Morgunblaðið - 15.06.1983, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983
-g"; .....
Ljósm.: Bffring ('ecilsson.
Búrhvalur
„í strandi“
BÚRHVALUR kom á land
skammt frá Stapa á Snæfellsnosi
í gærmorgun. Hvalurinn kom inn
á flóði en síðan fjaraði undan
honum og hann var fastur í fjöru-
borðinu næstu 12 tímana. Klukk-
an mun hafa verið að verða tíu
þegar hvalurinn kom á land og
það var ekki fyrr en um klukkan
hálf ellefu um kvöldið að hann
komst út aftur.
Bæring Cecilsson í Grundar-
firði kom að hvalnum um
klukkan hálftíu í gærkvöldi og
var hann þá aftur kominn á
flot en eiginlega hreyfingar-
laus. Þó mjakaði hann sér í
heilhring og sneri hausnum
upp í fjöruna. Bæring hvarf frá
í klukkutíma og þegar hann
kom aftur á staðinn hafði hval-
urinn mjakað sér frá. Hann
var mjög rólegur og var nú bú-
inn að breyta stefnu þannig að
hausinn sneri á haf út. Síðan
mjakaði hann sér frá og eftir
því sem lengra dró frá landi
jók hann hraðann. Loks stakk
hann sér er hann var kominn
400 metra frá landi.
Hvalurinn var nokkuð
skrámaður að sögn þeirra sem
komust næst honum þar sem
hann lá í fjörunni. Hann var á
að giska 12—15 metrar að
lengd.
Iðnaðarráðherra
skipar orku- og
stóriðjunefndir
SVERRIR Hermannsson iðnaðar- fræðingur og Gunnar G. Schram al-
ráðherra skipaði í gær þrjár nefndir í
orku- og stóriðjumálum.
Birgir ísleifur Gunnarsson al-
þingismaður er formaður stóriðju-
nefndar og aðrir í nefndinni eru:
Guðmundur G. Þórarinsson verk-
fræðingur, Helgi G. Þórðarson
verkfræðingur, Lárus Jónsson al-
þingismaður, Sigurgeir Jónsson að-
stoðarbankastjóri og Valur Arn-
þórsson forstjóri.
Iðnaðarráðherra skipaði einnig í
gær samninganefnd um stóriðju.
Formaður er Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri. Að sögn iðnaðar-
ráðherra verður fyrsta verkefni
nefndarinnar að annast samninga-
viðræður við Alusuisse.
Með Jóhannesi í nefndinni eru
Guðmundur G. Þórarinsson verk-
þingismaður og prófessor. Sverrir
sagði að fyrsti fundur nefndarinnar
með fulltrúum Alusuisse yrði 24.
júní nk.
Orkuverðsnefnd var einnig skip-
uð í gær af iðnaðarráðherra. For-
maður er Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson alþingismaður. Að sögn
Sverris Hermannssonar iðnaðar-
ráðherra á hlutverk nefndarinnar
að vera að ráðstafa fjármunum
þeim upp á 150 milljónir króna sem
samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar voru teknar til hliðar
til að jafna húshitunarkostnað.
Auk Þorvalds eru í nefndinni: Eg-
ill Jónsson alþingismaður, Guð-
mundur Bjarnason alþingismaður
og Sigurjón Fjeldsted skólastjóri
tilnefndur af fjármálaráðherra.
Besta útkoman
fyrir Flugleiðir
— segir Sigurður Helgason um lögbannið
á hávaðatakmarkanir flugvéla í New York
NÍTJÁN bandarísk flugfélög hafa
fengiö lagt lögbann á þá ákvöröun
Sumartívolí í Reykjavík
Á MIKLATÚNI er nú unniö viö aö
fímmtudag.
Tívolíið er leigt frá Danmörku
og eru tækin frá ýmsum sumar-
tívolíum þar en flest frá „Ron-
alds-ferðatívolíi“ en frá því
fyrirtæki eru staddir menn hér á
landi sem sjá um uppsetningu og
stjórnun.
Einn aðstandenda tívolísins er
Pétur Sveinbjarnarson og sagði
hann að með þessu tívolí, sem er
fyrsta sjálfstæða tivolíið síðan
reisa tívolí og veröur þaö opnaö nk.
Vatnsmýrartívolíið var, væri
verið að athuga hvort grundvöll-
ur væri fyrir rekstur slíks
skemmtigarðs í Reykjavík. Öll
tækin eru eins og áður segir frá
Danmörku og vega um 130 tonn
og sagði Pétur að erlendur
kostnaður við uppsetninguna
væri um 5 milljónir ísl. kr., þá
ekki meðtalinn kostnaður við
rekstur.
flugvallaryfírvala í New York, aö
takmarka lendingar tiltekinna flug-
vélategunda í borginni eftir 20. júlí
næstkomandi. Þrjú þessara flugfé-
laga stunda reglubundiö flug til New
York. Hér er bæði um farþega- og
vöruflutningaflugfélög að ræöa. Bú-
ist er viö að lögbanniö verði staðfest
af dómstól síðar í vikunni. Aö sögn
Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flug-
leiöa, hefur þetta þær afleiöingar í
(or meö sér að hávaðabann á
DC-8-þotur félagsins tekur ekki gildi
í New York fyrr en 1. janúar 1985, á
sama tíma og slíkar reglur ganga
aimennt í gildi í Bandaríkjunum.
