Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 15 Geigvænleg hljóð hversdagstilveru Leiklist Jóhann Hjálmarsson Ríkisútvarpið hljóðvarp: ÚTILEGAN og 500 METRAR eftir Steinunni Sigurðardóttur. Leikstjórar: Viðar Víkingsson (Úti- legan) og Arnar Jónsson (500 metrar). Hinn nýi leiklistarstjóri út- varpsins, Jón Viðar Jónsson, hefur lýst yfir áhuga sínum á að fá íslenska höfunda til að semja leikrit fyrir útvarp. Er vonandi að honum verði ágengt í því efni. Ekki veit ég hvort Steinunn Sig- urðardóttir hefur samið leikritin Útileguna og 500 metra beinlínis fyrir útvarp, en hún ríður á vað- ið eftir því sem ég best veit. 500 metrar er fyrsta útvarpsleikritið sem tekið er upp í stereó, en tæknifróðir menn telja að sú að- ferð muni skila betri árangri en sú gamla. Steinunn Sigurðardóttir er enginn nýgræðingur í skáldskap (að vísu kölluð það fyrir skemmstu). Hún hefur fyrir löngu skipað sér í röð athyglis- verðra ljóðskálda, sent frá sér prýðilegt smásagnasafn og látið nokkuð að sér kveða í gerð sjón- varpsleikrits. Nú notar hún út- varpsmiðilinn eins og svo mörg skáld hafa gert. Einkum í Þýska- landi hefur útvarpsleikritið orð- ið áhrifamikið og það er enginn tilviljun að sá sem hefur náð einna lengst þar er einmitt ljóð- skáld, Gúnter Eich. Hann er nú látinn. Af ljóðskáldum hér heima sem að undanförnu hafa samið útvarpsleikrit sem eftir hefur verið tekið man ég einna helst eftir Erlendi Jónssyni. í Útilegunni eru Þingvellir vettvangur vægast sagt óhugn- anlegra atburða. Fólk sem í sak- leysi sínu hefur tjaldað í Þjóð- garðinum fær heimsókn varðar á þyrlu, en hann reynist heldur betur skeleggur í starfi sínu. Hann hrekur hjónin með veikl- aða dóttur út í regnvota og hryssingslega nóttina. Þessi hjón eru að því leyti óvenjuleg að þau eiga ekki bíl eins og allir hinir. Þótt verðinum sé boðið upp á te og hann þiggi það eru viðbrögð hans engu að síður kaldranaleg. Hann segir hjónun- um að þau megi ekki tjalda á Steinunn Sigurðardóttir þessum stað, þau séu ólögleg og eigi að „koma sér á nóinu“. Þeg- ar kindur (eiginlega ókindur) gera innrás í þyrluna hans skýt- ur hann á þær. Hjónunum ógnar hann líka með byssu. Það er ekki laust við að nýleg- ir voðaatburðir rifjist upp við að hlusta á Útileguna. Með þessari blöndu fáránleika og hversdags leika hlýtur Steinunn að vera að vara við því að mönnum sé gefið of mikið vald, ekki síst mönnum sem eru vanþroskaðir að ein- hverju leyti. Hnyttin smámynd mætti kannski segja um leikrit- ið, en ekki sannfærði það mig verulega. Leikararnir fóru aftur á móti vel með hlutverk sín: Tinna Gunnlaugsdóttir, Harald G. Haralds, Steinunn Þórhalls- dóttir og Guðmundur Ólafsson. 500 metrar var meira í anda gáska en Útilegan. Gamlir elsk- endur hittast í sundlaugunum, rifja upp liðna ævi og efna til nýrra kynna. Svo smálegt var þetta leikrit og orðræður veiga- litlar að eiginlega skil ég ekki ástæðuna fyrir að útvarpa því. Það eina sem mér fannst áhrifa- ríkt í leikritinu var tæming laugarinnar og hvernig fólkið var rekið upp úr gegnum hljóð- nema. Það átti eflaust að minna á það hvernig lífið kulnar út og dauðinn tekur við að lokum. Konan hafði verið skorin upp við