Morgunblaðið - 17.06.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983
23
Stéttarfélög mótmæla
bráðabirgðalögunum
„Framkvæmdastjórn Verka-
mannasambands Islands fordæmir
harðlega lagasetningu ríkisstjórnar-
innar, sem sviptir verkalýðsfélögin
samningsrétti að fullu og öllu til 1.
febrúar 1984 og bannar samninga
um vísitölubætur til 1. júní 1985.“
Svo segir meðal annars f ályktun
sem borist hefur frá framkvæmda-
stjórn Verkamannasambands ís-
lands. Þar segir ennfremur: „í þessu
sambandi vill framkvæmdastjórn
VMSÍ minna á, að fara þarf aftur til
ársins 1942 til að finna hliðstæðu í
lögum er banna samninga verka-
lýðsfélaga. Rétt er að minna á að
lögin 1942 gengu svo gegn réttlæt-
isvitund launafólks, að nema varð
þau úr gildi löngu áður en fyrirhugað
var, vegna viðbragða verkafólks.
Framkvæmdastiórn Verka-
mannasambands Islands mótmæl-
ir einnig bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnarinnar, sem fela í sér stór-
felldari kjaraskerðingar en
nokkru sinni hafa þekkst. Áhrif
þessara aðgerða eru rétt aðeins að
koma í ljós í þeim miklu verð-
hækkunum sem átt hafa sér stað
síðustu daga. Hjá fjölmörgum
fjölskyldum launafólks dugar sú
8% kauphækkun sem lögboðin var
l. júní sl. ekki einu sinni til að
mæta nýorðnum hækkunum á
landbúnaðarvörum, hvað þá öllum
þeim hækkunum sem á eftir munu
fylgja.
Ætla má að við næstu áramót
hafi kaupmáttur launa minnkað
um meira en 25% miðað við kaup-
mátt ársins 1982, ef lög þau sem
sett hafa verið halda gildi slnu
óbreytt."
Fleiri aðilar hafa sent Morgun-
blaðinu svipaðar ályktanir.
Félag bókagerðarmanna:
í ályktun frá aðalfundi Félags
bókagerðarmanna frá 7. maí sl.,
segir m.a.:
„Verkalýðshreyfingin getur ekki
unað því lengur að launafólk eitt
sé látið gjalda stjórnar- og úr-
ræðaleysis ráðamanna og efna-
hagspostula þeirra."
Félag byggingar-
iðnaðarmanna Arnessýslu:
í ályktun frá aðalfundi félags
byggingariðnaðarmanna Árnes-
sýslu, sem haldinn var 30. maí sl.,
segir m.a.:
„Við skorum á ríkisstjórnina að
endurskoða afstöðu sfna til samn-
ingsréttar verkalýðsfélaga."
Múrarafélag Reykjavíkur:
I ályktun frá almennum félags-
fundi hjá Múrarafélagi Reykjavík-
ur, sem haidinn var 3. júní, segir
m. a.:
„Vandi þjóðfélagsins verður
ekki leystur með því að þrengja
svo kosti launþega að þeim verði
ókleift að standa við skuldbind-
ingar sínar og missi eigur sínar.“
Launamálaráð ríkis-
starfsmanna innan BHM:
í ályktun frá Launamálaráði
ríkisstarfsmanna innan BHM frá
27. maí, segir m.a.:
„Launþegum einum er ætlað að
standa undir hjöðnun verðbólgu
og gerð er mun harkalegri aðför
að afkomu fjölmargra heimila en
áður hefur þekkst. Bent skal á í
því sambandi, að með verulegri
lækkun eða afnámi tekjuskatts
mætti koma til móts við þorra
launafólks og jafnframt auka
réttlæti í skattheimtu ríkisins."
Kjarafélag verkfræðinga:
I ályktun frá aðalfundi Kjarafé-
lags verkfræðinga, sem haldinn
var 25. maí, segir m.a.: „Frjáls
samningsréttur telst til grund-
vallarmannréttinda og félagið
mun grípa til þeirra aðgerða sem
nauðsynlegar kunna að reynast til
baráttu fyrir frjálsum samnings-
rétti félagsins og gegn launa-
skömmtun stjórnvalda."
Múrarasamband íslands:
í fréttatilkynningu frá sam-
bandsstjórnarfundi Múrarasam-
bands íslands, sem haldinn var 13.
maí, segir m.a.:
„Við bendum á að þær stórfelldu
skerðingar verðbóta á laun sem
gerðar hafa verið á grundvelli
bráðabirgðalaga nr. 79 frá 21. ág-
úst 1982, fyrst þann 1. september
og þó einkum þann 1. desember
síðasta ár, hafa ekki reynst mátt-
ugra vopn í baráttunni gegn verð-
bólgunni en svo, að verðbólgu-
hraðinn hefur aldrei verið meiri
en nú.“
Kafiðnaðarsamband íslands:
í ályktun frá 7. þingi Rafiðnað-
arsambands Islands, sem haldið
var í Reykjavík 27. og 28. maí, seg-
ir m.a.: „Jafnvel hin illræmdu
gerðardómslög 1942 jafnast ekki á
við þessa valdbeitingu."
