Morgunblaðið - 17.06.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.06.1983, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983 Árnaðaróskir Yuri Andropov, nýkjörinn forseti Sovétríkjanna, tekur við heillaóskum frá félögum sínum Kunayev og Shcherbitsky. Símamynd AP. Æðsta ráðinu, Kann því vel að vera sögð kynþokkafull Ævisaga Margaret Thatcher væntanleg: i/ondon, 16. júní. AP. ÞAÐ LÆTUR vel í eyrum Margaret Thatcher, forsætisrádherra Breta, að heyra, aó karlmönnum finnst hún kynþokkafull, en hins vegar er hún „alltof viktoríönsk í háttum til að játa það“, segir í ævisögu Járnfrúarinnar, sem væntanleg er á markað innan skamms. „Karlmennirnir, sem hún metur mest, eru sterkir, ákveðnir og góð- um gáfum gæddir, og það eru ein- mitt þessir menn, sem daðra við hana og slá henni gullhamra," segir ævisöguhöfundurinn, Penny Junor, í bókinni „Margaret Thatcher - móðir, kona og stjórn- málamaður". „Hun bregst vel við léttu daðri svo framarlega sem að- stæður leyfa og hún hefur ekki öðrum mikilvægari hnöppum að hneppa," segir í útdrætti úr bók- inni, sem birtist í dag í blaðinu Daily Express. I bókinni kemur fram, að þing- maðurinn Airey Neave, sem lést í sprengjutilræði írskra hryðju- verkamanna skömmu fyrir kosn- ingarnar 1979, hafi verið ómetan- legur fyrir Thatcher og að það hafi fyrst og fremst verið honum aðþakka, að hún bar hærri hlut en Heath í formannskjörinu innan íhaldsflokksins árið 1975. Penny Junor segir, að samband Thatcher við Heath hafi hins vegar verið svo slæmt, að hún hafi beinlínis „sprungið" þegar lagt var til, að þau kæmu saman fram á blaða- mannafundi til að sýna eininguna innan flokksins í kosningunum 1979. „Hún náfölnaði af bræði, stóð upp og stormaði út úr herberg- inu,“ segir Junor. Margaret Thatcher átti alltaf í vandræðum með Jim Callaghan, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem sat sig ekki úr færi með að sýna henni lítilsvirðingu meðan hann og Verkamannaflokkurinn fóru með völdin í Bretlandi. Einu sinni mælti Thatcher fyrir van- trauststillögu á stjórnina í Neðri deildinni og þá sagði Callaghan við Thatcher: „Svona, svona, litla frú. Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú trúir öllu þessu kreppuhjali í blöðunum?" Skyndimarkaðurinn í Rotterdam: Hækkar olíuverðið um 25% í haust? Astæðan vaxandi eftirspurn og hátt gengi dollarans SÉRFRÆÐINGAR í olíuvlðskiptum eru nú farnir að spá því, að verðið a skyndimarkaðnum í Rotterdam muni hækka um 20—25% í sumar eða haust vegna aukinnar eftirspurnar. Danska blaðið Börsen hefur þessar fréttir eftir Jan Oskam, aðalforstjóra Evrópsku upplýsingamiðstöðvarinn- ar fyrir olíuviðskipti í Rotterdam. Eins og flestum er kunnugt, eru olíukaup okkar fslendinga miðuð við verðið á skyndimarkaðnum í Rotterdam hverju sinni. Jan Oskam segir, að núverandi olíuverð, 29 dollarar á tunnuna að meðaltali, sé fyrst og fremst verk Yamanis, olíuráðherra Saudi-Arabíu, og einnig því að þakka, að olíuframleiðslan og framboðið sé nú 17,5 millj. tunna á dag, þótt markaðurinn taki að- eins við 14 millj. tunna. Nú bendi hins vegar ýmislegt til, að í sumar eða haust muni eftir- spurnin aukast allt upp í 19 milljónir tunna og þurfti þá ekki að koma á óvart þótt verðið hækki í kjölfarið um 20—25%. Gengi dollarans og vaxtamál í Bandaríkjunum hafa mikil áhrif á það verð, sem Evrópumenn þurfa að greiða fyrir olíuna og raunar margt annað. Olíuvið- skiptin miðast öll við dollar og þess vegna gerist það hvað eftir annað, að olíureikningur Evr- ópuþjóðanna hækkar eingöngu vegna aðgerða bandaríska seðla- bankans í peningamálum vestra. Þegar Evrópumenn stynja und- an háu olíuverði ættu þeir ekki hvað síst að beina umkvörtunum sínum til Bandaríkjastjórnar, að því er Jan Oskam segir. Þegar viðskiptin á skyndi- markaðnum eru skoðuð, t.d. síð- asta áratug, kemur í ljós, að verðið hækkar næstum alltaf í apríl og október. Aprílhækkunin stafar af miklum kaupum bandarísku olíufélaganna, en það tekur olíuhreinsunarstöðvar þeirra nokkurn tíma að brúa það bil, sem er milli eftirspurnarinn- ar á veturna og sumrin. í októ- ber eru olíufélögin hins vegar að birgja sig upp fyrir veturinn. Þegar þróunin í olíumálunum er skoðuð og ástandið almennt haft í huga bendir margt til, að ný olíukreppa muni ríða yfir á árinu 1985 eða 1986, segir Jan Oskam. Allt virðist stefna í þá átt og uppgangur efnahagslífs- ins og aukinn hagvöxtur mun beinlínis stuðla að því. Frakkland: Neysla léttra vína minnkar Nice, Frakklandi, 16. júní. AP.