Morgunblaðið - 17.06.1983, Side 12

Morgunblaðið - 17.06.1983, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983 30 ár frá upprcisninni í Austur-Kskalandi Fyrsta aftakan „Berlín, 18. júní. — Austur- þýzka útvarpið las í dag upp til- kynningu frá rússnesku her- námsstjórninni þess efnis, að nokkru eftir hádegi hefði Willi Göttling, búsettur i Vestur- Berlín, verið skotinn af rússn- eskri aftökusveit. Göttling var handtekinn snemma í morgun, leiddur fyrir herrétt, dæmdur og skotinn, allt á sama degi. Eftir að vestur-þýzkar út- varpsstöðvar höfðu skýrt frá frétt þessari, var þýzki fáninn dreginn hvarvetna í hálfa stöng í Vestur-Berlín og Vestur- Þýzkalandi. í tilkynningu Rússa var sagt að Willi hefði verið fundinn sek- ur um áróðursstarfsemi og að hafa tekið þátt í uppreisnartil- raun gegn austur-þýzku stjórn- inni.“ Morgunblaðið, 19. júnf, 1953. „Á forstofuhurð lítillar þriggja herbergja íbúðar í hús- inu nr. 60 við Berliner Strasse, stendur skýrum stöfum Willi Göttling. Fyrir rúmum hálfum mánuði mátti heyra hér barnshlátur. Nú er hér kyrrð, enda er frú Göttling farin með bæði bömin sín til Vestur- Þýzkalands; er búin að fá nóg af nábýlinu við hina „þýzku" kommúnistastjórn og aftöku- sveitir hennar. Fyrir rúmum hálfum mánuði bjó hér ánægð, en fátæk fjölskylda. Nú ríkir hér þögn sorgar og saknaðar. Willi Göttling var ofurvenju- legur Þjóðverji. Líf hans var stórviðburðalaust, eins og þús- unda annarra samborgara hans. Hann hafði verið svo óheppinn um nokkurt skeið að þurfa að ganga atvinnulaus, en hafði þó verið aflögufær vegna ígripa- vinnu, er hann hafði fengið á stundum. Varð hann þó að halda vel á því litla, er hann hafði handa á milli, enda átti hann fyrir konu og tveimur ungum börnum að sjá; auk þess bjuggu foreldrar hans hjá honum, gamlir og farnir að heilsu. Hann var málari að iðn og hafði fengið loforð hjá stéttarfélagi sínu um málningarvinnu. Skyidi hann koma til viðtals hinn 16. júní, og hafði hann því beðið þess dags með mikilli eftirvæntingu. Willi Göttling kom ekki heim. Enginn vissi, hvað orðið hafði af honum, engan grunaði, að glæp- urinn, hinn mikli glæpur, hefði bitnað á honum ... Loks, loks- ins kom það eftir langa bið, mik- inn kvíða, dulda hræðslu. — Kommúnistaútvarpið tilkynnti að verkamaðurinn Willi Gött- ling, sem búsettur væri í Vest- ur-Berlín, hefði verið sekur fundinn um að koma óeirðunum af stað og skipuleggja þær; hefði hann ennfremur gengið erinda njósnara í Austur-Berlín. Hefði hann því hlotið dauðadóm, sem þegar hefði verið fullnægt. Er við höfðum verið í Austur- Berlín nokkra stund, og litazt þar um, lögðum við aftur af stað til Brandenborgarhliðsins. Komumst við þangað óhult, rík- ari að reynslu og, að ég held, talsvert þroskaðri. Fórum við síðan yfir markalínuna, stefnd- um göngu okkar til Vestur- Berlínar, héldum fram hjá Sig- ursúlunni og heim á leið. WiIIi Göttling ætlaði einnig heim. — Hann er enn í Auslur- Berlín." Úr grein Matthíaiar Johannen- sen um örlög Willi (.