Morgunblaðið - 17.06.1983, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið.
Þjóðarfjölskyldan
Svo margt er sinnið sem
skinnið segir gamall ís-
lenzkur orðskviður. Hann hitt-
ir vel í mark þegar við íslend-
ingar eigum í hlut. Okkur er
ýmislegt betur gefið en þreyja
þorrann og góuna í sáttfýsi og
samlyndi. Hver og einn kýs að
ganga eigin götu, sem er af
hinu góða, svo lengi sem við
þekkjum okkar vitjunartíma
þegar þjóðarnauðsyn krefur.
Þau dæmi finnast þó í þjóð-
arsögunni þegar íslendingar
stóðu saman sem órofa heild.
Þar ber hæst er þjóðin gekk að
kjörborði 20.—23. maí 1944.
Kjósendur vóru að vísu helm-
ingi færri þá en nú, 74.000 í
stað 150.000. En þeir staðfestu
sambandsslit og lýðveldis-
stofnun með 97.35% greiddra
atkvæða. Það Grettistak sam-
heldninnar mun lengi lifa í
sögu okkar. Önnur dæmi um
viðlíka einhug þjóðarinnar
tengjast einkum áföllum af
völdum náttúruhamfara, en á
slíkum stundum koma íslend-
ingar fram sem samhent þjóð-
arfjölskylda.
Þrátt fyrir sundurlyndi, sem
segir of oft til sín, hefur mikill
meirihluti þjóðarinnar lik
viðhorf til kjarnaatriða, er
varða pólitískt og efnahags-
legt sjálfstæði okkar sem þjóð
og einstaklingar. Við viljum
velflest, standa vörð um:
• íslenzka tungu og menning-
ararfleifð, sem knýta okkur
saman sem þjóð, fremur en
allt annað.
• Þá frumskyldu okkar sem
sjálfstæð þjóð, að tryggja full-
veldi sitt og öryggi í viðsjálum
heimi. Það höfum við m.a. gert
með aðild að varnarsamstarfi
vestrænna ríkja.
• Þá þjóðfélagsgerð borgara-
legs lýðræðis og þingræðis,
sem í senn tryggir verulega
rýmri einstaklingsbundin
þegnréttindi, hverjum og ein-
um til handa, og betri almenn
lífskjör en nokkurt annað
þjóðfélagsform.
• Þá viðleitni að lifa í sátt við
land okkar og umhverfi, sem
m.a. felst í því, að sporna gegn
frekari gróðureyðingu með öll-
um tiltækum ráðum; umgang-
ast viðkvæma náttúru lands-
ins af umhyggju; og vinna að
uppgræðslu.
• Auðlindir lands og lagar,
gróðurmold, fiskistofna og
orku fallvatna og jarðvarma.
Af þessum þremur megin auð-
lindum er aðeins ein vannýtt:
möguleikar okkar á sviði inn-
lendrar orkunýtingar.
• Frumkvæði og framtak ein-
staklinga í þjóðarbúskapnum,
fullvissir þess, að verðmæta-
sköpun og þjóðartekjur ráða í
raun lífskjörum í landinu,
hvort heldur sem litið er til
einkaneyzlu, samneyzlu eða
félagslegrar þjónustu á sviði
almannatrygginga, heilbrigð-
ismála, fræðslumála o.sv.fv.
Eina raunhæfa leiðin til fram-
tíðaratvinnuöryggis og bættra
lífskjara er að efla atvinnu-
starfsemi í landinu, auka þær
þjóðartekjur, er til skiptanna
koma.
Það er mun fleira sem sam-
einar okkur íslendinga en skil-
ur sundur. Við erum í raun
þjóðarfjölskylda, sem verður
að standa saman um sjálf-
stæði sitt, bæði pólitískt og
efnalegt. Oft var þörf en nú er
nauðsyn þjóðarsamstöðu til að
vinna okkur út úr aðsteðjandi
vanda, sem ógnar velferð
okkar í bráð og lengd. Það er
skylda okkar við samtíð og
framtíð þjóðarinnar.
