Morgunblaðið - 17.04.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983
71
Skagafjörður:
Síðasta
íþróttamót
skólanna
Mælifelii, 5. aprfl.
NÝLEGA var fjórða og síðasta
skólamót Ungmennasambands
Skagafjaröar í vetur haldið á Hofs-
ósi. Er það með lokið stigakeppni
skólanna og urðu Sauðkrækingar
stigahæstir. Var þeim afhentur far-
andbikar sambandsins á ársþingi
UMSS, sem haldið var á Sauðár-
króki 20. marz sl. Næstir að stiga-
tölu urðu skólarnir í Varmahlíð og á
Hofsósi, en alls kepptu 7 skólar.
Úrslit í fjórða mótinu voru
þessi:
I flokki 10 ára og yngri:
Hástökk: Pétur Sigurðsson, Skr.
og Auður Eiðsdóttir, Skr.
Langstökk: Atli Guðmundsson,
Vhl. og Sigurlaug Gunnarsd., Skr.
11-12 ára:
Hástökk: Atli Sveinsson, Skr. og
Berglind Bjarnadóttir, Skr.
Langstökk: Gunnar Gestsson, Skr.
og Berglind Bjarnadóttir, Skr.
13—14 ára:
Hástökk: Karl Jónsson, Skr. og
Hafdís Ingimarsdóttir, Skr.
Langstökk: Hákon Hallgrímsson,
Skr. og Hafdís Ingimarsd., Skr.
Þrístökk: Helgi Sigurðsson, Vhl.
15—16 ára:
Hástökk: Trausti Traustason,
Hofs. og Þórunn Snorradóttir,
Hofs.
Langstökk: Ásgeir Yngvason, Skr.
og Monika Jónasd., Vhl.
Þrístökk: Ásgeir Yngvason, Skr.
G.L Ásg.
Kennarar og foreldrar
barna í Seljaskóla:
Ríkiö leggi fram
sinn skerf eins og
Reykjavíkurborg
Morgunblaðinu hefur borizt eftir-
farandi samþykkt:
„Ályktun samþykkt á kennara-
fundi í Seljaskóla og af stjórn For-
eldrafélags Seljaskóla.
Fyrirsjáanlegt er að Seljaskóli
verður einn fjölmennasti grunn-
skóli landsins næsta vetur, og að
nemendum mun fjölga um
150—200 frá því sem er á þessu
skólaári.
Vegna húsnæðisskorts í vetur
hafa margar bekkjardeildir verið
allt of fjölmennar og er því ljóst
að verði hætt við byggingu húss
nr. 7 verður einungis um neyðar-
úrræði að ræða til að mæta vænt-
anlegri nemendafjölgun. Mikil
óánægja ríkir meðal foreldra,
kennara og annarra starfsmanna
skólans með þau úrræði sem blasa
við en þau eru:
1. Þrísetning, sem þýðir skólahald
til kl. 18.00 og að kennsla verð-
ur í hádeginu.
2. Að kennt verði á göngum.
3. Að börnum úr hverfinu verði
vísað í aðra skóla.
Við viljum því skora á mennta-
málaráðuneytið að leggja fram
sinn skerf, þar sem ljóst er að
Reykjavíkurborg mun standa við
sínar skuldbindingar, svo hús nr. 7
verði tilbúið til notkunar 1. sept-
ember í haust.“
Skemmtidagskrá
í Félagsgaröi
Leikklúbbur Kjósarhrepps stend-
ur fyrir fjölskylduskemmtun í Fé-
lagsgarði í Kjós miðvikudaginn 20.
apríl, síðasta vetrardag.
Þar verður fluttur þáttur úr
Gullna hliðinu eftir Davíð Stef-
ánsson, rússneskur gamanþáttur,
upplestur, ýmis önnur létt
skemmtiatriði, tískusýning og að
lokum verður diskótek.
- Hjalti.
3. maí- 3 vikur
Beint dagflug heiman og heim
Voriö er komið
Gisting í glæsilegum íbúðum á bestu ströndunum!
Video-myndir á skrifstofunni
Tryggðu þér gististað sem þér hentar
með því að panta far strax!
Helmingsafsláttur fyrir börn
að 17 ára aldri
URVAL
við Austurvöll @26900
Umboðsmenn um allt land
Gengistryggöar innborganir • 5% staðgreiösluafsláttur eöa greiöslukjör
4
Stórkostleg bylting í gólfefnum!
Ferstorp, 7mm þy kk gólf boró,
semhægteraó
leggja beint á gamla gólf ió!
Nýju Perstorp gólfborðin
eru satt að segja ótrúleg.
Þau eru aðeins 7 mm á
þykkt og þau má leggja ofan
á gamla gólfið - dúk, teppi,
parket eða steinsteypu.
Það er mjög einfalt að
leggja Perstorp gólfborðin
og 7 mm þykktin gerir
vandamál þröskulda og
hurða að engu. Perstorp
gólfborðin eru líka vel varin
gegn smáslysum heimilis-
lífsins eins og skóáburði,
naglalakki, kaffi, te, kóki og
logandi vindlingum.
Þú færð Perstorp aðeins
hjá okkur.
Kalmar
SKEIFUNNI 8.SIMI 82011