Morgunblaðið - 15.06.1983, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.06.1983, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 Tillögur um breyting- ar hjá ráðuneytinu „Eiturefnanefnd hefur með höndum mat á mönnum og efnum, en eftirlitið með úðuninni heyrir undir heilbrigðisnefndir á hverj- um stað og þeim ber að setja regl- ur um framkvæmdina," sagði Þorkell Jóhannesson, formaður eiturefnanefndar. „Lög um eiturefni og hættuleg efni fjalla um skráningu á efn- um, þ.e.a.s. hvort það eigi að leyfa efni yfirleitt og í öðru lagi um flokkun á efnum, hvort leyfa eigi hverjum og einum með- höndlun viðkomandi efna, eða hvort til þess þurfi tiltekin leyfi. í þriðja lagi fjalla lögin um út- gáfu á leyfisskírteinum og í fjórða lagi um mat á umsækj- endum um leyfisskírteini. Nefndin hefur gert tillögur til heilbrigðismálaráðuneytisins, sem þar hafa legið í um sex mánuði, um nánara mat á þeim mönnum sem fá leyfi til að hafa eiturefni undir höndum og nota þau. Sjálf framkvæmdin, hvern- ig eigi að úða og eftirlitið með því, er í höndum heilbrigðis- — segir Þorkell Jóhannesson, formaður eitur- efnanefndar nefnda á hverjum stað,“ sagði Þorkell. „Tvö meginsjónarmið liggja að baki leyfisveitingu nefndar- innar. Annars vegar þörfin á notkun þessara efna, þ.e. hvort það er liður í starfi umsækjand- ans, og hins vegar menntun og kunnátta, en það eru gerðar ákveðnar kröfur um menntun eða kunnáttu á þessum sviðum," sagði Þorkell. „Það efni sem hér er mest not- að gengur undir nafninu Par- athion. Það er mjög kröftugt efni að öðru jöfnu. Eiturefni eru flokkuð í 4 flokka, x-flokk, a-, b- og c-flokk. Notkun eiturefna í tveim fyrrnefndu flokkunum eru háð leyfisveitingum og Par- athion er í x-flokki, sem þýðir að sá sem hefur leyfið verður sjálf- ur að vinna að úðuninni, en má hafa með sér aðstoðarmenn. Mönnum getur stafað hætta af þessu efni, en sé rétt að verki staðið við úðunina, þá á þeim ekki að stafa mikil hætta af því.“ Stafar fuglum og öðrum dýr- um hætta af þessu efni? „Það er hugsanlegt og ekki óeðlilegt að telja það, en hins vegar kannast ég ekki við neina rannsókn, sem á því hefur verið gerð. Við höfum hins vegar heyrt, að kettir og páfagaukar hafi orðið fyrir barðinu á þess- um efnum. í því sambandi er rétt að komi fram, að Parathion og önnur skyld efni eru mjög óstöðug og brotna fljótt niður og hverfa. Efnið virkar þannig á líkama skordýra, að þau taka það upp með öllu yfirborði lík- amans og það leiðir til lömunar og síðan dauða," sagði Þorkell Jóhannesson að lokum. Ganga úr skugga um að menn hafí leyfi „Hættulegustu efnin, sem not- uð eru í landbúnaði og garðyrkju, eru flokkuð niður í svonefnda x- og a-flokka. Til þess að fá að fara með þessi efni, þurfa menn að afla sér leyfis, sem gefið er út af lög- reglustjóra, að fenginni umsögn eiturefnanefndar, sem efnir til námskeiða um þessi efni. Garðeig- endur eiga fyrst og fremst að ganga úr skugga um það, að þeir sem falbjóða þessa þjónustu, hafi undir höndum slík leyfi,“ sagði Heimir Bjarnason aðstoðarborg- arlæknir, aðspurður um þær regl- ur sem gilda um eiturúðanir í görðum. „Þessir menn bera ábyrgð á því hvernig þessi efni eru með- höndluð, að fengnu leyfi. Þeir eiga að