Morgunblaðið - 21.06.1983, Síða 20

Morgunblaðið - 21.06.1983, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 29 lltotgmiltffifrft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Óþarfar áhyggjur Dagbladsins-V ísis Dagblaðið var enn við lýði þegar ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsen kom til sög- unnar í febrúar 1980 og tók blaðið þá skýra afstöðu með stjórninni meðal annars vegna niðurstöðu í skoðana- könnun þess um álit almenn- ings á ríkisstjórninni. Áhrifa þessa stuðnings gætti greini- lega í ritstjórnargreinum Dagblaðsins-Vísis eftir sam- einingu blaða með þessu nafni undir einn hatt. Var ekki unnt að líta öðrum augum á rit- stjórnarskrif hins tvíeina blaðs en það væri stjórnar- blað allt framundir hið síð- asta, þegar almenningur hafði snúið baki við stjórninni og stefna hennar reynst mis- heppnuð í öllum meginatrið- um. Eftir stjórnarskiptin er málum þannig háttað að ann- ar ritstjóra Dagblaðsins-Vísis er ábyrgðarmaður ríkisstjórn- ar Steingríms Hermannsson- ar. Stóð ritstjórinn að öllum ákvörðunum þingflokks sjálf- stæðismanna í stjórnarmynd- unarviðræðunum. Því er þetta rifjað upp, að á laugardag er í forystugrein Dagblaðsins-Vísis lýst áhyggjum yfir því að Morgun- blaðið sé ekki nógu einarðlegt í stuðningi sínum við nýju rík- isstjórnina. Finnur Dagblað- ið-Vísir að því að hér í blaðinu skuli hafa verið gagnrýnt, að ekki sé efnt til sumarþings. Jafnframt tekur Dagblaðið- Vísir upp þykkjuna fyrir Tím- ann, málgagn Framsóknar- flokksins, sem hefur varið ákvarðanir ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar í einu og öllu, svo sem kunnugt er. Finnst Dagblaðinu-Vísi ámælisvert að Morgunblaðið skuli hafa lagt spurningar fyrir Tímann vegna ábend- inga ritstjóra Tímans um að líklega sé heppilegast að svipta forseta íslands forræði í stjórnarmyndunarviðræðum og fela það forseta alþingis. Og enn telur Dagblaðið-Vísir það óviðurkvæmilegt, að Morgunblaðið svari rang- færslum Tímans sem haldið er á loft til að gera óskirnar um að alþingi verði kallað til sumarfunda tortryggilegar. Raunatölu Dagblaðsins-Vísis í forystugrein á laugardag lýk- ur með þessari döpru niður- stöðu: „Bræðin í rifrildi Morg- unblaðsins og Tímans nú lofar ekki góðu um framhaldið í stjórnarsamstarfinu." Hér verður ekki leitt getum að því, að niðurstaðan í Dagblaðinu-Vísi sé rökrétt af- leiðing af reynslu blaðsins af því að styðja ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Það treysti sér ekki til að styðja stjórn Steingríms Her- mannssonar úr því að það tel- ur sig bara eiga samleið með Tímanum en geti ekki gengið að afstöðu Morgunblaðsins vísri. Umvöndunartónninn í forystugrein Dagblaðsins- Vísis á laugardag í garð Morg- unblaðsins verður ekki skilinn á annan veg en þann, að rit- stjórar Dagblaðsins-Vísis líti svo á að sem eindregnir stjórnarsinnar nú eins og áð- ur hafi þeir fullt umboð til að veita Morgunblaðinu ákúrur og knýja það til stjórnarholl- ustu. Enginn þarf að vera í vafa um hug Morgunblaðsins til ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. Honum var lýst í forystugrein Morgunblaðsins sama daginn og stjórnin var mynduð, fimmtudaginn 26. maí. Þar sagði meðal annars: „Spurningin er hins vegar sú, hvort stjórnmálamönnunum tekst að sannfæra þjóðina um nauðsyn hins sameiginlega átaks, nauðsyn þeirra fórna, sem færa verður til að á ný skapist hið æskilega iafnvægi í þjóðarbúskapnum. í því efni bíða hinnar nýju stjórnar mikil verkefni, að upplýsa þjóðina um alla þætti hins vá- lega viðskilnaðar og segja rétt frá í öllum greinum. Takist