Morgunblaðið - 21.06.1983, Page 28

Morgunblaðið - 21.06.1983, Page 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 Jón E. Ragnarsson upp á svið eftir þetta, bæði til að skemmta öðrum með leik eða til að flytja mál sitt og annarra. Raunar grunar mig, að Jón hafi um stund velt því fyrir sér að helga Thalíu krafta sína, en leik- listaráhugi hans var mikill. Átt- um við oftar en einu sinni góðar stundir saman á sviði og ekki síð- ur á bak við sviðið í Iðnó og must- erinu Þjóðleikhúsinu í skólaleikj- um og sem statistar til að drýgja tekjurnar. Listaeðlið var Jóni í blóð borið og var hann vel vígur á flestar greinar listagyðjunnar. Tónlist var honum hugleikin og bókmenntaþekking góð, enda mað- ur fróðleiksfús og skarpgreindur. Nýttist honum sá áhugi og þekk- ing vel í námi og einkum starfi. Menntaveginn tróðum við oftast nokkurn veginn samstiga, úr Grænuborg í Austurbæjarskóla — úr menntaskóla I lagadeild Há- skólans og síðar áttum við samleið í lögmannsstörfum. En þó verða jafnan drýgstir í minningunni leikir okkar saman, brek í bernsku, á unglingsárum og full- orðinsárum. I turninum á Frakka- stíg 12 réði höfðinginn Jón ríki sínu á skólaárum við tónlist, djúphugsaðar orðræður og aðra gleði, sem oft fluttist út um borg og bý, og vildi þá stundum gefa á bátinn. Jón var orðlagður fyrir fyndni og skemmtilegheit. Fylgdi honum jafnan líf og fjör. Ég mun sakna þess, að eiga ekki frekari fundi með Jóni og fá að njóta frásagna hans um menn og málefni, né fá að skiptast við hann á sögum um skemmtileg réttarhöld og skrýtna dómara. — Jón gat verið býsna hæðinn og orðhvatur við menn. Neytti hann þess gjarnan við rétt- arhöld og í störfum sínum sem lögmaður og fannst þá stundum ýmsum nóg um. En þetta var Jóni aðeins vopn í baráttunni fyrir skjólstæðinginn. Einn höfuðkost- ur Jóns sem lögmanns var einmitt sá, að hann beitti því sem hann átti til og fundið gat til að gæta hagsmuna skjólstæðings síns. Skipti þá engu, hvort fyrir urðu „hinir virðulegu dómarar", „hátt- virtir andstæðingar" úr lög- mannsstétt eliegar einkennisbúin yfirvöld. Jón vissi sem var, að ein- att á skjólstæðingurinn sér aðeins eina hlíf, þar sem er lögmaður hans. En fjarri Jóni var að líta á ágreininginn sem persónuleg hjaðningavíg, og að loknum mála- ferlum var lífsins gleðiþráður tek- inn upp á ný. Og þrátt fyrir hár- fínar og meitlaðar athugasemdir um menn og málefni, var Jón um- talsgóður maður og tók iðulega upp hanzkann fyrir aðra, sem hon- um þótti á hallað. Hann var og öfundlaus maður og trygglyndur. Jón átti sér orðið mjög gott bókasafn um þjóðfélagsmál og þó einkum lögfræðileg efni. Áhugi hans og þekking á þeim málum var bæði djúptæk og víðfeðma. Það, ásamt orðsnilld hans og með- fæddum gáfum, gerði að verkum, að Jón eignaðist traust margra, sem fólu honum gæzlu hagsmuna sinna, utan réttar sem innan. Hann rak fram á hinztu stund trausta lögmannsskrifstofu í Reykjavík. Voru honum jafnframt falin mörg trúnaðar- og forystu- störf á lífsleiðinni. Vissulega varð sú leiðin alltof skömm. En eftir lifir minningin um góðan dreng, sem gerði lífið skemmtilegra og litríkara. Og nú, þegar Jón vinur minn flytur mál sitt fyrir þeim dómara, sem æðri er öllum mannanna hæstaréttum, veit ég að honum mælist vel sem endranær og skýzt hvergi í orðsnilldinni. En ég veit einnig, að hann getur þar leitt margt vitnið, og ekki aðeins mig, til að bera vætti um að hann lagði sitt á vogarskálarnar um ævina til að skilja við heiminn betri en þeg- ar hann sá hann fyrst á aðfanga- dag jóla árið 1936. Og nú er að lokum þökkuð af heilum huga samfylgdin og Guð beðinn að blessa minningu góðs drengs. Jón Einar Jakobsson Jón