Samband byggingamanna:
Framkvæmdastjórn Sambands
byggingamanna hefur sent frá sér
ályktun frá fundi höldnum 3. júní
en þar segir m.a.:
„ísland hefur með þessum að-
gerðum verið sett á bekk með
þeim fáu þjóðlöndum í Evrópu þar
sem mannréttindi eru minnst virt
svo sem Póllandi og Tyrklandi."
Samband íslenskra
bankamanna:
f ályktun frá stjórn Sambands
íslenskra bankamanna og for-
mönnum aðildarfélaganna, en
þessir aðilar héldu fund 7. júni,
segir m.a.:
„Stjórnvöld hafa með þessu
kveðið upp sinn dóm um starfsemi
verkalýðsfélaga og ákveðið að þau
og viðsemjendur þeirra séu ekki
lengur fær um að gera samninga
sín á milli.“
Starfsmannafélagið Sókn:
Starfsmannafélagið Sókn hélt
fjölmennan félagsfund fimmtu-
daginn 9. júní sl. Þar voru rædd ný
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar
og kom fram mikil og einróma
andstaða gegn þeim, segir m.a. í
frétt frá Sókn.
I fréttinni segir, að það sem
mest hafi einkennt umræður hafi
verið kvíði fyrir lifsafkomunni,
vegna þeirra gífurlegu hækkana á
matvöru, svo og það, að hálauna-
menn skuli að mestu einnig hljóta
þær bætur, sem þeim lægst laun-
uðu eru skammtaðar.
Á fundinum voru samþykktar
þrjár eftirfarandi ályktanir:
I fyrsta lagi áskorun til ríkis-
stjórnarinnar um að fela Þjóð-
hagsstofnun að gera könnun á
hversu margir launþegar lifa á
lágmarkslaunum, eða því sem
næst, og í hvaða starfsgreinum
það fólk er.
í öðru lagi einróma stuðningur
við ályktun formannaráðstefnu
ASÍ. Þá er minnt á, hvað aðstaða
manna er misjöfn til að taka við
þeirri miklu kjaraskerðingu, sem
boðuð er og það harðlega gagn-
rýnt, að hinum „mildandi aðgerð-
um“ er ætlað að mestu að ganga
jafnt yfir auðmanninn og öreig-
ann.
Þá var að lokum samþykkt, að
skora á ráðherra, þingmenn og
bankastjóra, að gefa gott fordæmi
og lækka sín eigin laun með því,
að neita að taka við 8% hækkun-
inni.
Farmanna- og físki-
mannasambandið:
Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands sendi 9. júní sl. frá
sér ályktun, þar sem segir m.a.:
„Hinar sérstöku ráðstafanir til
styrktar sjávarútveginum ganga í
raun enn frekar en orðið var á þau
hlutaskipti er gilda eiga milli
áhafnar og útgerðar svo að ef
fram fer sem horfir hverfnr brátt
hinn upphaflegi tilgangur hluta-
skipta.
Á meðan fiskvinnslunni er gert
að greiða um 28% hærra verð
fyrir aflann, fá sjómenn einungis
8% hækkun á sínum hlut, en út-
gerðin þeim mun meira. Þegar
tekin er ákvörðun um jafn afdrifa-
ríkar aðgerðir sem þessi stórkost-
legi fjármagnsflutningur til út-
gerðarinnar er, ætti einnig að
skoða hvaða útgerðir það raun-
verulega eru sem þurfa á þessari
fyrirgreiðslu að halda. Verið er að
auka á hagnað betur rekinna út-
gerða og framlengt dauðastríð
annarra sem engan rekstrar-
grundvöll hafa.“
NU LOKSINS SEGJA ÞEIR
AÐ UTANHÚSSMÁLNING
ÞURFIAÐ ANDA
ÞAD HEFUR
THOROSEA
GERT í 70ÁR
THOROSEAL vatnsþéttingarefnið hefur
verið notað á ísiandi um 12 ára skeið, meí
góðum árangri. Þar sem önnur efni hafa
brugðist, hafa Thoro efnin stöðvað leka,
raka og áframhaldandi steypuskemmdir.
Kynnið ykkur THORO efnin og berið þau
saman við önnur efni.
15 steinprý
BB Stórhöfða 16 simi 83340-;
StÓrhÖfða16 simi 83340-84780
Fult hús matar
Opið laugardag frá kl. 8—12
KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.s. 86SII