Morgunblaðið - 21.06.1983, Side 13

Morgunblaðið - 21.06.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 13 Reykjavíkurborg: Ársreikning- urinn 1982 samþykktur ÁRSREIKNINGUR borgarsjóds Reykjavíkur og stofnana hans fyrir árið 1982 var samþykktur í borgar- stjórn á fimmtudagskvöld að lokinni síðari umræðu. Niðurstöðutölur ársreikningsins eru 1 milljarður 56 milljónir 972 þúsund kr., en til eignabreytinga var varið taepum 194 millj. kr. Tekið upp stjórn- málasamband við Alsír og Indónesíu RÍKISSTJÓRN íslands hefur tekið upp stjórnmálasamband við Alsír og Indónesíu. Frá þessu segir í fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir einnig að ekki hafi verið ákveðið hvenær skipst verður á sendiherrum. Staögreiösla Hötum kaupanda að góöri 4—5 herb. ibúð i blokk á Stór- Reykjavíkursvæöinu, bílskúr ekki skilyrði. Kaupverö greitt viö undirritun samnings, fyrir rétta eign. Austurberg Rúmgóð 4ra herb. íbúö á jarö- hæö. Góðar innréttingar. Sér lóö. Laus fljótlega. Verö 1.300 þús. Heiðarás Vandað 340 fm fokhelt hús. Til- búiö til afhendingar. Möguleiki á aö hafa tvær sér íbúðir í kjall- ara. Skipti hugsanleg á sérhæö eöa raöhúsi t.d. raöhúsi í Fella- hverfi. Kópavogur 160 fm parhús á tveimur hæð- um meö innbyggöum bílskúr. Afh. tb. aö utan, en ófrágengiö aö innan. Teikn. á skrifstofunni. Frostaskjól Fokhelt endaraöhús á tveimur hæöum. Innbyggöur bílskúr. Til afh. strax. Æskileg skipti á íbúö í vesturbæ. Arnartangi Gott 145 fm einbýli ásamt 40 fm bílskúr. Falleg lóö. Bein sala. Verð 2.250 þús. Hrafnhólar Góð 4ra herb. íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Snyrtileg og skipu- lögð. Verö 1.350 þús. Austurberg Rúmgóö 4ra herb. íbúö á jarð- hæö. Góðar innréttingar. Park- et. Sér lóö. Laus fljótlega. Verö 1.300 þús. Sumarbústaöur Höfum vandaöan 50 fm nýlegan sumarbústaö í Hraunborgum, Ölfusi. Allar innréttingar nýjar og húsgögn fylgja meö. LAUFAS SÍÐUMÚLA 17 Magnús Axelsson Fer inn á lang flest heimili landsins! Karítas Sigurðsson mun í sumar starfa um borð í ms. Eddu á vegum Ferðamálaráðs. Ljósm. Kristján Einarsson. „Starfið leggst vel í mig“ „STARFIÐ verður fyrst og fremst fólgið í landkynningu," sagði Kar- itas Sigurðsson í samtali við Morg- unblaðið, en hún mun í sumar veita forstöðu upplýsingaþjónustu um borð í m/s Eddu á vegum Ferðamálaráðs, Náttúruverndar- ráðs og ferðaskrifstofanna. Hún sagði að markmiðið með þessari þjónustu væri að auka skilning og áhuga erlendra ferðamanna á við- kvæmri náttúru landsins, hvetja þá til góðrar umgengni og greina frá þeim reglugerðum sem nýlega hafa verið settar um ferðir er- lendra hópa til landsins auk ann- arra reglna sem gilda á þessu sviði. Slík þjónusta verður einnig um borð í „Norröna“, skipi „Smiril-Line“. Starfsemin fer annars þannig fram að skrifstofa verður starf- rækt í skipinu þar sem ferða- — segir Karitas Sigurðsson sem í sumar sér um land- kynningu um borð í Eddu langar geta fengið upplýsingar um ástand vega, færð og veðr- áttu, ferðir á vegum ferða- skrifstofanna, gististaði og aðrar þær upplýsingar sem ferðamenn biðja um varðandi land og þjóð. Þá mun Karitas veita aðstoð við skipulag ferða og efna til funda með ferðalöngum, sýna lit- skyggnur og landkynningar- myndir á myndböndum. Á leiðinni frá íslandi og til Evrópu mun Karitas gangast fyrir rabbfundum með erlendu ferðamönnunum, fá fram við- horf þeirra um dvölina hér á landi o.s.frv. Einnig mun hún að- stoða íslendinga sem þess óska um ferðir, gistingu o.fl. í New- castle og Bremorhaven. „Þetta leggst n.jög vel í mig. Hér gefst einnig tækifæri til að nálgast þá ferðamenn sem ferð- ast um fsland á eigin farartækj- um,“ sagði Karitas að lokum. Þess má geta að hún er dóttir Níelsar P. Sigurðssonar, sendi- herra, og Ólafar Rafnsdóttur. Hún hefur dvalist erlendis und- anfarin 16 ár og talar sjö tungu- mál. Á sumrin hefur hún starfað hér heima hjá Ferðamálaráði og Eddu-hótelum. Breytingar á rekstri Fæðingarheimilisins: Miða að aukinni nýtingu heimilisins ÁÆTLAÐUR kostnaður vegna breytinga á Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar nemur 854 þús- und kr. og búist er við að sú áætlun muni standast. Þá er gert ráð fyrir að verja þurfi um 2,7 millj. kr. til tækjakaupa en í hluta fæðingar- heimilisins er nú verið að útbúa skurðstofu vegna kvensjúkdóma- lækninga. Þetta kom fram í