Morgunblaðið - 17.06.1983, Síða 32

Morgunblaðið - 17.06.1983, Síða 32
Veist þú um einhverja H‘_________góða frétt? ringdu þá í 10100 BILLINN BlLASALA SlMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KÓfAVOGI FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983 Selsskrokka- hakkavél smíðuð Fyrirhugað að Hraðfrystihúsið í Hnífsdal annist rekstur vélarinnar HRINGORMANEFND á í siníðum hjá Landsmiðjunni stærstu hakkavél sem framleidd hefur verið á landinu. Vélinni er ætlað það hlutverk að hakka selsskrokka í refafóður og á að geta hakkað skrokkana heila og jafnvel frosna. Afkastageta hennar er 4—5 tonn á klukkustund og sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér hjá Hringormanefnd hafa full- trúar hennar rætt við forstöðumenn Hraðfrystihússins í Hnífsdal sem taka mun vélina ■ notkun. Að sögn Hauks Baldurssonar verkfræðings hjá Landsmiðjunni er hakkavélin sú stærsta sem framleidd hefur verið hériendis. Hnífurinn í henni er um 40 sm í þvermál og l'Æ metri að lengd. Vélin er um 60 hestöfl og það kraftmikil að hægt er að setja skrokkana heila í hana með skinni og beinum og jafnvel frosna. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hring- ormanefnd kostar vélin um 200 þúsund krónur. Það fylgdi með upplýsingunum að selur er talinn mjög gott refa- fóður. Refabú á Haga á Barða- strönd notaði nokkur hundruð selsskrokka í fóður á síðasta sumri með góðum árangri. Reikn- að er með að vélin geti komist í gagnið á næstu vikum og er fyrir- hugað að pönnufrysta fóðrið, eins og gert er við fiskúrgang. Seltjörn Barðaströnd: 370 ám slátrað vegna riðuveiki BORGARSTJÓRNARFUND, sem haldinn var í gærkvöldi, sat í fyrsta skipti sem borgarfulltrúi heyrnarlaus maður. Það er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur G. Vilhjálmsson, en hann sat fundinn ásamt túlki sínum, Vilhjálmi B. Vilhjáimssyni, sem er faðir hans. Þá var þetta fyrsti borgarstjórnarfundurinn sem nýkjörinn forseti borgarstjórnar, Markús Örn Antonsson, stjórnar. Vilhjálmur G. situr á myndinni á milli Ingibjargar Rafnar og Huldu Valtýsdóttur og gegnt honum situr faðir hans og túlkar ræðu Öddu Báru Sigfúsdóttur. Markús Örn Antonsson situr í forsetastól og honum á hægri hönd Davíð Oddsson, borgarstjóri. Lengst til hægri er Gunnar Eydal við ritarastörf. Morgunbi»ði»/ói.K.M. RIÐUTILFELLI hefur komið upp á bænum Seltjörn á Barðaströnd og verður allt fé á bænum skorið niður í haust af þeim sökum. „Stefnan hefur verið sú að halda Vestfjörðunum hreinum af riðu á sunnudag VEGNA 17. júní kemur Morgun- blaðið ekki út á morgun, laug- ardag. Hins vegar kemur blaðið út sunnudaginn 19. júní. veiki og því hefur verið gripið til slíkra ráðstafana þegar tilvik sem þessi koma upp. Þannig var sauðfé skorið niður á þremur bæjum á Barðaströnd 1981 og á þremur bæjum 1982,“ sagði Kjartan Blöndai hjá Sauðfjárveikivörnum í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann bætti því við að hér væri um 370 kindur að ræða og stæðu nú yfir samningar við bóndann á Seltjörn. Á dögunum bárust einn- ig fréttir af því að tvö ný riðutil- felli hefðu verið staðfest í kindum frá bænum Villingadal í Saurbæj- arhreppi í Eyjafirði, og talin hætta á að þar sé riðan í uppsigl- ingu. Engin ákvörðun hefur að sögn Kjartans Blöndal verið tekin um niðurskurð þar. Leghálskrabbamein: Island fyrirmynd ann- arra þjóða f fjöldaleit Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur samþykkt, að ísland verði fyrir- mynd annarra þjóða hvað varðar rannsóknir og leit aö leghálskrabbameini. Dr. Jan Stjernswárd, framkvæmdastjóri krabbameinsdeildar stofnunarinn- ar, hefur dvalist hér á landi að undanförnu og setið ráðstefnu Norræna krabbameinssambandsins, en hann tilkynnti Krabbameinsfélagi íslands ákvörðun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þá sat einnig ráðstefnuna Dr. Anders Englund, en hann er framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka krabba- meinsfélaga. Dr. Jan Stjernswárd fram- kvæmdastjóri krabbameinsdeild- ar Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar, tilkynnti Krabbameinsfé- lagi íslands á ráðstefnu Norræna krabbameinssambandsins, er Katrín