þekkja þær hættur, sem — segir Heimir Bjarnason aðstoðarborgar- læknir fylgja því að hafa þessi efni undir höndum og að nota þau. Notkun eiturefna í x-flokki er bundin persónu þess sem leyfið hefur, en hægt er að hafa mann í vinnu við eiturúðanir efna úr a-flokki. Þegar úðað er á að til- kynna það íbúum í húsinu, sem á lóðina eða garðinn, íbúum ná- lægra húsa og merkja að garð- urinn hafi verið úðaður," sagði Heimir. Frá því var sagt í Morgun- blaðinu á sunnudag, að ekki mætti flytja þessi efni í tankbíl- um. Heimir sagði aðspurður ekki geta fullyrt um hvort það væri rétt, en hann héldi að ekki væri á það minnst í reglugerð um notkun þessara efna. Það segði sig hins vegar sjálft, að hættan ykist í hlutfalli við magnið af eiturefnunum, sem um væri að ræða. „Við erum búnir að fara tals- vert ofan í þessi mál í vor og það verður litið betur eftir þessu í vor en verið hefur. Við höfum farið þess á leit við lögregluna að hún fylgist náið með eiturúð- unum,“ sagði Heimir að lokum. „Sjálfsagt að draga það í lengstu lög að úða“ „NÚNA virðist ekki vera um neinn faraldur að ræða og hefur kuldinn sjálfsagt haft sitt að segja og tafið fyrir maðkinum. Enn sem komið er virðist ekki vera nokkur þörf fyrir úðun og sjálfsagt hjá fólki að draga þaö í lengstu lög að eitra, en eiga í fórum sínum ein- hver efni, sem geta haldið þessum ófógnuði niðri ef á þarf að halda,“ sagði Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkurborgar, í sam- tali við Morgunblaðið, en hann varaði í grein í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum við ofnotk- un eiturs í görðum. „Þá koma helst til greina þessi vægari lyf, Rogor til dæm- is, en gallinn við það er að það þarf mjög hátt hitastig til að verka. Parathion-eitrið sem hér er mest notað, hefur víðast hvar á Norðurlöndunum verið lagt niður og bannað sem nothæft eitur í þéttbýli," sagði Hafliði. Hafliði sagði að þeir eitruðu ekki almennt trjágróðurinn í borgarlandinu, en þeir fylgdust — segir Hafliði Jónsson garð- yrkjustjóri með og úðuðu tré sem hefðu áð- ur verið með maðk. „Við höfum dregið mjög úr þessari eitur- efnanotkun, fylgjumst með trjánum út júnímánuð, en eftir það er hættan liðin hjá. Nú er til dæmis ekkert farið að úða hjá okkur nema eitt og eitt tré. Við höfum einkum og sérílagi úðað gegn lús sem leggst á runna vegna fólksins sem sækir skrúð- garðana," sagði Hafliði. „Fólk lætur jafnvel úða þó enginn maðkur sé kominn," sagði Hafliði aðspurður um hvort of mikið væri úðað, „og heldur að hægt sé að gera varn- arráðstafanir áður en maðkur- inn er kominn. Þetta er mesti misskilningur eins og oft hefur verið bent á. Það er bara hálfs- mánaðar, 3ja vikna skeið sem maðkurinn er á ferðinni, fer eft- ir því hversu kalt er í veðri, og eftir að þeir púpa sig gera þeir engum mein. Með vatnsúðun einfaldlega einu sinni á dag er hægt að áorka miklu, þó það drepi ekki allan maðkinn. Það er öruggiega alltof mikið úðað og eins og ég benti á í grein minni þá er ekki úðað á Akureyri og þó eiga þeir ekki við neina plágur að stríða. Fuglinn lifir á maðk- inum að verulegu leyti og sér um að halda honum í skefjum. Eitr- ið getur valdið honum miklum erfiðleikum. Þó hann lifi úðun- ina af þá er það