Sigurður Helgason sagði að
stjórnvöld á íslandi og í Luxem-
borg hefðu beitt sér mjög í þessu
máli og að flestra áliti hefði mátt
búast við undanþágum handa
Flugleiðum ef takmarkanirnar
hefðu öðlast gildi. Hann taldi að
það sem úrslitum hefði ráðið um
að lögbannið náði fram að ganga
hefði líklega verið sú ákvörðun
dómsmálaráðuneytis Bandaríkj-
anna að styðja lögbannskröfuna.
Sigurður sagði að þetta hefði verið
ákjósanlegasta niðurstaðan fyrir
Flugleiðir. Félagið hefði að vísu
verið tilbúið með varaáætlanir ef
til bannsins á DC-8-þoturnar hefði
komið. Nú þyrfti engar sérstakar
ráðstafanir að öðru leyti en því að
Flugleiðir yrðu að búa sig undir
þær hávaðatakmarkanir sem al-
mennt taka gildi í Bandaríkjunum
1985.
Reynum að fá Húsa-
víkurjógúrt aftur
— segir Gísli Blöndal í Hagkaupum
„VIÐ FÖGNUM þessari ákvöröun landbúnaöarráöherra, bæöi fyrir okkar
hönd og neytendanna," sagöi Gísli Blöndal hjá Hagkaupum, en í frétt frá
landbúnaöarráðuneytinu segir aö ekki verði hindruö sala á jógúrti milli
mjólkursvæða.
„í framhaldi af þessari ákvörð-
un ráðherra höfum við leitað til
Mjólkursamlagsins á Húsavík um
að þeir hefji afgreiðslu til okkar
að nýju, en á þessu stigi er óljóst
hvenær af því getur orðið," sagði
Gísli.
Úttekt ríkisstjórnar á stöðu ríkissjóðs:
Stefnir í 860 milljóna
króna greiðsluhalla
— Skuldin við Seðlabanka nær þrefölduð frá því á síðasta ári
„STAÐA ríkissjóös olli mér aö sjálfsögöu vonbrigðum, þegar ég nú sé
hana í uppgjöri. Ég bjóst við aö hún væri raunverulega miklu betri en hún
er,“ sagöi Albert Guðmundsson fjármálaráðherra er Mbl. spuröi hann
álits á niðurstööu samantektar á afkomu ríkissjóðs, sem kynnt var á
ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og send fjölmiölum í gær, en þar kemur
m.a. fram aö þrátt fyrir efnahagsaögerðir ríkisstjórnarinnar nýverið
stefnir í greiösluhalla á þessu ári sem gæti numið allt að 860 milljónum
króna ef ekki koma til frekari aögerðir. í fjárlögum ársins 1983 var aftur
á móti gert ráö fyrir greiösluafgangi upp á um 17 milljónir króna.
í yfirlitinu kemur fram, að voru þær, að verðlag milli ár-
miðað við ríkjandi aðstæður við
stjórnarskiptin hafi stefnt í
greiðsluhalla á árinu sem næmi
1.100 milljónum króna. Áhrif
efnahagsaðgerðanna frá 27. maí
hafi minnkað þennan halla um
240 milljónir, þrátt fyrir að 405
milljónum króna hafi verið varið
til mildandi aðgerða. Þrátt fyrir
aðgerðirnar er þó enn „gat“ í rík-
issjóði upp á 860 milljónir króna.
Segir m.a. í yfirlitinu að þau
miklu umskipti sem áætlanir
gera nú ráð fyrir um afkomu rík-
issjóðs á árinu frá áætlun fjár-
laga megi rekja m.a. til mun
meiri verðbólgu en ráð hafi verið
fyrir gert við gerð fjárlaga og
almenns samdráttar í efnahags-
lífinu. Reikniforsendur fjárlaga
anna 1982 og 1983 myndi hækka
um 42%, en samkvæmt spá
Þjóðhagsstofnunar er nú reiknað
með að verðlagsbreytingar milli
áranna verði um 87% og er þá
tekið mið af efnahagsaðgerðum
núverandi ríkisstjórnar. Án
þeirra hefðu verðlagsbreytingar
á milli áranna 1982 og 1983 orðið
104%.
Á tímabilinu janúar-maí 1983
hafa skuldir ríkissjóðs við Seðla-
bankann aukist verulega og voru
í maílok 1.121 millj. kr. Skuld
þessi var í lok sama mánaðar
1982 368 millj. kr, þannig að hún
hefur nær þrefaldast. Þá kemur
og fram að skuldir ríkissjóðs við
Seðlabankann komust hæst
þann 13. maí sl. eða í 1.582 millj-
ónir króna.
