Morgunblaðið - 21.06.1983, Síða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983
In Memoriam:
Jón E. Ragnars-
son lögmaöur
Fæddur 24. desember 1936.
Dáinn 10. júní 1983.
Með djúpum söknuði og trega er
mætur vinur, Jón E. Ragnarsson,
hæstaréttarlögmaður, kvaddur
hinstu kveðju. Vordagar lífs hans
voru bjartir og fagrir og stórmerki
á lofti og fyrirheit, en sumarið leið
alltof fljótt. Áður en varir er
ævinnar dagur að kveldi. Þeim
dómi verður ekki áfrýjað. Á sorg-
arstund við dánarbeð æskuvinar
er hollt að hugleiða ljóðlínur
frænda hans Einars Benedikts-
sonar skálds.
„Og því er 08H erfitt að ds*ma þann dóm,
aó dauðinn aé hyrggóarefni,
þó IjÓNÍn slokkni og blikni blóm. —
Er ei bjartara land fyrir stefni?"
Jón Edwald Ragnarsson fæddist
í Reykjavík á aðfangadag jóla árið
1936, en lést að heimili sínu, föstu-
daginn 10. júní sl. langt um aldur
fram á fertugasta og sjöunda ald-
ursári. Hann hafði átt við erfiðan
heilsubrest að stríða síðustu tvö
ár, en aldrei brást baráttuviljinn
og hugrekkið. Nafni kom af
sjúkrahúsi að morgni miðviku-
dags og var honum þá mikið
brugðið. Hann var við málflutning
í Hæstarétti fslands þann dag og
eins á föstudeginum. Ekkert dró
hann af sér og flutti málin af
djúpri lögfræðilegri skarpskyggni
en brá útaf venju sinni og vék
nokkrum háttvisum orðum að
öðru, er úrlausnarefni málsins
varðaði ekki. Þar kom hann fram
þakklæti sínu til stéttarbræðra
sinna fyrir málefnalega rökræðu
og ánægjulegt samstarf. Að kvöldi
þess dags var hann allur. Slíkur
eldhugi hlaut að falla að hætti
hetjunnar að fornum sið, enda var
nafna alls fjarri að öðlast langlífi
með því að lifa rólega. Höfundur
Hávamála meitlar þetta svo:
„(ilaór ok reifr
skyli i'umna hverr,
unz sinn bíór bana.“
Á þessari stund reikar hugurinn
að hugljúfum minningum um
æskuheimili hans að Frakkastíg
12 — Grettisgötumegin, hér í
borg. Það heimili var orðlagt fyrir
gestrisni, rausn og myndarskap og
viðmót húsráðenda mótaðist af
slíkri velvild og höfðingsskap, að
við skólafélagar Jóns E. urðum
þar tíðir gestir. Foreldrar Jóns E.
voru hjónin Ragnar H.B. Kristins-
son, forstjóri, og Matthildur Eð-
valdína Edwald. Ragnar var kjör-
faðir Jóns, en hann lést 16. mars
1963. Ragnar var sonur hjónanna
Þuríðar Guðmundsdóttur ættaðri
frá Seli í Landeyjum og hins þjóð-
kunna athafamanns Kristins
Jónssonar vagnasmiðs. Fyrri kona
Ragnars, Ruth Friðfinnsdóttir,
ættuð úr Vopnafirði, lést 1937.
Hún og Ragnar eignuðust tvær
dætur, Þuríði Kristínu, sem gift er
Guðbirni Snæbjörnssyni og Ruth,
gift Sigurþóri Tómassyni, verk-
fræðingi, og eru þau nú við störf í
Kenya. Móðir Jóns, sem jafnan
var nefnd ína Edwald, var fædd
16. mars 1909 á Gestsstöðum í
Steingrímsfirði. Móðuramma Jóns
var Matthildur Lýðsdóttir, bónda
á Skriðnesenni í Bitru, Jónssonar.
Lýður langafi Jóns E. var sagður
mikill fyrir sér, en svo vinsæll, að
hann var lengi allt í senn; hrepp-
stjóri, oddviti og sýslunefndar-
maður sveitar sinnar. Kona hans
var Anna Magnúsdóttir, bónda í
Hlíð í Þorskafirði, Jónssonar al-
þingismanns Bjarnasonar, frá Ey-
hildarholti. Matthildur Lýðsdóttir
var fríð kona, vel gefin og vinsæl,
en lést 1918 í blóma aldurs síns.
