Morgunblaðið - 21.06.1983, Síða 27

Morgunblaðið - 21.06.1983, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 35 gat hafið hverja stund upp yfir hversdagsleikann. Ásthildur Erlingsdóttir og Jónas Elíasson. Um miðja 13. öld orti Strada biskup í Bologna kvæðið um hið skammvinna líf, De brevitate vitae, sem síðan hefur hljómað meðal ungra og eldri námsmanna víða um lönd „Gaudeamus igitur juvenus dum sumus" — „Gleðj- umst meðan við erum ungir af því að...“ Þessi söngur kemur ósjálfrátt í hugann, þegar minnst er Jóns E. Ragnarssonar hæsta- réttarlögmanns, sem fallinn er frá langt fyrir aldur fram. Jón er ímynd hinna glöðu stúdentsára í augum okkar, sem áttu því láni að fagna að verða honum samferða á skólaárunum. Fjör Jóns og óteljandi uppátæki í félagslífi okkar á þeim árum eiga eftir að verða okkur sagnaefni til æviloka. Fundir í Orator, félagi laganema, þar sem Jón kom af stað hinum ótrúlegustu mála- flækjum með tillögum og umræð- um um lög félagsins eða fundar- sköp, voru í senn holl og skemmti- leg þjálfun fyrir þátttakendur. Norrænu laganemafundirnir og alþjóðlegir stúdentafundir, þar sem Jón var potturinn og pannan í alls kyns uppátækjum, báru hróð- ur hans og íslen$kra námsmanna langt út fyrir landsteinana. Póli- tískir fundir og annað brölt í fé- lagslífi, sem Jón tók þátt í, urðu að eftirminnilegum skemmtunum. Frásagnir Jóns, tilsvör hans og sögur af samveru með Jóni eru okkur fjársjóður af græskulausu gamni. Að loknu háskólanámi skildu leiðir. Lífsfjörið dofnaði hjá mörg- um, þegar starfsskyldur og áhyggjur af velferð fyrirtækja og þjóðfélags bættust við hefðbundna lífsbaráttu. En þar var þó ein skínandi undantekning. Lífsgleði Jóns E. Ragnarssonar dofnaði aldrei. Hann var ávallt hinn glaði stúdent, þó á hann hlæðust ábyrgðar- og virðingarstörf. Spaugsyrði lágu honum jafnan létt á vörum og krafturinn, sem geislaði frá honum, hreif menn með sér á góðri stund. Og slíkar stundir átti hann margar. I áður tilvitnuðum ljóðlínum Strada biskups segir næst: „Post jucundam juvetutem, post molest- am senectutem, nos habebit hum- us“ eða „eftir glaða æskutíð, eftir dapra ellitíð, hirðir jörðin okkur“. Jón lifði aldrei nema glaða æskutíð. Þrátt fyrir alvarleg veik- indi síðustu árin lét hann þau ekki á sig fá og hélt sínu striki í starfi og leik. Hann var ungur fram i andlátið. Andlátsstund hans bar að, er hann horfði á sjónvarp í stofu sinni að loknum erilsömum starfs- degi. Hann varð bráðkvaddur. Mér kemur í hug, að Jón hefði sjálfur orðað það þannig: „Já, þannig er sjónvarpsdagskráin." Slík var hans kímni. Ég votta aðstandendum mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Jóns E. Ragnarssonar. Björn Friðfinnsson. Skafð það, sem Jón E. Ragn- arsson skilur eftir sig innan Bandalags háskólamanna, verður vandfyllt. Um árabil hafði Jón gegnt þar margvíslegum trúnað- arstöðum. Nú síðast var hann formaður Ráðs sjálfstætt starf- andi háskólamanna, en að því standa sjö félög, þ.á m. Lögfræð- ingafélag íslands og Læknafélag íslands. Jafnframt var hann rit- nefndarmaður blaðs BHM og átti drjúgan þátt í vexti þess og við- gangi siðustu mánuðina. Það var að vonum að Jóni voru falin fjölmörg trúnaðarstörf en hér er getið einvörðungu starfa hans innan Bandalags háskóla- manna. Hann var félagslyndur að eðli og upplagi, hafði áhuga á öll- um þeim málum, sem til framfara horfðu fyrir land og þjóð og þá ekki sízt fyrir stétt sína. Má með sanni segja að hann væri hinn prýðilegasti leiðtogi lögfræðinga innan þessara heildarsamtaka og kom þar jafnan fram af festu og djörfung. Sá var kostur Jóns umfram flesta aðra menn að hann kunni að bregða leiftri kímni og gamansemi yfir þau mál, sem hann hafði til úrlausnar. Fyrir vikið urðu erfið mál oft auðleystari, ágreining tókst að jafna og menn skildu sáttir að leikslokum. En það var ekki aðeins hin létta lund Jóns, sem gerði hann svo vinmargan og