Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983
37
Fyrir nokkrum dögum var mér
tilkynnt, að Jón E. Ragnarsson
hrl. hefði orðið bráðkvaddur að
heimili sínu. Mig setti hljóðan. Að
vísu var það vitað að Jón var
hjartveikur og hann hafði í fyrra-
vetur gengist undir erfiðan upp-
skurð erlendis. En fáum datt þó í
hug að dauða hans myndi bera að
með svo skyndilegum hætti. Hér
er þó hollt að hafa jafnan i huga
orð þjóðskáldsins: Líf mannlegt
endar skjótt.
Hér verður ekki rakin ævisaga
Jóns E. Ég ætla hins vegar í fáum
orðum að greina frá kynnum mín-
um af honum. Er ég var í Háskóla
íslands átti ég margar ánægju-
legar stundir með Jóni E. Hann
var oft hrókur alls fagnaðar og
mér er enn minnisstætt hve vel og
skemmtilega hann sagði frá. Hann
var þá þegar víðlesinn og smekk-
maður á mál. Jón var höfðingi
heim að sækja, einkar gestrisinn
og veitull.
Leiðir okkar Jóns lágu saman á
ný haustið 1981 en þá tók Jón við
formennsku í Stúdentafélagi
Reykjavíkur. í hans tíð jukust
mjög tengsl félagsins við Háskóla
íslands. Jón átti og frumkvæði að
því að stofna Háskólasjóð Stúd-
entafélags Reykjavíkur og átti
sæti í stjórn hans. Tilgangur
sjóðsins er einkum sá að styrkja
ýmis verkefni Háskóla íslands,
svo og stúdenta við skólann. Mál-
efni þetta var Jóni afar hugleikið
og hann batt miklar vonir við
framtíð sjóðsins.
Þótt Jón E. léti af formennsku
Stúdentafélags Reykjavíkur sl.
haust studdi hann félagið enn með
ýmsum hætti. Það fékk margvís-
lega aðstöðu á skrifstofu Jóns og
hann vann að undirbúningi full-
veldisfagnaðar og annarra mála.
Fyrir hönd Stúdentafélags
Reykjavíkur vil ég nú að lokum
þakka fyrir allt það sem Jón E.
gerði fyrir þetta félag. — Sjálfur
mun ég minnast hans sem hins
glaðværa, heillandi stúdents og
einnig og ekki síður sem góðs
drengs, sem gott var að leita til í
vanda.
Guð geymi nú Jón E. Ragnars-
son.
Olafur Oddsson
Þegar Jón hringdi til að kveðja
var hann mjög alvarlegur í tali og
ákveðinn. — Það gæti alveg eins
verið að ég kæmi ekki aftur, og
komi ég aftur, verður það aðeins í
stuttan tíma, sagði hann.
Þetta var óvenjulangt símtal.
Hvorugum okkar datt í hug að
grínast. Sennilega var þetta í eina
skiptið sem við létum ekki eins og
bjánar hvor við annan. Við vissum
báðir og skildum alvöruna og vin-
áttuna, sem lá að baki.
Það er fátt betra í þessum heimi
en sannur vinur. Vinur, sem kann
að gleðjast, þegar vel gengur. Vin-
ur, sem lætur traust sitt í ljós,
þegar á bjátar. Þannig vinur var
Jón.
Við brölluðum margt saman
sem skátadrengir, bulluðum sam-
an sem unglingar, brösuðum ým-
islegt á trúlofunaraldrinum og
reyndum á allan mögulegan og
ómögulegan hátt að ganga fram af
hvor öðrum í félagsmálabaráttu
sem ungir JC-félagar. Á námsár-
um mínum erlendis fékk ég ná-
kvæmar skýrslur um sameiginlega
kunningja, menn og málefni, sem
Jón skrifaði af frábærri ritleikni
og frásagnargleði. Þá æstist heim-
þráin upp um allan helming.
