Morgunblaðið - 15.06.1983, Page 25

Morgunblaðið - 15.06.1983, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 25 Minning: Kristjón Jónsson frá Gilsbakka Fæddur 2. janúar 1897. Dáinn 13. maí 1983. þegar ég ung að árum byrjaði búskap að Munaðarhóli, þá varð Gilsbakka-fjölskyldan mínir næstu nágrannar. Foreldrar Kristjóns voru bæði frá Breiða- fjarðareyjum. Móðir hans, Kristín Jónsdóttir frá Sellátri, og faðir hans, Jón Sigmundsson frá Akur- eyjum á Breiðafirði. Hann var bróðir Ingveldar Sigmundsdóttur sem hér var skólastjóri um ára- tuga skeið. Þau bjuggu um tíma á Þingvöllum í Helgafellssveit og þar fæddist Kristjón. Þegar hann var 12 ára gamall fluttust þau hingað til Hellissands og settust að á Gilsbakka. Auk Kristjóns eignuðust þau eina dóttur, Mar- gréti, gifta Þórði Elíassyni frá Vatnabúðum í Eyrarsveit, búsett í Njarðvíkum. Sólveig Andrésdótt- ir, bróðurdóttir Kristínar, ólst einnig upp hjá þeim og var á þeirra heimili þar til hún giftist Jóni Oddssyni hér á Hellissandi og lifir hún mann sinn. Margrét, systir Kristjóns, nam ljósmóður- fræði strax þegar aldur leyfði. Henni var það gefið að hafa svo- kallaðar læknishendur, enda kunn sem afburða manneskja í sínu starfi. Mér er það minnisstætt hve Kristín á Gilsbakka tók mér vel og hvað gott var að leita til hennar meðan við vorum nágrannar. Hún var höfðingleg kona ásýndum og hýr á brá. Ég tók fljótt eftir því að þetta heimili skar sig dálítið út úr hvað umhverfi snerti, því auk mat- jurtagarðanna, sem flestir höfðu við heimili sín á þessum tíma, þá höfðu þau hjón komið sér upp stæðilegum rifsberjarunnum, auk fjölda jurta. Þarna var vinalegt heim að líta og allt snoturt. í þessu umhverfi ólst Kristjón upp og mun hann þegar á þessum árum hafa verið farinn að fylgja föður sínum til verka bæði á sjó og landi, en Jón Sigmundsson reri lengi á Blikanum sem svo var kall- aður og mun eini báturinn sem uppi stendur og heldur sínu gamla breiðfirska lagi. Sjómannsstarfið var lengi aðal- starf Kristjóns og stundaði hann sjó bæði á þilskipum og togurum, var t.d. í siglingum öll stríðsárin. Hann hélt samt ávallt tryggð við átthagana og heimili sitt, eins eft- ir að foreldrar hans létust, en þau dóu bæði árið 1938 með aðeins 7 vikna millibili. Eftir útivistina á togurunum fór Kristjón að stunda sjóinn á Blik- anum sem fyrr er getið. Var hann þar lengstum einn á bát og lánað- ist vel. Það sýnir tryggð hans við átthagana að bátinn varðveitti hann og lét síðan endurbæta og gaf hann sjómannadagsráði til varðveislu. Árið 1940 þann 8. júní giftist Kristjón eftirlifandi eigin- konu sinni, Helgu Elísdóttur frá Vatnabúðum í Eyrarsveit. Þau eignuðust 3 börn sem öll eru á lífi. Þau eru Kristín hjúkrunarfræð- ingur, gift Jóni Inga Sigursteins- syni, Vilborg sjúkraliði, gift Einar Þorsteinssyni, búsett í Hafnar- firði, og Grétar umsjónarmaður, kvæntur Guðnýju Sigfúsdóttur, búsettar á Hellissandi. Hjónaband þeirra Helgu og sambúð öll varð hans hamingja og lífslán, því hún var honum alla tíð samhent í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Um það leyti hafði hann byrjað á því tómstundastarfi sem öllum hér í byggð er kunnugt um, en það var trjárækt í Tröðinni sem svo er nefnd, en þetta er stór hvammur hérna í hraunjaðrinum rétt við þorpið. Landslagið í þessum hvammi minnir einna helst á Hellisgerði í Hafnarfirði. Þarna var stórt og ræktað tún í miðju með ótal hraunbollum og skemmtilegum klettabeltum allt í kring. Áður fyrr var þetta nátt- hagi og er hlaðinn grjótveggur allt í kring enda efnið nærtækt. Verð- ur ekki frekar farið út í þá sögu. Að koma í Tröðina nú er eins og að hitta vin í eyðimörk þarna í hrauninu. Með fádæma eljusemi tókst Kristjóni að rækta þarna upp skógarbelti og marga plöntuna ól hann upp sjálfur. Keypti litla græðlinga sem hann svo setti í gróðurstíur. Nú er þarna t.d. mannhæðar hátt skjólbelti úr greni. Það var á þessum árum sem ég kynntist Kristjóni því ég var svo lánsöm að við Helga urðum fljótt góðar nágrannakonur, ekki síður en tengdamóðir hennar. Helst sú vinátta enn þó margt hafi tekið breytingum í lífskjörum okkar beggja. Alla tið hefur mér verið frjálst að fara upp í Tröð hvenær sem mig lysti og eins að sýna hana öðrum. Aldrei var Kristjón glaðari en þegar hann gekk á milli runnanna og sagði manni frá því hvar hann hafði fengið þessa eða hina hrísl- una, því hann hafði gaman af að prófa sem flestar tegundir og kunni skil á þeim öllum. Glaðastur var hann þó á heimili sínu, ræðinn og gamansamur og hafði frá mörgu að