öttling, sem birtúrt í Morgunblaöinu 22. júlí 1953. Matthías var staddur í Berlín í júní 1953 og ritaði frá upprewn- inni í blaðið. Flóttamenn frá Austur-Þýskalandi 1953. þess, að laun yrðu greidd í sam- ræmi við fyrri vinnutilhögun, framfærslukostnaður yrði lækk- aður, kosningar yrðu frjálsar og leynilegar og mótmælendum yrði ekki refsað. Hinn 17. júní urðu kröfurnar viðameiri: fallið yrði endanlega frá kröfum um 10% af- kastaaukningu, laun yrðu hækkuð og vöruverð lækkað. Vænst var meira vöruframboðs, en einnig hækkunar ellilífeyris. En allir erfiðleikar landsmanna voru álitnir afleiðing stefnu austur-þýska Kommúnistaflokks- ins — mistök flokks, ríkisstjórnar og verkalýðsfélaga. Því var krafist kosninga innan verkalýðsfélaga og þess, að flokkurinn hætti afskipt- um af starfsemi þeirra. Eftir því sem lengra leið urðu kröfur verka- manna enn víðtækari. Krafist var afsagnar ríkisstjórnarinnar, frjálsra kosninga, sameiningar Austur- og Vestur-Þýskalands, sakaruppgjafar pólitískra fanga og banns við frekari þróun aust- ur-þýska hersins. Verkföllin tóku á sig jafnmarg- ar myndir og borgir Austur- Þýskalands voru margar. í mörg- um þeirra þrömmuðu verkamenn árla dags 17. júní í miðbæinn, þar sem haldnar voru ræður um vandann. Boðað var til frekari að- gerða, en í sumum verksmiðjum voru haldnir magnaðir fundir, þar sem verkamenn reyndu að ræða við forstjóra sína. Þar sem verkamenn höfðu með höndum skipulag aðgerða, var séð til þess, að regla og agi ríktu. Þeir komu í veg fyrir, að óforsjálir ein- staklingar ynnu skemmdarverk, mönnuðu neyðarstöðvar og vernd- uðu flokksmenn fyrir hótunum. En uppreisnin 17. júní var ekki aðeins óskipuleg, heldur vantaði verkamennina leiðtoga — Lech Walesa Austur-Þýskalands. Ekki var þess að vænta, að ræðuhöld og kröfugerðir yrðu vænleg til árang- urs. Verkfallsnefndir urðu til, en fulltrúar þeirra fóru úr einni verk- smiðju í aðra til að hvetja fólk og efla andstöðuna gegn Kommún- istaflokknum og ríkisstjórninni. Margar hinna stærri verksmiðja landsins sendu fulltrúa til hinna smærri í þeim tilgangi, að breiða út allsherjarverkfallið. Brátt fór því svo, að stofnaðar voru verk- fallsnefndir, er stjórnuðu ekki að- eins aðgerðum í einstökum verk- smiðjum, heldur varð stjórnsvæði þeirra stærra. Flestir nefndar- manna voru verkamenn, en aðrir þegnar Austur-Þýskalands áttu fáa fulltrúa. Þó má benda á það, að engar landshlutanefndir voru stofnsettar sökum fjarskiptaerfið- leika. Þegar uppreisnin var barin niður af her Sovétmanna, urðu hinar stærri verkfallsnefndir skjótt óvirkar, en verksmiðju- nefndir héldu aðgerðum áfram hinn 18. júní eða jafnvel lengur. Sumar þeirra áttu meira að segja í samningum við forstjóra og stjórnarerindreka. Allsherjarverkfallið 17. júní 1953 náði til allra iðnaðarmið- stöðva Austur-Þýskalands, en mótmæli voru hvað öflugust í gamalgrónum iðnaðarhéruðum og borgum, þar sem verkamenn voru sér meðvitaðir um stjómmál. Auk Austur-Berlínar má nefna borgir eins og Leipzig, Halle, Bitterfeld, Merseburg, Cottbus, Magdeburg