Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983
íæ&ííí Helgistund og fagnaðar-
hátíð haldin þar um helgina
Jón Hannesson, sr. Hreinn Hjartarson, Höskuldur Jónsson, Valdimar Ólafsson, Elís R. Helgason, Einar S. Einarsson og Sveinn H.
Skúlason við FeJla- og Hólakirkju.
HELGISTUND og fagnaðarhátíft var
haidin í Fella- og Hólakirkju um
helgina. Við athöfnina söng kirkjukór
Fella- og Hólasóknar en sr. Hreinn
Hjartarson annaðist helgistund.
Sveinn H. Skúlason formaður sókn-
arnefndar bauð gesti velkomna og
formaður byggingarnefndar, Jón
Hannesson, rakti sögu kirkjubygg-
ingarinnar og lýsti henni. Konur úr
félaginu Fjallkonan sáu um veitingar
fyrir gesti, en á fjórða hundrað
manns var við athöfnina. Meðal gesta
var biskupinn yfir íslandi, herra Pét-
ur Sigurgeirsson, sr. Ólafur Skúlason
og Markús Örn Antonsson, forseti
borgarstjórnar.
Árið 1975 var Fella- og Hóla-
hverfi gert að sérstökum söfnuði
og er hann í dag stærsti og barn-
flesti söfnuður landsins. Kirkjuleg
starfsemi sóknarinnar hefur farið
að mestu leyti fram í húsi sem
söfnuðurinn festi kaup á sama ár
og söfnuðurinn var stofnaður, en
bygging kirkju fyrir sóknina hófst
í fyrra og er hún nú fokheld.
Kirkjulegt starf hófst í Fella- og
Hólahverfi árið 1973 er sr. Lárus
Halldórsson byrjaði að messa í
Fellaskóla. Þegar hverfið var gert
að sérstökum söfnuði, kom sr.
Hreinn Hjartarson til starfa fyrir
söfnuðinn og sama ár voru fest
kaup á húseigninni Keilufelli 1.
Þar fór ýmis starfsemi sóknarinn-
ar fram, en guðsþjónustur fóru þó
enn fram í Fellaskóla þar til búið
var að innrétta kapellu í safnað-
arheimilinu að Keilufelli. Ári síð-
ar var kapellan stækkuð og var
byrjað að messa þar um jólin 1977.
Hafa messur farið þar fram allt
til farið var að messa í Menning-
armiðstöðinni við Gerðuberg nú í
maí sl..
I upphaflegu skipulagi var gert
ráð fyrir tveim kirkjum I Fella-
hverfi og í Hólahverfi, en safnað-
arnefndin var einhuga um þá
skoðun að byggja eina kirkju fyrir
bæði hverfin. Lóð fékkst undir
kirkjuna fyrir miðju hverfinu og
strax og hún var fengin var efnt
til samkeppni um teikningu að
kirkju. Arkitektarnir Gylfi Guð-
„Forsaga þessa máls er sú að
ég hefi í gegnum árin safnað
alls konar munum og fyrir
fjórum árum ákvað ég að gefa
Vestur-Barðastrandarsýslu
safn mitt. Sýslan er nú búin að
byggja yfir safnið, en að vísu
dugir safnahúsið ekki fyrir
nema hluta þess,“ sagði Egill.
Vestur-Barðastrandarsýsla:
Forsetinn
opnar minja-
safn að Hnjóti
Munir úr búi ömmu og afa
forsetans eru á safninu
„Þarna er að finna muni
sem fyrst og fremst tengjast
sjávarútvegi og landsins
hlunnindum,“ sagði Egill
Ólafsson að Hnjóti í Rauða-
sandshreppi, en þar opnar
forseti íslands nýtt minja-
safn á miðvikudag, og með-
al muna í safninu eru munir
sem verið hafa í eigu fjöl-
skyldu forseta.
með fullum seglum. Draupnir
var smíðaður 1882.
Þá er í safninu að finna
ýmsa muni aðra, sem hvergi er
að finna í öðrum íslenzkum
minjasöfnum, að sögn Egils.
Elzti hluturinn með ártali er
frá 1634. Safnahúsið er 150 fer-
metrar að flatarmáli, en loft er
notað að hluta og gólfflötur því
200 fermetrar.
Egill og kona hans Ragn-
heiður Magnúsdóttir afhenda
safnið formlega á miðvikudag.
Hefur Egill ráðið uppsetningu
og séð um hana, en uppistaðan
í safninu er áraskipið Draupnir
frá Bjarneyjum, sem þar er
Hús minjasafnins að Hnjóti.
Ljóam;nd Pétur Sveiiunon.
Egill Ólafsson innan um ýmsa muni er tengjast sjávarútvegi.
Hjónin Ragnheiöur Magnúsdóttir og Egill Ólafsson innan um muni f minjasafninu aö Hnjóti. Á veggnum hanga
munir úr búi Magöalenu Jónsdóttur konu séra Þorvaldar f Sauölauksdal, en þau Magöalena og Þorvaldur voru
afi og amma Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands.