Morgunblaðið - 17.04.1983, Síða 24

Morgunblaðið - 17.04.1983, Síða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 Stolt og afar falleg fjölskylda. Fyrirferðarmikill og fallegur risi fuglaríkisins í grein þessari verður fjallað um einn fallegasta og merkilegasta fugl sem land þetta byggir. Það er álftin sem um ræðir, stærsti fugl landsins, einn sá fegursti og fyrirferðarmesti. Hvergi er álftin algengari en á íslandi. Hún hefur löngum þótt búbót á sveitaheimilum sem ekki hafa haft úr miklu að moða og hún nýtur einnig takmarkalausrar virðingar listamanna og skálda sem fyrr og síðar hafa ort um, skrifað um og málað þennan tignarlega fugl norðurheima. Álftir hefja sit til flugs af íslensku fjallavatni. Stærsti fuglinn að væri að bera í bakkafullan lækinn að ætla að lýsa útliti álft- arinnar fyrir íslend- ingum, varla mun það mannsbarn til hér á landi sem ekki þekkir fuglinn umsvifalaust í sjón. Hvernig er líka hægt að rugla þessu mikla flykki saman við aðra fugla, þar sem hún kem- ur, álftin, fljúgandi með langan hálsinn, kvakandi, og með ein- kennilegum brakandi vængjaþyt? Hún er sem sé gríðarstór, fugla- bók AB segir hana 152 sentimetra. Hún er stærsti fugl landsins, ha- förninn er til samanburðar 69—91 sentimetrar, en nótabene, hann er ólíkt hálsstyttri fugl. Hin dæmi- gerða álft er mjallahvít, fætur svartir og nefið gult og svart. Ungu fuglarnir eru öskugráir með Ijósbleikt nef. Þeir eldri fá smám saman ryðrauðan blæ á höfuð og háls og eftir því sem fuglinn er eldri, þeim mun meiri er þessi sérkennilegi litur. Heyrst hefur að álftin upplitist svona af mýrar- vatni, en hún er votlendisfugl. Hvergi í heimkynnum sínum er álftin algengari fugl en á íslandi. Hér er hún þó frekar strjáll varp- fugl. Engu að síður er hún áber- andi hvort sem hún verpir eða ekki. Álftirnar Islensku skiptast jafnan í þrjá hópa, geldfugla, sem hafast við hér og þar í hópum, pör sem dreifa sér, verpa ekki og verja ekki svæði, og loks pör sem verja skika sína. Sum síðastnefndu par- anna verpa og talið er að álftir með unga á haustin séu ekki nema fimmtungur álftarstofnsins eða þar um bil. Stofnstærð er talin í 4. riti Landverndar vera 5—7000 fuglar. Meðan fullorðnu fuglarnir fella fjaðrir og um fartímann má sums staðar sjá mikla hópa, í Lónsfirði, við Álftarós á Mýrum, neðst í Norðurá, á Mývatni og á Hnausakvísl í Vatnsdalsá. Þar sem þær eru flestar, má sjá hátt á annað þúsund fugla saman komna. Hún er að mestu leyti far- fugl, dvelst á vetrum á Bretlands- eyjum. Nokkrar þrauka af vetur- inn, dveljast einkum suðvestan- lands. Drekkja búfénaði Álftir verpa á íslandi bæði til fjalla og á undirlendi. Þær eru votlendisfuglar eins og áður sagði, verpa fyrst og fremst á vatna- og tjarnarbökkum, en einnig í fenj- um og foræðum. Þá verpa þær stundum á árbökkum og er það einkum til fjalla að þær gera svo. Eggin eru yfirleitt 3—5 talsins. Álftir eru frægar fyrir að verja egg sín og unga af mikilli hörku. Það er einstaklingsbundið frá einni álft til annarrar hversu harðskeyttar þær eru, en þær grimmustu eru fyrirferðarmiklar. Það var einkum fyrr á árum sem á þessu bar, þá ætluðu menn sér oft að ná eggjum álftarinnar til átu. Sögur eru til um menn sem urðu fyrir heiftarlegum árásum og grh. minnist þess að hafa heyrt um að menn hafi nefbrotnað og hlotið fleiri skrámur í viðskiptum sínum við álftir á varpstað. Þá er fullyrt að þær hafi flæmt saklausan bú- fénað út í vötn og tjarnir og drekkt honum, er rollugreyin hættu sér óafvitandi nærri ál- ftarvarpstað. Þjóðtrúin gat þess þar að auki að stórvarasamt væri að verða fyrir álftarblæstri. Þeir sem til þekkja vita, að álftin hvæsir reiðilega þegar hún er áreitt. Trúin taldi blásturinn ban- vænan og því ráðlagt að verða ekki fyrir honum. Þeir sem það gerðu, urðu að því að talið var holdsveikir. Það var einkum í sveitum þeim er sóttu nytjar Arnarvatnsheiðar að menn þóttust verða þessa varir. Þar höfðu menn talsverðar nytjar af fuglunum, hamirnir voru hertir og seldir úr landi og fjaðrirnar voru fluttar út í tugþúsundatali. Þær hentuðu prýðilega sem penn- ar. SnúiÖ á seppa Álftir i sárum fengu ekki frið fyrir mönnum. Álftir, einkum yngri fuglarnir, þóttu góður mat- ur og er þær voru ófleygar var það víða stundað að elta þær uppi og slá. Þó var þetta ekki vandalaust, því svo frár á fæti er þessi mikli fugl að talið var að einungis spretthörðustu menn gætu elt þær uppi. Þess vegna notuðu margir grimma hunda og var því fátt eða ekkert fallegt við veiðarnar oft og tíðum. Til er saga um svona veiðar og hún gerðist á Arnarvatnsheiði á næstu árum eftir móðuharðind- in. Þá var lítið að bíta og brenna hér á landi og menn reyndu að bjarga sér eins vel og kostur var. Sagan er skráð í bók Björns J. Blöndal, Daggardropa, og skal hér endursögð. Eftir móðuharðindin sást varla álft á Arnarvatnsheiði allri og var það með ólíkindum, því álftir voru áður og eru nú til dags algengar og svipmiklar á þeim slóðum. Þetta var vegna álftaveiða. Þó var tjörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.