Seinna, þegar við vorum orðnir
„fullorðnir menn“, létum við það
alltof sjaldan eftir okkur að grín-
ast saman. Þegar slíkt kom fyrir,
skemmtum við okkur konunglega,
eins og lög gera ráð fyrir, þótt öðr-
um hafi ef til vill þótt þetta grín
okkar hrútleiðinlegt. Við áttum
þetta saman, og svo vináttuna sem
aldrei bar skugga á.
Þessar línur eru ekki skrifaðar í
þeim anda, sem Jón hefði kallað
„mátuleg" eftirmæli. Slík eftir-
mæli skrifar enginn einn saman.
Nú vantar innskotin, hláturinn og
gleðina. Nú vantar botninn, sem
Jón hafði alltaf tilbúinn.
Ég kveð síðan vin og þakka fyrir
símtalið.
Óli Steph.
Kynni okkar af Jóni E. Ragn-
arssyni, hæstaréttarlögmanni,
voru ekki ýkja löng f árum mæld,
en vináttan við hann traust eigi að
síður. Fundum okkur bar fyrst
saman er við vorum við nám í
lagadeild háskólans, en hann hafði
þá verið starfandi lögmaður í
Reykjavík í um 15 ára skeið. Hann
hafði einstakan hæfileika til þess
að laða að sér ungt fólk og
umgangast það sem jafningi.
Kannski var það vegna þess,
hversu mikill strákur hann var í
sér, eins og stundum er sagt.
Með Jóni var gaman að vera.
Hann gat tekið upp á ýmsu, bæði í
leik og starfi, sem engum öðrum
datt í hug. Kom sífellt á óvart til
þess að krydda tilveruna. öll slík
uppátæki voru þó í gamansemi og
góðvilja gjörð, að baki þeim leynd-
ist aldrei annað en glettni og
spaug, ekki hrekkir. Þannig voru
málflutningsræður Jóns oft. Hann
var markviss og beinskeyttur
málflytjandi, sem braut til mergj-
ar kjarna hvers máls og kom til
skila aðalatriðunum, en oft þó i
bland með dálítilli kímni. Hann
var vel að sér í bókmenntum og
sagnfræði og þangað sótti hann
oft líkingar, þegar hann flutti mál
fyrir dómi. Stundum átti hann það
til, þegar sá var gállinn á honum,
að seilast ofurlítið lengra i gam-
anseminni en aðrir gjörðu. Slíkt
var þó auðvelt að fyrirgefa honum,
vegna þess að hugsunin, sem að
baki bjó, var góð og velviijuð.
Jón var skemmtilegur ferðafé-
lagi, kannski aldrei eins skemmti-
legur og á ferðalögum. Starfs síns
vegna þurfti hann oft að ferðast út
um land í þinghöld, samninga-
gerðir eða sáttaviðræður. Þá sótt-
umst við, sem yngri vorum, eftir
því að fá að fara með. Komust þá
oft færri með en vildu. Okkur
langaði þá bæði til þess að njóta
samvista við skemmtilegan félaga
og vin og kannski ekki síður til
þess að fá að læra af góðum lög-
manni.
Jón var ekki bara skemmtilegur
og spaugsamur. Hann var okkur
líka hjálpsamur og hollráður. Til
hans var gott að leita, þegar vanda
bar að höndum. Hann var fljótur
að hugsa og benda okkur á það,
sem hann taldi vera réttar leiðir
hverju sinni, óþreytandi við að
leggja okkur lífsreglurnar og
stappa f okkur stálinu. Bjó hann
þó orðum sínum stundum gaman-
saman búning, en þó alltaf þannig,
að við skildum, að á bak við gam-
anið leyndist alvara. Jón samein-
aði það öðrum betur að vera hvort
tveggja í senn skemmtilegur og al-
vörugefinn. í hægra munnvikinu
var pípan, sem hann tottaði stöð-
ugt og var nær óaðskiljanlegur
hluti hans sjálfs. Þeim megin bjó
alvaran. Um vinstra munnvikið
lék góðlátlegt bros. Þeim megin
bjó gamansemin og glettnin.