Morgunblaðið óskar lesend-
um sínum og landsmönnum
öllum gleðilegrar þjóðhátíðar.
Austur-
Berlín 1953
Sautjánda júní 1953 gerðu
300 þúsund verkamenn á
272 stöðum í A-Þýzkalandi
verkfall til að mótmæla bæði
mannréttinda- og kjaraskerð-
ingum. Þetta var fyrsta meiri-
háttar andóf alþýðu í leppríkj-
um A-Evrópu gegn þjóðfélagi
sósíalisma og hagkerfi marx-
isma. Sovézkum skriðdrekum
var beitt gegn a-þýzku verka-
fólki að kvöldi 17.júní 1953.
1 Rúmlega tuttugu einstakl-
ingar lágu í valnum, er átök-
um lauk. Morgunblaðið rifjar
upp þessa atburði í dag, 30 ár-
um síðar, þar eð þeir fela í sér
lærdóm sem ekki má gleyma.
Viðlíka atburðir fylgdu í
kjölfar uppreisnarinnar í
A-Berlín. Minna má á upp-
reisnina í Ungverjalandi 1956,
innrás Sovétríkjanna í Tékkó-
slóvakíu 1968 og loks umrótið í
Póllandi, sem verið hefur í
fréttum síðan 1980. Barátta
þessara undirokuðu þjóða
fyrir fullveldi og þegnréttind-
um hefur verið löng, sársauka-
full og án mikils árangurs, því
miður.
Við íslendingar, sem og aðr-
ar vestrænar þjóðir, veitum
undirokuðum þjóðum A-Evr-
ópu mestan stuðning með því
að standa trúan vörð um þjóð-
félagsgerð lýðræðis, þingræðis
og þegnréttinda, sem þrátt
fyrir ýmsa annmarka tryggir
okkur afgerandi meiri ein-
staklingsbundin mannréttindi
og betri almenn lífskjör en
nokkurt annað þjóðfélags-
form.
*
Morgunbladið/Emilía.
Ráðherrar og forsætisnefndarmenn Norðurlandaráds á blaðamannafundi í Norræna húsinu. Við borðið frá vinstri:
íslenzku fulltrúarnir Friðjón Sigurðsson, Pétur Sigurðsson og Matthías Á. Mathiesen, ráðherra, þá finnski ráðherr-
ann Gustav Björkstrand, Anker Jörgensen frá Danmörku og sænski ráðherrann Svante Lundkvist.
Fundum ráðherra
Norðurlanda og
forsætisnefndar lokið
FUNDI ráðherranefndar og forsætisnefndar Norðurlandaráðs lauk um há-
degi í gær. Á blaðamannafundi að honum loknum kom fram að það hafði
aðallega verið farið yfir þau mál, sem eru í gangi hjá ráðinu og niðurstöður
frá síðasta Norðurlandaráðsþingi í febrúar metnar.
Auk þeirra mála, sem sagt hef-
ur verið frá í sérstökum fréttum,
svo sem rýmkun þátttöku Græn-
lendinga, Færeyinga og Álandsey-
inga í Norðurlandaráði, og sam-
eiginlegri gervihnattaþjónustu,
ræddu fundarmenn þróun efna-
hagsmála, samvinnu í baráttunni
við fíkniefni og framkvæmd sam-
komulags um sömu réttindi Norð-
urlandabúa í öllum löndum. En
inn í þær umræður kom hugmynd-
in um nokkurs konar Codex Nord-
ica. Þá var rætt um þróunarhjálp
Norðurlandanna og fyrirkomulag
hennar. Þar eru til umræðu nýjar
og breyttar leiðir til að verða að
liði og samstarf um þær. Er það
m.a. fólgið í að veita þjóðunum
möguleika fremur en beina hjálp
með því að gera þeim fært að selja
sínar afurðir og aðstoða þær við
það. Hugsanlega með niðurfelling-
um einhverra tolla.
