Morgunblaðið - 17.06.1983, Side 25

Morgunblaðið - 17.06.1983, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983 Þessir þrír heiðursmenn voru heiðraðir i sjómannadaginn í Vestmannaeyj- um. F.v. Sigfús Guðmundsson, skipstjóri, Magnús Magnússon, vélstjóri og Þórarinn Jónsson sjómaður. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. dagsins og veittar voru viður- kenningar fyrir unnin afrek laugardagsins. Skemmtiatriði voru fyrir börnin. Þá voru þrír aldnir sjómenn heiðraðir, þeir Sigfús Guðmundsson skipstjóri, Magnús Magnússon vélstjóri og Þórarinn Jónsson sjómaður. Mikill fjöldi fólks var á Stakka- gerðistúni þetta sunnudagssíð- degi. Um kvöldið var síðan inni- skemmtun í Samkomuhúsinu. þar voru aflakóngar heiðraðir og boðið var uppá skemmtidagskrá. Dansleikir voru í mörgum dansh- úsum bæjarins, föstudags-, laug- ardags- og sunnudagskvöld. Öll fóru hátíðahöld sjómanna- dagsins hið besta fram. Sjó- mannadagsráð sá um fram- kvæmdina og þar um borð er skipstjóri Guðmundur Svenbj- örnsson. Með honum í ráðinu eru Ástþór Jónsson, Eyjólfur Guð- jónsson og Gústaf Guðmundsson. -hkj. •59&V: v Skyldu þeir verða sjómenn? Sjómannadagurinn á Dalvík Dalvílt, 7. júní. Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Dalvík í sunnanblíðu með 15 stiga hita og er það hlýjasti dagur ársins hér til þessa. Má segja að þetta sé fyrsti vísir um sumar- komuna hér og vonandi jafnframt vísir að sumarkomu í sjávarútvegi landsmanna. Hátíðarhöldin hófust með dansleik í Víkurröst á laugar- dagskvöld 4. júní þar sem hljóm- sveitin Edda K lék fyrir dansi. Sunnudagsmorguninn kl. 10 var mætt hér þyrla landhelgisgæsl- unnar þar sem hún sýndi björgun úr sjó. Fjölmenni var við höfnina að fylgjast með og fékk fólk að skoða þyrluna og ræða við áhöfn hennar. Klukkan 11 var sjó- mannamessa í Dalvíkurkirkju þar sem sóknarpresturinn, Stefán Snævarr, predikaði. I íok mess- unnar voru afhent heiðursmerki sjómannadagsins og hlutu þau að þessu sinni hjónin Kristinn Sig- urðsson fyrrum skipstjóri og Hulda Helgadóttir. Kristinn hóf ungur störf við og á sjó. 25 ára gamall tók hann við skipstjórn og gegndi því óslitið um 30 ára skeið er örlögin komu í veg fyrir áframhaldandi störf á sjó. Kristinn var ævinlega farsæil og fengsæll skipstjóri og hefur lagt sinn skerf að mótun og upp- byggingu þessa byggðarlags. Hulda kona Kristins starfaði frá unga aldri við hin margvíslegu sjávarstörf hér í landi auk þess að koma upp stórum barnahópi þeirra hjóna og verða störf sjó- mannskonunnar seint fullmetin við öflun tekna til þjóðarbúsins. Að lokinni þessari athöfn var blómsveigur lagður að minnis- merki um drukknaða sjómenn. Eftir hádegi var hátíðarhöldun- um haldið áfram við Dalvíkur- höfn. Ræðu dagsins flutti Elín Antonsdóttir, húsmóðir. Að því loknu fór fram kappróður þar sem 18 sveitir tóku þátt. Sigurvegarar urðu skipverjar af mb. Otri og er það í 7. skiptið í röð sem þeir sigra í kappróðri á sjómannadegi hér. Einnig fór fram keppni í reiptogi og koddaslag. Björgunarsveit SVFÍ sýndi notkun fluglínutækja og tók jafnframt í notkun nýja flotbúninga sem sveitin fékk skömmu fyrir sjómai.nadag. Að venju stóð kvennadeild Slysa- varnafélagsins fyrir kaffisölu og rann allur ágóði af henni til björgunarsveitarinnar á Dalvík. Hátíðarhöldunum lauk með knattspyrnukeppni milli sjó- manna og landmanna. Formaður sjómannadagsráðs var Heimir Kristinsson. Fréttaritarar. Hjónin Kristinn Sigurðsson og Hulda Helgadóttir voni sæmd heiðursmerki Þyrla landhelgisgæslunnar sýnir sjómannadagsins. björgun úr sjó í Dalvíkurhöfn á sjó- mannadaginn. Háhyrningar í „leynilegu“ flugi MIKIL lcynd hvíldi yfir komu Þriggja há- hyrninga lil síodvrasafnsins „Soaland" í borginni Victoríu á Vancouver-eyju á Kyrra- hafsslrönd Kanada fyrir skemmstu. Iláhyrn- ingarnir voru keyplir af Sædýrasafninu í HafnarfirAi oj fluttir úl meA miklum viAbún- aAi í byrjun maí. Frá þessu er greint í daglaAinu Times- ('olonist í Victoríu þar sem greint er frá komu háhyrninganna í frétt á forsíAu. Blaðið segir háhyrningana hafa verið heilbrigða, enda vel smurða „lanólíni“ til að vernda viðkvæma húð þeirra á þessu langa ferðalagi. Þeir voru fluttir í sérstök- um kerjum sem kæld voru með ís og úðuð reglulega með vatni. Millilent var í Frob- isher Bay og Edmonton. Háhyrningarnir voru fluttir í Boeing 737-þotu kanadíska flugfélagsins „Nordair". Hér var um tvö kvendýr og eitt karldýr að ræða. Þyngsti háhyrningurinn vög 1.590 kg og sá léttasti 900 kg. Blaðið segir að eigendur safnsins hygg- ist temja háhyrningana og ætli þeim að leika listir sínar í sérstakri laug sem safn- ið hefur látið gera fyrir háhyrningana. Laugin er 28 metra djúp og 42 metra löng. Blaðið segir að fréttamönnum hafi verið meinaður aðgangur að safninu og því hafi þurft að leigja sérstakan 10,5 metra háan lyftara til að taka meðfylgjandi myndir af háhyrningunum í laug sinni. Blaðið segir að háhyrningar geti orðið 50—100 ára gamlir en þeir verði að meðaltali ekki eldri en 6 ára í sædýrasöfnum. Greint er frá því að Greenpeace sé andvígt veiði há- hyrninga og beiti sér gegn „fangelsun" þeirra. Sagt er að Islendingar hafi á árinu 1980 selt sædýrasafni í Vancouver tvo há- hyrninga og hafi þeir kostað um 500 þús- und bandarikjadali. Ekki liggi ljóst fyrir hvað þessir háhyrningar hafi kostað en gera megi ráð fyrir að það hafi ekki verið undir 200 þús. bandankjadolum fyrir hvern. Þá er fjallað um meðferð íslend- inga á háhyrningum og haft eftir tais- manni Greenpeace að af 16 háhyrningum sem íslendingar hafi veitt síðan 1978 hafi tveir dáið vegna kals, þrernur hafi verið sleppt eftir að þeir hafi mátt þola alvar- legt kal og einn hafi drepist eftir að bátur sigldi á hann. Stórleikur á morgun 18. júní kl. 14.00 leika gömlu erkifjendurnir VALUR-KR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.