Morgunblaðið - 17.04.1983, Side 28

Morgunblaðið - 17.04.1983, Side 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Keflavík blaðberar óskar. Uppl. í síma 1164. Við viljum ráöa starfsmann í: Fjármálasvið Starfið felst í: — Áætlanagerð. Uppsetning á tekju- og kostnaðaráætlun. — Rekstrareftirliti. Reglulegt eftirlit með áætlunum og fjármagnsstreymi. Menntun: Viðskiptafræðingur eða endur- skoðandi. Æskilegur aldur: 25 — 30 ár. Starfið gerir kröfum um skipulagshæfileika, reglusemi og góða enskukunnáttu. í boði er mjög áhugavert starf og góð laun í ört vax- andi fyrirtæki. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá síma- þjónustu. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Vélfræðingar — vélstjórar Vélfræðingur og vélstjóri óskast til starfa. Umsóknir leggist inn á augl.deild Mbl. fyrir 20. apríl nk. merktar: „V — 3539“. Bæjarútgerð Hafnarfjaröar. Skemmtilegt starf Fyrirtæki við miðborgina óskar að ráða stúlku til ýmiskonar skrifstofu og þjónustu- starfa. Fyrirtækiö er rótgróið og eitt hið stærsta í sinni grein með fjölda starfsmanna. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku og geta starfað sjálfstætt. Hér er um líflegt framtíöarstarf að ræða sem aðeins hentar þeim sem eru tilbúnar til að leggja hart að sér. Tilboð með uppl. um aldur, menntun, fyrri störf og annað er máli kann að skipta sendist augl.deild Mbl. fyrir 21. apríl nk. merkt: „Líf- legt starf — 3540“. Bifvélavirkjar Bifvélavirkjar eða menn vana bílaviðgerðum vantar strax. Uppl. gefur verkstjóri, ekki í síma. KRISTINN GUÐNASON Hf. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Atvinna óskast Maður vanur lóðningum íhluta í rafeindarásir óskar eftir vinnu, t.d. í samsetningariðnaði. Uppl. í síma 39870. Sjúkrahús Skagfirö- inga Sauðárkróki óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: Meinatækni til starfa frá 1. júní og einnig til sumarafleysinga. Húsnæði til staöar. Upplýsingar veitir forstöðumaður sjúkra- hússins í síma 95-5270. Námsgagnastofnun óskar að ráða ritara til starfa nú þegar. Helstu verkefni eru vélritun handrita, bréfa, skýrslna og samninga. Starfsmaöur þarf að hafa: — góða færni í vélritun — góða þekkingu á íslensku máli, ensku og einu norðurlandamáli — getu til sjálfstæðrar vinnu við uppsetningu og frágang verkefna. Æskilegt er — að starfsmaður hafi kynnt sér ritvinnslu — að starfsmaður geti þýtt bréf úr íslensku yfir á ensku og norðurlandamál (ekki skil- yrði). Við leitum að liprum, áhugasömum starfs- manni í framtíðarstarf. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í Námsgagnastofnun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Námsgagnastofnun, Tjarnargötu 10, pósthólf 5192, 125 Reykja- vík, fyrir 30. þ.m. NÁMSGAGNASTOFNUN Lögfræðiskrifstofa Ritari Lögfræðiskrifstofa óskar eftir að ráða ritara til starfa hálfan daginn eftir hádegi, frá og með miðjum maí. Umsækjandi þarf að hafa góða vélritunar- og íslenskukunnáttu. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 22. apríl nk. merktar: „Ritari — 354“. Sæktu um sumaratvinnu við að selja virta innlenda iðnaðarframleiðslu beint til bænda. Umsækjandi þarf að hafa eigin bíl, geta unn- ið sjálfstætt, vilja skoða landið, umsækjandi fær auðseljanlega vöru nokkuð frjálsar hend- ur um samninga. Laun eftir afköstum (pró- sentu). Dýrmæta reynslu af sölumálum. Umsóknir sendist augl.deild Mbl. fyrir 20. marz, merkt: „Dugandi — 459“. Bókhald Óskum eftir að ráða nú þegar starfsmann til bókhaldsstarfa hjá innflutningsfyrirtæki. Vinnutími frá kl. 9—17. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á almennum bókhaldsstörfum. Vanur ritari Óskum eftir að ráða ritara hjá þjónustufyrir- tæki í miðborginni. Vinnutími frá kl. 13—17. Auk leikni í vélritun þarf viðkomandi að hafa gott vald á enskri tungu. Nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9—15. Lidsauki hf. 0 Hverhsgötu 16A - 101 Reykjavik - Simi 13535 Mosfellshreppur Forstöðumaður íþróttamannvirkja Starf forstöðumanns íþróttamannvirkja Mosfellshrepps er laust til umsóknar. Starfið er fólgið í daglegri umsjón með rekstri íþróttamannvirkja Mosfellshrepps, þ.e. sundlaug, íþróttahús og íþróttavellir. Forstöðumaður sér um daglega stjórnun starfsfólks, innheimtu og uppgjör á tekjum, samskipti við notendur (íþróttafélög, skólar o.fl.) og skipuleggur notkun á íþróttahúsi, sundlaug og völlum. Leitað er aö manni með stjórnunarhæfileika, sem getur unnið sjálfstætt og hefur þekkingu á rekstri og hefur innsýn í íþróttastarfsemi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 66218. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skilist til sveitarstjóra, Hlégaröi fyrikr 30. apríl nk. Sveitarstjóri. Mosfellshreppur Bókari/ Innheimta Starf bókara hjá Mosfellshreppi er laust til umsóknar. Starfið er fólgið í daglegri umsjón með og vinnu við fjárhagsbókhald sveitarsjóðs (tölvubókhald), afstemmingar á fjárhags- og viðskiptamannabókhaldi. Ennfremur daglegri umsjón með innheimtu útsvara, aðstöðu- gjalda, fasteignagjalda og orkureikninga. Verslunarskóla-, Samvinnuskóla- eöa hliðstæö menntun áskilin, ásamt starfs- reynslu. Allar nánari upplýsingar gefa sveitartjóri eða skrifstofustjóri í síma 66218. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila á skrifstofu sveitar- sjóðs, Hlégarði, fyrir 30. apríl nk. Sveitarstjóri. Skrifstofustarf Opinber stofnun óskar að ráða nú þegar starfsfólk til almennra skrifstofustarfa. Góö kunnátta í vélritun, íslensku og ensku nauðsynleg, æskilegur aldur 22—30 ára. Umsókn merkt: „Framtíð — 158“ leggist inn á afgreiðslu Morgunblaösins fyrir nk. mánu- dagskvöld, 18. apríl. Byggingameistari getur bætt við sig múrverki úti sem inni, upp- áskriftum, ráðgjöf og kostnaðaráætlanir. Örn S. Jónsson, sími 52938. Fiskvinna Óskum að ráða starfsfólk í snyrtingu og pökkun, unnið eftir bónuskerfi, fæöi og hús- næöi á staðnum. Uppl. í símum 97-8204 og 97-8207. Fiskiðjuverk KASK Hornafirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.