Morgunblaðið - 15.06.1983, Síða 16

Morgunblaðið - 15.06.1983, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 ffrlo?iwnMaÍHÍ> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakiö. Sýndarmennska og kjarnorkuvopn Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, sagði á mánudaginn að æskilegt væri að Sovétmenn sneru sér í al- vöru að afvopnunarmálum og legðu sýndarmennsku á hill- una, svo sem tal um kjarn- orkuvopnalaus svæði á Norð- urlöndunum. Með þessum orð- um er Bandaríkjaforseti að svara ræðu Juri Andropovs, leiðtoga Sovétríkjanna, í til- efni af komu Mauno Koivistos, Finnlandsforseta, til Moskvu í síðustu viku. Hafa orð Andro- povs meðal annars verið túlk- uð þannig, að Sovétmenn séu reiðubúnir til að fjarlægja kjarnorkuvopn af Eystrasalti ef Norðurlöndin lýsi sig með „lögformlegum" hætti kjarn- orkuvopnalaus. Eins og málum er nú háttað eru ekki kjarn- orkuvopn í neinu Norðurland- anna. Hins vegar er Sovét- mönnum ekki annað þóknan- legt en Norðurlönd skuldbindi sig til þess með alþjóðlegum gerningi að þau verði aðeins varin með venjulegum vopn- um. Sé litið á sögu umræðnanna um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og hve þær hafa byggst á loðnum og óljós- um yfirlýsingum, vekur mesta undrun hvað stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvar- lega geta lengi látið dæluna ganga um þetta mál. Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, gerði sér ferð til Hels- inki og flutti þar ræðu um málið 1. júní síðastliðinn. Palme sagði, að auðvitað ætti að bjóða fslendingum þátttöku í norrænu kjarnorkuvopna- lausu svæði. Með þessum um- mælum kippti Palme grund- vellinum undan einni af nýj- ustu firrum herstöðvaand- stæðinga hér á landi, sem sé þeirri að varnarsamningurinn við Bandaríkin og dvöl varnar- liðsins hér útiloki ísland frá umræðum svo að ekki sé minnst á þátttöku í kjarnorku- vopnalausa svæðinu. Palme setti íslendingum engin skil- yrði, enda er hann ekki í neinni aðstöðu til þess. Hins vegar setti hann það sem skilyrði að kjarnorkuvopn verði að fjar- lægja af Eystrasalti þar sem Sovétmenn eru með nokkra tugi kafbáta. Ummæli Andropovs í ræð- unni yfir Koivisto verður að skoða í tengslum við þetta skil- yrði sem Palme setti. Andro- pov svaraði á sama veg og Kremlverjar gera ávallt í al- þjóðasamskiptum: Þið skulið fyrst ganga að öllum kröfum okkar. Lýsið því yfir að þið munið aldrei leita eftir vörn með kjarnorkuvopnum og svo skulum við ræða um okkar kjarnorkuvopn! Segja verður Kremlverjum að á þessa frekju sé ekki unnt að fallast. Á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í París í síðustu viku var ályktað um nauðsyn þess að árangur næðist í þeim viðræðum um afvopnunarmál sem nú fara fram á milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um kjarnorkuvopn, NATO-ríkja og Varsjárbanda- lagslanda um venjuleg vopn og í Madrid á ráðstefnunni um ör- yggi og samvinnu í Evrópu. Yf- irlýsing Ronald Reagans á mánudag var einmitt um hið sama, að Sovétmenn stuðluðu að árangri í þessum viðræðum en hættu að tala um aukaatriði í áróðursskyni. Á þeim 20 til 25 árum sem liðin eru síðan fyrst var farið að ræða um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum hefur áhuginn vaxið eða dvín- að eftir pólitískum aðstæðum á Norðurlöndunum eða áróðri Sovétríkjanna. Enginn getur verið því andvígur að þessu tali sé haldið áfram í misjafn- lega