sjúkdómi sem óvíst var hvort tekist hefði að lækna. Leikurinn i 500 metrum er ekki umtalsverður. Leikurunum var eiginlega vorkunn að þurfa að flytja þennan texta. En þeir sem léku voru Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Þóra Friðriksdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Kjartan Bjarg- mundsson o.fl. Þeir sem léku best (ef slíkt orðalag er við hæfi) voru tæknimenn útvarpsins. Þeir skiluðu verulega góðu verki sem ástæða er til að fagna. Hlutur tæknimannanna í Úti- legunni var einnig með afbrigð- um. Sviffluga dregin á loft á Sandskeiði. Sumarstarf hafið hjá svifflugmönnum Svifflugmenn eru komnir á fulla ferð á Sandskeiðinu, þar sem er bækistöð svifflugs sunnan heiða. Á hverju sumri eru námskeið fyrir þá sem spreyta vilja sig á svifflugi og eru þau öllum opin, segir í frétt frá Svifflugfélaginu. Svifflugkennsla hófst á Sand- skeiði 1. júní sl. og er kennt á kvöldin þegar veður leyfir. Um helgar gengur annað flug fyrir á Sandskeiði, en þó er kennsluflug tekið inn á milli. Svifflugfélag íslands rekur nú tvær kennsluvélar, þrjár einsætur og eina tveggja manna mótorsvif- flugu. I frétt frá félaginu segir að kennarar þess á Sandskeiði séu reiðubúnir að svara spurningum þeirra, sem fræðast vilja nánar um svifflugið. Vestur- bræður í Bústaða- kirkju í kvöld KARLAKÓRINN Vesturbræður frá Seattle í Bandaríkjunum heldur tón- leika í Bústaðakirkju í kvöld og hefj- ast þeir kl. 20.30. Þetta verða einu tónleikar Vesturbræðra í Reykjavík í þessari fyrstu ferð kórsins til ís- lands, en svo sem kunnugt er, er þessi kór skipaður Vestur-íslending- um. Stjórnandi kórsins er Ernest Anderson og einsöngvarar eru m.a. Dr. Edward Palmason, Jon Palraa- son og Delbert Anderson. Agnes Löve er píanóleikari kórsins hér á landi. Á þjóðhátíðardaginn söng kór- inn á Elliheimilinu Grund og við Menntaskólann í Reykjavík við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Á tónleikaskrá kórsins eru t.d. lög úr söngleikjunum Oklahoma, Carousel, South Pacific og My Fair Lady og einnig nokkrir negrasálmar og hið þekkta lag Amazing Grace i mjög fallegri út- setningu. Þá syngja Vesturbræður nokkur íslensk lög, þar á meðal eftir Ragnar H. Ragnar á ísafirði, sem var söngstjóri nokkurra kór- félaga í Karlakór íslendinga i Norður-Dakota fyrir mörgum ár- um, og er Ragnar kominn til Reykjavíkur til að hitta sína gömlu vini og hlýða á söng þeirra. Á morgun, miðvikudag, syngur Karlakórinn Vesturbræður í Logalandi í Reykholtsdal kl. 21.00 og á laugardaginn i Aratungu kl. 21.30. - JAFNVEL HEILU VEGGIRNIR Ótal möguleikar, sem gera húsið bæði fallegra og þægilegra. Unnt er t.d. að fá rennihurð með rafhituðum þröskuldi fyrir svalirnar eða veröndina. Við framleiðum einnig sjálfvirkar rennihurðir, sem opnast um leið og einhver nálgast þær, — hafa oft komið að góðum notum. KYNNTU ÞÉR VERÐ OG GÆÐI. RAFHA — VÖRURSEM ÓHÆTTERAD TREYSTA ---I72-X3Ljj-h-MJL---------- Verslunin Rafha, Austurveri, Háaleitisbraut 68. Simar: 84445,86035. £ Hafnarfjörður, símar: 50022, 50023, 50322. £ PURINA kattafóðrið fæst í helstu MATVÖRUVERSLUNUM NÆRING VIÐ HÆFI - RANNSOKNIR TRYGGJA GÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.