og Brandenburg. Útbreiðsla mót- mælanna sést á því, að Sovétríkin lýstu yfir neyðarástandi í 167 af hinum 217 sveitahéruðum Aust- ur-Þýskalands. Walter Ulbricht aðalritari hafði yfirgefið Austur-Berlín er mót- mæli hófust þar. Ekið hafði verið með hann til sovésks herflugvall- ar, sennilega í sovéskum skrið- dreka. Þegar ljóst varð, að ríkisstjórn Austur-Þýskalands væri um megn að berja niður uppreisnina i land- inu er leiddi af allsherjarverkfall- inu, hikuðu Sovétmenn ekki við að blanda sér í málið. Ekki varð held- ur séð, að austur-þýska stjórnin gæti reitt sig á eigið lögreglulið, þar sem lögregluþjónar landsins hreyfðu engum mótmælum enda þótt verkamenn tækju af þeim vopnin. Seinni hluta dags 17. júní lýsti Dibrova hershöfðingi og yfir- maður sovéska heraflans í Aust- ur-Þýskalandi yfir neyðarástandi og setti herlög í gildi. Skriðdrekar Rauða hersins ruddust inn i allar þær borgir, þar sem verkföll voru. Uppreisnarmenn voru handteknir og 18 þeirra samstundis dæmdir til dauða af herrétti og skotnir. Skriðdrekarnir fóru þó hægt í sak- irnar, er þeir stóðu andspænis múg manna í miðborgum landsins, er var þar til að krefjast frelsis síns. Stöku sinnum var hleypt af byssum upp í loftið. Án skipulags og leiðtoga dreifðist fjöldinn. Upp- reisn verkamanna Austur-Þýska- lands hafði verið barin niður af Rauða hernum. Allsherjarverkfallinu hafði aldrei verið beint gegn sovéska hernámsliðinu. Þess vegna höfðu Sovétmenn eins lítið vopnaskak í frammi og þeim fannst mögulegt, jafnvel eftir að þeir höfðu tekið ákvörðun um að berja niður upp- reisnina í Austur-Þýskalandi. Þeir einbeittu sér að þeim borgum, þar sem verkföll voru og létu hermenn Rauða hersins ná öllum mikilvæg- um mannvirkjum á sitt vald, s.s. höfnum. Þá létu þeir skriðdreka taka sér stöðu í nánd við mótmæl- endur. Þar sem fólk réðst á bryndrekana, einkum 1 Austur- Berlín, skutu Sovétmenn jafnvel ekki á fólksfjöldann. Þetta virðist vera ástæða þess, að tala fallinna er fremur lág. Opinberar tölur frá Austur-Þýskalandi segja 19 mót- mælendur, 2 áhorfendur og 4 her- menn hafa látist, en 378 manns slasast. Vestrænar heimildir segja hins vegar, að fórnarlömb upp- reisnarinnar hafi verið miklum mun fleiri, enda var fjöldi mót- mælenda fluttur á sjúkrahús í Vestur-Berlín og dó þar. En Rússar og austur-þýskir kommúnistar náðu markmiðum sínum með beitingu nýtísku þungavopna og ofurefli liðs gegn vopnlausum verkalýð Austur- Þýskalands. Þessir hernaðarlegu yfirburðir réðu einnig úrslitum, þegar ungverska byltingin var kæfð í blóði, innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu og herlög sett í Póllandi. í öllum þessum löndum stjórna kommúnistar í skjóli Rauða hersins. Austur-þýzka kommúnistastjórnin vard ad gjalti, er þúsundir Berlínarbúar sýndu henni í tvo heima „Berlín, 18. júní. — Vopnlaus verkalýður Austur-Berlínar gerði dagana 16. og 17. júní upp- reisnartilraun gegn ofbeldis- stjórn kommúnista í Austur- Þýzkalandi. Rússneskar