vinsælan, heldur ekki síður prýði- leg greind, hæfileiki til þess að skilja hismið frá kjarnanum, greina aðalatriði hvers máls og leysa það að bragði. Og snarpur og hnyttinn ræðumaður var hann ætíð á málþingum. í lögmannsstörfum eru þetta ómetanlegir kostir og þeirra naut Jón þar í ríkum mæli. Það á raun- ar ekki síður við innan fjölmennra heildarsamtaka, þar sem saman koma menn með ólíkar stjórn- málaskoðanir og mismunandi stéttarviðhorf. Með lagni sinni og leiðsögn fann Jón einatt þær lausnir, er á var sætzt, og þóttu þjóðráð, þegar upp var staðið. Því er sæti Jóns vandfyllt í röðum þeirra, sem innan samtaka há- skólamanna starfa. í sömu viku og fráfall Jóns bar að höndum kom út blað BHM. Þar ritaði Jón forystugreinina og fjall- aði þar af skarpskyggni og skiln- ingi um horfur í menntunar- og menningarmálum okkar um þess- ar mundir. Sú hugvekja á erindi til allra landsmanna — lokaorð hans um málefni, sem hann bar fyrir brjósti öðru fremur. Því lýk ég þessari kveðju með orðum hins látna drengskaparmanns: „Eðlilegt er að staldrað sé við og litið yfir farinn veg til þess að ná áttum. Varðar þá mestu, að aftur- haldssjónarmið verði ekki ráð- andi. Nauðsynlegt er að haldið sé skipulega á málum, bæði af ráð- deild og framsýni... Reynir því mjög á samstöðu há- skólamanna og styrk samtaka okkar BHM. Hagsmunirnir eru bæði al- mennt þjóðhagslegir og varða menningu og betra mannlíf á Is- landi, en einnig framtíð fræða okkar háskólamanna og lífskjör." Gunnar G. Schram Jón E. Ragnarsson var mikill fundamaður. Hann var hnyttinn í ræðustól, rökvís og glöggur á veil- ur í málflutningi andstæðinga. Hann flutti mál sitt af þunga, og á kappræðufundum var honum lagið að setja mál sitt fram með þeim hætti að eftir yrði tekið. Það var erfitt að koma honum úr jafnvægi í ræðustól, og hann virtist vita hvernig áheyrendur hugsuðu, — hann setti líka rökin fram á ólíkan hátt, eftir því, hvort hann var að tala á fundum með frömmurum, kommum eða að skýra út sjálf- stæðisstefnuna hjá menntaskóla- strákum. Það var því eðlilegt, að Jón væri vinsæll meðal ungra sjálfstæðismanna meðan hann var í þeirra röðum, og hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sam- tök ungra sjálfstæðismanna, bæði í Heimdalli og Sambandi ungra sj álf stæðismanna. Hann var einlægur sjálfstæðis- maður og mikill stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar. Jón hafði fyrst og fremst áhuga á utanrík- ismálum og var harður varnar- sinni. Vegna þeirrar afstöðu sinn- ar töldu margir hann vera yst til hægri í stjórnmálum, en það var mikill misskilningur. í innan- landsmálum var hann frekar hæg- fara, fylgdi svipaðri stefnu og ríkti í landinu á viðreisnarárun- um. Hins vegar var hann á móti undanlátssemi í stjórnmálum og fyrirleit dekur við tískuhugmynd- ir. Fyrir utan stjórnmál átti lög- fræði huga Jóns. Hann átti fallegt heimili, prýtt fögrum málverkum eftir höfuðmálara, og hann var bókasafnari, einkanlega á sviði lögfræði. Hann hafði gaman af því að ræða um lögfræði og sagði gjarna frá málum, sem hann var með í flutningi, ef þau voru áhuga- verð frá lögfræðilegu sjónarhorni. Við sátum saman í ritnefnd Fréttabréfs LMFÍ, og ég átti margar góðar stundir með honum að ræða hvernig hann vildi efla þetta blað, og vitnaði hann þá oft til danska Lögmannablaðsins í því sambandi. Á heimili sínu leið Jóni einna best. Það var gaman að heimsækja hann og ævinlega var tekið vel á móti gestum. Þá skipti ekki máli, hvort menn voru rétt að líta inn eða vildu fá hjá honum ráð um málflutning. Jón E. Ragnarsson var karakt- er. Hann var aldrei hornreka, heldur kunni best við sig í sviðs- ljósinu. Hann setti mikinn svip á umhverfi sitt, hvort heldur sem foringi skólabræðra, bardagamað- ur í samtökum ungra sjálfstæð- ismanna eða málflutningsmaður. Blessuð sé minning hans. Haraldur Blöndal. Hratt flýgur stund. Þó að það séu sennilega ein 28 