ekki að koma þeim rökum til skila til alls almennings, sem eru forsendur hinna harka- legu aðgerða er öll hin mikla vinna sem stjórnmálamenn- irnir lögðu á sig við myndun ríkisstjórnarinnar unnin fyrir gýg. í því efni hvílir sérstak- lega rík skylda á framsóknar- mönnum, sem setið hafa í rík- isstjórn síðan 1971. Hinni nýju ríkisstjórn fylgja góðar óskir allra þjóð- hollra manna. Það á að gefa henni tækifæri til að takast á við hina miklu erfiðleika í þeirri von að hún geti laðað fram alla bestu krafta meðal landsmanna. Stjórnin verður að sjálfsögðu dæmd af verk- um sínum." Framsóknarmönnum og rit- stjórum Dagblaðsins-Vísis kann að þykja að sér þrengt með því sem segir innan gæsalappanna. Hitt er víst að Morgunblaðið hefur verið sjálfu sér samkvæmt frá fyrsta degi ríkisstjórnarinnar og áhyggjur Dagblaðsins- Vísis vegna þess eru óþarfar. Stjórnarsamstarfið hefur vonandi meira þanþol en rit- stjórar blaðsins halda. Þrjú fálkahreið- ur rænd í vor? Rætt við Ólaf Karl Nielsen fuglafræðing, sem kom að hreiðrunum tómum AÐ ÖLLUM líkindum hefur eggjum verið stolið úr þremur fálkahreiðrum á Noröurlandi í vor. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur, sem vinnur að rannsóknum á lifnaðarháttum fálkans, kora að þessum hreiðrum um 20. maí síðastliðinn. Þá voru ný- legar slóðir við þrjú hreiður, sem öll eru á kunnum fálkaslóðum á Norð- urlandi, og hreiðrin tóm. Eins og Mbl. skýrði frá fyrr í þessum mánuði, höfðu landverðir I Mývatnssveit heyrt um fálka- eggjaþjófnað úr einu hreiðri, en það var Ólafur sem varð fyrstur var við þetta. Blm. náði tali af ólafi vegna þessa máls, er báðir voru fyrir skömmu staddir á Húsavík. Vildi hann ekki fullyrða að eggjunum hefði verið stolið úr hreiðrunum, þó líklegt væri, og sagði að fálkar hefðu sest f þau öll í vor. Fálki hefði öruggiega orpið í eitt hreiðrið, því hann hefði fundið brotið egg fyrir neðan það og af ummerkjum að dæma hefði lík- lega einnig verið orpið í hin tvö í vor. Þegar Ólafur kom að hreiðr- unum voru fálkar ennþá við tvö þeirra. Ólafur sagðist ekki vita hvort sömu menn hefðu verið á ferð við öll hreiðrin, en ummerki hefou verið við þau eftir allt upp í þrjá menn. Auk slóða við þessi þrjú hreiður, sem að öllum lfkindum hefur verið orpið í í vor, sagði Ólafur að slóðir hefðu verið við nokkur hreiður sem ekki hefði verið orpið í á þessu vori. Aðspurður um hvaða áhrif það Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur. Hann rannsakar lifnaðarhætti fálk- ans og kom hann að þremur hreiðr- um sem að öllum líkindum hafa ver- ið rænd í vor. hefði á fálkana þegar eggjum þeirra væri stolið, sagði Ólafur að eitt ár dytti örugglega úr varpi hjá þeim, því þeir verptu ekki aft- ur það vorið. Það væri slæmt, því talið er að aðeins séu 200—400 fálkapör hér á landi og aðeins lítill hluti þeirra verpir árlega. Sagði hann að fálkarnir gætu flutt sig og horfið og gæti þjófnaður úr hreiðrum og umgangur við þau orsakað það að fálkasetur legðust í eyði. Ölafur sagði einnig að erfitt væri að flytja eggin úr landi án þess að dræpist í þeim, unga þeim út og ala ungana upp, en þeir sem stunduðu þessa iðju væru fag- menn sem hefðu kunnáttu, tæki og aðstöðu til að framkvæma þetta verk. „Ég vil endilega hvetja fólk til að vera á verði gagnvart fólki sem er að spyrjast fyrir um fálka og gefa alls ekki upplýsingar um fálkahreiður sem það þó kynni að vita um,“ sagði Ólafur. Annars sagði Ólafur að mjög erfitt væri að verja fálkann, hann væri dreifður um allt land og erf- itt að standa þjófana að verki. Sagði hann að hækka þyrfti sektir við brotum og