Morgunblaðið - 21.06.1983, Side 31

Morgunblaðið - 21.06.1983, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 39 Sigurður Þór Friðriks- son — Minning Fæddur 26. mars 1928. Dáinn 3. júní 1983. Ég kynntist Sigga snemma á unglingsárum mínum, er ég flutt- ist tii höfuðstaðarins. Reyndist hann trúr og dyggur vinur, sem alltaf var boðinn og búinn að hjálpa, ef hann gat því mögulega við komið. Þeir voru og ófáir bíltúrarnir, sem Siggi lagði á sig fyrir okkur unga fólkið sem vorum honum samferða. Siggi var ungur í anda og þvi mikill félagi okkar, sem í þann tíð héldum hópinn saman. Tók hann jafnan fullan þátt í gleði okkar og leik í sínum tómstund- um. í öll þau 16 ár sem ég þekkti Sigga man ég aldrei eftir að hafa séð hann skipta skapi. Lífsgleðin var hans aðal. Siggi ferðaðist mikið erlendis í sínum sumarfríum og kynntist þar mörgu sem hann hafði síðar yndi af að miðla okkur af sem heima sátum. Alltaf á þessum ferðalögum sínum sendi hann mér kort, eða stutt bréf og lýsti þar hvernig ferðalagið gengi fyrir sig. Þegar við hjónin kvöddum suð- vesturhorn landsins fyrir tæpu ári og hófum sveitabúskap austan fjalls, fækkaði eðlilega heimsókn- um Sigga á okkar heimili, en sím- inn bætti að nokkru leyti okkur þennan fjarlægðarmismun. Við hringdum gjarnan í hvort annað og spjölluðum um heima og geima. Einnig um landsins gagn og gæði, því Siggi var vel heima í mörgum hlutum. Gátum við því vel rætt saman um búnaðarstörf. Eins ræddum við oft um lífið og dauð- ann og var Siggi sannfærður um eilífa lífið og kveið ekki dauðan- um. Síðast talaði ég við Sigga dag- inn fyrir andlát hans. Lék hann þá á ais oddi, eins og hann átti vanda til. Talaði hann við mig um að sennilega gæti hann komist í sína fyrstu heimsókn til okkar hingað um næstu helgi. Kvaðst hann mundu hringja til mín næsta kvöld og binda þetta fastmælum. En hann hringdi ekki. Mér þótti það í meira lagi undarlegt, því allt sem Siggi sagði stóð eins og stafur á bók. Það varð mér þungt áfall þegar ég lét seint og um síðir verða af því þetta umrædda kvöld að reyna að ná sambandi við Sigga, að frétta að hann hefði lát- ist þá fyrr um daginn. En þannig er víst lífsganga okkar allra. Við fæðumst hingað í þennan heim, Gísli Loftsson Kveðjuorð Ég vil fyrir hönd Félags ís- lenskra gullsmiða fara nokkrum orðum um Gísla Loftsson, letur- grafara. Ekki þarf að hafa mörg orð um hann, því að allir sem hann þekktu vissu að hann var einstakur mað- ur. Gísli var frábær fagmaður, og eru margir hlutir fagurlega skreyttir eftir hann. Hann starfaði fyrir flesta gullsmiði í Reykjavík og úti á landi, og er mikill eftirsjá að hans frábæru vinnu og er starf hans vandfyllt. Gísli var ávallt léttur í lund og skemmtilegur í umgengni og er nú einhvert tóm í huga mínum, eftir 15 ára vináttu okkar Gísla. Með þessum fáum línum kveð ég Gísla með miklum söknuði, og ég veit að það gera allir sem hann þekktu. Blessuð sé minning hans. Leifur Jónsson, formaöur Félags íslenskra gullsmiða. t Eiginmaður minn, faöir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, ÓLAFUR R. EINARSSON, menntaskólakennari, Þverbrekku 2, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 22. júní nk. kl. 13.30. Þeim er vildu minnast hans er bent á líknarsjóði. Jóhanna Axelsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Sigríöur Þorvarösdóttir, Einar Olgeirsson, Guörún Gísladóttír, Axel Jónsson, Sólveig Einarsdóttír, Krossaskilti Sendum í póstkröfu um allt land. SKILTAGERDIN MARKG Dalshrauni S, Hafnarfirði, •fmi 54833. dveljum hér aðeins skamman tíma og kveðjum síðan. Þó finnst mér það alltaf jafn óréttlátt, þegar fólk sem er í fullu fjöri og nýtur lífsins, hverfur héð- an snögglega. En aílt er þetta í hendi hins alvalda guðs, sem gefur okkur lífið. Fyrir slíku ofurvaldi ber okkur mannanna börnum að beygja okkur í auðmýkt, þótt vissulega sé það oftast allt annað en auðvelt. Siggi var trúaður og virkur í kirkjusöfnuði sínum, þar sem hann starfaði sem meðhjálp- ari. Ég er viss um það að nú er Siggi heima hjá Frelsara sínum, Jesú Kristi, sem eitt sinn sagði. „Faðir, ég vil að þeir sem þú hefur gefið mér, verði einnig hjá mér, þar sem ég er, til þess að þeir megi sjá dýrð mína.