Morgunblaðið - 17.06.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983
7
Alúðarþakkir sendum við hjónin öllum vinum okkar og
vandamönnum, sem glöddu okkur með heimsóknum,
gjöfum og heiUaskeytum í tilefni af áttræðisafmæli
okkar þ. 6. og 11. júní sl
SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR og
ÞORKELL HJALTASON,
Hverfisgötu 70, Reykjavfk.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem heimsóttu mig á
75 ára afmæli mínu. Sömuleiðis þakka ég allar gjafir og
skeyti sem égfékk.
Guð blessi ykkur öll
SIGRÚN FANNLAND
Fáksfélagar
Hin árlega Jónsmessuferð veröur farin á Þingvöll
föstudaginn 24. júní. Lagt verður af stað frá Hrafn-
hólum kl. 20.00. Fariö verður til baka á sunnudag. Bíll
veröur meö í ferðinni.
Ferðanefndin.
Hús á Akureyri
3/7 húss númer 1676 í óskiptri sameign meö Grímu
Guömundsdóttur er til sölu eða leigu með húsgögn-
um. Tilboö sendist á augld. Mbl. fyrir 1. júlí merkt:
„Sameign í Þingvallastræti — 229“.
Hestamannafélagið
Fákur, Reykjavík
óskar að ráöa starfskraft til að veita skrifstofu og
daglegum rekstri félagsins forstöðu.
Skriflegar umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri
störf sendist til skrifstofu Fáks, félagsheimilinu viö
Elliðaár, eða til formanns félagsins, Valdimars K.
Jónssonar, Giljaseli 4, Reykjavík, fyrir 5. júlí nk.
Stjórn hestamanna-
félagsins Fáks.
Ath.: Vantar nýlega bíla á staðinn.
SÝNINGARSVÆÐI ÚTI OG INNI
TS'ítdmLilkadulinn
J^-iatti iqetu 12- 1S
Subaru 4x4 1981
Brúnsans. útvarp, segulband, aklnn 16
þús. Verð 285 þús.
Daihatsu runabout 1980
Vínrauöur, útvarp, segulband. ekinn 24
þút. Verö 140 þús.
Mazda 626 2000 1982
Hvitur, 5 gira power-stýrl. eklnn 18
þús., snjódekk, sumardekk, allur raf-
drlflnn, sóllúga, ath. 2ja dyra. Veró 310
jiús.
Toyota Tercel 1982
Brúnsans, 5 gira, snjódekk, sumardekk,
ekinn 15 þús. Verð 240 þús.
Saab 900 QLS 1981
Bauður, 4ra dyra, eklnn 29 þús. Verð
330 þús.
Qoft Ql. 1982
S-brúnn, 3ja dyra, ekinn 16 þúa. Verö
kr. 100 þús.
Fíat 127 spes 1982
Blár, 3ja dyra, eklnn aöelns 6 þús. Verð
135 þús.
„Hinn nýi
maður“
Mikail Suslov, hug-
myndafræðingur Kreml-
verja, sem lést í fyrra,
gegndi því hlutverki í miö-
stjórninni art minna menn
á hollustuna við marx-
ismann-lenínismann. Hann
var cinskonar pólitískur
siðgæðisvörður Kommún-
istaflokksins. A fundi mið-
stjórnar KommúnLsta-
flokks Sovétríkjanna sem
haldinn var í vikunni tók
Konstantin Chernenko,
gamall skjólstæðingur
Brezhnevs, að sér hlutverk
Suslovs, sem sýnir að klíka
Andropovs hefur ekki söls-
að öll völd undir sig. Sé
gluggað í ræðu Chernenkos
með efni stefnuskrár Al-
þýðubandalagsins í huga
þarf ekki að lesa lengi til
að átta sig á því að boð-
skapurinn er einn og hinn
sami þótt orðalagið sé
ólíkt, kannski vegna þess
hve þýðendur sovéska
sendiráðsins í Reykjavík
eru að flýta sér mikirt dag
hvern sem þeir ganga frá
áróörinum til dreifingar
fyrir tilstuðlan Novosti.
í upphafi ræðu sinnar yf-
ir miðstjórninni, þar sem
þeir sitja sem af miskunn-
arleysi kúga tugi og hundr-
uð milljóna manna, brýndi
Chernenko menn til frek-
ari óhæfuverka með þess-
um orðum (í þýöingu áróð-
ursskrifstofu sovéska
sendiráðsins í Reykjavík):
„í byltingarbaráttunni og
byltingaruppbyggingunni
hertist og óx hinn sovéski
maður upp — eldheitur
föðurlandsvinur og al-
þjóðahyggjumaður, sann-
færður um réttmæti hug-
sjóna kommúnismans.