Móðurafi Jóns E. var Jón Edwald
Samúelsson, bónda Guðmundsson-
ar, bónda að Gilsbrekku í Geir-
dalshreppi og seinna í Búð í Hnífs-
dal. Kona Samúels var Þuriður
Ormsdóttir, bónda í Miðgröf í
Steingrímsfirði. Móðurafi Jóns E.
og nafni átti heima á ísafirði frá
1912 til æviloka, en hann lést 1935.
Hann var duglegur kaupsýslumað-
ur, í stjórn margra atvinnufyrir-
tækja og aðalræðismaður Norð-
manna. Hann var og seinustu ár
ævinnar atkvæðamaður í bæjar-
stjórn.
ína, móðir Jóns E., giftist Ragn-
ari Kristinssyni árið 1940. Eignuð-
ust þau tvö börn, Röngu Láru,
íþróttakennara, gifta Brynjólfi
Björnssyni, verslunarmanni, og
Kristin, arkitekt og formann sam-
takanna Líf og Land, kvæntan
Huldu Ólafsdóttur. ína varð ekkja
1963 og starfaði eftir það sem
blaðamaður. Árið 1971 giftist ína
Ragnari Þorsteinssyni, er kunnur
er af ritstörfum og forystu sinni
um slysavarna- og björgunarmál,
en ína lést 22. ágúst 1975. fna var
einstaklega skemmtileg kona,
vönd til orðs og æðis. Hún var víð-
lesin og margfróð einkum á sviði
sígildra bókmennta. Var mjög
kært með þeim mæðginum og var
hún sérstakur vinur og velunnari
okkar kunningja Jóns E. og bast
við vini barna sinna heilsteyptri
framtíðarvináttu.
Faðir Jóns E. var Agnar Norð-
fjörð, hagfræðingur, er lést 19.
janúar 1982. Föðurafi Jóns E. var
Jóhannes Jóhannesson Norðfjörð,
úrsmíðameistari, og föðuramma
kona hans Ása Jónsdóttir frá
Ásmundarstöðum á Sléttu af
svonefndri Lónsætt. Eiginkona
Agnars var Jóhanna Ingibjörg
Bernhöft g áttu þau 4 börn: Sverr-
ir, arkitekt, kvæntur Alenu And-
erlovu, arkitekt tékkneskrar ætt-
ar, Kristín, lögfræðingur, gift Þor-
valdi Búasyni, eðiisfræðingi, Ingi-
björg Nanna, flugfreyja, og Agnar
Óttar, viðskiptafræðingur, er
starfað hefir við fyrirtæki föður
síns, Agnar Norðfjörð & Co. hf. í
Reykjavík. Mjög náin vinátta var
með Jóni E. og föðurbróður hans,
Hilmari Norðfjörð.
Að Jóni E. Ragnarssyni, hrl.,
stóð ættstofn styrkur. Jón var líkt
og frændi hans Pétur Zophaníus-
son ættfróður, enda vel að sér í
sögu lands og þjóðar, en af frænd-
um hans má m.a. nefna til Jónas
Hallgrímsson, skáld, Fjalla-Ey-
vind og Árna Magnússon, prófess-
or og assessor.
Jón E. Ragnarsson kvæntist 3.
maí 1969 Sigríði Ingvarsdóttur
Vilhjálmssonar, útgerðarmanns í
Reykjavík, og konu hans Áslaugar
Jónsdóttur frá Hjarðarholti í
Stafholtstungum. Jón E. og Sig-
ríður slitu samvistir.
Nafni varð stúdent frá MR 1957
og cand. juris frá Háskóla íslands
í janúar 1966 með fyrstu einkunn.
Hafði hann einnig verið við nám
við Kölnarháskóla í þýsku og rétt-
arheimspeki og sótti nokkur nám-
skeið í félagsfræði og þjóðasam-
skiptum í Svíþjóð og Bandaríkjun-
um 1961—1965. Á námsárunum og
síðar starfaði hann mikið fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og var blaða-
maður á Morgunblaðinu. Hann
varð héraðsdómslögmaður 17.
mars 1966 og hæstaréttarlögmað-
ur 27. febrúar 1973. Hann starfaði
sem fulltrúi borgarstjórans í
Reykjavík 1966—1969, varð fram-
kvæmdastjóri Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar 1969—1970, en
opnaði lögmannsstofu í Reykjavík
1969 og starfaði eingöngu við
lögmanns- og málflutningsstörf
frá mars 1970 til æviloka. Hann
tók mjög virkan þátt f störfum
Lögmannafélags fslands og var
m.a. í stjórn félagsins. Þar var
hann og mjög virkur fundarmaður
og þátttakandi í samskiptum við
erlenda stéttarbræður. Þá gegndi
hann og fjölda trúnaðarstarfa s.s.