Fjeldsted formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur: TU greina kemur að banna notkun Parathion-eiturs „ÞAÐ ER ÁST/EÐA til að ætla að fólk hafi orðið fyrir eituráhrifum af völdum eiturúðunar garða. Samkvæmt upplýsingum sem ég aflaði mér á slysadeild í fyrrasumar, hafði komið til þeirra fólk sem bar ýmis einkenni eitrunar og einhver slík tilfelli hafa komið upp á hverju ári,“ sagði Katrín Fjeldsted, læknir og formaður heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar, sem borgarlæknisembættið heyrir undir, en eins og kunnugt er þá hefur verið ákveðið að herða eftirlit með eiturúðun í borginni. „Ástæðan fyrir því að ég for- vitnaðist um þetta mál var sú, að ég hafði þá sjálf til meðhöndlun- ar stúlku, sem vann í kirkjugörð- um Reykjavíkurborgar þegar úð- að var þar og þjáðist af ógleði og höfuðverk, sem sennilega hefur mátt tengja eiturúðuninni. Það er auðvitað afskaplega erfitt að sannreyna þessa hluti, þar sem orsakaþættirnir, sem til greina koma eru margir og flóknir, en líkurnar eru vissulega fyrir hendi," sagði Katrín. Tildrögin að því að borgar- læknisembættið sendi þeim sem leyfi hafa til eiturúðunar bréf, þar sem bent er á hve hættuleg efni þeir hafi undir höndum og birt var auglýsing til garðeig- enda, þar sem forsendur árang- ursríkrar eiturúðunar eru skýrð- ar, sagði Katrín vera þau, að hún hefði lengi haft áhyggjur af þessum málum og heyrt víða utan að sér um skepnur sem dáið hefðu eða hagað sér einkenni- lega um svipað leyti og eitrað hefði verið. Þegar hún hefði ver- ið gerð að formanni heilbrigðis- ráðs í byrjun júní í fyrra, hefði hún strax hafist handa um að láta nefndina kynna sér þessi mál og hefði nefndin kallað fyrir sig sérfróða menn á þessum svið- um. Fyrrgreint bréf og auglýsing væri afleiðing þess. — Má gera ráð fyrir frekari aðgerðum? „Það má ekki fara of geyst í þessum málum, en það eru allar líkur á að hér hafi verið eitrað með of sterkri blöndu eiturs og á vitlausum tímum. Þetta eru að- eins fyrstu aðgerðir og við erum nú með í undirbúningi setningu reglugerðar um eiturúðun í görð- um í samráði við Hollustuvernd ríkisins. Þetta er ekki afgreitt mál og það er nauðsynlegt fyrir eitt bæjarfélag eins og Reykja- víkururborg að hafa eftirlit með hvernig gengið er um náttúruna í borginni." Aðspurð kvað Katrín það vel koma til greina að banna notkun Parathion-eitursins í höfuðborg- inni, en það hefur mest verið notað við eiturúðun í Reykjavík, enda væri það í samræmi við þá þróun sem átt hefði sér stað á hinum Norðurlöndunum. Aðrar og vægari eiturtegundir gætu komið í staðinn. „Þetta er einnig spurning um öryggi þeirra sjálfra, sem sjá um úðunina. Það að nota Para- thion-eitrið til að drepa blaðlýs, er svipað því og að skjóta á mý- flugu úr fallbyssu," sagði Katrín Fjeldsted að lokum. haldin var á Laugarvatni 13.—16. júní, að stofnunin hefði samþykkt, að fsland yrði fyrirmynd annarra þjóða í leit að leghálskrabbameini og fyrirbyggjandi aðgerðum. Mun stofnunin veita Krabbameinsfé- laginu ýmsan stuðning vegna þessa. f samvinnu við Alþjóða heilbrigðisstofnunina mun Krabbameinsfélagið stefna að því, að frá og með aldamótunum muni engin kona á íslandi deyja úr leghálskrabbameini og leit að sjúkdómnum ná til eins margra kvenna og mögulega er unnt. Með fjöldaleit minnkaði dánar- tíðni kvenna með leghálskrabba- mein um 60% á árunum 1959—70 og 1975—78, en árið 1981 höfðu um 83% kvenna á aldrinum 25—69 ára verið skoðuð a.m.k. einu sinni. Dánartíðni óskoðaðra kvenna var tíu sinnum hærri en meðal skoð- aðra. Krafist 16 ára fangelsisdóms ÁKÆRUVALDIÐ krafðist þess fyrir Sakadómi Reykjavfkur í gær, að Jó- hann Þórir Eyþórsson, 25 ára gamall bifreiðarstjóri, yrði dæmdur til 16 ára fangelsisvistar fyrir að hafa orð- ið Óskari Árna Blomsterberg að bana með því að stinga hann fjórum stungum í bakiö í fjölbýlishúsi við Kleppsveg þann 1. janúar síðastlið- inn. Verjandi ákærða hélt því fram, að ákærði hefði ætlað að slá hinn látna með hnífsskaftinu en ekki áttað sig á að oddurinn sneri fram. Sjá frétt af málflutningi fyrir Sakadómi Reykjavíkur í mið- opnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.