Morgunblaðið - 21.06.1983, Side 25

Morgunblaðið - 21.06.1983, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 33 Fyrsta bandaríska konan í geiminn með Challenger: „Þykir miður að ferð mín setji fjölmiðlana á annan endann,u Fyrsta konan, sem send var út f geiminn, Valentina Tereshkova frá Sovétríkjunum, t.v. og t.h. Sally K. Ride, sem nú dvelst um borð í bandarísku geimferjunni Challenger. GEIMFARARNIR fímm um borð í bandarísku geimferjunni Chall- enger hófu í dag vísindastörf úti í geimnum eftir að hafa lokið við að koma fjarskiptagervitunglum fyrir á braut umhverfís jörðu. Rann- sóknir geimfaranna í Challenger eru mun umfangsmeiri en til þessa hefur þekkst úti í geimnum. Stór hluti tæknibúnaðarins, sem notað- ur er við rannsóknirnar, er v-þýsk- ur og geimferðastofnun Bandaríkj- anna, NASA, stendur að rannsókn- unum í samvinnu við geimferða- stofnun Evrópu. A meðal geimfaranna fimm f Challenger er fyrsta bandaríska konan, sem fer í geimferð, Sally Kristin Ride, 32 ára gömul. Hún er þó ekki fyrsta konan til að fara í geimferð því fyrir tveimur áratug- um var sovésku konunni Valentinu Tereshkovu skotið á loft í þar- lendu geimfari. Nokkurrar öfundar gætti í umfjöllum bandarískra fjöl- miðla í garð Sovétmanna á þeim tíma og kom best fram í því að lögð var á það áhersla, að Ter- eshkova hefði aðeins verið í hlut- verki farþega í geimferðinni og ekkert átt við stjórntækin. Einn- ig var nokkur óánægja ríkjandi á meðal bandarískra kvenna, sem höfðu hlotið langvarandi þjálfun og staðist sérstakt þrek- próf, sem geimfarar þurfa að gangast undir. Óánægja þessi braust inn í sali bandaríska þingsins, þar. sem þingmenn kröfðust þess að þegar í stað yrði gerð gangskör að því að senda bandaríska konu út í geiminn. Tæpast hefur þó þingmennina óánægðu grunað, að 189 karl- menn, þar af 57 bandarískir, og önnur sovésk kona, færu í geim- ferðir áður en kæmi að fyrstu bandarísku konunni. Sjálf getur Sally þó vel við unað því hún skaut manni sínum, sem einnig er geimfari, ref fyrir rass. Hann fær ekki að spreyta sig í geim- ferð fyrr að níu mánuðum liðn- um. Þá verður jafnframt önnur bandarísk kona með í förinni. Nú þegar Challenger er kom- inn á loft beinist athyglin að Sally Ride í engu minna mæli en fyrir geimskotið. Sjálfri er Sally lítið um frægðina gefið. Hún segist ekki hafa ákveðið að ger- ast fyrsta bandaríska konan til að fara út í geiminn vegna frægðarinnar einnar. Hins vegar er þetta að hennar sögn skemmtileg reynsla og kærkom- in tilbreyting frá ströngum æf- ingum. Draumur hennar var alltaf að verða flugfreyja en smæðar sinnar vegna, hún er að- eins um 160 sm á hæð, uppfyllti hún ekki grundvallarskilyrði. Þrátt fyrir allt er óhætt að segja, að hún hafi fengið draum sinn uppfylltan, þótt á annan hátt sé en hún gerði sér e.t.v. í hugarlund fyrir 20 árum. Þrátt fyrir yfirlýsingar henn- ar um að hún vilji helst ekkert tjá sig um sjálfa sig og sín hugð- arefni voru fréttamenn stöðugt á sveimi í kringum hana og fylgd- ust með hverju skrefi hennar fyrir geimskotið. „Mér finnst það miður, að þjóðfélag okkar skuli ekki vera komið lengra á þróunarbrautinni en svo, að geimferð mín skuli setja fjöl- miðiaheiminn á annan endann,“ sagði hún á fundi með frétta- mönnum fyrir skemmstu. Fjölmiðlar hafa gert sér gíf- urlega mikinn mat úr geimferð Sally. Á forsíðum blaða um helg- ina mátti lesa allt um hvernig fatnað hún hafði með sér í hina sex daga löngu geimferð og að hún notaði engar snyitivörur í ferðinni. Hefði aðeins tekið með sér naglaskæri, engan vara-, kinna- eða augnalit. Þá lét eitthvert blaðanna þess getið, að brjóstahaldara væri ekki þörf þarna í háloftunum. Sally þótti strax á unga aldri efni í tennisstjörnu. Var hart lagt að henni að gerast atvinnu- maður í íþróttinni, en hún hafði meiri hug á framhaldsnámi og fór í Stanford-háskóla í Kali- forníu. Að loknu lokaprófi við háskól- ann fór áhugi hennar á vísindum .vaxandi og sótti hún um að kom- ast að hjá bandarísku geim- ferðastofnuninni, NASA, árið 1977. Hún var ein 35 rúmlega 8.000 umsækjenda, sem fengu starf. Þegar farið var að rann- saka hvað hinir 35 umsækjendur áttu allir sameiginlegt kom það kynduga í ljós, að allir höfðu svarað spurningu um, hvort þeir hefðu einhverju sinni þjáðst af minnisleysi, á sama hátt: „Ég man það ekki.“ smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ellilífeyrisþegar Kenni ensku. þýsku, spænsku og dönsku. Ödýrara fyrir ykkur. Kem heim ef óskaö er. Sími 21902. þjónusta ^ Víxlar og skuldabréf i umboössölu. Fyrirgreiöslustofan, Vesturgötu 17, simi 16223. Þorleifur Guö- mundsson, heima 12469. Trésmiður til aöstoðar Uppsetning á öllum innréttingum og hurðum. Panel- og þllju- klæöningar. Simi 40379. Hilmar Foss Lögg. skjalaþýö. og dómtúlkur. Hafnarstr. 11, sími 14824. Margskonar aðstoðarstörf Sími 23944 frákl. 7—11 f.h. Fíladelfía Almenn guösþjónusta kl. 20.30. Ræöumaöur Lennart Tegnander forstööumaöur frá Sviþjóö. UTIVISTARFERÐIR Þriðjudagur 21. júní kl. 19.30 og 20. Sólatööuferö í Viöey. Leiösögu- maöur Lýöur Björnsson, sagn- fræöingur. Verö 120 kr. Frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá Sundahöfn (kornhlaðan). Sjá- umst. fflmhjnlp Biblíuleshringur í kvöld kl. 20.30. Samhjálp. Húsmœðrafélag Reykjavíkur Sumarferöin veröur farin laug- ardaginn 25. júni. Nánari uppl. i símum 81759, Ragna, 14617 Sigríöur B. og 23630 Sigriöur J. UTIVISTARFERÐIR Fimmtudagur 23. júní kl. 20. Níunda Jónsmessunæturganga Útivistar: Kjalarnesfjörur — Torfhringur- inn. Torfhringurinn er byggöur sam- kvæmt gömlum hleösluaöferö- um. Byggingin er miöuð viö Keili og Snæfellsjökul. Varöeldur og súpa. Verö 150 kr. frítt f. börn. Tryggvi Hansen útskýrir tilurö byggingarinnar. Brottför fró BSi, bensínsölu. Sjáumst. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Kvöldferðir FÍ 1. Þriöjudag 21. júní kl. 20. Miö- næturganga á Esju — sumar- sólstöður. Verö 150 kr. Farþegar á eigin þílum velkomnir í hópinn. 2. Fimmtudaginn 23. júni kl. 20. Jónsmessunæturganga. Ekiö aö Kalmannstjörn (sunnan Hafna) gengiö þaöan gamla þjóðleiö í Staöarhverfi vestan Grindavtkur. Létt ganga. Verö kr. 300. Fariö frá Umferöarmiöstööinni, austanmegin. Farmiðar viö bil. Helgarferöi 24.—26. júní 1. Hagavatn — Jarlhettur — Geysir Gist i sæluhúsi viö Haga- vatn. Gönguferöir meö farar- stjóra, Tryggva Halldórssyni. 2. Þórsmörk. Gist i sæluhúsi Gönguferöir meö fararstjóra. Ath. Miövikudaginn 29. júni verður fyrsta feröin fyrir þá sem óska aó dvelja milli feröa i Þórsmörk. Leitiö upþlýsinga á skrifstofunni og kaupiö farmiöa í feröirnar. Feröafélag íslands Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Muniö árlega sumarferö safnaö- arins dagana 25.-26. júní nk. Farið verður til Vestmannaeyja. Miöar seldir i Versluninni Brynju, Laugavegi 29 til og meö 22. 6. Tryggiö ykkur miöa strax vegna takmarkaörar þátttöku. Uppl. i símum 33454, 32872, 43465. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi óskast Herbergi meö eldhúsaögangi áskast fyrir reglusama konu. LJppl. í síma 26700 frá kl. 9—5. Leiguíbúö Óskum eftir 2ja til 3ja herbergja íbúö fyrir starfsmann vorn. Skilvísar greiðslur og reglu- semi. R. Sigmundsson hf. Tryggvagötu 8. S. 12238 — 12260. Heimasími 79080. |Her inn á lang ± flest heimili landsins! LOKADá LAEGARDðGIJM í SIMAR Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Kaupmannasamtök íslands vilja hér meö minna neytendur á að samkvæmt kjarasamningi veröa verzlanir lokaöar á laugar- dögum yfir sumarmánuðina frá 20. júní til ágústloka. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Kaupmannasamtök íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.