storm- sveitir, sem fluttar voru í skyndi til borgarinnar úr nágrenninu og búnar voru þungum skriðdrek- um, bældu uppreisnina vægðar- laust niður. Rússneska hernáms- stjórnin hefur lýst yfir herlögum í borginni og handtökur þeirra, sem þátt tóku í uppreisninni eru hafnar. Eru hinir handteknu leiddir fyrir herrétt og er talið að fyrstu aftökurnar hafi þegar farið fram. Mótmælaaldan hefur breiðst út til annarra borga Austur-Þýzkalands. — Atburður þessi er einstæður. Sú staðreynd að vopnlausir verkamenn Berlín- ar skuli voga að sýna mótþróa sinn gegn lögregluríki kommún- ista sýnir ljósar en nokkur ann- ar atburður örvilnan þeirra yfir versnandi lífskjörum og kúgun undir handarjaðri kommúnism- ans.“ Morjjunblaðiú, 19. júní 1953. Fundur orkuráðherra Norðurlanda: Orkugjafar í staö benzíns mikilvægt sam- starfsverkefni ORKURÁÐHERRAR Norðurlanda héldu fund í Stokkhólmi miöviku- daginn 8. júní sl. um ýmis samstarfs- verkefni í orkumálum. Fundinn sátu: Sverrir Hermannsson iðnaöar- ráöherra, Knud Enggaard orkuráð- herra Danmerkur, Birgitta Dahl orkuráðherra Svíþjóöar. Fulltrúi Finna var Erkki Vaara deildarstjóri og fulltrúi Norðmanna Gunnar Vatt- en deildarstjóri. Ráðherrarnir greindu frá stöðu mála hver í sinu landi og ræddu stöðuna á alþjóðavettvangi. Norð- urlönd veita nú um 900 millj. d.kr. af opinberu fé til orkurannsókna. Til þess að nýta þetta fé sem best og forðast tvíverknað hefur sam- vinna þjóðanna verið aukin á þessu sviði, m. a. hafa rannsókna- verkefnin verið tölvuskráð og þannig tiltæk þeim innan Norður- landa sem á þurfa að halda, sam- kvæmt því sem segir í fréttatil- kynningu frá iðnaðarráðuneytinu. Þá var greint frá ýmsum rann- sóknaverkefnum sem lögð verður áhersla á á næstunni svo sem vindorku, varmadælur, brennslu- tækni o. fl. Einnig var lögð áhersla á að miðla reynslu þeirri sem áunnist hefur í orkusparnaði í iðn- aði á milli Norðurlanda. Lögð var fram skýrsla um orku- gjafa í stað bensíns og töldu ráð- herrarnir að í þessu samstarfs- verkefni væri mjög mikilvægt að samhæfa þróunarstarfið. Sérstök nefnd mun fylgja þróuninni á þessu sviði. Loks ræddu ráðherr- arnir skýrslu um forsendur sam- vinnu um sameiginlegan innflutn- ing kola til Norðurlanda. Lauk doktorsprófi í verkfræði ÁRNI Ragnarsson, vélaverkfræð- ingur, lauk doktorsprófi frá tækni- háskólanum í Þrándheimi í sept- ember sl. Doktorsverkefni hans er á sviði tæknilegrar varmafræði, og fjallar um tilraunir og fræðilega útreikninga í sambandi við varma- streymi. Ritgerðin er skrifuð á norsku og nefnist: Egenkonveksj- on í lukket rom með indre varme- kilder.En experimentell og teoret- isk numerisk undersökelse. Árni Ragnarsson er fæddur á Akureyri 9. júlí 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Ákureyri 1972 og prófi í vélaverkfræði frá Háskóla ís- lands 1976. Hann hefur síðan stundað framhaldsnám og rann- sóknir við NTH i Þrándheimi. Kona Árna er Edda Ásrún Guð- mundsdóttir og eiga þau tvö börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.