Morgunblaðið - 17.04.1983, Blaðsíða 44
92
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983
HCG/nAnn
„Ég he.td fótk: hafi haft miHu \j\(5-
feldnarí sjúkdóma. þegar ég vtar itti L
Hvað heldurðu að afi minn hefði
sagt ef ég hefði beðið hann um
myndband?
HÖGNI HREKKVISI
,1 hann vill gjaknan taka ^Att r
MANUPAöSÓL.UNPIn^/ M&P /VtÉK-
Tófan gæti aldrei átt svo
bágt að ég heföi nokkra
meðaumkun með henni
Angantýr Jónsson, Grindavík,
skrifar:
„Veivakandi.
Ég sem gömul skytta get ekki
annað en gert athugasemd við
skrif Eyþórs Einarssonar, for-
manns Náttúruverndarráðs, sem
ég las í Morgunblaðinu 27. mars
síðastliðinn.
Hann segir að við megum ekki
útrýma tófunni og meira að segja
blessar hana í skrifum sínum.
En nú spyr ég: Hefur þessi mað-
ur nokkurn tíma kynnst tófunni
eða hennar verkum? Það lítur ekki
út fyrir það.
Hefur hann nokkurn tíma átt
sauðfé eða varplönd?
Ég sem þessar línur rita er
Norðlendingur, átti þar heima í
full 40 ár, á Skaganum og Skaga-
strönd þar fyrir norðan, áður en
ég fluttist suður og var þar mörg
vor vökumaður á grenjum með
hinni alkunnu skyttu Gunnari
heitnum Einarssyni frá Bergskála
á Skaga, sem á sinni ævi vann
nærri fjögur þúsund dýr. Eins
skaut ég mikið af tófum á veturna.
Kynni mín af tófunni eru þessi:
Hún er eitt hið grimmasta og
blóðþyrstasta dýr sem til er og
skal ég tilfæra hér nokkur dæmi
um það.
Það var oft á haustin er hríðar
gerði og eitthvað af fé varð eftir í
heiðinni, að það fannst ýmist
drepið eftir hana eða mulið upp að
augum, svo að það þurfti að lóga
því. Eins drap hún fjölda af lömb-
um á vorin og sumrin.
Á flestum grenjum sem við unn-
um var dýrbítur. Á einu greninu
voru t.d. 27 lambsskrokkar, 22 á
öðru og eitthvað á flestum. Þetta
voru þungar búsifjar fyrir bænd-
ur.
Einu sinni sem oftar lágum við
á greni og vorum búnir að vinna
bæði læðuna og hvolpana en bið-
um eftir refnum. Hann kom heim
eftir tvo sólarhringa og var með
ærjúfur í kjaftinum. Hann fékk
nú þær viðtökur sem hann átti
skilið og héldum við heim af gren-
inu strax á eftir. Við héldum að
hann hefði nagað júfrið undan
einhverri dauðri kind sem hann
hefði fundið, en svo var nú ekki.
Rétt fyrir neðan grenið voru fló-
ar miklir með keldum í. Þegar við
fórum yfir sáum við hvítan depil í
einni keldunni og fórum við þang-
að. Þarna var þá ærin sem hann
hafði rifið júfrið undan, útblædd í
keldunni, en þó með lífsmarki og
lóguðum við henni strax.
Svona var nú þessi blessunin
hans Eyþórs góð. Svo gerði hún
- iðulega mikinn usla í æðarvörpum
bænda þar nyrðra. Tvisvar var ég
fenginn eitt vor vestur að Höfnum
á Skaga að drepa tófur sem fóru í
varpið þar með fjörunni. Ég gat
unnið þær sem betur fór og bjarg-
að þar efnum manna því það er
mikill skaði að fá þær í æðarvörp-
in. Sem sagt, ég gjörþekki tófuna
og hún gæti aldrei átt svo bágt að
ég hefði nokkra meðaumkun með
henni.
Eyþór talar um að það ætti að
fara að friða tófuna og bendir á
Hornstrandir, þar sem engin
byggð er nú. Það yrðu svei mér
ekki slæmar heimtur sem yrðu á
sauðfé þeirra bænda sem þar ættu
kindur að sumarlagi því hún drep-
ur jafnt fullorðið fé sem lömb, ef
henni þykir svo, meira að segja
fullorðna hrúta og sauði.
Ég gladdist yfir þeirri frétt sem
ég heyrði um daginn í útvarpi, að
piltur einn fyrir vestan hefði drep-
ið 11 tófur við æti á einni nóttu.
Þennan mann ætti að verðlauna
fyrir dugnað hans og eins alla þá
sem vinna að því að reyna að upp-
ræta tófur og minka og vargfugla,
t.d. veiðibjölluna. Hún á sinn þátt
í því líka að eyðileggja vörpin
fyrir bændum.
Ég skora á alla unga menn sem
eru skyttur að reyna að fækka sem
mest tófuvarginum og minknum
og ekki síður vargfugli."
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að
skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. IX og 12, mánudaga
til föstudaga, ef þeir koma því ekki
við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspurnir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða
að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina þvi til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
VÍSA VIKUNNAR
Verðbólgan 85—120% á
síðustu 3—12 mánuðum
Kauphækkun 1. júní getur orðið um 20%
VKRDBOLGAN iH-fur aWrn i >ö kMph»hk0> h.nn 1 júnl nk | Hér <r þ*i imi rtðkkbreylinn •* I • »■•“«*» 12 »touðir_g-»»>_
Það er ekki á þrautum stans,
þjóð í skuldavolki.
Víst er þetta villtur dans
— vinstristjórnarpolki.
Hákur