í stjórn og varaform. SUS
1962—1969, í flokksráði Sjálfstæð-
isflokksins 1964—1970, form. nor-
ræna æskulýðsmótsins f Reykja-
vík 1969, form. og varaformaður
Varðbergs, félags um vestræna
samvinnu, 1970—1972, varaforseti
og landsforseti Junior Chamber of
Commercs 1971—1973, í rann-
sóknarnefnd alþjóðasamtaka
stúdenta (ISC/cosec) f kynþátta-
mismunun f Suður-Afríku 1962—
1964, í framkvæmdastjórn Atlant-
ic Association of Young Political
Leaders 1971—1974. Hann var nú
formaður ráðs sjálfstætt starf-
andi háskólamanna. Þegar í
menntaskóla var hann mjög virk-
ur í félagslífi nemenda, enda
skemmtilegur og mælskur vel og
rithagur. Fór hann þá einnig með
hlutverk í Herranótt. Varð hann
þjóðsaga þegar á stúdentsárum
sínum og til eru af honum legíó
sagna, merkilegar og skemmtileg-
ar. Á háskólaárunum gegndi hann
fjölda trúnaðarstarfa var m.a.
formaður Stúdentaráðs Háskóla
íslands, formaður utanríkisnefnd-
ar ráðsins, fulltrúi stúdenta í há-
skólaráði, ritstjóri Vöku, blaðs
lvðræðissinnaðra stúdenta, og
Ulfljóts, tímarits laganema, jafn-
framt varaformaður Orators, fé-
lags laganema. Hann var nú fyrir
tveim árum formaður Stúd-
entafélags Reykjavíkur og hefur
unnið mikið starf fyrir það merka
félag. Lét hann jafnan málefni
stúdenta og æðri menntunar mik-
ið til sín taka. Hin rómantiska
pólitík stúdentsáranna féll honum
einkar vel enda var hann hrókur
alls fagnaðar og málsnilld lék
honum á tungu. Þarna naut
mælskulist Jóns og orðsnilld sín
og landsforseti Junior og í ræðum
hans kom fram stjórnmálamaður-
inn leiftrandi af frásagnargleði,
fjöri og kímni. Hann höfðaði í
máli sínu oft til hugsjóna Jóns
forseta og Fjölnismanna, hvatti til
forystuhlutverks menntamanna,
minnugur þess, að það voru ís-
lenskir stúdentar, sem hófu aftur
á loft merki íslensks þjóðernis og
tungu um miðja síðustu öld og
voru síðan í fararbroddi í göngu
þjóðarinnar til sjálfstæðis og end-
anlegs fullveldis. Hann var snill-
ingur fjörlegrar samræðu, sem
hefur verið aðalsmerki ísienskra
stúdenta, allt frá fyrstu sögnum af
íslenskum stúdent, er Sæmundur
Sigfússon hinn fróði nam artes li-
berales í Svartaskóla í París á
ofanverðri 11. öld.
Við nafnar störfuðum mikið
saman á þessum árum, bæði hér
heima og erlendis og á Jónsmessu
fyrir nítján árum vorum við full-
trúar íslenskra stúdenta á
Alþjóðaþingi stúdenta, er haldið
var í Christchurch á Nýja-Sjá-
landi. Vorum við þá nýkomnir úr
lærdómsríkri ferð um Bandaríkin
í boði utanríkisráðuneytisins
bandaríska og tókum þá um vorið
þátt í norrænu móti laganema hér
á landi, en Jón E. var mjög virkur
þátttakandi í slíku starfi. Þessi
heimsreisa okkar nafna var stór-
kostlegt ævintýri og viðburður
hinn mesti. Jón hafði kynnt sér
rækilega alþjóðleg stjórnmál og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir alþjóðasamtök stúdenta. Á
þessum fundum okkar og ráð-
stefnum kynntumst við nafnar
mörgum fulltrúum erlendra stúd-
entasamtaka. Margir þeirra eru
nú áhrifamenn í sínu heimalandi
eða á vegum alþjóðasamtaka.
