Morgunblaðið - 21.06.1983, Side 14

Morgunblaðið - 21.06.1983, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 Karp í Moskvu um þjóð- erni Helga Tómassonar í júnímánuði 1969 fór fram í Moskvu alþjóðleg listdanskeppni, en þar kom við sögu, svo um mun- aði, ungur íslenskur listdansari, Helgi Tómasson, sem nú er talinn í allra fremstu röð ballettdansara í heiminum. Gafst sjónvarps- áhorfendum hér á landi kostur á að sjá heimildarmynd um þennan íslenska afreksmann sl. föstu- dagskvöld. Við þessa mynd rifjað- ist upp fyrir mér atvik, sem átti sér stað skömmu eftir keppnina. Við hjónin vorum þá í boði hjá sendiherra Bandaríkjanna þar í borg, hr. Jakob Beam, ásamt fjölda annarra gesta. Bar dans- keppnina m.a. á góma og lét bandaríski sendiherrann orð falla um, að menn mættu óska sér til Helgi Tómasson hamingju með frábæran árangur ungs bandarísks manns, sem hlot- ið hefði silfurverðlaunin í keppn- inni — hér í Moskvu, þessu fræga höfuðvígi danslistarinnar í heim- inum. Taldi hann þetta mikinn heiður fyrir land sitt. Er hér var komið sögu heyrðist hljóð úr horni. Danski sendiherrann, sem þá var hr. Anker Svart, lét til sín heyra og sagði, að vissulega væri afrek hr. Tómassonar glæsilegt. Hann yrði þó að hryggja banda- ríska kollega sinn með því að leið- rétta, að listdansarinn væri danskur, en ekki bandarískur. Danski ballettinn ætti sér langa og glæsta hefð og væri þekktur víða um heim. Ekki líkaði mér alls kostar þessi málflutningur eða ættfærsla Bandaríkjamannsins og Danans. Ég kvaddi mér því hljóðs og sagði að ég kæmist ekki hjá því að leið- rétta báða þessa kollega mína. Helgi Tómasson væri íslendingur, íslenskur ríkisborgari, ferðaðist á íslensku vegabréfi og gerði ráð fyrir að svo yrði áfram. Hann og hans fallega kona, Marlene, sem einnig er dansari, hefðu gert okkur hjónunum þá ánægju að heimsækja okkur í íslenska sendi- ráðið nú nýlega í sambandi við keppnina. Eg gæti þvf trútt um talað. Hitt væri rétt að eftir nám á íslandi hefði hann notið fram- haldsþjálfunar í Danmörku og starfaði nú í Danmörku. Þessu karpi um þjóðerni Helga Tómassonar lauk síðan í bróðerni og höfðu menn gaman af. Eg gat þó ekki stillt mig um að skjóta því að öðrum skandinavískum sendi- herra, að þetta væri ekki í fyrsta skipti að reynt væri að „ræna“ frá okkum mönnum, sem slægur væri '• Oddur Guðjónsson Vesturbræður á æfingu með stjórnanda sínum, Ernest Anderson. íslenskir Vest- urbræður í heimsókn Marteinstunga. Móðir mín var hins vegar úr Suður-Þingeyjar- sýslu. Þau kynntust þegar vestur um haf kom til Norður-Dakóta. Á heimili mínu var einungis töl- uð íslenska, og þegar ég hóf mína skólagöngu þurfti ég að HÉR Á landi er um þessar mundir staddur karlakórinn Vesturbræður en hann skipa afkomendur fslend- inga, sem fluttu vestur um haf til Washington-fylkis í Bandaríkjun- um. Kórinn var stofnaður í Seattle 1979 af áhugamönnum um söng af íslenskum uppruna í þeim tilgangi að halda við tónlistararfi og tungu- máli forfeðra sinna. Kórinn hefur oft komið fram í Seattle og þar um slóðir og hefur fengið lof fyrir góða túlkun á íslenskum og amerískum kórsöngslögum. Hingað til lands komu 22 af 23 meðlimum kórsins, og hittum við þá að máli þar sem þeir voru á æfingu í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg. Séra Eric Sigmar sagði að for- saga kórsins væri eitthvað eldri en frá 1979 því í Mountain í Norður-Dakóta hefði verið starf- andi kór Vestur-íslendinga fyrir allmörgum árum. „Þá var Ragn- ar H. Ragnars tónlistarkennari í Mountain og var hann einnig stjórnandi kórsins. í kórnum sem hingað kom til lands eru nokkrir sem sungu undir stjórn hans í Mountain. Kór sá hafði á söngskrá sinni íslensk lög eins og gefur að skilja og hét Is- landia." Eric sagði að það hefðu verið starfandi fleiri karlakórar skip- aðir Vestur-íslendingum en þessi, sem hingað er kominn, en hann væri sá eini sem eftir væri. Ekki var það á mæli Erics að heyra að hann hefði alist upp fjarri Fróni svo góða íslensku talaði hann. Næst töluðum við við Jonatan (Tani) Bjornson og spurðum hann hvaðan af landinu hann ætti ættir að rekja. „Ég á ættir að rekja til Rangárvallasýslu, en faðir minn var frá bæ nefndum Vesturbræður sungu við messu í Bessastaðakirkju á sunnudaginn og á eftir þáðu þeir heimboð forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, og þar tóku þeir fyrir hana lagið. Bræðurnir og prestarnir Eric og Harald Sigmar. Á milli þeirra stendur Edward Pálmason læknir og forseti kórsins. byrja á því að læra enskuna í skólanum." Tani sagði okkur að hann hefði verið í kórnum sem Ragnar H. Ragnars stjórnaði og að sér þætti það sérstaklega ánægju- Íegt að koma hingað til lands og fá tækifæri til að hitta sinn gamla kórstjórnanda. Einnig gæfist sér tækifæri til að heilsa upp á ættingja sína en þetta væri í þriðja sinn sem hann kæmi hingað til landsins og hann hefði því náð góðu sam- bandi við þá. Þá hittum við Harald Sigmar bróður Erics, en hann er prestur eins og bróðir hans. Hann sagði að þeir bræður væru ekki í nein- um vandræðum með íslenskuna. „Við ólumst upp við að heyra þetta mál talað auk þess sem við höfum báðir dvalið hér á landi í u.þ.b. ár. Ég var hér 1958—’59 og kenndi þá við guðfræðideild há- skólans en Eric var hér 1953—’54 og las norrænu. Kon- urnar okkar eru hér með okkur, þær Kristbjörg og Svava, og þær tala báðar mjög góða íslensku. Flestir reyna að halda íslensk- unni við. í Seattle er starfandi íslendingafélag, Seattle Iceland- ic Club, og þar koma meðlimirn- ir saman 6—7 sinnum á ári og félagið heldur 17. júní alltaf há- tíðlegan. Meðlimimir eru um 250 og eins og þú getur ímyndað þér er oft glatt á hjalla." Kórinn fer til Akureyrar 27. júní og verða þá með tónleika í Akureyrarkirkju. Einnig fer hann upp í Borgarfjörð, að Skálholti og í Aratungu. í dag verður kórinn við setn- ingu prestastefnu íslands í Há- tíðarsal Háskóla íslands. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! JHtfrgtttifrlofófr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.