Morgunblaðið - 17.06.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.06.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983 29 Keppendur íslands á NM í sundi fyrir fatlaða NÚ UM helgina fer fram í Svíþjóð Noröurlandamót í sundi fatlaöra. Keppt er í flokkum hreyfihamlaöra, blindra og sjónskertra og þroskaheftra. Alis munu 6 íslendingar vera á meðal keppenda á mótinu. ína Valsdóttir, Gunnlaugur Sigurgeirsson, Hrafn Logason og Siguröur Pétursson keppa í flokki þroskaheftra og Jónas Óskarsson og Sigurrós Karlsdóttir keppa í flokka hreyfihamlaóra. Þjálfarar og fararstjórar eru Erlingur Jóhannsson og Jón Haukur Daníelsson. Margir leikir næstu daga MARGIR leikir veröa næstu daga í 1. og 2. deild. Á laugardaginn leika í 1. deild Valur og KR í Laugardal og hefst sá leikur kl. 14.1 Kópavogi leika kl. 16 Breiöablik og ÍBV, en leik Akurnesinga og Keflvíkinga er frestaö vegna drengjalandsleiksins eins og fram kemur á öörum staö hér á síöunni. Á sunnudagskvöldiö leika Víkingur og Þróttur á Laug- ardalsvelli kl. 20. i 2. deild eru einnig nokkrir leikir. Á laugardag leika Njarövík og Víöir í Njarðvík kl. 14 og á sama tíma leika Einherji og Fram á Vopnafiröi. Á sunnu- daginn eru þrír leikir og hefjast þeir allir kl. 14. Á Akureyri leika KA og FH en á Laugardalsvelli leika Fylkir og KS og loks fá Sandgerö- ingar Völsung í heimsókn. LEIK Akurnesinga og Keflvíkinga í 1. deild sem leika átti á laugardag hefur veriö frestaö til miövikudags- ins 29. júní vegna leiks drengja- landsliðsins við Skota á sunnudag- inn. Sigurður Jónsson frá Akranesi mun leika meö drengjalandsliöinu á sunnudaginn og Skagamenn vilja aö sjálfsögöu ekki missa hann þegar þeir leika gegn IBK og þess vegna hefur leiknum veriö frestaö eins og áöur segir. Drengjalandslióió leikur gegn Skotum NK. SUNNUDAG, 19. júní, leikur drengjalandsliö íslands fyrsta leik sinn í Evrópukeppninni en ís- land er í riöli meö Englandi og Skotlandi. Leikurinn á sunnudag er gegn Skotum og hefst hann kl. 15 á grasvellinum á Akranesi. Skotar eru núverandi Evrópu- meistarar. íslenska liöiö hefur veriö valið og skipa þaö eftirtaldir piltar: Markveröir: Björgvin Pálsson Þrótti, Sigurbergur Steinsson Víkingi. Útileikmenn: Bjarni J. Stefánsson Fram, Jónas Björns- son Fram, Eiríkur Björgvinsson Fram, Grétar Jónaason Fram, Jónas Guöjónsson Fram, Elías Frióriksson Þór Ve., Stefán Steinsen Víkingi, Kristján Gísla- son FH, Guömundur Magnússon ÍBÍ, Siguröur Jónsson ÍA, Guð- mundur Þ. Guómundsson ÍA, Skúli Sverrisson Fylk: Snœvar Hreinsson Val, Theodór Jó- hannsson Þrótti. Þjálfari liösins er Theodór Guó- mundsson. Dómari á leiknum er danskur en línuverðir íslenskir. Erlendur sigraði, kastaði 57,44 m Innanfélagsmót KR í kastgrein- 'um fór fram í Laugardal síöastliö- inn laugardag. Erlendur Valdi- marsson ÍR, íslandsmethafi í kringlukasti, 64,32 m, sigraöi í sinni fyrstu keppni meö árangri á Norðurlandamælikvaróa, 57,44 m. Erlendur Valdimarsson hefur 14 sinnum oröiö íslandsmeistari í kringlukasti frá árinu 1967 og hann hefur sett 11 íslandsmet trá árinu 1964 er hann bætti ís- landsmet Hallgríms Jónssonar 56,05 m frá 1963. Hallgrímur Jónsson var frá 1950—1963 í fremstu röö á Norö- urlöndum. Hallgrímur Jónsson á einstæöan keppnisferil aö baki í kringlukasti. Hallgrímur hefur keppt í 35 ár í kringlukasti og er nú í fremstu röö í heiminum í sín- um aldursflokki, 55 ára aö aldri og reyndar einnig í kúluvarpi. Hallgrímur hefur 7 sinnum oröiö íslandsmeistari. Einnig sett 2 ís- landsmet. Kringlukast: 1. Erlendur Valdimarssonn ÍR 57,44 2. Eggert Bogason FH 51,38 3. Þorsteinn Þórsson ÍR 44,40 4. Gísli Sigurösson KR 43,12 5. Ólafur Unnsteinsson HSK (39) 40,64 6. Hallgrimur Jónsson HSÞ (27) 40,18 7. Óskar Thorarensen KR 39,22 8. Valbjörn Þorláksson KR (34) 38,70 Kringlukast: konur m 1. Guðrún Ingólfsdóttir KR 51,84 2. Margrét Óskarsdóttir ÍR 41,74 Guörún náöi sínum besta árangri á árinu og nálgast is- landsmet sitt, 53,86 m, frá í fyrra. Sleggjukast: m 1. Jón Ö. Þormóösson ÍR (41) 39,38 2. Sigurður Einarsson Á 36,34 3. Ólafur Unnsteinsson HSK 30,90 Sjáiö stórskotafíd Eyjamanna mæta hinum léttleikandi BUKUM 0^4 ,/o Hellesens HRÍSNES H/F Auðbrekku 51 - Box 55 -121 R. *St 4 44 11 Meistaraflokkur Breiðabliks 1983. Allir á völlinn ekkert hik áfram BREIÐABLIK! Munið bílastæðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.