auka eftirlitið, sér- staklega snemma á vori, bæði heima í héraði og við tollskoðun á farangri manna þegar þeir færu úr landi. Þá sagði hann mikla þörf á að uppfræða almenning betur um fálkann því rannsóknir sýndu að um þriðjungur þeirra fálka, sem finnast dauðir á víðavangi hér á landi, hefði verið skotinn. Aðspurður um þá hugmynd sem nefnd hefur verið við blm. að kosta mætti aukið eftirlit með fálkanum með því að taka tvö af hverjum fjórum eggjum sem fálk- inn venjulega yrpi árlega, unga þeim út, ala upp ungana og temja og selja síðan úr landi, sagði Ólaf- ur: „Fálkatekja var mikil til forna en ef ætti að taka það upp í dag að nytja fálkann til að fjármagna verndarstarfið væri það hættulegt fordæmi, því vafasamt er að stoppað yrði við það.“ Taldi Ólafur þessa hugmynd fráleita, enda væri Talið er að skipulagðir hópar fagmanna vinni að þvf að stela fálkaeggjum og ungum þar sem til þeirra næst, m.a. á íslandi, enda svimandi upphæðir sem fást fyrir fálka, sem seldir eru til Arabalanda, þar sem þeir eru tamdir og notaðir til veiða, enda fálkinn frægur fyrir þrótt sinn og flugfimi. Þó fálkinn sé alfriðaður og njóti sérstakrar verndar skv. lögum, virðist það duga skammt. Myndin er af uppstoppuðum fálka og einu fálkaeggi, en fálkar verpa um fjórum eggjum að meðaltali. MorgunblaðiA/Guðjón. meðalfjöldi unga sem fálkapar kæmi upp um það bil þrír, en oft kæmi fálki fjórum ungum upp. Auk þess myndi slíkt valda mikilli truflun á fálkaslóðum sem skapað gæti hættu á að fálkinn afrækti, þ.e. hann hætti að liggja á eggjun- um og þá dræpist í þeim. Taldi hann að slík fjármögnunaraðferð verndarstarfs myndi valda meira tjóni en þeir yllu sem nú stela fálkaeggjum. Þetta er þriðja árið sem ólafur fylgist með fálkanum og sagði hann að þetta hefði verið hart vor fyrir fálkann og varpið gengið illa, það hefði bæði verið lítið og seint á ferðinni. Sagði hann að þetta væri lélegasta vorið hjá fálkanum síðan hann hóf rannsóknir sínar. Snæfellsnes: Ófleygur og illa á sig kom- inn fálki fannst í Breiðuvfk Laugabrekku, Breiduvíkurhreppi, 20. júní. FÁLKI fannst á Stóra-Kambi í Breiöuvíkurhreppi síðdegis á föstudag, 17. júní. Ingjaid- ur Indriðason bóndi þar fann fálkann stutt frá þjóðvegin- um, austan við túnið. Fálkinn var illa á sig kominn, rennandi blautur og gat ekki flogið. Ingjaldur náði fálkanum, fór með hann heim og hjúkraði honum eftir bestu getu. Lét hann fálkann í búr og gaf hon- um fugl og vatn en í fyrstu vildi hann ekkert éta. En seint um kvöldið og um nóttina fór hann að kroppa í kjötið. Fréttaritari fór að Stóra- Kambi daginn eftir. Fálkinn var þá orðinn þurr og allur að hress- ast. — Finnbogi. Morgunblaðiö/ Finnbogi Lárusson. Ingjaldur Indriðason bóndi á Stóra-Kambi í Breiðuvík með fálkann sem hann fann þar skammt frá bænum, rennandi blautan og illa á sig kominn. Myndin er tekin daginn eftir að fuglinn fannst og var hann þá heldur farinn að braggast. Þríburarnir skírðir á Djúpavogi 17. júní ÞRÍBURARNIR sem þau hjónin Guðmunda Brynjólfsdóttir og Reyn- ir Arnórsson eignuðust í vetur voru skfrðir í Djúpavogskirkju á 17. júní. Séra Kristinn Hóseasson skírði börnin og hlutu þau nöfnin Njáll, Bryndís og Asdís. „Þau eru öll hress og spræk, taka rispu á kvöldin og grenja þá öll í kór,“ sagði Guðmunda, þegar Mbl. hafði samband við hana í gær. „Þá er sannarlega í mörg horn að líta, en sem betur fer eru þau annars róleg. Ég er ein með þau á daginn, Reynir og elsta dótt- ir mín eru að vinna. Okkur langar að þakka þeim sem hafa sýnt okkur velvilja og sent okkur gjafir, og sérstakar þakkir viljum við