Nú, þegar Jón er allur, söknum
við vinar og félaga. En það er
huggun harmi gegn, að áfram lifir
minningin um mann, sem var
okkur allt í senn, traustur og
skemmtilegur félagi, hjálpsamur
og hollráður, og síðast en ekki síst
góður drengur. Þannig lifir Jón í
minningu okkar.
Pétur Guðmundarson.
Þorgeir Örlygsson.
Við tveir, sem hér í örfáum orð-
um minnumst vinar okkar, Jóns E.
Ragnarssonar, áttum því láni að
fagna að kynnast honum náið síð-
ustu ár hans. Þótt þau kynni yrðu
ekki löng í árum talið má þó full-
yrða að þau kynni voru með þeim
hætti að minningin um Jón mun
lengi lifa með okkur. Jón var alla
tíð mjög bókhneigður og vel lesinn
ekki sízt í fræðigrein sinni, lög-
fræðinni. Þá þekkingu hafði hann
jafnan á hraðbergi og minni hans
var með ólíkindum.
Margra stunda er að minnast er
hann miðlaði okkur félögunum af
þeim fróðleiksbrunni og hann
kryddaði oft frásögnina með
hnyttilegum athugasemdum og
kímni.
Oft koma þær stundir í starfi
lögmannsins að hann eygir ekki
skóginn fyrir trjánum í frumskógi
lagareglna og margslunginna at-
vika hvers máls. Á þeim stundum
var gott að leita til Jóns, því að
hann var manna fljótastur að átta
sig á kjarna hvers máls. Komu þar
til hinar skörpu gáfur hans og
traust þekking á lögum, einkum
réttarfari. Oft kom það fyrir að
eitthvert vafaatriði sem lengi hafi
valdið vafa í huga manns varð
ljóst þegar það hafði verið borið
upp við Jón.
Jón ferðaðist mjög víða á þeim
árum er hann var í námi og sinnti
félagsmálum af sem mestum
krafti. í þeim ferðum var hann
jafnan fulltrúi þeirra félaga sem
hann gegndi trúnaðarstörfum
fyrir, og það höfum við sannfrétt
að hann hafi jafnan reynzt verð-
ugur fulltrúi hinna ýmsu félaga,
enda eignaðist hann fjölda vina
erlendis, sem minnast góðra
stunda með Jóni.
Jón unni listum og átti ágætt
bóka- og málverkasafn. Hann
hafði mjög fágaðan smekk í þeim
efnum. Á seinni árum lagði hann
einkum stund á söfnun lögfræði-
rita og var þar bæði um að ræða
gömul og fágæt rit svo og innlend
og erlend samtímarit. Jón gerði
sér far um að fylgjast með því
helsta sem ritað var um lögfræði
og eftir hann sjálfan liggja ágæt-
ar ritgerðir um lögræðileg efni.
Jón lét sér annt um hagsmuna-
mál lögmanna og tók virkan þátt i
störfum Lögmannafélags íslands.
Hann sat í stjórn félagsins
1977—1979 og átti sæti í kjara-
nefnd félagsins frá upphafi. Hags-
munamál lögmanna voru honum
mjög hugleikin og áttum við félag-
arnir oft fjörugar og gagnlegar
umræður um þau mál.
Þá má minnast ýmissa stunda
með Jóni þegar lögmennskan var
lögð til hliðar og tekið var upp
léttara hjal. Ekki sízt naut Jón sín
í góðra vina hópi og hafði gjarnan
orðið, enda hafði hann frá mörgu
skemmtilegu að skýra og vildi
frekar hafa orðið en hlýða á aðra,
og sættu menn sig fúslega við það.
Nú þegar Jón er fallinn frá
langt um aldur fram minnumst
við hans með söknuði, og vitum að
þar gekk góður drengur.
Sigurður Georgsson,
Stefán Pálsson.
Skólabróðir okkar og félagi, Jón
Edwald Ragnarsson, er látinn
fyrir aldur fram, aðeins 46 ára
gamail. Við, sem vorum samferða
Jóni um ganga og stofur Mennta-
skólans í Reykjavík, söknum hans
og minnumst.