E. Ragnarsson hæstarétt- arlögmaður er látinn. Hann varð aðeins 46 ára gamall. Þrátt fyrir að Jón E. Ragnars- son næði ekki háum aldri, var hann orðinn einn af þekktustu hæstaréttarlögmönnum landsins. Hann setti svip á samtíma sinn vegna lögmannsstarfanna og svo ekkert síður vegna þátttöku sinn- ar í ýmsu félagsstarfi og opinber- um málum. Hann var afbragðs góður ræðumaður. Þar kunni hann vel að nýta sér frábæra kímnigáfu sína sem tæki til að ná til áheyr- enda og til að leggja áherzlu á mál sitt. Bezt naut hann sín í hvers kyns kappræðum. Þótti mönnum þá betra að vera með honum en á móti. Eru mér minnisstæðir nokkrir slíkir fundir, þar sem Jón fór á kostum. Mestan hluta starfsævi sinnar starfaði Jón sem lögmaður. í því starfi naut hann hæfileika sinna. Hann var einarður baráttumaður fyrir þeim málstað, sem honum hafði verið trúað fyrir. Jafnvel stundum svo öðrum þótti nóg um. En Jón vissi sem var, að hann átti aðeins einn húsbónda í þeim mál- um, sem hann tók að sér — skjólstæðing sinn. Jón var mjög hugmyndaríkur sem málflutn- ingsmaður. Hann sá stundum hliðar á málunum, sem aðrir höfðu ekki komið auga á og áttu því erfitt með að fást við. Jón E. Ragnarsson var einn af starfsömustu og beztu félags- mönnum í Lögmannafélagi Is- lands. Gegndi hann ýmsum trún- aðarstörfum fyrir félagið. Hann átti sæti í stjórn þess 1977 til 1979 og var síðan formaður kjaranefnd- ar félagsins árin 1979 til 1981. Ýmsum öðrum tilfallandi verkefn- um sinnti hann fyrir félagið og minnist ég þess ekki, að Jón hafi nokkurn tíma synjað verkefni, sem stjórnin bað hann um að sinna. Jón mætti yfirleitt alltaf á fundi félagsins og lét þá jafnan til sín taka. Er víst, að lögmanna- fundir verða mun bragðdaufari nú, þegar Jóns nýtur ekki lengur við. Hug sinn til Lögmannafélagsins sýndi Jón svo eftirminnilega nú þegar erfðaskrá hans var opnuð. Kom þá í ljós að hann hafði arf- leitt félagið að öllum lögfræðibók- um sínum. Er þetta stórkostlegt framlag, vegna þess að Jón hafði lagt stund á söfnun bóka, ekki sízt á fræðasviði sínu, lögfræðinni. Mun safni Jóns verða valinn við- eigandi staður í húsakynnum fé- lagsins og verður þar tiltækt starfsbræðrum hans, lögmönnum, í samræmi við óskir hans. Jón E., eins og hann var jafnan kallaður meðal vina sinna, var á margan hátt sérstakur maður. Hann gleymist ekki. Samt er erfitt að lýsa Jóni. E.t.v. er það vegna þess að persónuleiki hans var svo margþættur. Þó var kannski einn þáttur í Jóni sterkari en aðrir, en þar á ég við hina óþreytandi kímni hans. Fáa menn hefi ég hitt, sem eiga jafnauðvelt með að koma auga á hinar spaugilegu hliðar til- verunnar og Jón átti. Slíkur eigin- leiki er verðmætur. Og Jón kunni að nota hann. Hann gat sagt hina ómerkilegustu smásögu þannig að hún varð ógleymanleg. Ef menn reyndu svo að endursegja söguna var allur safi úr henni. Með Jóni er genginn einn af eft- irminnilegri mönnum sem ég hefi kynnzt. Eg flyt honum kveðju mína persónulega og Lögmannafé- lags fsiands. Aðstandendum votta ég samúð. Jón Steinar Gunnlaugsson, formaður Lögmanna- félags íslands. Jón E. Ragnarsson bróðir minn var ekkert meðalmenni, enginn venjulegur maður, sem auðveld- lega er hægt að gleyma. Nonni var ekki heldur einn af þeim sem hafði sömu skoðun á hlutunum og flest- ir aðrir. Það var heldur ekki auð- velt að sannfæra hann um ýmis mál, þvi að það lá beinast við að það væri hans að sannfæra aðra. Nonni var óvenju frjór við að gefa mönnum ráð og virtist kunna skil á mörgu. Nonni bróðir kom jafnan hispurslaust að kjarna máls. Hann hafði þann eiginleika að horfa á hlutina með kímni og mannlegum hætti. Það var fyrst í stað ekki auðvelt að vera „litli