Finnar með Svíum
og Norðmönnum um
gervihnöttinn Tele-x
FINNAR munu verða þátttakendur í notkun á norræna gervihnettinum
Tele-x, sem ákveðið var að Norðmenn og Svíar sendu á loft í samvinnu á
árinu 1986. Finnski menntamáiaráðherrann Gustav Björkstrand skýrði frá
því á blaðamannafundi í Norræna húsinu vegna funda ráðherranefndarinnar
og forsætisnefndarinnar að finnska ríkisstjórnin hefði verið að taka þessa
ákvörðun. Þessi gervihnöttur á m.a. að hafa tvær sjónvarpsrásir og hægt að
móttaka efnið beint til viðkomandi lands. Ennþá er ekki Ijóst hvort Tele-x
gæti frá upphafi komið að notum fyrir sendingar til íslands, en farið verður í
að meta það í haust, að því er Halvdan Skard upplýsti.
Á blaðamannafundinum var
spurt hvort samvinna þessara
þriggja Norðurlandaþjóða um
Tele-x væri endanlegur dauða-
dómur yfir Nordsat-gervihnettin-
um. En því var svarað á þann veg
að þetta gæti allt eins verið fyrsta
skefið.
Norrænn gervihnöttur 1984?
Norræn samvinna um sjón-
í TILEFNI þess að Grænlendingar
eru nú í fyrsta sinn að koma inn í
norrænt samstarf í Norðurlandaráði,
hefur verið ákveðið að veita 180.000
dönskum krónum í sérstakt átak til
að auka samskipti Norðurlandaþjóð-
anna við Grænland á menningar-
sviðinu.
varpssendingar um gervihnetti
hefur mjög verið til umræðu að
undanförnu á fundum Norður-
landaráðs og var á dagskrá nú á
sameiginlegum fundi ráðherranna
og forsætisnefndarinnar i gær-
morgun. En sem kunnugt er munu
norrænir sjónvarpsáhorfendur
innan skamms geta fengið mögu-
leika á að velja milli ófárra
dagskráa. Samkvæmt upplýsing-
Þetta kom m.a. fram í máli
Gustav Björkstrands, mennta-
málaráðherra Finna, á blaða-
mannafundi í Norræna húsinu i
gær. En það hafði verið ákveðið á
fundi menntamálaráðherranna í
Gautaborg í vikunni.
um Halvan Skards eru nú ræddir
þrír kostir í norrænni samvinnu:
Innan árs verða hafnar send-
ingar um evrópska gervihnatta-
kerfið ECS, sem hefur 5—15 mis-
munandi rásir, og hægt að taka
það inní kapalkerfi líka. Ein af
þessum rásum er til boða í leigu
fyrir Norðurlönd. Hefur menning-
armálanefndin gert úttekt á
möguleikunum fyrir norræna dag-
skrá í því skyni og verður málið
rætt aftur í ráðherranefndinni 21.
júní næstkomandi.
Þá er verið að ræða fyrrnefndan
gervihnött, Tele-x, sem á að fara
upp 1986, og Norðmenn, Svíar og
nú Finnar munu sameinast um.
Endanleg ákvörðun eftir ár
f þriðja lagi er svo um að ræða
könnun á því hvort og hvernig
Tele-x gæti eða ætti að verða liður
í varanlegu norrænu samstarfi um
gervihnetti. Samtímis því fara
fram athuganir í því skyni að búa
í haginn fyrir endanlega ákvarð-
anatöku um það hvort yfirleitt
eigi að hafa um þetta norræna
samvinnu. En ætlunin er að end-
anleg ákvörðun verði tekin vorið
eða sumarið 1984, svo að hugsan-
legar gervihnattasendingar gætu
þá hafist 1989. Þá er hugmyndin
að senda um þrjár rásir til Aust-
ur-Noregs og eina til íslands og
Færeyja. Og það er þetta sem á að
ræða á ráðherranefndarfundinum
21. júní. Seinna yrði svo ákveðið
hvernig rásirnar yrðu notaðar.
Fjárveiting til
menningartengsla
við Grænland