segja. Þeim sem mættu honum á förnum vegi og þekktu hann lítt, hefði síst til hugar komið að þessi hlédrægi Sigurður Friðriks- son — Kveðjuorð Hver stund á sinn fulltrúa, einn er nú fallinn. „Siggi póstur" eins og hann var títt nefndur er horf- inn af sjónarsviðinu, fastur, tryggur og einlægur vinur vina sinna. Stundin sem okkur er ætlað að dvelja hér er ekki löng og ber okkur að varðveita hana sem best og halda okkar sérkennum á lofti þrátt fyrir kæfandi holskeflu utanaðkomandi áhrifa ýmiss kon- ar. Siggi var trúgjarn og vissi að enginn vildi honum illt. Hann ferðaðist mikið um Þýzkaland í fríum sínum og sagði skemmtilega frá ævintýrum sínum þar, sem var stundum góð blanda hjá honum af fortíð og nútíð. Þeim fækkar óðum sem eru hreinskilnir og eru til af einlægni, en stöðlun og hraði nútímans verður mörgum um megn. Sigurður Friðriksson var perla, blessuð sé minning hans. Friðrik Ásmundsson Brekkan maður léki á als oddi heima hjá sér. Þar var hann í essinu sínu og skorti ekki umræðuefni enda vel lesinn og fylgdist með því sem var að gerast hverju sinni. En allar tómstundir helgaði hann skógræktinni og færi hann til Reykjavíkur þá var það vana- lega erindið að kaupa trjáplöntur. Mér fannst það ávallt vorboði þeg- ar ég sá Kristjón leggja af stað með hjólbörurnar upp í Tröð en slíkar ferðir hafa sjálfsagt skipt þúsundum í gegnum árin. Marga hrísluna þáði ég að gjöf, þó ég væri ekki jafn þrautseig og hann við að koma þeim á legg, enda skilyrðin lakari. Kristjón var þrotinn að kröftum þegar hann varð rúmfastur fyrir rúmu ári. Á Blikanum hafði hann tekist á við marga báruna og skógræktin tók sinn skref af kröftum hans. Þegar litið er á Tröðina núna undrast maður að þetta skuli vera að mestu eins manns verk, því ekki þarf að taka því fram að stuðning konu sinnar átti hann vísan í þessu sem öðru. Samt gat hann gert að gamni sínu yrði manni litið inn. Nú varð hann að láta sér nægja að horfa úr rúmi sínu á trjátoppana og greni- trjánum sem teygja sig upp fyrir grjótgarðinn, jafnframt því að fylgjast með skýjafari kringum jökulinn og athuga litbrigði hans. Á löngum sjómannsferli hafði hann oft spáð í veður. Eins og ávallt stóð Helga við hlið hans og hjúkraði honum af einstakri nærgætni og æðruleysi eins og henni er lagið. Hún ein skildi þá ósk hans og þrá, að mega kasta akkerinu í hinsta sinn, helst á heimaslóðum. Kristjón var ferðbúinn í síðustu ferðina. Hann veiktist snögglega og var fluttur suður á Landakots- spítala þar sem hann andaðist eft- ir viku dvöl. Þegar Helga hringdi til mín og tilkynnti mér lát hans varð mér gengið upp í Tröð. Mér fannst sem bjarkirnar drypu höfði í vornæðingnum. Nú var sá horf- inn sem bar til þeirra næringu og bjó þeim skjól í uppvextinum. Kristjón frá Gilsbakka var jarð- aður frá Ingjaldshólskirkju fimmtudaginn 26. maí sl. að við- stöddu fjölmenni. Þá brá svo við að það gerði blíðskaparveður. í hjarta mínu samgladdist ég hinum aldna heiðursmanni að vera kominn heim í höfn til þess Frelsara sem hann trúði á og treysti til hinstu stundar. Um leið og ég þakka Gilsbakka- hjónunum langa og trygga vináttu votta ég Helgu og börnum hennar ásamt öllum öðrum ástvinum innilega samúð. Jóhanna Vigfúsdóttir Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. llandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. THOMSON Verö: 21.990,- Útborgun: frá 6.000 Eftirstöövar: Allt aö 6 mán. Fáðu þér Thomson tryllitæki. Sendum hvert á land sem er. Topphlaðnar Hagkvæmni + afköst Hverjir eru kostirnir við topphlaðnar þvottavélar: • FYRIRFERÐARLITLAR: Vélin er aöeins 45 cm breiö og kemst vel fyrir í eldhúsi eða á baði. • GÓÐ VINNUAÐSTAÐA Ekki er nauðsynlegt að beygja sig þegar veriö er að hlaöa eða afhlaða vélina. Það er hægt aö opna vélina, þó hún sé full af vatni. (Það er gagnlegt þegar ýmis gerviefni eru þvegin.) • MEIRI ENDING: Þvottabelgurinn er á legum báöum megin, sem stóreykur endinguna og minnkar titring. THOMSON er stærsti framleiðandi þvottavéla í Evrópu. THOMSON þvottavélarnar fara nú sig- urför um island og hljóta bestu meö- mæli. Viö bjóðum: 5 kg topphlaðna vél með mjög fullkomnu þvottakerfi og auk þess þurrkara sem not- ar nýjustu tækni og þarf ekkert útblásturs- rör, þar sem vélin breytir gufunni í vatn, sem er síðan dælt út á sama hátt og ööruv. vatni. Þessi nýja tækni er margfalt öruggari, þar sem þessi tækni krefst ekki flókins blástursbúnaöar. r| fTTTfr nnnh ^:.*3 ^minn m- HEIMILIST ÆKJADEILD Skípholti 19. Sími 29800.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.