merkilegum ræðum svo lengi sem þess höfuðatriðis er minnst, að einhliða skuldbind- ingar Norðurlanda í öryggis- málum gagnvart Sovétrikjun- um yrðu afdrifaríkasta skref til ófrelsis sem þessar þjóðir gætu stigið. Kremlverjar ástunda alls ekki sýndar- mennsku þegar þeir tala um kjarnorkuvopnalaus svæði í skjóli sovéskra kjarnorku- vopna heldur kaldrifjaða valdapólitík. Þögn Tímans Að loknum fundi miðstjórn- ar Framsóknarflokksins vill Morgunblaðið ítreka þá spurningu sem varpað var fram hér á þessum stað 5. júní síðastliðinn. Spurt var hvort Tíminn, málgagn Framsóknar- flokksins, væri að kynna ákvarðanir Framsóknarflokks- ins, þegar blaðið boðaði þá stefnu, að valdið til að veita mönnum umboð til stjórnar- myndunar skuli tekið af for- seta íslands og falið forseta Alþingis. Tíminn hreyfði þessu máli með þeim hætti að tafar- laust verður að taka af allan vafa um það, hvort hér er um stefnu Framsóknarfiokksins að ræða eða sérvisku ritstjórn- arinnar. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir CHARLES J. HANLEY blaðamann AP Tímamót ad verða í bar- áttunni við „súra regnið“ Steindauð vötn og skógar eru framtíðarsýnin nema gripið verði í taumana RÁÐSTEFNA Evrópuríkjanna í síðustu viku um „súra rigningu" og afleiðingar hennar kann að hafa markað nokkur tímamót í sögunni, því að í fyrsta sinn náðu menn nú samkomulagi um að láta hendur standa fram úr ermum í baráttunni við þennan fvlgifi.sk iðnvæðingarinnar. Langt er síðan áhrifa „súru rigningarinnar“ tók að gsta, en hagsmunir stóru iðnríkjanna í austri og vestri hafa hins vegar gert það að verkum, að málið hefur verið þæft með alls kyns vangaveltum og fyrirslætti um frekari rannsóknir. Nú, þegar „súra rigningin“ er farin að valda veru- legum náttúruspjöllum hjá mengunarvöldunum sjálfum, hafa þessar deil- ur verið lagðar til hliðar. Hér verður stuttlega sagt frá ástandi þessara mála í tveimur löndum, Svíþjóð og Kanada, en þau hafa orðið sérstaklega illa úti í þessum efnum. Grænt hár og meltingar- truflanir — dauð vötn og skógar ISvíþjoð státa flestar stúlkur af ljósum lokkum en á Skáni gerist það nú æ algengara, að þær vakna upp við það, að haddurinn er orðinn grænn. Ef þeim skyldi nú detta í hug að hressa sig eftir mesta áfallið á kaffisopa er eins líklegt að þær verði með í magan- um það sem eftir er dagsins. Þessu veldur kopar úr tærðum vatnsleiðslum og sökudólgurinn er súra rigningin, alvarlegasti mengunarvaldurinn nú á dögum. f baráttunni við hann hafa Svíar ótvíræða forystu og eiga heiður- inn af því að hafa vakið aðrar þjóðir til vitundar um hvert stefnir. Það er heldur ekki að ástæðu- lausu að Svíar hafa áhyggjur: Súra rigningin hefur „drepið" 5000 af 78.000 vötnum í landinu, i þeim þrífst nú ekkert kvikt, og tuttugu þúsund vötn til viðbótar eru að deyja. Skógarnir eru í hættu og styttur og steinbygg- ingar eru að grotna niður. í Bandaríkjunum standa enn há- værar deilur um ástæðuna fyrir súru rigningunni en í Svíþjóð velkist enginn í vafa um hana; mengun frá fjarlægum orkuver- um, sem brenna ýmist kolum eða olíu. Brennisteins- og köfnunarefn- istvísýringur frá risavöxnum reykháfum í Bretlandi, Vestur- og Austur-Þýskalandi og Póllandi berst fyrir vestlægum og suðlæg- um vindum, gengur í samband við vatn, og fellur til jarðar á Norð- urlöndum sem brennisteins- og köfnunarefnissýra. 