flytja Gunnari Kvaran og Milupa-umboðinu, en þessi tvö fyrirtæki hafa séð okkur fyrir barnamat og þurrmjólk okkur að kostnaðarlausu og hefur það verið mikil hjálp." Lenging fæðingarorlofsins: Er málinu á allan hátt velviljaður - segir Matthías Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra „UMSÓKN okkar til Tryggingar- ráðs um lengingu á fæðingarorlofi vegna þríburafæðingar, hefur verið synjað vegna skorts á lagaheimild," sagði Svava Stefánsdóttir félags- fulltrúi á Landspítalanum í samtali við Mbl. í gær, en hún ásamt Þóru Fischer kvensjúkdómasérfræðingi hafa í samráði við foreldra þríbur- anna sem fæddust á spítalanum í vetur sótt um lengingu á fæðingar- orlofi móðurinnar. „í lögum er gert ráð fyrir þriggja mánaða fæðingarorlofi fyrir konur og fjórða mánuðinum ef um fleirburafæðingu eða veik- indi móður eða barns er að ræða,“ sagði Svava. „Enginn munur er gerður á tví- bura- og þríburafæðingu, fjórir mánuðir eru hámark og sama hverjar aðstæður eru. í þessu til- felli búa hjónin úti á landi og þurfti konan að koma hingað til Reykjavíkur í skoðun. Eftir að börnin voru fædd dvaldist hún svo hér í tvo mánuði þar til spítalinn sleppti af þeim hendinni. Þau eiga þrjú börn fyrir, yngst 4 ára og þar sem þau búa er enga heimilishjálp að fá.“ ✓ Mbl. hafði samband við Matthí- as Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Varðandi þetta sagði hann að málið hefði borist sér fyrst i gær og væri því ekki langt á veg komið, en hann væri því á allan hátt velviljaður. Morgunbladið/Ingimar. Séra Kristinn Hóseasson skírir þríburana í Djúpavogs' kju. Frá vinstri, Brynjólfur heldur bróður sínum, Njáli, undir skírn, Kristbjörg Snjólfsdó r, móðir Reynis, heldur á Ásdísi og Guðmunda heldur á Bryndísi. Þrír af sjö fulltrúum íslands á ráðstefnunni. Talið frá vinstri: Ágúst Einarsson, Einar Jónsson og dr. Jakob Sigurðsson. Þeir sem fóru á ráðstefnuna en ekki eru á myndinni eru: Jón Jónsson, Kristinn Pálsson, Óskar Vigfússon og Ingólfur Falsson. Fundur íslendinga og Grænlendinga: Rætt um samvinnu í sjávarútvegsmálum Grænlendingar efndu til ráð- stefnu dagana 31. raaí til 3. júní um samvinnu á sviði sjávarútvegs á meðal njrstu þjóða við N-Atlantshaf, það er Island, Noregur, Færeyjar og Grænland. Ráðstefnugestir sem voru yfir 40 komu frá flestum stærstu hagsmunafélögum um fisk- veiðar á löndunum fjórum. Héðan fóru fulltrúar frá: Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, Sjómanna- sambandi íslands, og Farmanna- og fiskimannasambandi ísl. Á ráðstefnunni var rætt ýmiss konar samstarf, t.d. að grænlensk skip væru sett í viðgerð á íslandi, nugsanleg veiðafærakaup Græn- lendinga hér og löndunarrétt, en sem kunnugt er hafa Grænlend- ingar landað rækju hér á landi og báðir aðilar haft gagn af. Þá ræddu Grænlendingar hugsanlega tækni- og fjárhagsaðstoð ef á móti kæmi veiðiheimildir í landhelgi þeirra. Hér þyrftu þó aðgerðir stjórnvalda að koma til. Ástæður þessarar ráðstefnu má eflaust rekja til komandi úrsagnar Græn- lendinga úr Efnahagssambandi Evrópu og að þeir eru í auknum mæli að taka sín mál í eigin hend- ur. Fastráðning við Þjóðleikhúsið: 57 sækja um 6 stöður ALLS sóttu 57 leikarar um fast- ráðningu við Þjóðleikhúsið næsta starfsár, en 6 slíkar stöður voru auglýstar nýlega. Sagði Gísli Al- freðsson verðandi Þjóðleikhús- stjóri að þessi ráðning til eins árs væri liður í nýju og sveigjanle^ samkomulagi á milli Þjóðleikhú ins og Félags íslenskra leikara i ráðningu leikara. Fjallað veri um umsóknirnar á næsta fui Þjóðleikhússráðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.