eða 29 ár síðan fundum okkar Jóns E. Ragnarssonar bar fyrst saman, er þessi tími í endurminningunni sem aðeins örfáir dagar. Þetta var einhvern tíma á menntaskólaár- unum, er hann var forseti Fram- tíðarinnar, leiftrandi snjall og skemmtilegur ungur maður. Síðan lágu leiðir víða saman, í háskólanámi, í félagslífi, í starfi og í persónulegri vináttu. Nú er hann skyndilega allur, langt um aldur fram. Þessi góði vinur minn verður mér lengi minnisstæður fyrir margra ágætra hluta sakir: Fjöl- hæfur og fjölfróður menningar- maður. Heimsmaður. Frumlegri í hugsun en títt er og gæddur óvenju frjóu ímyndunarafli. Orð- heppinn, svo að af bar. Fimur ræðumaður, sannkallaður orator, þegar bezt tókst til. Gleðimaður. Um leið, og í rauninni miklu frek- ar, viðkvæmur og dulur alvöru- maður. Vinfastur. Það er ekki að undra, að maður, er slíkum persónueinkennum og eiginleikum var gæddur, veldist víða til forystustarfa í félagsmál- um. í menntaskóla, í háskóla, meðal ungra sjálfstæðismanna, meðal lögmanna, hjá Junior Chamber og víðar. Æskuheimili Jóns á Frakkastíg 12 skipar svo sérstæðan sess í hugum okkar vina Jóns frá skóla- árunum, að það kemur ósjálfrátt í hugann, er hans er minnst. Þetta mikla myndar- og menningar- heimili þeirra ínu Edwald og Ragnars Kristinssonar stóð okkur vinum yngri kynslóðarinnar á heimilinu ætíð opið. Það varð því eins konar samkomustaður stórs hóps af ungu, lífsglöðu fólki. í þessum hópi var húsmóðirin, ína, eins og yngst allra, en jafnframt eins og móðir allra. Þeim systkinunum Rögnu Láru og Kristni, sem nú standa ein eftir af hinu eftirminnilega heimilis- fólki á Frakkastíg 12, senda gaml- ir félagar Jóns innilegar samúð- arkveðjur. Hörður Einarsson. Hinn 10. júní sl. lauk lífi Jóns E. Ragnarssonar, hæstaréttarlög- manns. Jón var sonur Matthildar Edvaldínu Edwald og fóstursonur Ragnars H.B. Kristinssonar, eig- inmanns hennar, en þau hjón bjuggu á Frakkastíg 12 í Reykja- vík. Við Jón ferðuðumst saman „í gegnum lífsins kynjaskóg", sem sannarlega var ekki ætíð dimmur, en átti sér tíðum björt og fögur rjóður, þar sem gott var að setj- ast, hvíla sig og æja um stund við góða tónlist, söng og líflegar frá- sagnir. Þótt stundum bæri tré í milli á ferð okkar nafna, skárust leiðir jafnan aftur. Minningar um okkar fyrsta fund eru úr því fræga menntasetri Grænuborg, og höfð- um lifað um hálfan áratug. Kom- um við fram í Gamla bíói til skemmtunar bæjarbúum. Jón lék þar hlutverk drengs úr gaman- sögu, en drengurinn biður Guð al- máttugan að gefa sér hjólhest. Foreldrarnir heyra bænina og gefa barni sínu þríhjól. Mörgum er enn í minni sú leikræna tjáning og innlifun, er Jón lauk sögunni með því að ávarpa Guð: „En heil- agi faðir, veiztu þá ekki hvernig hjólhestur lítur út?“ En Jón átti eftir marga ferðina SJÁ NÆSTU SÍÐU NOXYDE gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málmþök. • Er vatnsheld. • Inniheldur cinkromat og hindrar ryömyndun. • Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA S. Sigurðsson hf. Hafnarfirði, símar 50538 og 54535. FLYMOGLE-S Fljúgandi furðuhlutur eða hvað? 1. Flymo GLE-S er lauflétt loftpúðasláttuvél búin 1400w rafmótor (fæst einnig með bensínmótor). 2. Flymo GLE-S slær í allar áttir undir þinni stjóm, jafnt hávaxið gras sem lágvaxið, blautt eða þurrt. 3. Flymo GLE-S slær kanta og toppa milh garðhelinanna eins og ekkert sé og smýgur undir runna og tré án þess að skilja eftir sig sár. 4. Flymo GLE-S er jafn auðveld i garðinum eins og ryksuga innan dyra því hún er með rafmagnstengingu sem hægt er að fram- lengja. 5. Flymo GLE-S er öflugasta rafmagnssláttuvélin á markaðnum. 6. Flymo GLE-S tekur sama og ekkert pláss í geymslunni því þú leggur handfangið alveg saman. 7. Flymo GLE-S hefur marga fleiri kosti. Líttu inn á næsta útsölu- stað og kynntu þér þá. FLYMO - Er það nokkur spurning? B.B.BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.