“ Með þessum fátæklegu orð- um mínum um vin minn Sigurð Þór Friðriksson kveð ég hann nú í bili. Ég er þess fullviss að þegar mín kveðjustund héðan rennur upp, munum við hittast á himnin- um hjá Guði. Systrum Sigurðar, öðrum vinum hans og vandamönnum votta ég mína dýpstu og innilegustu samúð og bið góðan Guð um að styrkja og hugga. Sigrún Sigurjónsdóttir. Ævar Geir grímsson - Fæddur 24. september 1976. Dáinn 2. júní 1983. Hann Ævar Geir er dáinn, þessi litli fallegi drengur sem var öllum svo góður. Hann hefði orðið 7 ára í september. Það sló okkur kunningjakonurn- ar mikið fyrir 3 árum, þegar okkur var sagt frá veikindum hans. En þegar stundir liðu gekk allt svo vel, allir urðu bjartsýnir. En Guð einn ræður eins og við allar sögð- um börnunum okkar, sem voru leikfélagar Ævars. Nú líður hon- um vel. Nú geymir Guð hann. Það stakk mig alltaf þegar ég fylgdist með leik strákanna hvað Ævar Geir gat í rauninni lítið fylgt þeim eftir, en viljinn og dugnaðurinn var alveg ótrúlegur. Við sendum ykkur, Stína mín og Steini, og sonum ykkar innilegar samúðarkveðjur með þessari litlu kveðju frá mér og fjölskyldu minni. Lilja Smáradóttir „öll viA skulum eitl sinn mælnst í Guðsborg Jerúsalem4* Þegar allar þrautir enda þegar líf þitt búid er þá mun Jesús sínar senda sveitir engla eftir þér. Viltu mæta vinur kcri vinum sem þú hefur misst. Þá ég fréttir þessar f*ri þú skalt elska Jesúm Krist. Er vió missum okkar drengi öll meó tregja syrgjum þá. En vió grátum ekki lengi því öll við mætumst himnum á. (Garðar Sigurgeirsson, Kristur konungur minn.) Fæddur 24. september 1976. Dáinn 2. júní 1983. Þegar heit vorsólin er í óða önn að bræða snjó og kulda vetrarins berst harmafregn. Hann Ævar Stein- - Minning Geir er dáinn. Enn einn sólargeisl- inn horfinn úr þessum heimi. Sjö ár eru ekki langur tími, en skilja eftir sig sögu og ótal minningar. Innilegar samúðarkveðjur sendum við foreldrum, bræðrum og öðrum aðstandendum Ævars Geirs, og megi góður Guð styrkja þau á þessari raunastund. Mætumst vér á Ijóssins landi, Ijúf þar báran hlær við strönd þar um helga himingeima hrelling nein ei þjáir önd? Munum vér þar hólpnir hittast herferð þegar lokið er, og þar láta akker falla öðrum hjá, sem þekkjum vér? Ilittum vér þá hjarta kæru, bér sem vorum skilin frá? Fáum vér um eilífð alla aftur þeim að dvelja hjá. (H.L. Hastings, sálmur.) Ollý og Birna. ÚTVEGGJAKLÆÐNING EINSTÖK KLÆÐNING SEM EINANGRAR Ambit útveggjaklæöning, unnin úr trétrefja- plöntum, hjúpuöum asfalti og steinsalla, náttúru- efnum sem upplitast ekki og eru sérstaklega veöur- þolin. Klæöningin er auk þess bæöi hljóöeinangr- andi og eldtefjandi. Ambit útveggjaklæöning hefur veriö notuö í meira Söluumboö: LÆKJARKOT SF., Lækjargötu 32, Hafnarfirði. en 50 ár um víöa veröld og uppfyllt ströngustu .kröfur um slíka klæöningu. ísland bætist nú í hóp ríkja Noröur-Ameriku, Kanada, Noröurlanda og Færeyja, þar sem hús klædd Ambit útveggja- klæöningu fegra umhverfiö og veita húseigendum örugga vörn gegn válegri veöráttu. Kaimar SKEIFAN 8 - 108 REYKJAVÍK - SlMI 82011

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.