Morgunblaðið - 17.06.1983, Side 22

Morgunblaðið - 17.06.1983, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983 Aðalfundur Félags íslenskra rithöfunda: Aðalfundarefni réttindamál Kclag íslenskra rithöfunda hélt aðalfund sinn fimmtudaginn 19. maí að Hótel Esju. Formaður félagsins, Gunnar Dal, skýrði frá störfum félagsins á liðnu ári. Látist höfðu á árinu þrír félagar: Kristján Eldjárn, fyrrver- andi forseti íslands, Þóroddur Guðmundsson og Poul M. Peder- sen, ljóðskáld og ljóðaþýðandi í Kaupmannahöfn. Haldnar voru kvöldvökur og fundir til skemmt- unar með bókmenntakynningum og upplestrum rithöfunda úr eigin verkum. Unnið var að réttinda- málum félagsmanna á árinu. Sig- urður Gunnarsson gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhag félagsins. Aðalfundarefni voru réttinda- málin og staða þeirra. í umræðum um þau komst formaður svo að orði: „Skylda og réttur rithöfund- ar er að ganga uppréttur. Full- komin réttarleg samstaða okkar er á næsta leyti. Það sem gerir samstöðu okkar náttúrlega og sjálfsagða er trú okkar á vestræn- an húmanisma og mannúðar- stefnu. Við viljum ekki ofbeldi, og við sættum okkur ekki við author- iseraða innrætingu örfárra sem stefnumarkandi varðandi ritstörf okkar." Indriði G. Þorsteinsson komst svo að orði í þessum um- ræðum: „Við viðurkennum ekki það athæfi í félagslegu starfi að verið sé að flokka menn niður í góða og slæma rithöfunda eftir einhverjum annarlegum og inn- rætingarlituðum aðferðum. Við höfum í okkur inngróna andstöðu við slík sjónarmið. Við félagar er- um allir menn sem skrifum bæk- ur, og eigum kröfu á að vera metn- ir út frá því sjónarmiði til hlut- deildar." Tvær úrsagnir bárust úr félag- inu og tveir gengu í félagið á ár- inu. Tala félagsmanna er sjötíu og sex. Formaður var endurkjörinn Gunnar Dal. Aðrir í stjórn eru Baldur óskarsson, Indriði Indr- iðason, Indriði G. Þorsteinsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jónas Guðmundsson og Pjetur Hafstein Lárusson. Varamenn í stjórn eru þeir Jón Björnsson og Sveinn Sæmundsson. Endurskoð- endur eru Stefán Ágúst Kristjáns- son og Jón Bjarman. FrétUtilkynning. Boltagetraun Bikarsins: Tæplega 3 þúsund manns tóku þátt í getrauninni ÓVENJULEG getraun fór fram í versluninni Bikarnum á Skólavörðu- stíg í sl. mánuði. Gluggi verslunarinnar var fyllt- ur af boltum af öllum stærðum og gerðum, og var vegfarendum og viðskiptavinum gefinn kostur á að giska á tölu knattanna og eiga von á dýrindis Adidas Tango Espania bolta að launum ef ágiskunin reyndist rétt. Tæplega þrjú þús- und manns tóku þátt í getrauninni og giskuðu tíu á rétta tölu. Dregið var úr réttum svörum. Sá sem verðlaunin hreppti heitir Jóhann Kjartansson og á meðfylgjandi mynd er Garðar Kjartansson, starfsmaður Bikarsins (t.v.), að færa honum knöttinn góða. F V i i ml Eins og Mbl. skýrði frá í síðustu viku er hafín tunnuframleiðsla í salarkynnum Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufírði. Meðfylgjandi mynd tók Steingrímur Kristjánsson á Siglufirði við tunnuframleiðsluna og heiðurs- mennirnir á myndinni eru (f.v.) Páll Jónsson og Jóhann Möller, gamalgrónir starfsmenn sfldarverksmiðjanna. Samfok: Beinum tengslum við Fræðslu- ráð Reykjavíkur komið á Ljósm. Mbl./ Kee Frá fundi Fræðsluráðs Reykjavíkur og fulltrúa nemenda- og kennarafélag- anna innan SAMFOK. F.v. Bogi Arnar Finnbogason, formaður SAMFOK Markús Örn Antonsson, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur, Ragnar Júlíus- son, skólastjóri, dr. Bragi Jósepsson, Arnfínnur Jónsson og Hafdís Sigur- geirsdóttir, kennari. SAMFOK er félag foreldra og kenn- ara í grunnskólum Reykjavfkur sem var stofnað í aprfl sl. í