Jón var Reykvíkingur í orðsins
fyllstu merkingu, fæddur þar hinn
24. desember 1936, kjörsonur
Ragnars H.B. Kristinssonar, for-
stjóra, og eiginkonu hans Matt-
hildar Eðwaldínu Edwald, en þau
bjuggu að Frakkastíg 12. Ragnar
stjórnaði fyrirtækinu Vagna-
smiðju Kristins Jónssonar, ásamt
Þóri bróður sínum, um árabil, og
muna flestir Reykvíkingar, sem
komnir eru um miðjan aldur, vel
þetta gamla fyrirtæki, sem starf-
aði tímana tvenna, fyrst að vagna-
smíði, er hesturinn var enn þarf-
asti þjónninn, en lagaði sig að
breyttum tímum og gerðist leið-
andi aðili í smíði bílayfirbygginga.
Afi Jóns, sem þekktur var undir
nafninu Kristinn vagnasmiður,
var öllum sem til þekktu minnis-
stæður sem einstakur elju- og
dugnaðarmaður, þar sem ná-
kvæmnin og reglan sátu í fyrir-
rúmi. Kristinn starfaði við fyrir-
tækið til hárrar elli. Matthildur,
móðir Jóns, var ættuð frá ísafirði,
dóttir Jóns Samúelssonar Edwald,
kaupmanns og ræðismanns.
Er Jón hafði lokið venjulegu
skólanami, þreytti hann lands-
próf, en að því loknu settist hann
eitt ár í Menntaskólann á Akur-
eyri, en kom þá suður aftur og
settist í 4. bekk Menntaskólans í
Reykjavík. Jón varð strax áber-
andi í skólalífinu og komst enginn
hjá því að taka eftir honum. Jón
var lágur vexti og grannholda á
þessum árum, ákaflega nettur og
fínlegur, svipurinn bjartur og
glaðlegur. Hann var ágætur náms-
maður og hafði afbragðs minni.
En það var fyrst og fremst fyrir
glaðlega framkomu og áberandi
mælsku, sem við munum Jón E.
Ragnarsson. Hann vakti athygli
allra, nemenda sem kennara, fyrir
fljúgandi, meðfædda mælsku,
hafði mótaðar skoðanir á svo til
öllum málum, en fléttaði mál sitt
óvenjulegum skemmtilegheitum.
Þær voru margar ræðurnar, sem
Jón flutti í málfundafélagi skól-
ans, „Framtíðinni", og segja má,
að þeir sem voru á annarri skoðun
en Jón, hafi ýmsar kárínur hlotið
þótt allt væri í góðu, en á þessum
vettvangi þreyttu margir sína
frumraun við að verja eða and-
mæla skoðunum og stefnum. Jón
var ákaflega hress og kátur ungur
maður í skóla og bar með sér slík-
an frískleika, að aðrir hrifust með.
Segja má að alltaf hafi verið
skemmtilegt, þar sem Jón var,
enda varð hann strax ákaflega
vinamargur. Stundum lá við að
um ærsl væri að ræða, jafnvel í
kennslustundum, og gekk okkar
virðulegu lærifeðrum misjafnlega
að átta sig á hinu græskulausa, en
sennilega tímaskakka gamni, þótt
allt færi vel að lokum.
Jón var vel ritfær, skrifaði mik-
ið í skólablaðið og var framarlega
í öllum félagsmálum. Hann las
mikið utan námsefnis, hafði lif-
andi áhuga á bókmenntum, sagn-
fræði og stjórnmálum. Á undan
flestum öðrum á þessum aldri átt-
aði hann sig á fegurð æðri tónlist-
ar og átti gott hljómplötusafn
sjálfur. Hann varði miklum tíma
við að njóta sígildrar tónlistar. Á
þessum árum kom MR sér upp vísi
að hljómplötusafni, þar sem hægt
var að fá lánaðar heim plötur. Jón
beitti sér mjög fyrir framgangi
þessa máls, og var hann allra
manna duglegastur við að fá
hljómplötur heim og leyfa öðrum
að njóta með, en hann átti þá
strax hljómflutningstæki, en á
þessum árum þekktist vart að fá-
tækt námsfólk hefði slíkan búnað
undir höndum.