bróðir" Jóns E. Ragn- arssonar. Þegar árin liðu reyndist sú „þraut" ávallt létttari. Á seinni árum lágu leiðir okkar tíðar sam- an og skynjaði ég þá hversu djúpt og einlægt hann bar minn hag og minna vina fyrir brjósti. Hann var mér til leiðbeiningar í öllum mín- um skuldbindingum oggaf mér oft holl og góð ráð. Ég var ekki undir það búinn að kveðja bróður minn svo snögglega. Ég hélt ég ætti eftir að njóta hans lengi enn. En eigi má sköpum renna. Góður guð varðveiti bróður minn. Kristinn Ragnarsson Því hefði ég seint trúað að ég ætti eftir að fylgja vini mínum og bekkjarbróður, Jóni E. Ragnars- syni, til grafar á besta aldri. Jón var ævinlega svó mikið lifandi að fráleitt var að láta sér detta annað í hug en að hann yrði allra karla elstur. Og jafnvel þótt í ljós væri komið síðustu misserin að hann átti við hættulegan sjúkdóm að stríða komu endalokin á óvart. Einhvern veginn var ógerlegt að hugsa til Jóns og dauðans í sömu andránni. Jón E. Ragnarsson er mér einna eftirminnilegastur skólafélaga minna í menntaskóla. Þar kemur ekki aðeins það til, að við vorum sessunautar og hjálpuðumst að við latínustíla, heldur fyrst og fremst hitt að hann var þegar á þeim ár- um orðinn óvenjulitrík og eftir- tektarverð persóna. Hann var að vísu ekki mikið fyrir mann að sjá í þá daga, lágvaxinn og grannur og minnti meira á fermingardreng en menntaskólaungling, en hann ólg- aði af lífi, lífskrafti og lífsþorsta. Hann var flestum öðrum mælsk- ari og mikil stjarna á málfundum; hann skrifaði í skólablaðið og orti jafnvel ljóð; hann fékkst við leik- list og var áhugasamur um tónlist; í stuttu máli, hann kom við sögu á flestum sviðum, og alls staðar var hann í forystu. En Jón var ekki aðeins mikill félagsmálagarpur í skóla. Hann hélt því áfram alla ævi að taka mikinn þátt í félagslegu starfi, og átti sæti í stjórnum fleiri félaga og samtaka en ég kann að nefna. Og flestum öðrum eiginleikum sínum frá skólaárunum hélt hann einnig alla ævi. Þar á meðal var gamansemin, hæfileikinn til að sjá jafnvel alvarlegustu hluti í skoplegu ljósi. Og þrátt fyrir sjúkleika síðustu misserin tókst honum að halda gleði sinni og lífsfjöri. Skömmu eftir að hann kom heim frá hættulegum upp- skurði erlendis á síðasta ári hitti ég hann í góðra vina hópi, og þá skemmti hann mönnum með for- kostulegum sögum af sjúkrahús- vistinni og lífsreynslu sinni þar. Og þá var Jón í essinu sínu, því hann kunni flestum mönnum bet- ur að segja sögur. Fáir atburðir voru svo ómerkilegir og hvers- dagslegir að Jóni tækist ekki að gera þá áhugaverða og skemmti- lega, þegar hann sagði frá þeim. Að vísu varð samband sögunnar við tilefnið stundum bláþráðótt, því að eins og allir góðir sögumenn leyfði Jón sögunni yfirleitt að taka völdin og fara sínu fram, lúta sín- um eigin lögmálum. Annars hefði heldur ekki orðið nein saga. Kynni mín og Jóns voru mest og nánust á námsárunum, og þá átt- um við stundum mikið saman að sælda. Ég minnist margra ánægjulegra stunda frá þeim ár- um í turnherberginu á Frakka- stígnum, þar sem Jón ólst upp. Þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla og húsbóndinn þá ævinlega hrókur alls fagnaðar. Síðan fækkaði samfundum okkar, þó að við vissum ævinlega hvor af öðrum, en á allra síðustu árum tók fundum okkar að bera saman á ný oftar en verið hafði um skeið. Og þá sá ég að árin höfðu ekki breytt Jóni í neinu sem máli skipti. Hann ólgaði enn af lífi, lífskrafti og lífs- þorsta. Og hann neitaði sér ekki um að lifa lífinu til fulls, eins og mörgum hættir til þegar æskuárin eru að baki. Og einmitt vegna þess hversu mikið lifandi Jón var er erfitt að skilja að þessu lífi skuli allt í einu vera