Morgunblaðið - 17.06.1983, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983
+
Móðir okkar og tengdamóöir,
ANNA BJARNADÓTTIR,
fré Féakrúösfírði
andaöist 25. maí sl. á Vffilsstööum. Jaröarförin hefur fariö fram í
kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir eru færöar læknum, hjúkrunarfólki og starfsfólkl
Vífilsstaöaspítala fyrir góöa umönnun.
Aðalheiöur Siggeirsdóttir, Sigurbjörg Siggeirsdóttir,
Jóhann Jóhannesson.
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
MARTA KRISTMUNDSDÓTTIR,
Heiöargeröí 6,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 9. júní. Útför
hennar hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Siguröur Guömundsson, Sólveig Ásgeirsdóttír,
Hrafnhildur Guömundsdóttir, Gylfi Sigurösson,
Kristrún Guömundsdóttir, Daníel Gunnarsson,
Edda Sigrún Guömundsdóttir,
börn og barnabarn.
Eiginmaöur minn og faðir okkar,
ÁGÚST A. SNÆBJÖRNSSON
fyrrv. akipstjórí,
Dalbraut 25,
lést í Borgarspítalanum 15. júní.
Frida Z. Snæbjörnason
og börn.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaölr,
VALGEIR BJÖRNSSON
fyrrverandi hafnarstjóri,
lést í Landspítalanum aöfaranótt 16. júní.
Eva Björnsson,
Dagný Valgeirsdóttir,
Björg Valgeirsdóttir,
Hallvaröur Valgeirsson, Ásta Baldvinsdóttir,
Björn Th. Valgeirsson, Stefanía Stefénsdóttir.
+
ÞORSTEINN SNORRASON,
Eskifiröi,
er látinn. Útförin auglýst síöar.
Vandamenn.
Maöurinn minn,
LÚÐVÍK OTTÓ GUOJÓNSSON,
Hverfisgötu 66A,
andaöist 7. þ.m. Jaröarförín hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins
látna.
Fyrir hönd ættingja,
Ólafía Siguröardóttir.
+
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
EYGLÓ EINARSDÓTTIR,
Faxastíg 39, Vestmannaeyjum,
veröur jarösungin frá Landakirkju laugardaginn 18. júní kl. 14.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir.
Guörún Steingrfmsdóttir,
Gunnar Steingrímsson,
Pétur Steingrímsson, Guóbjörg Sigurgeirsdóttir,
Einar Steingrímsson,
Arnar Pétursson.
+
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi,
ÞORLÁKUR SVEINSSON
bóndi, Sandhóli, Ölfusi,
veröur jarösunginn frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 18. júní kl.
10.30 f.h.
Ragnheiöur Runólfsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn.
Minning:
Eygló Einarsdóttir
Vestmannaegjum
Fædd 19. september 1927
Dáin 12. júní 1983
Það er með söknuði og döprum
huga að ég sest niður og skrifa
nokkrar línur um vinkonu mína
sem um aldur fram er horfin á
braut frá okkur. Eygló veiktist
fyrir rúmu ári af sjúkdómi þeim,
sem hún háði hetjulega baráttu
við. Aldrei heyrði ég hana kvarta,
yfir öllu því sem hún gekk í gegn-
um, var jákvæð og bjartsýn fram
að þvi síðasta. Ég efa ekki að hún
vissi að hverju stefndi en hún var
dul um sína hagi, það vissu þeir
sem þekktu hana best.
Mann sinn, Steingrím Arnar,
missti Eygló fyrir þremur árum,
tæplega fimmtugan að aldri, hann
var mikill mannkostamaður og
var það mikið áfall fyrir hana og
börnin er hann féll frá, en hún bar
harm sinn í hljóði.
Þau áttu fjögur börn: Einar
flugumferðarstjóri, Pétur sjómað-
ur, kvæntur Guðbjörgu Sigur-
geirsdóttur, eiga þau einn son
Arnar, sem var augasteinn ömmu
sinnar, Gunnar, við nám í Vél-
skóla íslands, og dóttirin Guðrún,
13 ára. Hennar hjartans ósk síðast
er hún dvaldi hér í Landspítalan-
um í Reykjavík, var að vera komin
heim til Vestmannaeyja fyrir
fermingu einkadóttur sinnar,
Guðrúnar. Hún sagðist ekki mega
vera að því að vera lengur í sjúk-
rahúsinu, fékk heimfararleyfi,
undirbjó fermingardaginn ásamt
vinum og aðstandendum. 24. apríl
rann hinn stóri dagur upp, var það
mikill hamingjudagur hjá Eygló,
þó fársjúk væri hélt hún daginn
hátíðlegan með miklum mynd-
arbrag með fjölskyldunni og nán-
ustu vinum. En daginn eftir var
hún flutt í Sjúkrahús Vestmanna-
eyja og átti þaðan ekki aftur-
kvæmt.
Með þessum fátæklegu línum
kveð ég vinkonu mína og þakka
henni fjörutíu ára vináttu sem
aldrei féll skuggi á, mun ég geyma
minninguna um allt það sem við
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur, tengdasonur og bróöir,
ÓLAFUR R. EINARSSON
menntaskólakennari,
Þverbrekku 2,
veröur jarösunginn trá Fossvogskirkju mlövikudaginn 22. júní nk.
kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarsjóöi.
Jóhanna Axaladóttir,
Gísli Rafn Ólafsson, Þorvaröur Tjörvi Ólafsson,
Sigríöur Þorvarösdóttir, Einar Olgoirsson,
Guörún Gísladóttir, Axel Jónsson,
Sólveig Einarsdóttir.
