Morgunblaðið - 21.06.1983, Page 2

Morgunblaðið - 21.06.1983, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 ■»» MorguibUM/GuAjii. íslenzka lýðveldið er enn ungt að árum og því má segja að það sé við hæfi að mynda stelpuna við fótstall frelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar á þjóðhátíðardaginn. „Þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hlaut“ — segir séra Olafur Skúlason sem tilnefndur hefur verið vígslubiskup „ÉG VAR sérstaklega ánægður yfir því hvað þetta var afgerandi, það hefði verið leitt ef munað hefði mjög litlu. Ég er mjög þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem ég hlaut," sagði séra Olafur Skúlason dómpró- fastur, en hann hefur verið tilnefnd- ur vígslubiskup Skálholtsdæmis hins forna. Vígslubiskup verður vígöur á Skálholtshátíð 24. júlí næstkom- andi. Séra Ólafur Skúlason hlaut 48 tilnefningar sem vígslubiskup, dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor hlaut 19, séra Guðmundur Óli Ólafsson í Skálholti 16, séra Sig- urður Sigurðarson á Selfossi sex, séra Jónas Gíslason dósent þrjú og séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli tvö. Að sögn séra Ólafs hefur til- nefningin engin áhrif á prestskap hans í Bústaðasókn, en til álita kæmi hvort hann gegndi áfram Sr. Ólafur Skúlason. dómprófastsembætti. Vígslubisk- up er að venju staðgöngumaður biskups og rekur þau erindi sem biskup hefur fengið honum, en hefur gegnt sínum starfa áfram. Vígslubiskupaembættin voru stofnuð 1909 og var fyrsti vígslu- biskup syðra séra Valdimar Briem á Stóranúpi, og vill svo til að séra Ólafur Skúlason heitir eftir syni hans, séra Ólafi Briem. „Kona séra Ólafs var Katrín Helgadóttir afasystir mín. Séra Ólafur dó rétt áður en hann átti að skíra mig, svo þá var ákveðið að ég bæri nafn hans, að því er mér er sagt,“ sagði séra Ólafur Skúlason. Samkvæmt lögum um vígslu- biskupa eru þeir skipaðir eftir til- lögum prestastéttarinnar í við- komandi vígslubiskupsdæmi. Alls höfðu 101 rétt til tilnefningar, sóknarprestar, prestar í sérþjón- ustu og guðfræðikennarar Háskól- ans. Bárust 95 tilnefningar, 94 voru gildar en ein ógild. Eiginkona séra Ólafs Skúlason- ar er Ebba Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn. Steingrímur um pólsku fiskiskipin: Eiginlega búinn að gleyma þeim Spurt og svarað um garðyrkju LESENDIIM Morgunblaðsins er bent á aó þátturinn Spurt og svarað um garðyrkju, sem verið hefur í Morgun- blaðinu undanfarnar vikur lýkur brátt göngu sinni. Tekið verður við spurn- ingum í dag og á morgun miðvikudag, en eftir það verður ekki hægt að koma spurningum á framfæri. Lesendur, sem hafa einhverjar spurningar er varða garðyrkju, eru að hætta því hvattir til þess að láta í sér heyra. Síminn er 10100 og verða spurningar teknar niður milli 11 og 12 hvorn daginn um sig. Þeim verð- ur síðan komið á framfæri við Haf- liða Jónsson, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, sem svarar þeim og verða svörin birt í Morgun- blaðinu nokkrum dögum síðar. „ÞESSI skip koma samkvæmt við- skiptasamningi viö Pólland sem gerð- ur var um áramótin 1980—1981. Síð- an hef ég ekkert heyrt á þetta minnst og var satt að segja eiginlega búinn að gleyma þessu — hélt að þetta hefði kannski dottið upp fyrir vegna ástandsins í Póllandi," sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra, er Mbl. ræddi við hann í gær, en frétt Mbl. á sunnudag um fyrirhug- aða komu þriggja fiskiskipa til lands- ins frá Póllandi hefur vakið furðu meðal ráðherra og fékk fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, núverandi forsætisráöherra, fyrirspurn vegna þessa á ríkisstjórnarfundi í gærmorg- un. mánuði nk., hin síðar. Kaupendur eru Samtog í Vestmannaeyjum, sem fær tvö skipanna, og Hrói í Ólafsvík. Steingrímur sagði ekkert geta komið I veg fyrir komu skip- anna úr þessu, gerður hefði verið bindandi samningur við Pólverja og kaupendur greitt inn á samninginn. Hann sagði í lokin: „Hins vegar hef ég ekkert heyrt um þetta í ein tvö ár svo það kom mér á óvart þegar ég heyrði þetta núna.“ Áframhald raðsmíðaverkefna: Fjórar stöðvar fá eitt skip hver Úrskurðaður í varðhald vegna gruns um íkveikju ÞRJÁTÍU og fjögurra ára gamall mað- ur var á sunnudag úrskurðaöur í gæzluvarðhald til 6. júlí vegna gruns um íkveikju. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa þann 18. júní síðastliðinn kveikt í „Jakabóli”, æfingahúsi lyft- Viðskiptaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, hefur ritað Seðlabanka Islands bréf, þar sem hann lýsir þeim vilja ráðuneytisins, að öðrum bönk- um en þeim, sem nú þegar hafa leyfi til gjaldeyrisviðskipta, verði veittar heimildir til ákveðinna gjaldeyris- viðskipta, svo sem afgreiðslu ferða- gjaldeyris og opnun gjaldeyrisreikn- inga, óski þeir eftir því. Þá er það einnig vilji ráðuneytis- ins að sparisjóðum verði veittar sömu heimildir og bönkum og muni ráðuneytið beita sér fyrir laga- ingamanna í Laugardal og varð talsvert tjón. Það var í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma að eldur var lagður að húsinu. Maðurinn hef- ur ekki áður komið við sögu Rann- sóknarlögreglu ríkisins. heimildum þar að lútandi, sé þeirra þörf. I fréttatilkynningu frá viðskipta- ráðuneytinu segir að umrætt bréf sé ritað í tilefni stefnuyfirlýsingar núverandi ríkisstjórnar, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að frjálsræði í gjaldeyrisverzlun verði aukið. I fréttatilkynningunni segir, að samkvæmt 19. grein laga númer 10/1961 um Seðlabanka íslands hafi rétt til að verzla með erlendan gjaldeyri, auk Seðlabankans, Landsbanki íslands og Útvegs- banki íslands. „Þá er samkvæmt Steingrímur sagði að samningur- inn við Pólverja hefði verið gerður á sínum tíma vegna mikils þrýst- ings og þá einnig verið samið um kaup á mjöli o.fl. Hann sagði samn- inginn hafa verið mjög hagstæðan á þeim tíma hvað skipin varðaði og kaupendur verið fyrir hendi. „Hins vegar hefði verið gott að losna við skipin, enda engin þörf fyrir þau, enda veiði miklu minni núna,“ sagði ráðherrann. Eins og fram kom í frétt Mbl. verður fyrsta skipið sjósett í júlí- greininni bankastjórnum heimilað að fengnu samþykki ráðherra að leyfa öðrum bönkum svo og póst- stjórninni að verzla með gjaldeyri innan takmarka sem hún ákveður. Ákvæði þessi voru ítrekuð með 5. grein laga númer 63/1979 um skip- an gjaldeyris- og viðskiptamála. Bankastjórnin veitti með samþykki ráðherra Búnaðarbankanum heim- ild til gjaldeyrisverzlunar sam- kvæmt þessum ákvæðum," segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Jafnframt þessu óskar ráðuneyt- ið í bréfinu eftir tillögum Seðla- Á ríkisstjórnarfundi í gær var sam- þykkt tillaga frá Sverri Hermannssyni iönaðarráðherra um áframhaldandi raðsmíðaverkefni skipa í skipasmíða- stöðvum. Tillagan felur í sér að eftir- taldir staðir fá heimild til að smíða eitt skip hvert: Slippstöðin Akureyri, Stál- vík Garðabæ, Þorgeir og Ellert á Akra- nesi og Vélsmiðja Seyðisfjarðar. Að sögn Sverris gerði fyrrverandi ríkisstjórn samþykkt þess efnis að að þrjár skipasmíðastöðvar hæfu smíði á svonefndum raðsmíðuðum fiskiskipum, þ.e. smíði skipa sam- bankans hér að lútandi, svo og til- lögum um breytingar á viðkomandi lögum og reglugerðum, ef nauðsyn krefur. Þá segir að um frekari breytingar á gjaldeyrismálum muni viðskiptaráðuneytið hefja viðræður við bankastjórn Seðla- bankans á næstunni. Þá hefur viðskiptaráðherra einn- ig ritað Seðlabankanum bréf þar sem óskað er eftir athugun bank- ans á núverandi afurða og rekstr- arlánakerfi með það fyrir augum, að afurða- og rekstrarlán verði í framtíðinni í ríkari mæli en áður á vegum viðskiptabanka og spari- sjóða. kvæmt stöðluðum teikningum, án þess að kaupendur væru fyrir hendi. Stálvík og Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi höfðu heimild- ir til smíði eins skips hvor, en Slippstöðin á Akureyri fyrir tveimur skipum. Sverrir sagði að ríkisstjórn- in hefði nú samþykkt að stöðvarnar fjórar fengju fyrrgreind leyfi, þrátt fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar að stöðva allar skipasmíðar og reyna að beina stöðvunum inn á ný verkefni, en það hlyti að kalla á einhvern að- lögunartíma. Aðspurður um hvernig skipasmíð- arnar væru fjármagnaðar sagði ráðherrann, að samkvæmt tillögu fyrri ríkisstjórnar væru smíðarnar fjármagnaðar að 60% úr Fiskveiða- sjóði, 20% úr Ríkisábyrgðarsjóði og með 5% láni úr Byggðasjóði. Hann kvað rétt vera að sjóðir þessir ættu við fjárþröng að búa og auðvitað yrði að taka erlend lán til fjármögnunar. Höfuðkúpu- brotinn eftir umferðarslys NÍTJÁN ára gamall piltur liggur nú mikið slasaður í sjúkrahúsi eftir al- varlegt umferðarslys á Suðurlands- braut, fyrir framan veitingahúsiö Sig- tún. Slysið varð laust fyrir klukkan hálffjögur aðfaranótt laugardags- ins. Pilturinn varð fyrir sendibifrdlð og mun höfuðkúpubrotinn og lær- brotinn. Hann var fluttur í slysa- deild Borgarspítalans. Öllum bönkum og sparisjóð- um heimiluð gjaldeyrisviðskipti — segir m.a. í bréfi viðskiptaráðherra til Seðlabanka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.