‘ NEYSLA á léttum vínum í Frakk- landi hefur minnkað um 33 af hundraði á síðastliðnum tveimur áratugum og hefur orðið sú breyting á, að ölkelduvatn hefur komið í stað borðvíns, að því er segir í nýútkom- inni skýrslu. I skýrslunni segir að ástæðan fyrir þessari breytingu sé sú, að síðasta kynslóð neytti léttra vína reglulega og leit á þau sem sjálf- sagðan hlut með máltíðum. Ný kynslóð lítur öðrum augum á þessi mál og notar léttvín við sérstök tækifæri. Veður viða um heim Akureyri 13 akýjaó Amsterdam 15 akýjað Barcelona 23 lóttakýjað Berlín 16 skýjað Brllssel 18 skýjaö Chicago 27 heiörikt Dyflinni 16 tkýjaö Feneyjar 24 skýjaö Frankfurt 18 rigning Genf 20 heiöskirt Helsinki 21 heiðrfkt Jerusalem 29 heiöekirt Jóhannesarborg 17 heiöskirt Kaíró 40 heióskirt Kaupmannahötn 17 skýjaö Las Palmas 28 heióskirt Lissabon 38 heióekfrt London 18 skýjaó Loa Angeles 29 heióríkt Madrid 34 heióakírt Malaga 28 heióskirt Mallorca 25 lóttskýjaó Mexíkóborg 27 heióskirt Miami 30 tkýjaó Moskva 22 heiðskirt New York 34 heióskirt Nýja Delhí 41 skýjaó Osló 15 haióríkt Psrie 19 haiöskirt Perth 22 rigníng Reykjavik 10 rigning Rio do Janairo 25 skýjaó Róm 29 haiórfkt San Francisco 25 heiöakfrt Stokkbóimur 20 haförfkt Tókýó 24 skýjaó Vín 17 skýjað Þórahöfn 10 akýjaó Tónleikar á Holmenkollen Osló, 16. júní. AP. HOLMENKOLLEN, hinn frsgi skíðastaður Norðmanna í Osló, verð- ur nk. sunnudag vettvangur sinfón- íutónleika sem 30 milljónir manna munu fylgjast með í sjónvarpi. „Við köllum þetta sumartón- leika fyrir sjónvarp á Holmenkoll- en og vonust til að þeir eigi eftir að ná jafn miklum vinsældum og nýárstónleikarnir í Vín,“ sagði talsmaður þeirra sem skipuleggja tónleikana. Þess er vænst að fjöldi manna komi saman til að fylgjast með tónleikunum á Holmenkollen þar sem verður fyrst í stað boðið upp á tveggja tíma fjölskylduskemmtun og síðan hefjast áðurnefndir tón- leikar, sem standa í klukkutíma. Fílharmoníuhljómsveitin í Osló mun leika undir stjórn Mariss Jansson og leikin verður norsk tónlist frá ýmsum tímum. AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Clty of Hartlepool 21. júni Bakkafoss 1. júli City of Hartlepool 12. júli Bakkafoss 22. ‘úli NEW YORK Clty of Hartlepool 20. júni Bakkafoss 30. júni Clty of Hartlepool 11. júli Bakkafoss 21. júli HALIFAX City of Hartlepool 23. júní Clty of Hartlepool 14. júli BRETLAND/MEGINLAND PORTÚGAL/SPÁNN IMMINGHAM Eyrarfoss 19. júni Alafoss 26. júni Vessel 3. júli Alafoss 10. júli FELIXSTOWE Eyrarfoss 20. júní Álafoss 27. júni Vessel 4. júli Alafoss 11. júlí ANTWERPEN Eyrarfoss 21. júni Alafoss 28. júni Vessel 5. júli Alafoss 12. júli ROTTERDAM Eyrarfoss 22. júni Álafoss 29. júní Vessel 6. júli Álafoss 13. júli HAMBORG Eyrarfoss 23. júní Álafoss 30. júni Vessel 7. júli Álafoss 14. júli WESTON POINT Helgey 22. júni Helgey 5. júlí Helgey 19. júli LISSABON Skeiösfoss 5. júli Skeiösfoss 18. ágúst LEIXOES Skeiösfoss 6. júli Skeiösfoss 19. ágúst BILBAO Skeiösfoss 8. júli Skeiösfoss 22. ágúst NORDURLÖND/EYSTRASALT BERGEN Manafoss 17. júní Dettifoss 24. júni Mánafoss 1. júli Dettifoss 8. júli KRISTIANSAND Mánafoss 20. júni Dettifoss 27. júní Mánafoss 4. júli Dettifoss 11. júli MOSS Mánafoss 21. júni Dettifoss 24. júni Mánafoss 5. júli Dettifoss 8. júli TRONDHEIM Goöafoss 28. júni HORSENS Dettifoss 29. júni Dettifoss 13. júli GAUTABORG Mánafoss 22. júni Dettifoss 29. júni Mánafoss 6. júli Dettifoss 13. júli KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 23. júní Dettifoss 30. júni Manafoss 7. júli Dettifoss 14. júlí HELSINGBORG Manafoss 24. júni Dettifoss 1. júli Manafoss 8. júli Dettifoss 15. júli HELSINKI írafoss 11. júli GDYNIA írafoss 13. júli TORSHAVN Dettifoss 25. júni vikulegar STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga fra ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla-fimmtudaga EIMSKIP f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.