Morgunblaðið - 15.06.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983
17
Prófessor Gösta Hólm, forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir og Aðalsteinn
Davíósson, cand. mag. Mb./Guðjón.
Forseta afhent
eintak sænsk-ís-
lenskrar orðabókar
FORSETA íslands, frú Vigdísi
Finnbogadóttur, var í gær aflient á
heimili sænska sendifulltrúans á ís-
landi, eintak af nýútkominni
sænsk-íslenskri orðabók. Ritstjórar
bókarinnar eru tveir, Gösta Hólm,
prófessor í Lundi, og Aðalsteinn
Davíðsson, cand. mag., en þeir hafa
unnið að gerð bókarinnar undanfar-
in 13 ár.
f bókinni, sem var gefin úr í Sví-
þjóð í desember sl. og hlaut þar
mjög góða dóma, eru um 45.000
orð. Að bókinni vann auk ristjór-
anna fjöldi Svía og íslendinga og
er í henni að finna ýmsan fróðleik
auk orðasafnsins, s.s. skammstaf-
anir, staðanöfn og yfirlit á
sænskri málfræði.
Sænsk-íslenska orðabókin er
unnin og prentuð með styrk frá
Statens humanistiska forsknings-
rád og Norræna menningarsjóðn-
um. Hún er gefin út af Almenna
bókafélaginu hér á landi og Walt-
er Ekstrand Bokförlag í Svíþjóð.
Jónsmessugleði
í Laugardalshöll
BANDALAG íslenskra listamanna og samtökin Líf og land munu standa fyrir
óvenjulegri skemmtun í Laugardalshöll föstudaginn 24. júní á jónsmessu.
Þar mun verða boðið upp á ýmsar
skemmtanir í formi dans og tónlist-
ar auk þess sem eitt sölutjaldið mun
bjóða upp á nýbakaðar pizzur og létt
vín. Gestir munu því eiga þess kost
að setjast niður og njóta veitinga
um leið og þeir hlýða á suðræna
tónlist. Þá verður boðið upp á leik-
þætti og fslenski dansflokkurinn
sýnir þjóðdansa. Einnig verður
þarna hljómsveit sem mun leika
jazz og létt danslög og jafnframt
geta þeir sem að snæðingi sitja átt
von á að fá í heimsókn að borði sínu
mann er strýkur strengi fiðlu sinn-
ar, líkt og engill er slær á hörpu-
strengi.
Reynt verður að láta samkomuna
vera með suðrænu yfirbragði og
með leikjum og uppákomum verður
reynt að tryggja svonefnda torg-
stemmningu.
Þeir sem að Jónsmessugleðinni standa, talið f.v.: Jóhanna Norðfjörð, leikkona,
Þórunn Hafstein, Kristinn Ragnarsson, arkitekt, Ragnhildur Hjaltadóttir, lög-
fræðingur, Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona og Sigríður Ingvarsdóttir, nemi.
Þrír íslenzkir listamenn
með verk á norrænni
landslagsmyndasýningu
í MAÍ sl. var opnuð
sumarsýning á norrænum
landslagsmyndum „Nord-
iskt Landskab" í norrænu
listamiðstöðinni Sveaborg
í Finnlandi. Sýningin er á
vegum lista-
miðstöðvarinnar í Svea-
borg. Þrír þátttakendur
eru frá hverju Norður-
landanna, íslenzku þátt-
takendurnir eru Edda
Jónsdóttir, Eiríkur Smith
og Þórður Hall.
Gefin hefur verið út
vönduð sýningarskrá í
tengslum við sýninguna.
Á svipuðum tíma og sýn-
ingin opnaði var haldið í
Helsinki alþjóðlegt
myndlistarþing og alþjóð-
leg ráðstefna list-
gagnrýnenda. Sýningin
stendur til 14. ágúst nk.
Listamennirnir Þórður Hall, Edda Jónsdóttir og Eiríkur Smith.
Frásögnum finnsku blaðanna Huvudstadsbladet og Helsinki Sudmat fylgdu myndir af verkum Eddu Jónsdóttur
og Eiríks Smith.
Nokkrir af listmálurunum sem að sýningunni standa. Talið frá vinstri: Einar Hákonarson, Einar Þorláksson,
Sigurður Sigurðsson, Valtýr Pétursson, Jóhannes Jóhannesson og Hafsteinn Austmann.
Listmálarafélagið sýn-
ir að Kjarvalsstöðum
LISTMÁLARAFÉLAGIÐ opnar sýn-
ingu að Kjarvalsstöðum 16. júní nk.
Þetta er önnur sýningin sem List-
málaraféjagið heldur, en í því eru 22
félagar. Á sýningunni verða 66 verk
eftir 17 meðlirai félagsins. Eru það
olíumálverk, vatnslitamyndir og
grafíkmyndir.
Listamennirnir sem taka þátt í
þessari sýningu eru Arni Peder-
sen, Björn Birnir, Bragi Ásgeirs-
son, Elías B. Halldórsson, Einar
Hákonarson, Einar G. Baldvins-
son, Einar Þorláksson, Guðmunda
Andrésdóttir, Hafsteinn Aust-
mann, Hrólfur Sigurðsson, Jó-
hannes Geir, Jóhannes Jóhannes-
son, Kjartan Guðjónsson, Kristján
Davíðsson, Sigurður Sigurðsson,
Þorvaldur Skúlason og Valtýr Pét-
ursson.
Mestur hluti sýningarverkanna
er til sölu og eru það flest nýjar
eða nýlegar myndir. Eins og áður
segir opnar sýningin fimmtudag-
inn 16. júní en henni lýkur 10. júlí.