Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 19 Orð páfa í Jasna Gora: „Þjóðin er þreytt - en þó full trúnaðartrausts og vonar“ ÞEGAR Jóhannes Páll páfi II talaði til trúaðs fólks frá Szczecin, sem komið var til Jasna Gora, gerðist hann berorðari um ástandið í Póllandi og hlutsk- ipti þjóðarinnar undir járnhæl kommúnista en hann hafði fyrr verið í heim- sókn sinni til landsins. Hér á eftir verður stiklað á stóru í ræðu hans: „Kæru bræður og systur. Þið er- uð fulltrúar vinnunnar, menning- arlegs, andlegs og trúarlegs lífs í þessu landi. Eg beini máli mínu til ykkar, nemenda og kennara, til ykkar, verkamannanna við skipa- smíðastöðvarnar, hafnarverka- mannanna, málmsmiðanna, verk- smiðjuverkamannanna, sjómann- anna og til ykkar, sem erjið land- ið. Þið hafið komið til fagnaðarins í Jasna Gora með þrengingar þjóð- arinnar og kirkjunnar í huga. Þið hafið fengið að reyna margt, erfið- leika eftirstríðsáranna og nú það, sem við erum orðin vön að kalla „hin síðustu ár“. Þið hafið komið til Móðurinnar í Czestochowa með sorg í hjarta, eða jafnvel fullir reiði, og sjálf nærvera ykkar hér er vitnisburður, sá vitnisburður, sem allur heimurinn stóð agndofa fyrir: þegar pólski verkamaðurinn reis upp til að verja rétt sinn með fagnaðarerindið í annarri hendi og bænarorð á vörum. Myndirnar, sem bárust út um heimsbyggðina árið 1980, létu hjörtu mannanna og samvisku ekki ósnert. Nú á þessari stundu, þegar við horfumst í augu og Móðir okkar í Jasna Gora horfist í augu við okkur, tárvot og sorgbitin en full hlýju og móðurástar, þá get ég ekki látið hjá líða að minnast stuttlega á þrengingar fólksins í þessu landi, sem þó eru mestar í sálum þess. Þjóðin er þreytt, en hún er'þó full trúnaðartrausts og vonar. Eg vil eiga hlutdeild í þess- um vitnisburði." Samstaða í Poznan Ein og hálf milljón manna fagnaði Páli páfa í borginni Poznan í Vestur- Póllandi þegar hann messaði þar í gær. Borðum með nafni Samstöðu var haldið hátt á loft og allur mannfjöldinn lyfti hendi á loft og myndaði sigurmerkið, V-merkið, með fingrunum. ap. Yasser Arafat. Moammar Khadafy Arafat harðorður í garð Khadafys Segir hann standa fyrir samsæri gegn sér Damaskus, 20. juní. AP. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsisfylkingar Palestínumanna (PLO), hélt í dag fund með öðrum forystumönnum hreyfingarinnar, sem kann að ráða því, hvort honum tekst að brjóta á bak aftur samsæri það gegn sér, sem hófst fyrir sex vikum. Lýsti Arafat því yfir, að hann myndi berjast gegn allri viðleitni annarra arabískra þjóða til þess að gera Palestínumönnum ókleift „að ráða sjálfir örlögum sínum“. „Ég veit, hve traustur sá grundvöllur er, sem ég hef undir fótum mér,“ sagði Arafat á fundi með fréttamönnum í dag eftir sjö klukkustunda fund i 13 manna miðstjórn skæruliðahreyfingar- innar Fatah, sem fram fór í Dam- askus, höfuðborg Sýrlands, í dag. „Ég er forseti Frelsisfylkingar Palestínumanna. Ég er yfirmaður herliðs hennar og það er skylda mín að berjast fyrir því, að Palest- ínumenn fái sjálfir að ráða örlög- um sinum,“ sagði Arafat ennfrem- ur. Fundi miðstjórnar PLO, sem fram fór fyrir luktum dyrum, lauk með því að ákveðið var að kalla saman sérstakan fund i 76 manna byltingarráði Fatah-hreyfingar- innar seinna í kvöld til þess að taka þar endanlega ákvörðun um, hvernig brugðizt skuli við sam- særistilraunum þeim, sem Saed Mous ofursti hefur staðið fyrir, en hann er betur þekktur undir dul- nefninu Abu Mousa. Arafat var harðorður, er hann ítrekaði fyrri áskanir í garð Khad- afys, leiðtoga Líbýumanna, að sá síðarnefndi hefði fyrirskipað herdeild frá Líbýu, sem barizt hef- ur í austurhluta Líbanon, að veita uppreisnarmönnum innan PLO herstuðning í árás þeirra á stöðv- ar Fatah á laugardag með þeim afleiðingum, að 3 menn biðu