+
Útför mannsins míns og bróöur okkar,
ÓLAFS R. GUÐMUNDSSONAR
bónda, Stóra-Saurbæ, ölfusi,
veröur gerö frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 18. júní kl. 13.30.
Halldóra Þóröardóttir,
Sigurjón Guömundsson,
Jón Guómundsson.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö vlö andlát og útför
ÁLFS ARASONAR,
Grensésvegi 47, Reykjavfk.
Ingibjörg Álfsdóttir,
Siguröur Álfsson,
Sigríöur Álfsdóttir,
Ólöf Álfsdóttir,
Magnea Álfsdóttir Curran,
Guórún Álfsdóttir,
Jón Álfsson,
Ágústa Álfsdóttir Sigurösson,
Magnús Álfsson,
barnabörn, barnabarnabörn
Árni Jóhannsson,
Guörún Jónsdóttir,
Jónas Guömundsson,
Manus Curran,
Inga Jónsdóttir,
Margeir K. Sigurösson,
Aöalheiöur Magnúsdóttir,
og barnabarnabarnabörn.
+
Eiginkona mín, móöir mín og dóttir okkar,
AUDUR BERTA SVEINSDÓTTIR,
Baldursgarði 9, Keflavík,
er lést 10. þ.m., verður jarösungin frá Keflavíkurkirkju taugardag-
inn 18. júní kl. 2. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
líknarfélög.
Siguröur Wíum Árnason, Sveinn Wfum Sigurösson,
Jóhanna Einarsdóttir og Sveinn H. Sigurjónsson.
+
Sendum innilegar þakkir öllum sem vottuöu okkur samúö og hlýju
viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa,
GUÐMUNDAR J. JÓNSSONAR,
Húnabraut 22, Blönduósi.
Jón Guðmundsson, Finnbogi Guömundsson,
Fjóla Höskuldsdóttir, Þóra Jónsdóttir
og barnabörn.
upplifðum saman, uppvaxtarárin
okkar í Vestmannaeyjum,
skemmtilegu árin sem við störfuð-
um hjá H.B., starfið f skátafélag-
inu Faxa, Vestmannaeyjum, og ár-
ið sem við vorum í Húsmæðra-
skóla Akureyrar. Og síðast en ekki
síst allar þær ánægjustundir sem
við áttum með eiginmönnum
okkar.
Við hjónin sendum börnunum,
einkabróður og eiginkonu hans, og
öllum aðstandendum hennar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðj-
um guð að styrkja þau í þeirra
miklu sorg.
Guð blessi minningu Eyglóar.
Sísí Vilhjilmsdóttir.
Útför Eyglóar fer fram á morg-
un, laugardaginn 18. þ.m., frá
Landakirkju.
Á morgun, 18. júní, verður jarð-
,sett frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum Eygló Einarsdóttir, Faxa-
stíg 39 þar í bæ. Að kveðja Eygló
er afar þungbært, hún var sú per-
sóna, sem allir dáðu. Hún var
nafna sólarinnar og bar það nafn
með rentu og hlýtur sólin að vera
stolt yfir að hafa átt svo elskulega
nöfnu hér á jörðu.
Leiðir okkar Eyglóar lágu fyrst
saman er við báðar lékum í hand-
boltaliði Knattspyrnufélags Týs í
Vestmannaeyjum. Það er efni í
heila stóra og skemmtilega bók að
skrifa um allar ferðirnar með Tý
frá Eyjum upp á land i ótal Is-
landsmót og hraðkeppni í Engidal
í Hafnarfirði, íslandsmót á Akur-
eyri og síðan og ekki sfst sjó-
mannadaga í Eyjum. Alltaf stóð
Eygló í marki Týs og varði af
stakri prýði og ekki legg ég rýrð á
neinn þó ég segi að betri persónu
kynntist ég og við ekki. Hún var
líka vinmörg, sem mig undrar
ekki. Hún starfaði af alhug fyrir
slysavarnadeildina i Eyjum og var
alla tíð svo tilbúin að ræða vanda-
mál. Hún vann hug þeirra sem á
þurftu að halda.
Eygló fæddist f Vestmannaeyj-
um 19. september 1927 og var
eldra barn þeirra heiðurshjóna
Guðrúnar Eyjólfsdóttur og Einars
Ingvarssonar. Sonurinn, Ásþór,
býr í Eyjum. — Eygló giftist góð-
um manni, Steingrími Arnar,
flugvallastjóra við Vest-
mannaeyjaflugvöll og eignuðust
þau fjögur bðrn, þrjá syni og eina
dóttur, sem er yngst og rétt náði
að fermast áður en mamman féll
frá. Eygló missti móður sfna 29.
nóvember 1980. Faðir hennar var
þá látinn. Sama árið þurftu Eygló
og börnin aftur að taka á móti
manninum með ljáinn. Var þá
Steingrímur Arnar kvaddur á
æðri fund og eftir stóð Eygló ein
með börnin. Ég held hún hafi aldr-
ei beðið þess bætur. Hjónaband
þeirra var afar farsælt, enda bæði
öndvegis manneskjur. En þá sást
best að Eygló átti trausta vini.
Börn hennar og tengdadóttir og
lengra f burtu stóðu þær vörð Sisi
Vilhjálms og Guðrún Lilja
Magnúsdóttir, því þá var Eygló
orðin fársjúk.
Ég sendi börnum hennar,
tengdadóttur, bróður hennar Ás-
þóri sem og öðrum ástvinum sam-
úðarkveðjur frá okkur hjónunum
og fjölskyldunni. Vona ég að allar
góðar vættir styrki þau í þeirra
miklu sorg og um ókomin ár.
Vinir.