örugglega oft að ungarnir drepast hreinlega. Út- ungun og koma maðkanna fer einmitt saman. Náttúran hefur búið þannig í haginn fyrir fugl- ana, að allt er kvikt á trjánum þegar ungarnir koma,“ sagði Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri. Sveinbjörn Blöndal við eitt verka sinna. Skagaströnd: Málverkasýning opnuð í tilefni sjómannadagsins Skagaströnd, 6. júní. HÉR Á Skagaströnd er sjómannadagurinn tilhlökkunarefni allt árið og má segja að hann sé nokkurs konar þjóðhátíðardagur hjá okkur. Hátíðahöld sjómannadagsins voru fjölsótt að venju og fóru fram með hefðbundnum hætti að þessu sinni. Þau hófust með skrúðgöngu frá höfninni til kirkju en fyrir göng- unni fóru fjórir sjómenn með ís- lenska fána. Eftir messu hjá sr. Oddi Einarssyni var opnuð mál- verkasýning Sveinbjörns Blöndals í grunnskólanum. Sveinbjörn sem er Skagstrendingur sýndi þar 31 mynd og voru nokkrar þeirra til sölu. Seldust myndirnar að mestu upp á fyrstu 2 tímunum sem sýn- ingin var opin, enda er það mál manna á Skagaströnd að allt of fá tækifæri gefist til að sjá myndir Sveinbjörns, og að víða megi sjá ómerkari myndir, m.a. í söfnum í Reykjavík. Eftir hádegi hófust svo útihá- tíðahöld á hafnarsvæðinu. Hófust þau með kappróðri þar sem 10 sveitir kepptu. Sveit m.b. Ölafs Magnússonar bar sigur úr býtum að þessu sinni. Þegar róðrinum lauk flutti sr. Pétur Þ. Ingjalds- son, fyrrverandi sóknarprestur, hátíðaræðu. Að henni lokinni voru flutt heimatilbúin skemmtiatriði svo sem vatnsnaglaboðhlaup, reiptog, leikfimissýning nokkurra sjómanna og aðstoðarmanna þeirra, kassahlaup o.fl. Þá voru einnig heiðraðir tveir aldraðir sjó- menn, þeir Snorri Gíslason og Þórarinn Hjartarson. Að útihátíðahöldunum loknum var kvikmyndasýning í Skaga- strandarbíói og kvenfélagið Ein- ing stóð fyrir kaffisölu eins og venja er á sjómannadaginn. Botninn var svo sleginn í há- tíðahöldin með dansi í Fellsborg fram undir morgun við undirleik hljómsveitarinnar Janus. ÓB. Það var mikið tekið á I kappróðrinum en nær er sigursveit mb. Ólafs Magnússonar. Fremsta röð frá vinstri: Guðrún Þórarinsdóttir, Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir, Bára Grímsdóttir, Arndís Sverrisdóttir, Sigurlaug M. Bragadóttir, Geirþrúður F. Bogadóttir. Önnur röð: Auður Hafsteinsdóttir, Sigríður Gröndal, Erna Guðmundsdóttir, Ásthildur Guðjohnsen, Soffía Vagnsdóttir, Hafdís Krist- insdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir, Sigurður Flosason. Þriðja röð: Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Greta Guðnadóttir, Jóhann T. Ingólfsson, Atli Ingólfsson, Kjartan M. Kjartansson, Carl Möller, Hilmar Ö. Agnarsson. Á myndina vantar Ásthildi Haraldsdóttur og Veru Ósk Steinsen. Fyrsti einleikari á saxófón TÓNLISTARSKÓLANUM í Reykja- vík var slitið 26. maí sl. Skólastjór- inn Jón Nordal flutti ræðu og af- henti burtfararprófsnemum skírteini sín, en þeir voru að þessu sinni 23. Skipting brautskráðra eftir deildum var sem hér segir: 8 tónmenntakennarar, 4 pfanókenn- arar, 2 fiðlukennarar, 1 blásara- kennari, 3 úr hljóðfæraleik og söng og 4 með einleikspróf, en þar á meðal er fyrsti einleikarinn á saxófón sem skólinn brautskráir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.