bana og 10 særðust. Strendur Barbados: Mannlaust vopnabirgöa- skip fannst á reki Caracas, Venezúela, 20. júní. AP. BIRGÐASKIPIÐ „Skýið“, skráð í Kýpur, fannst mannlaust á reki skammt undan ströndum Barbados í Karabíska hafinu í gær, en um borð voru 5000 gámar af sovéskum fall- byssuskotfærum. Rafael Bartoelli Moreno, að- stoðarflotaforingi í sjóher Vene- zúela kvað það af og frá að skipið hafi verið á leið til einhvers ríkis í Mið-Ameríku með vopnin. Að sögn Moreno var skipið á leið frá Júgóslavíu til Nígeríu, en síðast kom skipið til hafnar á Kanaríeyj- um. Þessar upplýsingar fékk yfir- maðurinn úr dagbók skipsins sem var að hans sögn skilmerkilega færð. í dagbókinni kom fram að skipið var við Kanaríeyjar þann 6. apríl síðastliðinn og síðast var fært í bókina daginn eftir. Banda- ríska strandgæslan bjargaði mönnum af fleka 8. apríl á svipuð- um slóðum og skipið var yfirgefið. „Skýið“ er 73 metra langt flutn- ingaskip, talsmenn sjóhers Vene- zúela sögðu fréttamönnum að svo virtist sem eldur hefði komið upp um borð í skipinu, en að öðru leyti væri allt á huldu um hvers vegna skipið var yfirgefið þegjandi og hljóðalaust. Utanríkisráðuneytið í Venezúela hefur tekið málið í sín- ar hendur og ætlar að freista þess að komast til botns í málinu. Noregur: Hitabylgja syðst en snjókoma nyrzt O.sló, 20. júní. Frá frétUritara Mor^unblaósins, Jan Krik Lauré. móti „sæmilegasta“ vetrarveður. Þar lokaðist einn fjallvegur við Tromsö sökum ófærðar í dag, er þar gerði mikla fannkomu og skaf- renning. Snjóplógar og önnur snjóruðningstæki voru kölluð út, en á aðeins nokkrum klukkustund- um snjóaði þarna svo mikið, að snjórinn var orðinn nær hálfs metra djúpur, þegar stytti upp. ÞAÐ eru engar ýkjur, þegar talað er um margbreytilegt veður í Noregi um þessar mundir. í dag var 32 stiga hiti í forsælunni víða í Suður-Noregi og gekk umferð og atvinnulíf þar hægt og treglega sökum hitans. Allar baðstrendur voru troðfullar, einkum af skólabörnum, en nú er hafin fyrsta vika sumarleyfis þeirra í Nor- egi. í Norður-Noregi var aftur á írönsk yfirvöld: Hengdu 16 Baháía New York, 19. júní. AP. TALSMAÐUR Baháítrúarsamtak- ánna í New York greindi frá því í gær, að yfirvöld í íran hefðu tekið af lífi tíu konur sem tilheyrðu söfnuðin- um. Þar með hefðu 16 aftökur á Ba- háífólki farið fram í síðustu viku. Konurnar voru frá 18 til 54 ára gamlar og þeim var gefið að sök að hafa neitað að afneita trú sinni og gerast múhameðstrúar. Konurnar tíu og karlmennirnir sex sem líflátin voru fyrr í vikunni voru úr hópi áttatíu sem hand- teknir voru í október síðast- liðnum. Hefur fólkið setið á bak við lás og slá síðan og sætt „við- amiklum yfirheyrslum og þrýst- ingi“, eftir því sem talsmaðurinn sagði. Hann sagði ennfremur að 150 Baháiiar séu í haldi í Iran fyrir engar sakir aðrar en að vera trúir trú sinni. Þá hefur 141 verið líflátinn fyrir sömu sakir frá því að Ayatollah Khomeini tók við völdum í febrúar 1979. Baháíar telja um 350.000 í íran. Aftökurnar í síðustu viku hafa vakið ugg í röðum Baháía og óttast þeir að þær séu undanfari harðnandi ofsókna. „Venjulega hafa aðeins verið 2—3 aftökur í einu, en 16 á einu bretti er ný stefna og við óttumst framhaldið," sagði umræddur talsmaður Bahá- ía. Handþurrkur í staðinn lyrii tvist og grisju Tork á Tork þurrkurnar eru sérstaklega framleiddar fyrir atvinnulífið, hvort sem um er að rœða olíuþurrkur, þurrkur lyrir elektrónisk tœki, þurrkur tyrir eldhús og mötu- neyti, verkstœðisþurrkur eða aírafmagnaðar þurrkur fyrir tölvur, ljós- nœma hluti og ljós- myndatœki. Hafðu samband við söludeild okkar og fdðu upplýsingar um Tork þurrkur, sem hœfa þínum vinnustað. dk) asiacohf Vesturgötu 2, P.O. Box 826, 101 Reykjavfk slmi 26733 VSQ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.