Húsið Frakkastígur 12, þar sem
Jón bjó ásamt foreldrum og systk-
inum sínum, var eitt myndarleg-
ast íbúðarhús í Rvík á þessum
tíma, og hafði Jón fyrir sig sjálft
turnherbergi hússins, sem varð nú
vinsæll samkomustaður okkar.
Jón var einstaklega greiðvikinn og
opinn. Má segja að turninn hans
Jóns hafi ætíð verið opið hús vin-
um hans og félögum. Og þar stóð
plötuspilarinn góði, húsráðandinn
réð reyndar lagavalinu, en þarna
kviknaði og smitaðist áreiðanlega
út sá tónlistaráhugi og smekkur,
sem dugað hefur og enst. Hjá Jóni
voru dægurmál og alvarlegri mál
rædd fram og aftur, oft deilt fast,
en húsráðanda tókst oftast að
sannfæra þá, er á móti mæltu.
í þessu sambandi er ekki hægt
að láta hjá líða að minnast for-
eldra Jóns, sem umbáru okkur
ætíð jafnvel, Ragnars, sem var
einstakur „sjentilmaður", ætíð í
góðu skapi, aldrei önugur þótt full
ástæða hafi eflaust oft verið til er
setur drógust fram um þann tíma,
er fólk gengur venjulega til náða,
auk þess sem við vorum all-fyrir-
ferðarmiklir á þessum árum. Eða
ínu sem var alltaf blíð og góð og
skildi okkur svo vel. En Ina varð
hálfgerð uppeldismóðir okkar
margra, var ætíð til viðtals, hafði
alltaf tíma til að tala við okkur
þótt hún væri húsmóðir á stóru
heimili og hefði stórt hús að hugsa
um. Á heimili Ragnars og ínu nut-
um við góðs viðurgjörnings, þann-
ig að í dag skilur maður helst ekk-
ert í þessu, t.d. þegar við sátum
uppi hjá Jóni, klukkan langt geng-
in að miðnætti, er létt bank heyrð-
ist á hurðina, þar sem ína var
komin með rogafullt fat af fínu
brauði, sem var rennt inn með
orðunum: „Þið hljótið að vera
orðnir svangir, strákar mínir." í
þessu húsi var ekkert til sem hét
streita og allir hlutir voru svo
eðlilegir að ekkert rúm var til
fyrir alvöru vandamál, sem eru
víst orðin heil vísindagrein í dag.
Á sumrum dvöldu foreldrar Jóns
gjarnan í notalegu sumarhúsi,
sem stóð á ártungunni neðan
Reykjalundar í Reykjadal. Við
fórum marga ferðina þangað að
sumarlagi með Jóni, og þar voru
móttökurnar nákvæmlega eins og
á Frakkastíg 12. Enn minnumst
við veizlunnar góðu sem Ragnar
og ína buðu fjölda skólasystkina
Jóns til að heimili sínu fyrir rétt
liðlega 26 árum, er Jón lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Rvík í júní 1957.
Að stúdentsprófi loknu gerðist
Jón framkvæmdastjóri Heimdall-
ar og sat auk þess í stjórn félags-
ins 1958—60. Hann innritaðist í
lagadeild Háskóla Islands og lauk
embættisprófi 1966. Jón skipaði
sér í raðir lýðræðissinnaðra stúd-
enta, var ritstjóri Vöku 1958—9,
auk þess sem hann ritstýrði Úlf-
ljóti, blaði laganema, á árunum
1960—61. Formaður stúdentaráðs
var Jón árin 1962—63 og fulltrúi
stúdenta í háskólaráði 1963—64.