Innheimtar tekjur ríkissjóðs
námu 5,1 milljarði kr. á fyrstu 5
mánuðum ársins. Gjöld urðu 5,8
milljarðar. Útstreymi af lána-
reikningum nam 400 milljónum
og er greiðsluhallinn því 1,1
milljarður, eins og fyrr segir.
Samkvæmt innheimtutölum
fyrstu fimm mánaða þessa árs
hækkuðu heildartekjur ríkis-
sjóðs um 55% frá sama tímabili
í fyrra, en hækkun framfærslu-
vísitölu á sama tímabili er talin
vera á bilinu 68—70%. Sam-
kvæmt því hafa tekjur ríkissjóðs
dregist verulega saman að raun-
gildi, eða nær 10%. Kemur fram
í þeim tölum að ráðstöfunartekj-
ur heimilanna hafa minnkað til
muna frá fyrra ári, því af ein-
stökum liðum má nefna að tekj-
ur af aðflutningsgjöldum hækka
aðeins um 33% frá sama tíma í
fyrra, einnig hafa tekjur af bif-
reiðainnflutningi skroppið sam-
an um nær helming. Hins vegar
hafa tekjur af söluskatti hækkað
um tæp 60%, og svarar það til
um 6% veltusamdráttar milli
ára.
Samkvæmt fjárlögum voru
lán ríkissjóðs á árinu 1983 áætl-
uð 525 milljónir kr. og eingöngu
innlent fé. Horfur eru nú á að
aðeins verði hægt að afla 390
milljóna króna af innlendu fé.
Eykur þetta fjárhagsvanda rík-
issjóðs um 135 milljónir króna á
árinu. í niðurlagi yfirlits fjár-
málaráðuneytisins um stöðu rík-
issjóðs segir m.a.: „Bráðabirgða-
lög um fjármálaráðstafanir til
verndar lífskjörum frá 27. maí
sl. kveða á um heimild til handa
fjármálaráðherra að lækka
ríkisútgjöld frá því sem ákveðið
er í fjárlögum fyrir árið 1983 um
300 milljónir króna. Þar sem
reikniforsendur fjárlaga eru
langt undir þeirri verðlagsþróun
sem verið hefur, er ljóst að tor-
sótt mun vera að gera raunhæf-
ar aðgerðir til lækkunar ríkis-
útgjalda það sem eftir er ársins.
Unnið er nú í fjármálaráðuneyt-
inu að gerð tillagna um aðgerðir
til að draga úr þeim mikla
greiðsluhalla sem fyrirséð er að
verði hjá A-hluta ríkissjóðs að
óbreyttu á þessu ári.“
„Þetta er talsverð rýmkun frá
því sem verið hefur, og ég get að
einhverju leyti framleitt fyrir þá,
en ég teldi ekki óeðlilegt að Sunn-
lendingarnir komi eitthvað inn í
þetta. Það er bara eðlilegt, en þá
verða þeir að koma með ódýrari
umbúðir, það á ekki að þurfa að
ræða það,“ sagði Haraldur Gísla-
son, mjólkursamlagsstjóri á
Húsavík.
f frétt landbúnaðarráðuneytis-
ins segir, að sala á jógúrti milli
svæða verði ekki hindruð, enda
verði tryggt að óþarfur flutn-
ingskostnaður verði ekki greiddur
úr verðmiðlunarsjóði mjólkur, þar
sem slíkar greiðslur myndu leiða
til hækkunar á mjólkurvörum.
Aðspurður sagði Haraldur að
Mjólkursamlagið á Húsavík hefði
engar greiðslur fengið úr verð-
miðlunarsjóði vegna jógúrtarinn-
ar, sem framleidd var fyrir Hag-
kaup.
„Eg held þetta sé einhver upp-
sláttur í þeim, sem ekki byggist á
neinum staðreyndum. Það hefur
aldrei verið á dagskrá hjá mér að
óska eftir greiðslum úr verðmiðl-
unarsjóði vegna jógúrtinnar,"
sagði Haraldur.
Kópavogur:
Banaslys
BANASLYS varð í Byggingavöru-
verslun Kópavogs um þrjúleytið í
gær. Slysið átti sér stað á vinnu-
svæði timburverslunar fyrirtækis-
ins og bar til með þeim hætti að
timburstafli á lyftara hrundi ofan
á mann sem þar var við störf.
Maðurinn slasaðist mjög mikið og
var látinn þegar komið var með
hann á Slysavarðstofuna. Maður-
inn var um sextugt og hann lætur
eftir sig konu og uppkomna dótt-
ur. Að ósk Rannsóknarlögreglu
ríkisins er ekki unnt að greina frá
nafni mannsins að svo stöddu.