lokið. Jón E. Ragnarsson var maður sem setti svip á umhverfi sitt og samtíð. Það er sjónarsviptir þegar hann fellur frá. Heimur okkar sem þekktum Jón verður ekki sá sami og áður, sérstakiega verður hann ekki eins skemmtilegur. Kristján Bersi Ólafsson. Svona er þetta nú, hálf starfs- ævin hefði átt að vera framundan en einn bjartan og sólríkan vordag þá er þessu lokið. Ekki verða fleiri snjallar ræður haldnar hvorki á dómþingi né í mannfagnaði. Ekki fleiri kímilegar sögur sagðar í glöðum hópi, leiftrandi hugarflugs og yfirburða litríkrar kímnigáfu nýtur ekki lengur við í samræðu. Hin ritglaða hönd hefur lagt frá sér pennann. Jón E. Ragnarsson var maður orku og átaka í önn dagsins og maður hinnar frjóu lífsnautnar á hvíldar- og gleðistundum. Hann lifði hratt og hann lifði sjálfum sér og öðrum til gagns og skemmt- unar. Hæfileikar hans voru með þeim hætti að fullyrða má að einu hefði gilt á hvaða sviði þjóðlífsins hann hefði haslað sér völl, hvar- vetna hefði hann orðið I fremstu röð. Um það ber vitni ferill hans á þeim tveim sviðum þar sem hann lét einkum að sér kveða, þ.e. á fé- lags- og þjóðmálasviðinu annars vegar og iögmannssviðinu hins vegar. Um það leyti sem Jón hóf nám I lagadeild gekk hann að verki við að afla sér forustuhlutverks í hópi stúdenta, jafnframt því að hasla sér völl innan síns stjórnmála- flokks, enda kom í ljós að ekki stóð á því að til hans væri leitað. Til undirbúnings og í þessu skyni sótti hann námskeið m.a. í Þýska- landi, Svíþjóð og Bandaríkjunum til þess að bæta tungumálakunn- áttu sína sem góð var fyrir en varð með ágætum. Með náminu stund- aði hann almenna blaðamennsku til þess að auka ritleikni sína og geta sér orð. Hann ritstýrði æsku- lýðssíðu Morgunblaðsins um skeið og einnig Vöku, „málgagni lýðræð- issinnaðra stúdenta", og lagði þá gjarna megnið af efninu til sjálf- ur. Laganemar völdu hann til þess að ritstýra hinu ágæta fræðilega tímariti sínu Úlfljóti, sem hann ritaði allnokkuð í bæði meðan hann var ritstjóri og síðar, jafnt um lögfræðileg og sagnfræðileg efni, en Jón var sagnfróður vel og lagið að gera hvert efni skemmti- legt. Þar kom að árið 1962 var Jón kjörinn formaður Stúdentaráðs og varð þar með fyrirsvarsmaður stúdenta bæði á hagsmuna- og fé- lagsmálasviði. Gegndi hann þeirri trúnaðarstöðu í eitt ár svo sem venja er, en hið næsta ár var hann fulltrúi stúdenta I háskólaráði. Löngum meðan hann var í háskóla var hann valinn til utanferða á vegum stúdenta, bæði almennt og á vegum laganema sérstaklega, enda vel til slíks fyrirsvars fallinn sakir góðrar málakunnáttu og samræðuleikni, svo og vegna þess að hann varð með tímanum nán- ast sérfræðingur í málefnum al- þjóðasamtaka stúdenta og æsku- lýðs. Hann átti fyrir íslands hönd sæti í stjórnum slíkra samtaka. Á vettvangi flokks síns sat Jón löngum í stjórn Heimdallar og síð- ar SUS, þar sem hann var varafor- maður í stjórnartíð Birgis ísleifs árin 1967-1969. Haustið 1969 dró til þeirra úrslita, að á þingi SUS, sem þá var haldið á Blönduósi, stóð formannskjör milli Jóns og annars góðkunns lögfræðings, sem nú er þingmaður Reykvíkinga. Var kosningin mjög jöfn en Jón beið þó lægri hlut með fáeinum atkvæð- um. Mér er sagt, að þar kunni að hafa valdið, að Jón hafi varið, skeleggar en sumum þingfulltrú- um gott þótti, Viðreisnarstjórn- ina, sem þá var komin að fótum fram. Með þessum úrslitum sner- ist hin hverfula stríðslukka, hinn nýi formaður sigldi fljótlega inná Alþingi en Sjálfstæðisflokkurinn bar ekki gæfu til að fela Jóni þau störf sem best hefði sómt og vert hefði verið. Þar sem viðunandi stjórnmála- frami var ekki innan seilingar að svo stöddu, losaði Jón sig nú við öll