Morgunblaðið - 21.06.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983
3
55,7% aukning á tóbaksinnflutningi
Ronald F. Maryott
Fundur í kvöld
kl. 20.30:
Viðfangs-
efni varn-
arliðsins
SAMTÖK um vestræna samvinnu
og Varðberg efna til fundar í Átt-
hagasal Hótels Sögu kl. 20.30 í
kvöld, þriðjudaginn 21. júní, þar sem
Konald F. Maryott, aðmíráll, yfir-
maður varnarliðsins á Keflavfkur-
flugvelli, flytur erindi um viðfangs-
efni varnarliðsins á líðandi stund.
Ronald F. Maryott hefur starfað
hér á landi í tæp tvö ár og hverfur
bráðlega að öðrum verkefnum á
vegum bandaríska flotans. Fyrir
um það bil tveimur árum efndu
Samtök um vestræna samvinnu og
Varðberg til fundar um svipað
efni með forvera Maryotts, Rich-
ard Martini, og vakti hann veru-
lega athygli.
Fundurinn er opinn félags-
mönnum SVS og Varðbergs og
gestum þeirra.
Endurskoð-
un á banka-
kerfinu ljúki
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
viðskiptaráðuneytinu vegna
nefndar um endurskoðun
bankakerfisins:
„Hinn 17. júlí 1981, skipaði þá-
verandi viðskiptaráðherra nefnd
„til að endurskoða allt bankakerf-
ið, þar á meðal löggjöfina um
Seðlabanka íslands og hlutverk
hans með það markmið að mynda
stærri og virkari heildir og ein-
falda bankakerfið inna ramma
heilsteyptrar löggjafar um við-
skiptabanka."
í nefnd þessa voru skipaðir þeir
Lúðvík Jósepsson, Kjartan Jó-
hannsson, Jón G. Sólnes, Matthías
Á. Mathiesen og Halldór Ás-
grímsson, sem var formaður
nefndarinnar.
Viðskiptaráðuneytið hefur
ákveðið að óska eftir því að nefnd-
in ljúki þeim verkefnum sem
henni voru falin og skili tillögum
til ráðuneytisins fyrir 15. sept. nk.
Ráðuneytið leggur áherslu á, að
með endurskoðaðri löggjöf um
bankana verði reynt að koma í veg
fyrir óæskilega útþenslu þeirra.
Þar sem þeir Halldór Ásgríms-
son og Matthías Á. Mathiesen
hafa óskað eftir því að verða leyst-
ir frá störfum 1 nefndinni, hefur
viðskiptaráðherra í dag skipað í
þeirra stað Björn Líndal lögfræð-
ing og Þorstein Pálsson alþing-
ismann, sem jafnframt hefur ver-
ið skipaður formaður nefndarinn-
ar.“
INNFLUTNINGUR á tóbaki, þ.e.
vindlingum og „öðru tóbaki", jókst
um 55,7% fyrstu fjóra mánuði ársins,
þegar inn voru flutt samtals 204,9
tonn, borið saman við 131,6 tonn á
sama tíma í fyrra.
Verðmætaaukningin milli ára
er um 203%, eða 64 milljónir
króna fyrstu fjóra mánuðina í ár,
borið saman við 21,13 milljónir
króna á sama tíma í fyrra.
Innflutningur á vindlingum
jókst um 77,4% fyrstu fjóra mán-
uðina, þegar inn voru flutt sam-
tals 170,5 tonn, borið saman við
96,1 tonn á sama tíma I fvrra.
Verðmætaaukning þessa innflutn-
ings er um 248,5% milli ára, eða
55,9 milljónir króna, borið saman
við liðlega 16 milljónir króna á
sama tíma í fyrra.
Ef litið er á innflutning á „öðru
tóbaki", þá hefur hann dregizt
saman um 3,1% milli ára. Fyrstu
fjóra mánuði þessa árs voru alls
flutt inn 34,4 tonn, borið saman
við 35,5 tonn á sama tíma í fyrra.
Verðmætaaukning innflutnings-
ins milli ára er 59,2%, eða 8,1
milljón króna á móti 5,1 milljón
króna í fyrra.
í fylgd Bryndísar Schram
Ein vika - 22. júní. - kr. 8.780
Er þetta ekki óskaferðin ykkar ?
EINNIG BJÓÐUM VIÐ, SEM ENDRANÆR:
Einnar viku hringíerð: Reykjavík - Newcastle - Bremerhaven
- Newcastle - Reykjavík íyrir aðeins 9.110.
í hringíerð þarítu engan erlendan gjaldeyri.
eða:
Reykjavík - Newcastle - Reykjavík kr. 10.600 - og bíllinn með.
eða:
Reykjavík - Bremerhaven - Reykjavík kr. 14.860 - og bíllinn með
í íerðinni þann 22. júni verður Jazz-sport grúppan um borð
og sýnir jazzfimleika á hverju kvöldi(3 prógröm).
Enníremur kemur Robert Becker óperusöngvari íram fyrstu tvö kvöldin
og syngur íyrir farþega.
FARSKIP
AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166