svari borgarstjóra Davíðs Oddssonar við fyrirspurn frá Kristjáni Benedikts- syni borgarfulltrúa um þessi mál. Varðandi fyrirspurn um kostn- aðarþátttöku ríkisins í þessum framkvæmdum gat borgarstjóri þess að gert væri ráð fyrir að ríkið bæri 85% kostnaðar eins og lög gerðu ráð fyrir en hins vegar hefði heilbrigðisráðuneytið synjað um vilyrði fyrir þessum framkvæmd- um daginn fyrir síðustu kosn- ingar. Hins vegar kvaðst borgar- stjóri nú búast við að leyfi fengist. Um ástæður þessara framkvæmda sagði Davíð að í þær væri ráðist til þess að auka nýtingu fæðingar- heimilisins en hún væri ekki næg og stefndi í 6 millj. kr. halla á næsta ári að öllu óbreyttu. Kristján Benediktsson borgar- fulltrúi átaldi þessar framkvæmd- ir og sagði að samkvæmt áliti ráðuneytisins myndi skurðstofan ekki standast nútímakröfur. Taldi hann að hér væri illa að verki staðið. Stykkishólmur: Fyrsti sýslufundur nýja sýslumannsins Stykkishólmi, 10. júní. AÐALFUNDUR sýslunefndar Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu var haldinn í Stykkishólmi 7.-9. þ.m. og lágu mörg mál fyrir fundinum. I*etta er fyrsti sýslufundur sem nýskipaður sýslumaður, Jóhannes Árnason, heldur hér. Stýrði hann fundi og bauð fulltrúa velkomna og lagði fram í fundarbyrjun dagskrá fyrir alla dagana. Nú þegar ljóst er að ólafsvík hefir fengið kaupstaðarréttindi, leiðir það af sjálfu sér að fulltrúi þess sveitarfélags hættir þar störfum, kom hreppsnefnd Ólafs- víkur (nú bæjarstjórn) á fund sýslunefndar og ræddi þessi mál við nefndina. Það var í lokin sam- þykkt að fulltrúi ólafsvíkur- hrepps, sem nú er Ólafur Kristjánsson verkstjóri, hefði rétt til að mæta áfram á sýslufundum með tillöguréttindum. Þá voru rædd skipti milli sýslusjóðs og ólafsvíkurkaupstaðar og kosin nefnd til að ganga frá þeim skipt- um. Þá var lögð fram áætlun sýslu- vegasjóðs og voru niðurstöðutölur hennar kr. 1.855.813.- og um leið ákveðið fjármagn í vegi hrepp- anna. Fjárhagsáætlun sýslusjóðs var einnig samþykkt á fundinum og eru niðurstöður hennar kr. 968.000.-. Aðaltekjustofninn er sýslusjóðagjald kr. 750.000.-. Gjöld voru ákveðin sem hér seg- ir: Til Amtbókasafnsins 150 þús., er það framlag móti Stykkis- hólmshreppi. Til eyðingar refa og minka kr. 137.000.-. Til byggða- safns sýslunnar og Norskahússins kr. 170.000.-. Meðal annarra samþykkta sem fundurinn gerði voru: 1. Sýslu- fundur vill sem oft áður skora á þá sem fjármagni ráða til vega- framkvæmda í landinu að veita meiru af fjármagni til nýbygginga vega á Snæfellsnesi en verið hefir. í því sambandi bendir fundurinn á að óvíða á landinu muni vegakerf- ið vera verra en á Snæfellsnesi, þar miði nýbyggingu hægt og viðhald sé ófullkomið. 2. Sýslunefndin skorar á stjórn- völd að leiðrétta það misræmi sem er í orkukostnaði milli lands- svæða. Verði ekki skjót bót á ráð- in, geti komið til stórfelldrar bú- seturöskunar á landinu. 3. Sýslu- nefndin vill benda á að á þessu svæði hefir ekki fundist nýtanleg- ur jarðhiti sem að gagni gæti komið og vill því skora á Orku- stofnun að ítarlegri jarðhitaleit verði framkvæmd á Snæfellsnesi svo úr því verði skorið hvort um nýtanlegan jarðhita sé að ræða á því svæði. Fólk sem hérna býr get- ur ekki unað því lengur að þurfa að greiða margfalt hærri upphæð til upphitunar en þeir sem búa við hitaveitur. Fundurinn bendir á að á Snæ- fellsnesi er greitt hærra raforku- verð en víða annarsstaðar. Fundurinn skorar á Rafmagns- veitur ríkisins að gefa mönnum kost á þriggja fasa rafmagni í öll- um sveitum sýslunnar, þar sem einfasa rafmagn veldur bændum miklum aukakostnaði og torveldar þeim að geta nýtt sér rafmagn sem skyldi. 4. Útgáfa árbókar: Mikill áhugi ríkti á fundinum á þessu máli og var samþykkt að leita eftir því við sögunefndina sem kjörin var á seinasta aðalfundi að vinna áfram að framgangi málsins. Tveir sýslunefndarmenn höfðu látist frá því seinasti aðalfundur var haldinn. Voru það þeir ólafur Bjarnason frá Brimilsvöllum sem um áraraðir átti þar sæti og Haukur Sigurðsson, Árnarstöðum, en hann átti í nokkur ár sæti í sýslunefnd. Minntist sýslumaður þeirra á fundinum. Þá kynnti sýslumaður fyrir nefndinni hina miklu bóka og listaverkagjöf sem Ketill Jónsson frá Hausthúsum í Eyjahreppi arf- leiddi sýsluna að. {PfflKIKSISTOIK "GÆTU VERIt) PIN6MENN1' Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.