félaginu eru foreldra- og kennarafélög 20 grunn- skóla í Reykjavík. Formaður SAMFOKS er Bogi Arnar Finnbogason og sagði hann í samtali við Mbl. að tildrög stofnun- ar félagsins væru þau að síðasta sumar boðuðu foreldra- og kenn- arafélög Breiðagerðisskóla annars vegar og Hlíðaskóla hins vegar til funda formanna allra félaganna, þar sem rædd var sú hugmynd að stofna samband félaganna í borg- inni. Þeirri hugmynd var hrundið í framkvæmd og haldinn sameigin- legur fundur þar sem í ljós kom mikill áhugi fólks á málinu. Fimm manna nefnd vann svo að undirbún- ingi og á stofnfundinum í apríl gerðust flest foreldra- og kennara- félög í Reykjavík aðilar að SAM- FOK. Bogi Arnar sagði ennfremur að frá stofnun félagsins hefði áhugi manna sífellt aukist enda væru fé- lögin búin að starfa í mislangan tíma og því mikið að miðla innbyrð- is í SAMFOK. Sagði Bogi að til- gangur þess að hafa sameiginlegt félag væri auðvitað sá að eiga sem sterkust samtök í jafnmikilvægu máli og menntun barna og unglinga og að nýta krafta áhugasamra for- eldra til þátttöku í skólastarfi á fleiri sviðum en þeim sem lúta að félagsstörfum. Markmið félagsins er m.a. að fá aðild foreldra að stjórnun skólanna, eins og gert mun ráð fyrir í endurskoðuðu frumvarpi til laga um grunnskóla, svo og að fá beina og formlega aðild að fræðslu- ráði Reykjavíkur. Með aðild að fræðsluráðinu yrðu áhrif foreldra á skólamál aukin og þeim gert kleift að fylgjast með framkvæmd grunn- skólalaga. Fræðsluráð Reykjavíkur bauð til fundar 11. júní sl. og kynnti þar fulltrúum SAMFOKS þau mál sem ráðið hefur haft til umfjöllunar undanfarið. Markús Örn Antonsson setti fundinn fyrir hönd Fræðslu- ráðs Reykjavíkur og sagði mark- miðið með fundinum vera að koma á beinum tengslum Fræðsluráðs og SAMFOKS. A fundinum, sem var sóttur af stjórnum félaganna í SAMFOK, voru þrjú mál til um- ræðu að hálfu Fræðsluráðs. Dr. Bragi Jósepsson ræddi um aukna kennslu sex ára barna og voru menn sammála um nauðsyn hennar og kosti. Þá var rætt um tilrauna- sölu nestispakka frá Mjólkursam- sölunni en slíkir pakkar voru seldir í nokkrum grunnskólum sl. vetur á mjög vægu verði. Reykjavíkurborg greiddi niður verð pakkanna en reynt verður að fá ríkisstyrk til að greiða niður nestispakka og er það skoðun SAMFOK að slíkt beri að gera í sem flestum skólum. Þá var og rætt um félagsstörf foreldra og nemenda í skólum. Af hálfu SAMFOKS voru lagðar nokkrar spurningar fyrir Fræðslu- ráð og verður þeim svarað skriflega síðar þar sem ekki vannst tími til að ræða öll mál til hlítar. Hveragerði: Tízkusýningar í Eden Ifveragerdi, 10. júní. UNDANFARIN 10 ár hefur Bragi Einarsson eigandi Eden í Hvera- gerði gengist fyrir tískusýningum á fímmtudagskvöldum og hafa þær verið mjög vel sóttar af fólki víða af Suðurlandi og Reykjavíkur- svæðinu og ferðafólki annars stað- ar af landinu, ef dæma má af ein- kennisstöfum bifreiðanna, sem úti bíða eigenda sinna. í sumar verða sýningar um tveggja mánaða skeið, fyrsta sýning var 2. júní og önnur í gærkvöldi, fimmtudaginn 9. júní. Ég brá mér í Eden til að sjá tískuna og reyna að festa hana á filmu, var þar margt gesta á öll- um aldri. Sýningarfólk frá Karonsam- tökunum sýndi föt frá Herraríki og Lilju í Glæsibæ. Var það mest sumar- og sporttískan í mikilli litadýrð, en einnig föt með hefðbundnum litum og sniði. Stjórnandi var Svala Haukdal og sagði hún að þetta væri skemmtilegt starf og þeim félli mjög vel að sýna í Eden, þar væri alveg sérstakur andblær og fyndist þeim, sem þar væru þau á „heimavelli". Gestir virtust skemmta sér vel og létu hrifningu sína í ljósi með lófaklappi. Sigrún

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.