Hann sker sig úr vegna
virkrar borgaraíegrar (!) af-
stöðu, áhuga á öllum mál-
efnum ríkis og þjóðfélags,
skapandi _ viðhorfa til
starfsins. í einu orði félag-
ar, við höfum ástæðu til að
telja, að hinn nýi maður sé
ekki aöeins fjarlæg hug-
sjón, heldur raunveruleik-
inn í dag.“
Hugmynda-
fræðilega
baráttan
Athyglisvert er að bera
orð Chernenkos um „hinn
nýja mann“ saman við
Táknræn mynd
Juri Andropov er orðinn svo lúinn af elli
og sjúkdómum að hann getur ekki geng-
iö óstuddur. Eftir 65 ára haröstjórn eru
Sovétríkin einnig komin að fótum fram,
en þau styöjast við dygga hirð jábræöra í
lýöræöisríkjunum og setja traust sitt á
hana við framkvæmd heimsvaldadraum-
anna. Kommúnistar um heim allan eru
fúsir aö færa Kremlverjum eigiö fööur-
land á silfurbakka.
fyrirheitin í stefnuskrá Al-
þýðubandalagsins en
markmið hennar er „að
breyta umhverfi og tilveru-
skilyrðum mannsins í þaö
horf að þau leyfi alhliða
þroska mannlegra hæfi-
Íeika“. í Sovétríkjunum
hefur þeim tekist að skapa
„hinn nýja rnann" við
óskaaöstæður Alþýðu-
bandalagsins, en raunveru-
leg lýsing á honum er að
hann búi við sárafátækt, sé
drykkfelldur, hirðulaus um
sjálfan sig og aðra og rek-
inn áfram af ógnarstjórn-
inni og hræðslu við Gúlag-
ið.
Chernenko sagði: „í
heiminum í dag stendur yf-
ir alheimsbarátta tvenns
konar hugmynda," síðan
réðst hann á Bandaríkin
með svipuðum hætti og al-
þýðubandalagsmenn gera
og brýndi menn til átaka
við þau. Sérstaklega hvatti
hann til þess að sovésk yf-
irvöld og þjónar þeirra í
öðrum löndum hertu róður-
inn í áróðursstríðinu á fjöl-
mirtlavettvangi: „l*að þarf
að auka rökfestu þess efnis
sem sent er til erlendra
lesenda og gera þaö að-
gengilegt Það þarf að
Ijúka upp innihaldi (!) frið-
elskandi (C) stefnu okkar.
An þessa er ekki hægt að
reikna með langtímafram-
fonim í utanríkisáróöri."
í þessum orðum felst
skýr hótun um að Kreml-
verjar ætli að færa sér
frelsi lýöræðisríkjanna enn
frekar f nyt til að halda
uppi áróðri fyrir hinum
„sovéska friði“, sem er
álíka heilagt hugtak hjá
kommúnistum um víða
veröld og „hinn nýi mað-
ur“. Hér á landi stundar
sovéska sendiráðið þennan
áróður beint og nýtur auk
þess stuðnings þjóna í ýms-
um gervum, sem auðþekkj-
anlegir eru á síðum dag-
blaðanna eða þegar þeir
koma fram í ríkLsfjölmiöl-
um. Verður fróðlegt að
fylgjast með þeim kipp sem
þetta lið tekur nú eftir
brýningu sjálfs Chernenk-
os.
Fulltrúi ASÍ?
I fréttabréfi sovéska
sendiráðsins í Reykjavík
hinn 8. júni var frá því
skýrt að fulltrúi frá íslandi
hefði setið „24. ráðstefnu
verkafólks í Gystrasalts-
löndunum“ í Talilnn í Eist-
landi. Ráðstefnunni hefur
augljóslega verið valinn
staður með það í huga, að
þátttakendurinir lýstu með
komu sinni velþóknun á
útfymingarstefnu Kreml-
verja gagnvart Eystrasalts-
ríkjunum. Örlög þjóðanna
þar eru hin dapurlegustu í
Evrópu frá stríðslokum. Er
til skammar að fulltrúar ís-
lands, hvort heldur opin-
berir eða á vegum alþýðu-
samtaka, sæki þessi lönd
heim í viðurkenningar-
skyni.
I fréttabréfi sovéska
sendiráðsins er sagt frá
því, að Tryggvi Benedikts-
son hafi verið fulltrúi ís-
lands. Hvað haföi þessi
talsmaður „íslenskrar al-
þýðu“ helst að segja í Eist-
landi? Novosti hefur þetta
eftir honum: „Við verðum
aö koma í veg fyrir upp-
setningu hinna hættuleg-
ustu kjarnorkuvopna, sem
maöurinn hefur nokkru
sinni smíðart, á þéttbýlustu
svæðum Evrópu. En til
þess að koma í veg fyrir
þessar aögeröir er nauð-
synlegt að samræma að-
gerðir.“ Segir Novosti að
þessi „hugmynd um sam-
stöðu friðelskandi afla“
hafi verið „meginhugmynd
24. ráðstefnu verkafólks í
Eystrasaltslöndunum.“
Tryggvi Benediktsson
boðar með orðum sínum
artild að því áróðursátaki í
þágu sovéskra heimsyfir-
ráða sem Chernenko hvatti
til í miðstjórn sovéska
kommúnistaflokksins.
Ekki sá Tryggvi ástæðu til
að vara við sovésku kjam-
orkuvopnunum í Eystra-
saltslöndunum sem beint
er gegn Noröurlöndum.
Nauðsynlegt er art frá því
sé skýrt, hvort Tryggvi
Benediktsson lýsi stefnu
ASÍ með yfirlýsingum við
Novosti? Eða fór hann
ekki sem fulltrúi ASÍ á
þetta smánarþing kúgaðs
verkafólks?