Formaður finnska stúdentaráðs-
ins, Matti Niömistö, hagfræðing-
ur, varð sérstakur vinur okkar
nafna og sótti okkur nokkrum
sinnum hingað heim og við hann
til Helsinki. Af þessu tilefni stofn-
uðum við með okkur sérstakt fé-
lag, sem gegndi miklu og leynilegu
hlutverki! Ekki var öðrum heimil-
uð þátttaka í félaginu eða hafa
nein afskipti af því. Matti vinur
okkar lést fyrir nokkrum árum á
ráðstefnu í Svíþjóð, en við nafnar
höfðum þá nýverið þegið boð hans
að dvelja á hóteli, er hann hafði
opnað í Lapplandi. Þá áttum við
Jón E. ánægjulegar stundir í hin-
um merkilega félagsskap Loka, er
stofnsettur var í Munchen. Sömu-
leiðis tók Jón mikinn þátt í lög-
fræðilegri umræðu í Lögréttu.
Heimili Jóns E. var hlýlegt og
menningarlegt. Hann átti fallegt
safn listaverka og fágætt og mikið
safn góðra bóka. Hann hóf bóka-
söfnun þegar á fermingaraldri og
hafði næmt auga fyrir góðum
bókmenntum. Á seinni árum lagði
hann sig einkum fram um bóka-
söfnun merkra lögfræðirita. Hann
var unnandi góðrar tónlistar og sí-
gildra menningarverka. — Nafni
var höfðingi heim að sækja.
Nærtækustu hugðarefni Jóns E.
voru á sviði stjórnvísinda og
sagnfræði, en hann var jafnframt
vel menntaður lögfræðingur og
eftir hann liggja fræðigreinar um
ýmis svið lögvísinda einkum
stjórnskipunar- og lagaskilarétt-
ar. í lögmannsstörfum sínum
gætti hann hagsmuna skjólstæð-
inga sinna af festu og öryggi og
hafði brennandi réttlætiskennd.
Ræður hans einkenndust af sókn-
arhörku og skarpskyggni, þar
gætti ómfalls þungrar undiröldu,
er beindi athyglinni fimlega að
kjarna málsins. Snögg andsvör
lágu honum létt á tungu og mál-
flutningur markviss og rökvís. Við
slíkan málflutning verður lög-
fræðin músíkölsk, og sveiflan hjá
nafna var há. Þá gildir gagnvart
hinum júrídiska þankagangi að
fylgja hinum réttu nótum rökvís-
innar, er nafna var leikið. Hann
bjó yfir mikilli þekkingu í fræði-
grein sinni og var vel að sér í öðr-
um klassískum og húmanískum
fræðum. Einkum hafði hann um-
fram aðra lögfræðinga aflað sér
þekkingar í alþjóðalögum og
engilsaxneskum rétti. Lögmanns-
störf létu honum vel, einkum mál-
flutningur.
Við nafnar höfðum það oft í
flimtingum að hittast með það í
huga að rita eftirmæli hvor um
annan þannig að báðir gætu rit-
skoðað og andmælt. Hugðum við
eiga þessar ritsmíðar á lager. Lín-
ur þessar eru viðleitni i sama
augnamiði, en jafnframt til að
þakka nafna samfylgdina og vin-
áttu hans. Hann var drengur góð-
ur, framúrskarandi skemmtilegur
og heillandi persónuleiki og hefði
kunnað að njóta iengri lífdaga.
Umræða okkar var lítt komin að
svonefndum eilífðarmálum, enda
töldum við okkur vera að fást við
málefni líðandi stundar. Á marg-
an hátt féll okkur vel formúla
nafna okkar Prímusar. Þó umræð-
an væri jafnan hröð og skoðanir
oft á tíðum skiptar hygg ég, að við
hefðum náð því samkomulagi að
taka undir orð hins mikla Ciceró,
er sagði: „Ég get ekki lýst því, en
það er eins og einhver fyrirboði í
hugum manna um aðra tilvist í
framtíðinni. Og þetta er rótgrón-
ast og augljósast hjá þeim, sem
eiga mesta snilli og sálargöfgi til
að bera.“
Við Valgerður Bára sendum
systkinum og öðrum ástvinum
hins framliðna vinar okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jóns E.
Ragnarssonar.
Jón Oddsson.
Skömmu eftir að ég hóf nám í
Háskóla íslands kynntist ég Jóni
E. Ragnarssyni. Sfðan kom það í
minn hlut að taka sæti í stúdenta-
ráði og sinna alþjóðlegum sam-
skiptum á vegum þess. Fetaði ég
þar að nokkru leyti í fótspor Jóns,
sem á þessum tíma var óþreytandi
við að reka erindi á vegum stúd-
enta í útlöndum. Það var síður en
svo erfitt að koma á stúdentaþing
erlendis og hitta þar fyrir menn,
sem átt höfðu samstarf við Jón.
