tinu og
Onassis virtist traust, þó leitaði ,
Lystisnekkjan
„Christina“
Þetta sama ár, 1954, fóru
Onassis-hjónin til Kiel þar sem
verið var að fullbúa lystisnekkju
fyrir þau. Snekkjan, sem gefið var
nafnið „Christina" eins og dóttir
þeirra, var öll með miklum glæsi-
brag og sú stærsta í einkaeign þar
til Stavros Niarchos lét smíða enn
stærri snekkju fyrir sig árið 1973.
Neðan þilja á snekkju þeirra
Onassis voru átta viðhafnarsalir
búnir glæsilegum húsgögnum og
dýrmætum listaverkum, þar á
meðal voru málverk eftir Picasso,
Gauguin og Vermeer. í svefnsal
Onassis voru tvö E1 Greco-mál-
verk og í borðsalnum voru málað-
ar myndir af þeim hjónunum með
börn sín, í allskonar ævintýralegu
umhverfi.
Borðbúnaður allur var sér fram-
leiddur, postulínið, krystallinn og
silfrið bar fangamark Onassis.
Á þilfari snekkjunnar var
glæsileg sundlaug, sem lyfta mátti
upp og varð þá að dansgólfi, þyrla,
jeppi, sex hraðbátar og tveir bátar
með glerbotni, sem nota átti við
veiðar.
Snekkjunni var nú siglt til
Monte Carlo og hófst þar sam-
kvæmislíf og gestamóttaka um
borð, þetta var eins og fljótandi
hótel og gestir margir hverjir
heimsþekktir menn. Þeir kynntust
t.d. þar um borð Winston Churc-
hill og John F. Kennedy. Þekktir
leikarar, t.d. Cary Grant, voru þar
tíðir gestir. Svo var og um Grace
Kelly og Rainier prins, en þau
voru einmitt í tilhugalífinu á þess-
um tíma. Onassis sóttist eftir því
að hafa þekkt fólk í kringum sig
og hann gerði sér títt við frægar
konur.
Á dansleik í Feneyjum kynntist
Onassis söngkonunni Mariu Callas
og féll strax vel á með þeim.
Hjartans þakkir fyrir hlýhug okkur sýndan á
gullbrúökaupsdegi okkar.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét og Ragnar Jakobsson.
Auglýsingastjórinn
í Bíslaginu tilkynnir:
Viö erum í túnfæti fyrsta landnámsmannsins. Kosn-
ingakaffi. ís og íslensk þjóðlög. Opiö til 11.30.
Bísiagiö.
ísbúó fjölskyldunnar.
(fflmnaust h.f
Síðumúla 7-9, sími 82722.
Bllanaust h.f. hefur nú á boöstólum hljóökúta,
púströr og festingar I flestar geröir blla. Stuðla-
berg h.f., framleiöa nlósterk pústkerfi og hljóó-
kúta sem standast fyllilega samkeppni viö sams
konar framleióslu erlendra fyrirtækja. Þessa Isl-
ensku gæöaframleiöslu erum við stoltir af aö
bióóa viöskiotavinum vorum iafnhlióa vftrum frá
HUÖÐKÚTAR
PUSTKERFI