tímafrek störf á vegum flokks síns, kvæntist, stofnaði eigin lögmannsskrifstofu og sneri sér af alefli að málflutningsstörfum. Hann hafði lokið lögfræðiprófi með hárri I. einkunn árið 1966, og meðan hann var fulltrúi borgar- stjórans í Reykjavík árin 1966—1969 hafði hann flutt sín prófmál til þess að öðlast lög- mannsréttindi. Lögmannsstörfin urðu nú hans ævistarf. Þar nýtt- ust honum prýðilega meðfæddir hæfileikar, ágæt lögfræðikunn- átta, óvenjugóð almenn húmanísk menntun, svo og sú félagsmála- og stjórnmálareynsla sem hann hafði aflað sér. Ekki spillti að Jón reyndist hafa betri möguleika til að afla sér skjólstæðinga en títt er um nýliða í lögmennsku, enda var hann þá þegar orðinn þjóðkunnur maður og í miklu áliti og þekkti persónulega ótrúlegan fjölda fólks. Málin sópuðust því að hon- um og var svo alla tíð. Það gat ekki hjá því farið að lögmannsstíll Jóns yrði all frábrugðinn mál- flutningsháttum flestra annarra lögmanna. Hann gat aldrei stillt sig um að stunda málflutninginn sem íþrótt, virtist líta á hvert mál sem kappleik eða sjónarspil þar sem á öllu riði að leggja sig fram til hins ýtrasta, heyja orustuna með stíl og glæsibrag og sigra, væru þess nokkur tök. Væru sigur- líkurnar í lágmarki var stefnt að drengilegum varnarsigri. Víst er um það, að dómurum þótti íburð- urinn stundur nokkuð úr hófi fram. Aðferðirnar við vitni and- stæðingsins vildu stundum verða þannig að dómarinn teldi ástæðu til að skakka leikinn. Þolrif lög- manns gagnaðila hafa sjálfsagt oft verið nokkuð mikið reynd. En þótt Jón væri meistari I að gera einföld mál flókin, oft til lítils fagnaðar eða verksparnaðar fyrir dómara, þá var honum engu síður lagin sú list að stuðla að því að gera flókin mál svo einföld og skýr sem verða mátti. Byggðist það á glöggskyggni hans á því hver væri kjarni hvers máls og fundvísi hans á þær málsástæður og lagarök er úrslitaþýðingu höfðu, ásamt því að hann lagði sig oft vel fram um að upplýsa mál teldi hann sér það henta og mikla vinnu I að undir- búa sig fyrir málflutning með lestri fræðirita og dóma. Það hef- ur verið sagt með réttu að mál vinnist aldrei á góðum málflutn- ingi, en lögmenn geti tapað málum vegna lélegs málflutnings. Þetta viðhorf var þó Jóni víðs fjarri. Mér er nær að halda að fyrir hafi komið að hann ynni mál sem fæst- ir aðrir hefðu unnið og varla tapað málum sem margir aðrir hefðu unnið. Og þótt Jón yljaði stundum andstæðingum sínum undir ugg- um og mörg vinnustund dómara færi í að greiða úr flækjum sem hann hafði undið upp var Jón maður vinsæll bæði meðal lög- manna og dómara. Það gerði bæði stíllinn yfir íþrótt hans og þær stundir er hann létti geð manna utan veggja réttarsalarins. Sinn þátt mun það hafa átt í sérkenn- um á málflutningi Jóns, að menn sem áttu torsótt mál að sækja eða erfið að verja, en voru sjálfir trú- aðir á málstað sinn, leituðu gjarna til hans, stundum eftir að þeir höfðu gengið bónleiðir til annarra lögmanna. Jón sá þá gjarna leið þar sem öðrum höfðu virst sundin lokuð. Skarpskyggni hans, bjart- sýni og baráttugleði stuðlaði þannig að því að fleiri en ella fengu dómstólaprófun á sín mál og þar með þá réttarvernd sem löggjöf vor og ólögfestar starf- skyldur lögmanna gera ráð fyrir. Hann hélt merkinu hátt til síðasta dags. Vitandi um óverjandi eftir- för mannsins með ljáinn gekk hann út um dyr sjúkrahússins fáum dögum fyrir andlát sitt og tvo síðustu daga ævi sinnar stóð hann fyrir Hæstarétti og flutti harðsótt og flókin mál. Að loknum hinum síðasta málflutningi hélt hann beint heimleiðis, settist í stól sinn og var allur. Már Pétursson, héraðsdómari í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.