Morgunblaðið - 21.06.1983, Page 23

Morgunblaðið - 21.06.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 31 jónsson og Ingimundur Sveinsson urðu hlutskarpastir í þeirri sam- keppni og var fyrsta skóflustung- an að kirkjubyggingunni tekin á pálmasunnudag í fyrra. Að sögn safnaðarnefndar var hafður sá háttur á að bjóða verkið ekki út, heldur valdir menn sem byggðar- nefnd og sóknarnefnd treystu til vandaðrar vinnu. Nefndin sagðist hafa ákveðið að byggja kirkjuna á skömmum tíma og er hún nú eftir eitt ár orðin fokheld. Nefndar- menn sögðust fullvissir um að aldrei síðan land byggðist hefði tekist að reisa svo stórt guðshús á svo skömmum tíma. Varðandi fjáröflun fyrir kirkju- byggingunni, sögðu nefndarmenn að bæði hefði verið leitað til sókn- arbarna og einnig hefðu verslanir og fyrirtæki á svæðinu stutt kirkjubygginguna, m.a. með sér- stökum verslunardegi í fyrra, þar sem 3 verslanir gáfu tíund af viðskiptum dagsins til fram- kvæmdanna. Lán hefðu verið tek- in og veitti borgarráð borgar- ábyrgð fyrir lánunum sem er ný- lunda í kirkjubyggingum á fs- landi, þar sem kirkjur eru ekki taldar lánshæfar, að sögn Sveins H. Skúlasonar, formanns sóknar- nefndar. Kirkjan sjálf er um 900 fer- metrar að stærð, sem er svipað stærð Bústaðakirkju. í kirkjunni verða skrifstofur, ein kennslustofa og fundarherbergi sem hægt er að opna fram í kirkjuskipið sjálft, en það rúmar um 310 manns í sæti. Auk þessa er lítið bænaherbergi við hliðina á skrifstofu prests, þar sem sóknarbörn geta beðist fyrir í einrúmi, en að sögn nefndarinnar er þetta bænaherbergi einsdæmi á landinu. Nefndarmenn gátu ekki sagt nákvæmlega til um hvenær kirkj- an kemst í fullt gagn, en ætlunin er að taka safnaðarheimilið í notkun á næsta ári og síðan verð- ur haldið áfram við að fullgera kirkjuskipið og ganga frá lóð. 50 aðilar með 94% útflutningsins: SH og SÍF stærstir útflytjenda VGRÐM/ETI samanlagðs útflutn- ings sl. ár var nálægt 8.480 milljón- um króna (6.536 m.kr. 1981). Sam- anlagt útflutningsverðmæti 50 stærstu útflytjendanna nam 7.985.2 m.kr. eða 94% af heildar- útflutningi 1982. Útflytjendur með yfir hundrað milljóna fob-útflutning það ár voru: Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna 1974, 3 m.kr.; Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda 1.577,6 m.kr.; Samband íslenzkra sam- vinnufélaga 1.450,4 m.kr.; íslenzka álfélagið 860,4 m.kr.; íslenzka um- boðssalan hf. (sútuð skinn, skreið, fiskur) 254,5 m.kr.; íslenzka járn- blendifélagið 244,0 m.kr.; Síldar- útvegsnefnd (saltsíld) 222,4 m.kr.; Álafoss hf. (lopi, band, ullarvörur) 149.2 m.kr.; Sölustofnun lagmetis 134.2 m.kr. og Hvalur hf. (hvalaf- urðir) 122,0 m.kr. Útflutningsverðmæti frá árs- byrjun til aprílloka 1983 reyndust 4.467,5 m.kr. Þar af var mest flutt út til Bandaríkjanna eða fyrir 1.229 m.kr. Sjávarafurðir voru 75,9% útflutnings, íslenzkar iðn- aðarvörur 21,9%, búvörur 1,3%, ýmsar vörur 0,9% á fjórum fyrstu mánuðum líðandi árs. í iðnaðarútflutningi vó álið þyngst eða 15,3% heildarútflutn- ings, ullar- og skinnavörur 3,2%, kísiljárn 1,7%, kísilgúr 0,9% og annað 0,8%. Ný flugskýli byggð á Keflavíkurflugvelli Vogum, 12. júní. í SUMAR er ráðgert að gera fok- held þrjú flugskýli fyrir Varnarlið- ið. Byggingarframkvæmdir hófust fyrir nokkru. Flugskýlin eru tæp- lega 1000 m2 að flatarmáli, og um 5000 m3 íslenskir aðalverktakar annast framkvæmdirnar, auk und- irverktaka. í byggingu flugskýlanna hvers fyrir sig þarf 2000 m3 af steypu og 180 tonn af steypustyrktarstáli, sem mun jafngilda steypumagni og steypustyrktarstáli í tuttugu til tuttugu og fimm einbýlishús. Vegna smíði flugskýlanna hefur verið keyptur til landsins sérstak- ur búnaður vegna undirsláttar. Eru það turnar úr járni, sem eru sérstaklega búnir til nota við af- réttingu lofta. Við smíði flugskýlanna starfa um 100 manns. 4* 30.000 kr. afslátt af fyrstu sendingunni á Skoda ’83 Hefur bú efni á að bíða? 165000 kr Skoda er pessa dagana fáanlegur fyrir aöeins 135.000krJ meðan lyrsta sendingin endist Skoda 105 kr. 134.700 Skoda 120L kr. 147.900 Skoda 120LS kr. 163 400 Skoda 120GLS kr. 177.400 Skoda Rapid kr. 196.800 Verð miðað við tollgengi júnímánaðar. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 30%afsláttur af flugfari og sérstaklega ódýr gisting fyrir ljóðelska. 26.-30. júní bjóða Flug- leiðir sértilboð á innanlandsflugi í tengslum við ljóðahátíð í Reykjavík. Tilboðið er bundið því skilyrði að keyptur sé miði á a.m.k. eina tónleika Ljóðahátíðar, lágmarks- dvöl sé 3 nætur og hámarksdvöl 6 nætur. Einnig býðst sérstaklega hagstætt verð á gistingu í tengslum við hátíðina. Hafið samband við skrif- stofur okkar, umboðs- menn eða ferðaskrif- stofur. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi M Við fljúgum þér suður 2$targtsnI»lftMb \t’fsti/uhík)(i Imrjum (í’gi.'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.