Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
137. tbl. 70. árg.
1‘RIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983
l’rentsmiðja Morgunblaósins
Eldsvoði um borð í Gunnjóni GK 506:
Þrír ungir skipverjar
fórust — sjö komust af
Enn barizt
viö eld um
borð í bátn-
um í nótt
1>RÍR ungir tnenn frá Keflavík,
Njarðvík og Reykjavík fórust í
eldsvoða um borð í Gunnjóni
GK 506 frá Garði í gær. Tíu
manna áhöfn var á bátnum og
björguðust hinir sjö, en eldurinn
kom upp í íbúðum skipverja aft-
an til í skipinu. Mennirnir sem
fórust voru á aldrinum 19—24
ára, tveir þeirra voru ókvæntir,
en einn var kvæntur og áttu þau
hjón ársgamalt barn.
Eldurinn kom upp um borð í
Gunnjóni á níunda tímanum í
gærmorgun, en neyðarkall heyrð-
ist frá bátnum laust fyrir klukkan
níu. Skipverjarnir, sem fórust,
komust ekki upp úr íbúðunum og
reykkafarar af varðskipinu Þór
komust ekki niður í íbúðirnar fyrr
en eftir klukkan 18 í gær, en gátu
ekkert aðhafzt vegna reyks og eit-
urgufa.
Slökkvistarf stóð enn um borð í
Gunnjóni, þegar Mbl. hafði síðast
fréttir klukkan eitt í nótt, en þá
var ætlunin, að varðrkip færi með
líkin til ísafjarðar, þegar það yrði
unnt, en Bjarni Ólafsson AK tæki
Gunnjón í tog til Njarðvíkur.
Sjá baksíöu: Nafnlaus
hjálparbeiðni heyrðist...
Sovézkur
andófsmaður
fyrir rétt
Moskvu, 20. júní. AP.
YURI Tarnopolsky, 46 ára gam-
all sovézkur vísindamaður af
Gyðingaættum, sem um langt
skeið hefur reynt að fá að flytjast
frá Sovétríkjunum til ísrael, hef-
ur fengið fyrirmæli um að mæta
fyrir rétti í næstu viku í heima-
borg sinni, Kharkov.
Er honum gefið að sök að
hafa dreift óhróðri um Sovét-
ríkin, en sú refsing, sem þar er
lögð við slíku, er þriggja ára
nauðungarvinna eða fimm ára
útlegð í afskekktari hluta Sov-
étríkjanna.
Kona hans sagði í símtali við
vestræna fréttamenn í Moskvu
í dag, að þessar ásakanir í garð
manns hennar ættu örugglega
rót sína að rekja til bréfa, sem
fcann hefði skrifað til ættingja
erlendis, þar sem lífinu í Sov-
étríkjunum væri lýst eins og
það er.
Töluverð slagsíða var komin á Gunnjón í gærkvöldi, þegar Ragnar Axelsson Ijósmyndari Mbl. tók þessa mynd, en þá voru Gunnjón, Rjarni Olafsson og
varðskipið Þór stödd 25—30 sjómílur norður af Horni. Þá voru skipstjóri og I. stýrimaður Gunnjóns um borð ásamt varðskipsmönnum, en fimm skipverjar af
Gunnjóni voru um borð í Bjarna Ólafssyni.
Afdráttarlaus áskorun Jóhannesar páfa:
Pólsk stjórnvöld hefji
viðræÓur við Samstöðu
Katovice, 20. júní. AP.
í ÁHRIFAMIKILLI ræðu, sem Jó-
hannes Páll páfi II flutti í dag fyrir
meiri mannfjölda en nokkru sinni
fyrr á ferðalagi hans nú um Pólland,
varði hann réttindi verkamanna og
skoraði á stjórnvöld í landinu að
taka sem fyrst upp viðræður við
Samstöðu, samtök hinna frjálsu
samtaka í stað þess að banna þau.
Páfinn flutti þessa ræðu við
bænarathöfn, sem fram fór á
flugvellinum við komu hans til
Katovice, en sú borg er eitt öflug-
asta virki Samstöðu. Sagði páfinn,
að eina leiðin til þess að leysa
vandamál Póllands væri að gera
það með „viðræðum milli stjórn-
valda og samfélagsins". Þá skír-
skotaði hann til umburðarbréfs,
sem hann gaf út 1981, þar sem
sagði: „Verkamenn eru málsvarar
baráttunnar fyrir félagslegu rétt-
læti.“ Síðan bætti páfi við: „Það
var í þessum anda, sem ég talaði í
janúar 1981 í áheyrn, sem veitt
var sendinefnd frá Samstöðu."
Var þetta í annað sinn í Póllands-
AP-simamynd.
Geysilegur mannfjöldi — nærri ein og hálf milljón manna — tók á
móti Jóhannesi Páli páfa II. við komu hans til borgarinnar Kato-
vice í gær, á fimmta degi Póllandsheimsóknar hans. Þessi borg er
höfuðborg Slésíu, en það er mesta kola- og stáliðnaðarhérað Pól-
lands.
ferð páfa nú, sem hann nefnir
Samstöðu með nafni.
„Allur heimurinn hefur fylgzt
með mikilli tilfinningu með þeim
atburðum, sem gerzt hafa síðan í
ágúst 1980,“ sagði páfinn enn-
fremur í ræðu sinni, en í þeim
mánuði kom Samstaða fyrst fram
í miklum verkfallsaðgerðum, sem
áttu sér stað í skipasmíðastöðvun-
um í Gdansk.
Geysilegur mannfjöldi — nærri
ein og hálf milljón manna — tók á
móti páfa við komu hans til Kato-
vice og vakti ræða hans mikla
hrifningu allra. Að ræðu hans lok-
inni hrópaði fólkið i einum kón
„Iængi lifi páfinn.“
Athöfnin i Katovice fór fram úti
undir beru lofti og lét mannfjöld-
inn hvorki rigningu né rok aftra
sér frá því að hlýða á boðskap páfa
til enda.
Enn hefur ekki fengizt úr því
skorið, hvenær og hvar Lech Wal-
esa leiðtogi Samstöðu, fær að
ræða við páfann. Er ekki talið
ólíklcgt, að það verði í horginni
Krakow á morgun, þriðjudag.