1000 tonn af þessu eitri falla á sænska jörð á hverjum degi og það, sem gerir illt verra, er, að jarðvegur er mjög grunnur í Svíþjóð og laus við kalk, sem annars gæti vegið nokkuð upp á móti sýrunni. „Ph“-kvarðinn, sem notaður er til að mæla sýrustigið og nær yfir 0—14, sýnir þetta vandamál í hnotskurn. „Heilbrigt" vatn hef- ur sýrustigið 7 en dauðu vötnin í Svíþjóð eru komin niður fyrir 5, sem er 1000 sinnum súrara en eðlilegt er. I Gautaborg, þar sem mengunin er mest, mælist hún 4,2 að meðaltali og komið hefur fyrir, að hún hafi mælst 2,4, sem er jafn súrt og edik. Sýran hefur marg- vísleg áhrif á fiskinn. Hún hindr- ar æxlun hans, afmyndar hann með því að eyða kalki úr beinum og leysir úr læðingi hættulega málma eins og ál, sem setjast á tálknin og kæfa fiskinn smám saman. Svíar hafa brugðist við þessum vanda með ýmsum hætti. Kalki hefur verið stráð í vötn og ár með þeim árangri, að aftur hefur kviknað í þeim líf, og hámark brennisteinsinnihalds í bensíni hefur verið ákveðið 1%. Þessar aðferðir eru þó mjög kostnaðar- samar. Kalkausturinn mun kosta Svía um 26 milljónir dollara á næstu þremur árum og kostnað- urinn við að keyra vélar á brenni- steinssnauðu bensíni er talinn hafa numið til þessa um 115 milljónum dollara. „Þetta er þó eins og að gefa sjúklingi magnyl, mikið og dýrt magnyl," segir einn sænsku sér- komið hefur í ljós, að á víðáttu- miklum svæðum vex skógurinn nú hægar en áður. Það eru alvar- leg tíðindi fyrir þjóð, sem hefur timburútflutning að aðalatvinnu- vegi sínum. Kanadamenn vita hvaðan mengunin kemur fyrst og fremst: Frá iðnverunum miklu í Miðvest- urríkjum Bandaríkjanna, þaðan sem hún berst með suð- og suð- vestlægum vindum inn yfir norð- austurhéruð Bandaríkjanna og Kanada. Stjórnvöld í Bandaríkj- unum hafa hins vegar þráast við og leggja stöðugt til að enn frek- ari rannsóknir fari fram. Veldur því að sjálfsögðu sá gífurlegi kostnaður sem er samfara aukn- um mengunarvörnum, en þetta mál er nú orðið helsti ásteyt- ingarsteinninn í sambúð þjóð- anna. John Roberts, kanadíski umhverfismálaráðherrann, komst ágætlega að orði þegar hann lýsti afstöðu Bandaríkja- stjórnar: „Það er eins og sagt í iðnverunum á mengunin upptök sín en endastöðin er náttúran sjálf, vötnin og skógarnir. fræðinganna. „Það slær á hitann en breytir engu um undirrót sjúkdómsins. Hann verður aðeins læknaður með pólitískum og efnahagslegum ákvörðunum allra hlutaðeigandi þjóða." Kanadísku skóg- arnir í hættu Ástandið í Kanada er ekki eins slæmt og í Svíþjóð, en hugsanlega verða afleiðingar súru rigningar- innar miklu alvarlegri þar þegar fram líða stundir. Nokkur hundr- uð vötn eru þegar dauð og sömu örlög virðast nú bíða ekki tugþús- unda heldur hundruð þúsunda annarra vatna. Sums staðar hafa orðið stórskemmdir á skógi og væri: Skepnan er eins og skunkur í útliti, kjagar um eins og skunk- ur og lyktar svo sannarlega eins og skunkur. Hins vegar þurfum við fjögurra ára frekari rann- sóknir til að komast að því hvort hún er skunkur." Kanadamenn ætla sér hins vegar ekki að horfa upp á landið sitt deyja í fjögur ár enn án þess að hafast eitthvað að. Þeir hafa þegar gripið til umfangsmikilla mengunarvarna, sem hert verður á um allan helming á næstu ár- um, og þeir ætla að krefjast þess af Bandaríkjamönnum að þeir geri slíkt hið sama. Að öðrum kosti verði hart látið mæta hörðu í samskiptum þessara grann- þjóða. ss.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.