Morgunblaðið - 15.06.1983, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.06.1983, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 Skotar unnu landskeppnina í fimleikum: Jónasvar atkvæðamikill í karlaflokknum LANDSKEPPNI í fimleikum milli íslendinga og Skota fór fram f Laugardalshöll um helgina. Úrslit uröu þau að Skotar sigruöu, hlutu 305 stig, en við íslendingar feng- um 283,60 stig. íslensku kepp- endurnir stóöu sig ágætlega en vantaði meiri breidd til að ná því að sigra Skota. í karlagreinunum fengu Skotar 143,15 stig en fs- lendingar 128,45 og hjá kvenfólk- inu uröu úrslitin þau, aö Skotar fengu 161,85 stig gegn 155,15 stigum íslands. Jónas Tryggvason var atkvæöa- mestur í karlaflokki, hann sigraöi í þremur greinum af sex sem hann keppti í. í gólfæfingum sigraöi hann Hermitage, sem varð í ööru sæti meö 8,60, en Jónas hlaut 8,70 Jón" Trj((r« í einkunn. A bogahesti var keppnin milli þeirra enn jafnari, Jónas sigr- aöi meö 7,65, en Skotinn varö aö láta sér lynda annaö sætiö meö 7,60. Þriöja greinin sem Jónas sigraöi í var á svifránni, þar fékk hann 8,00 í einkunn en Casey sem varö annar fékk 7,95. Heimir Gunnarsson náöi ágætum árangri í stökki, varö í ööru sæti meö 9,00 en Casey varö í fyrsta sæti þar meö 9,10. Hjá kvenfólkinu bar Berglind Pétursdóttir af í stökki, hlaut 8,90 í einkunn, en Shona Kerr sem varö önnur fékk 8,70. Lorna Morrisson haföi mikla yfirburöi á tvíslánni, hún fékk 8,75, en Berglind, sem varð önnur fékk 7,95. Lorna sigr- aöi einnig á slánni, en þar varö Kristín Gísladóttir f þriöja sæti, en þær Kristín og Lorna uröu jafnar í fyrsta sætinu í gólfæfingum meö 8,95 og Berglind varö þar númer þrjú. • Hið sigursæla lið ÍA í sjötta aldursflokki. Það er óhastt að segja að snemma beygist krókurinn. Sigursælir Skagadrengir Á UNDANFÖRNUM árum hefur mjög færst í vöxt að keppt só í mun yngri aldursflokkum í knattspyrnu en áður tíðkaðist. Nefnist sá flokkur 6. flokkur og í honum eru drengir sem eru á aldrinum 8—10 ára. Ekki fer fram formlegt íslandsmót hjá þessum drengjum en keppt er bæði í Reykjavíkurmóti og Faxaflóamóti en í því móti eru lið í nágrenni Reykjavíkur ásamt Akurnesing- um og Keflvíkingum. Akurnesingar hafa veriö mjög sigursælir í þeim keppnum sem þeir hafa tekiö þátt í á undanförn- um árum og í vor var engin undan- tekning frá því. Faxaflóamótið vannst meö miklum yfirburöum og á undan 1. deildar-leik ÍA og KR sl., sunnudag léku 6. flokkar þess- ara liöa en KR varð Reykjavíkur- meistari nú t vor. Má segja aö hér hafi fariö fram einvígi sterkustu liöa landsins. Akurnesingar sigr- uöu í þessum leik 4—1. Meöan annaö kemur ekki í Ijós getum viö meö sanni kallaö þessa ungu drengi meistara í sínum aldurs- flokki. Á myndinni eru þessir sigur- sælu drengir af Skaganum og ef aö líkum lætur eiga þeir oft eftir aö sjást á íþróttasíöum dagblaöa þegar fram líða stundir. JG I Knatlspypna) Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGA- KOPAR M.S.58. Sívalur • • • • • • Sexkantaður Þvermál 5.00 mm - 100.00 mm Þvermál 11.00 mm - 50.00 mm SINDRA STALHF Ðorgartúni 31 sími 27222 • Sigurvegararnir í Nissan Datsun-mótinu um sfðustu helgi. Fremri röð frá vinstri. Sigurður Pétursson, Hannes Eyvindsson og Björgvin Þorsteinsson. Fyrir aftan þá eru Sigurður Pétursson formaður kapp- leikjanefndar GR og fulltrúi Ingvars Helgasonar, Guðmundur Ingvars- SOn. Ljósm. ÓS. Oruggur sigur hjá Sigurði Péturssyni UM SL. helgi, þ. 11. og 12. þ.m., var haldið Nissan-Datsun-mótiö á vellinum í Grafarholti. Mót þetta var stigamót og leiknar 72 holur. Bakhjarl mótsins var fyrirtækiö Ingvar Helgason hf. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Sig- urður Pétursson GR 76+80+75+79=310 högg. 2. Hannes Eyvindsson GR 79+83+79+74=315 högg. 3. Björgvin Þorsteinsson GA 85+76+79+76=316 högg. 4. Jón Guölaugsson NK 82+79+77+79=317 högg. 5.-6. Ragnar Ólafsson GR 81+80+76+83=320 högg. 5.-6. Geir Svansson GR 86+72+82+80=320 högg. 7. Gylfi Garöarsson GV 79+84+81+81=325 högg. 8. Sigurð- ur Sigurðsson GS 83+80+85+78=326 högg. 9. Gylfi Kristinsson GS 87+84+76+80=327 högg. 10. Sveinn Sigurbergsson GK 85+81+88+79=333 högg. Stigamót kvenna var haldið í Grafarholti laugardaginn þ. 11. þ.m. Úrslit urðu þessi: 1. Ásgerð- ur Sverrisdóttir GR 97+90=187 högg. 2. Sólveig Þorsteinsdóttir GR 101+89=190 högg. 3. Ágústa Dúa Jónsdóttir GR 97+95=192 högg. 4. Þórdís Geirsdóttir GK 97+98=195 högg. 5. Sjöfn Guð- jónsdóttir GV 99+100=199 högg. 6. Kristín Pálsdóttir GK 100+101=201 högg. Þrjú mót framundan hjá GR Föstudaginn 17. júní fer fram í Grafarholti keppnin um HEN- SON-bikarinn. Ræst verður út frá kl. 9.00 til kl. 12.00. Laugardaginn 18. júní verður haldiö opið unglingamót í Graf- arholti fyrir 21 árs og yngri. Leik- inn veröur höggleikur með og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 13.00. Árlegt Jónsmessumót GR veröur haldið að kvöldi laugar- dagsins 18. júní. Ræst veröur út á öllum teigum samtímis kl. 20.00. Aö leik loknum verður fagnaður í Golfskálanum aö venju fram eftir nóttu. Unnar Garðarsson nær góðum árangri í spjóti Á innanfélagsmóti á Selfossi síðastliöinn fimmtudag náði Unn- ar Garöarsson HSK þriðja iengsta kasti ársins í spjótkasti, 67,78 m. Soffía Gestsdóttir HSK kastaði 12,92 m í kúluvarpi. Aldursflokkamót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum í aldursflokkum 11 — 12 ára, 13—14 ára, 15—16 ára, 17—18 ára fór fram 8. og 9. júní. Um 50 keppendur kepptu í mótinu. Athyglisveröur árangur náðist í mörgum greinum. í lang- stökki telpna stökk Bryndís Guö- mundsd. Á 5,38 m. 2. Ingibjörg Pétursdóttir Á 5,12 m. 3. Rósa1 Margeirsd. Á 5,02 m. í stelpna- flokki, 11 — 12 ára. 1. Hjördís Bachman 4,84 m. Strákar: 11 — 12 ára. Björn Davíösson ÍR 60 m á 9,3 sek og 4,10 m í langstökki. Há- stökk. 1. Ólafur Grettisson ÍR 1,30 m. Sveinar: Hástökk: 1. Hrafn Leifsson ÍR 1,68 m. Meyjar: 15—16 ára. 100 m gr.hl. 1. Sigríö- ur Siguröardóttir KR 18,2 sek. Spjótkast. 1. Sigríöur Siguröar- dóttir KR 29,38 m. 200 m. 1. Eva Sif Heimisdóttir IR 27,3 sek. Gest- ir: Svanhildur Kristjónsdóttir UBK 26,1 sek. Kópavogsmet Berglind Erlendsdóttir UBK 27,2 sek. Stúlk- ur: 100 m. 1. Bryndís Hólm ÍR 13,1 sek. Kúluvarp. 1. Bryndís Hólm ÍR 8,97 m. 400 m. Hrönn Guömunds- dóttir ÍR 60,7 sek. 2. Hildur Björnsdóttir Á 60,9 sek. 800 m. 1. Hildur Björnsdóttir Á 2:24,2 mín. Drengir: 100 m. 1. Jón Leó Rík- harðsson ÍA 11,5 sek. 2. Páll Krist- insson UBK 11,7 sek.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.