Með námi var Jón blaðamaður við
Morgunblaðið 1960—65. Hann
sótti námskeið í fræðigrein sinni
við Kölnarháskóla 1958 og lauk
auk þess prófi í þýzku. Ennfremur
sótti Jón námskeið í Svíþjóð og
Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Að embættisprófi loknu gerðist
Jón fulltrúi borgarstjórans í Rvík
til ársins 1969, er hann varð fram-
kvæmdastjóri Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar allt til ársins
1970. Árið 1969 opnaði Jón eigin
lögmannsskrifstofu í Rvík og
starfaði alfarið sem slíkur til
dauðadags. Árið 1973 hlaut Jón
réttindi til málafærslu við hæsta-
rétt.
Ungur skipaði Jón sér í þá sveit
manna, sem vilja veg sjálfstæð-
isstefnunnar sem mestan. Hann
var einlægur lýðræðissinni og sá
strax gildi einstaklingsins fyrir
þjóðfélagsheildina. Með sannfær-
ingarkrafti sínum, mælsku og
léttu sinni vakti Jón hvarvetna at-
hygli. Hann valdist því ungur til
ábyrgðarstarfa fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Fyrr er getið starfa hans
fyrir Heimdall, félag ungra
sjálfstæðismanna, en árin
1962—69 var hann í stjórn SUS og
gegndi þar varaformennsku um
skeið, auk þess sem hann var í
flokksráði Sjálfstæðisflokksins.
Jón var áhugamaður um vest-
ræna samvinnu og var áfram um
að íslendingar skipuðu sér þétt í
sveit þeirra þjóða, sem næstar
okkur standa að menningu og
stjórnarfari og gegndi for-
mennsku og varaformennsku í fé-
laginu Varðberg árin 1970—72.
Auk þessara starfa hlóðust á Jón
ýmis félagsstörf, sem ekki verður
getið hér, nema hann var varafor-
seti og landsforseti Junior Cham-
ber of Commerce árin 1971—73.
Ritstörf lágu vel fyrir Jóni,
hann átti jafn auðvelt með að tjá
sig, hvort sem var í ræðu eða riti.
Ekki verður þeirra nákvæmlega
getið hér, en þau fjalla að mestu
um fræðigrein hans og um þjóð-
mál.
Árið 1969 kvæntist Jón eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Sigríði Ingv-
arsdóttur. Þau slitu samvistir og
varð ekki barna auðið.
Þetta er í stuttu máli lífshlaup
vinar okkar og félaga Jóns
Edwalds Ragnarssonar. Nú fækk-
ar gleðihlátrum um stund. Það er
sjónarsviptir að Jóni E. Ragnars-
syni gengnum. Hann sem var allt-
af jafn hress og kátur, hvenær
sem var, og hvar sem var. Af fund-
um við Jón fórum við ætíð léttari í
lund, en er við gengum til fundar.
Og enginn vissi betur en að Jón
byggi við góða heilsu, þar til fyrir
um tveim árum, er Jón kenndi sér
þess meins er hann varð að lúta í
lægra haldi fyrir. Á sl. ári gekkst
hann undir erfiða hjartaaðgerð í
Bretlandi, og var nýkominn heim
er við fögnuðum 25 ára stúdents-
afmæli. Ékki varð annað séð en að
hann væri á góðum batavegi. En
það var ekki að hans skapi að
kvarta, lundin var létt sem fyrr og
hann hafði gamanmál á hrað-
bergi. En líkamlega heilsan var
ekki í samræmi við andlega
hressleikann og dvaldi Jón á
sjúkrahúsum öðru hverju undan-
farna mánuði, uns hann lést á
heimili sínu hinn 10. þ.m.
Við sem eftir erum, minnumst
góðs og skemmtilegs félaga. Hans
verður minnst í okkar hópi svo
lengi sem við komum saman.
Að endingu vottum við aðstand-
endum öllum innilega samúð
okkar, um leið og við þökkum
föllnum félaga samferðina, sem
nú verður hlé á í bili.
Skólafélagar úr Mennta-
skólanum í Reykjavík.