Alls staðar minntust menn hans
með ánægju jafnvel mörgum ár-
um eftir að þeir höfðu hitt Jón, og
þær voru ófáar kveðjurnar sem ég
flutti honum við heimkomu.
Jón E. Ragnarsson var einstak-
lega skemmtilegur félagi á þessum
árum. Hann var vel að sér um
flesta hluti og hafði hæfileika til
að sjá broslegar hliðar á tilver-
unni. Hann fylgdist gaumgæfilega
með framvindu þeirra mála sem
gripu hug hans, vegna þess og
mikilla persónulegra kynna hans
við erlenda aðila kom maður aldr-
ei að tómum kofanum hjá honum.
Fyrir þetta vil ég þakka nú þeg-
ar Jón É. Ragnarsson er kvaddur
langt um aldur fram. En ég vil
einnig flytja honum hinstu kveðju
í nafni félaganna Varðbergs og
Samtaka um vestræna samvinnu.
Jón E. Ragnarsson var ódeigur
baráttumaður fyrir sjálfstæði ís-
lensku þjóðarinnar meðal annars
með störfum í þessum félögum.
Var oft til hans kallað þegar mikið
lá við og hann flutti fjölmargar
ræður um varnar- og öryggismál,
þegar harðast var barist, blöð og
tímarit geyma einnig athyglis-
verðar hugleiðingar hans um þessi
mál. Jón E. Ragnarsson var for-
maður Varðbergs þegar minnst
var 10 ára afmælis félagsins sem
hann gerði með glæsibrag.
Við hittumst sjaldan hin síðari
ár, en þegar svo bar við lét hann
ekki hjá líða að nefna einhverja
góða hugmynd málstaðnum til
framdráttar. Áhugi hans á því að
tryggja stöðu íslands sem best í
samfélagi þjóðanna dofnaði aldr-
ei.
Blessuð sé minnig Jóns E. Ragn-
arssonar.
Björn Bjarnason
Að stutt getur verið milli lífs og
dauða er öllum kunnugt. En samt
kom það eins og reiðarslag fyrir
fjölskylduna þegar okkur barst sú
fregn að morgni mánudagsins 13.
júní, að látinn væri frændi okkar,
Jón E. Ragnarsson.
Ina Edwald, móðir Jóns, var að
langfeðgatali komin af Eyrardals-
ætt. Sú ætt var fjölmenn í Hnífs-
dal við ísafjarðardjúp. Þar áttum
við Jón heimili um tíma á bænum
Bakka, en þar bjuggu afi minn og
amma.
ína Edwald hét fullu nafni
Matthildur Eðvaldína Edwald.
Maður hennar var Ragnar Krist-
insson, forstjóri Vagnasmiðjunnar
á Frakkastígnum í Reykjavík. Þar
bjuggu þau ásamt börnunum
fimm og var heimili þeirra rómað
fyrir höfðingsskap.
Jón var snemma sérstakur mað-
ur og vakti á sér athygli. Engum
kom það reyndar á óvart, enda átti
hann ekki langt að sækja það þar
sem móðir hans, ína Edwald, var
skarpgreind kona, ákveðin og
rausnarleg. Jón varð þegar á
skólaárunum virkur þátttakandi í
félagslífi.
Félagsmálastörf Jóns voru
meiri og víðtækari en rúma má í
minningargrein. Stjórnmálaáhugi
Jóns og áhugi hans á vestrænni
samvinnu hvatti hann mjög til
þessara starfa. Hann tók líka þátt
í ýmsum fagfélögum sem tengdust
störfum hans sem sjálfstætt
starfandi hæstaréttarlögmanni,
auk þess átti hann eitt besta bóka-
safn í landinu um lögfræðileg efni
og lagði hann mikla rækt við það.
í félagsstörfum naut Jón þess að
hann var eðlisgreindur og rökfim-
ur með afbrigðum. Hann var
drjúgur liðsmaður á málfundum
og í kappræðum. Andstæðingar
Jóns fengu skellinn þegar hann
steig í ræðustól, enda var Jón bar-
áttumaður með nánast óbilandi
kjark, alveg sama hvaða andstæð-
ingar áttu í hlut.
En það sem efst er í huga er það
skarð sem Jón skilur eftir í vina-
hópi. Jón var gæddur ríkri kímni-
gáfu og auk þess sjaldgæfri frá-
sagnargáfu. Hann var leikinn að
sjá hið spaugilega i lífinu og hafði
ríka hæfileika til að miðla vinum
sínum af þeirri list.
Þannig munu flestir vinir Jóns
minnast hans, sem mannsins sem